Færsluflokkur: Bloggar
20.8.2022 | 12:19
Fjallganga frá Suður-Týrol til Laugavegs
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2021 | 10:39
Nátthagavatn - Nátthagi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2021 | 18:15
Hringuð vötn - Brunntjörn
Það eru töfrar í vatninu. Ég hef undanfarið unnið gengið hring í kringum stöðuvötn á höfuðborgarsvæðinu. Fyrst voru þekktustu vötn og tjarnir hringaðar en svo fannst listi yfir 35 vötn í skýrslu um Vötn og vatnasvið á höfuðborgarsvæðinu ástand og horfur.
Það styttist í að hringnum verði lokað og þetta hefur verið stöðugur lærdómur en áhugaverðasta vatnið er Brunntjörn hjá Straumi. Ég komst að því eftir smá grúsk að Brunntjörn og tjarnir í Hvassahrauni eru stórmerkilegar og á heimsmælikvarða. Stutt og skemmtileg ganga sem minnir á Þingvallagöngu og dvergbleikja lifir þar sem hraun og lindir koma saman.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2019 | 16:19
Allt rafmagn í jörð
Hver á sér fegra föðurland?
En það er hægt að skemma fegurðina það með raflínum. Allt rafmagn í jörð.
Háspennulínur og möstur hafa í eðli sínu mikil sjónræn áhrif á nágrenni sitt og breyta þar með upplifun fólks á viðkomandi svæði. Þar með breytist ásýnd landslagsins og sýn áhorfandans er jafnvel skert.
Rafmagnslínur fara vonandi niður í jörðina eftir þetta fárviðri. Vonandi lærir Landsnet af þessu en vond veður eins og þetta eiga eftir að koma oftar vegna hamfarahlýnunar.
Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK hittir naglann á höfuðið: Þrátt fyrir að við höfum kannski fengið meiri bilanir hér á árum áður en síðan þá hafa orðið svo miklar breytingar, það er búið að setja stóran hluta dreifikerfisins í jörðu. Við erum komin með 65% að kerfinu hjá okkur í jörð. Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda hvernig það hefði verið ef við hefðum ekki verið búin að því í þessu veðri.
Ég tek undir með Agnari Þór Magnússyni bónda á Garðshorni í Hörgárdal á vef RUV: Þessi orð sem eru að falla hjá ráðamönnum, að við landeigendur megum ekki standa í vegi fyrir línulagningu, við höfum allavega ekki á þessu svæði staðið í vegi fyrir því, við bara töluðum um það strax að það færi hér í gegn ef við fengjum jarðstrengi, segir Agnar Þór.
Hér er ósnortið land, myndir teknar úr gönguferðum á hálendi Íslands. Þess raflína slapp í hamaganginum en mikið væri upplifunin fallegri væri jarðstengur sem flytti orku á milli staða.
Hér er mynd af Skjaldbreið og tignarlegu Hlöðufelli, tekin af Síldarmannagötu í september 2011.
Rafmagnslína birtist eins og steinrunnið tröll á heiðinni, Sultartangalína kallast hún og sér bræðslunni á Grundartanga fyrir orku.
Hér er upphaf gönguferðar á Klakk (999 m) umvafinn Langjökli.
Þórólfsfell (756 m) og Hlöðufell bakvið til hægri. Tröllsleg Sultartungnalína sem liggur fyrir norðan fellið niður í Hvalfjörð. Staur #163
Að lokum hvet ég Landsnet til að verja spennivirki betur. Verkfræðingar þessa lands hljóta að geta fundið góða lausn. Nóg er víst til af peningum.
Allur okkar mannskapur á fullu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
13.6.2019 | 11:43
Hvalárvirkjun - eitthvað annað
Takk, takk Tómas, Ólafur og Dagný fyrir að opna Ísland fyrir okkur á #LifiNatturan. Alltaf kemur Ísland mér á óvart. Stórbrotnar myndir sem sýna ósnortið víðerni sem á eftir að nýtast komandi kynslóðum. Við megum ekki ræna þau tækifærinu.
En hvað skyldu Hvalárvirkjun og hvalaskoðun eiga sameiginlegt?
Mér kemur í hug tímamótamyndir sem ég tók í fyrstu skipulögðu hvalaskoðunarferðunum með Jöklaferðum árið 1993. Þá fóru 150 manns í hvalaskoðunarferðir frá Höfn í Hornafirði. Á síðasta ári fóru 354.000 manns í hvalaskoðunarferðir. Engan óraði fyrir að þessi grein ætti eftir að vaxa svona hratt. Hvalaskoðun er ein styrkasta stoðin í ferðaþjónustunni sem heldur hagsæld uppi í dag á Íslandi. Hvalaskoðun fellur undir hugtakið "eitthvað annað" í atvinnusköpun í stað mengandi stóriðu og þungaiðnaði.
Vestfirðingar geta nýtt þetta ósnortna svæði með tignarlegum fossum í Hvalá og Rjúkanda til að sýna ferðamönnum og er nauðsynlegt að finna þolmörk svæðisins. Umhverfisvæn og sjálfbær ferðaþjónusta getur vaxið þarna rétt eins og hvalaskoðun. Fari fossarnir í ginið á stóriðjunni, þá rænum við komandi kynslóðum arðbæru tækifæri. Það megum við ekki gera fyrir skammtímagróða vatnsgreifa.
Ég ferðaðist um Vestfirði í sumar. Dvaldi í nokkra daga á Barðaströnd og gekk Sandsheiði, heimsótti Lónfell hvar Ísland fékk nafn, Hafnarmúla, Látrabjarg og Siglunes. Það var fámennt á fjöllum og Vestfirðingar eiga mikið inni. Þeir verða einnig að hafa meiri trú á sér og fjórðungnum. Hann býður upp á svo margt "eitthvað annað".
Við viljum unaðsstundir í stað kílóvattstunda.
Fyrstu myndir sem teknar voru í hvalaskoðun á Íslandi 1993 og birtust í fjölmiðlum. Þá fóru um 150 manns í skipulagðar hvalaskoðunarferðir. Í dag fara 354.000 manns á ári. Það er eitthvað annað.
Erum himinlifandi yfir þessu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.4.2019 | 15:14
Norwich City
Þeir fljúga hátt kanarífuglarnir frá Norfolk í Championship-deildinni.Liðið er efst og allar líkur á að liðið spili í Úrvalsdeildinni á næsta ári.
Ekki bjóst ég við þessari stöðu í upphafi tímabils en þá fóru þrír lykilmenn til annarra liða í Úrvalsdeild en hinn klóki stjóri Daniel Farke úr smiðju Dortmund hefur snúið hlutunum liðinu í hag.
Norwich hefur ekki úr digrum sjóðum að spila og hin nægusama Delia Smith stjörnukokkur hefur stjórn á hlutunum rétt eins og í eldhúsinu.
Áður en tímabilið hófst þá seldi Norwich James Maddison til Leicester fyrir 22 milljónir punda sem er félagsmet og hefur hann staðið sig vel. Josh Murpy var seldur til Cardiff City fyrir 11 milljónir. Einnig fór marvörðurinn Angus Gunn sem var að láni til Southampton. Þrír lykilmenn farnir.
Í staðin fann Farke lekmenn sem voru með lausa samninga en stefnan er að eyða ekki meira en 2 milljónum punda í leikmenn. Finninn Teemu Pukki sem nýlega var kosinn leikmaður Champions-deildarinnar kom á frjálsri sölu frá Bröndby sem og hinn leikreyndi Tim Krul frá Brighton. Kúbaninn með þýska vegabréfið Onel Hernández á kantinum og kom fyrir 1,7 milljónir punda. Mögnuð skipti og engin sóun á fjármagni.
Norwich hefur einnig gefið leikmönnum úr Norwich-akademíunni tækifæri og má þar nefna Maximillian Aarons, Jamal Lewis og Todd Cantwell sem hafa leikið stórt hlutverk í vetur.
Arons, Farke og Pukki
Lykillinn að árangri liðsins er seigla en margir leikir hafa unnist í lok leiks og hefur Pukki verið laginn við að skora sigurmörk í viðbótartíma. Einnig hefur Farke horft til þýskalands og fundið ódýra og samningslausa leikmenn. Fjórir þýskir leikmenn eru í lykilhlutverkum liðsins. Norwich er lítið félag þar sem allir skipta máli, leikmenn, stjórn og stuðningsmenn. Vasar ekki djúpir, enginn aðgangur að mengandi olíu.
Eitt leynivopn hefur Fark notað en eftir leik eru leikmenn frystir í frystiklefa. Fara þeir tveir til þrír inn í hjólhýsi og varðir á höndum og fótum. Einnig eru þeir með vörn um höfuðið. Þeir eru inni í kuldanum í 2 til 3 mínútur og koma út aftur. Fara svo aftur inn í kuldann.
Í dag á föstudaginn langa á Norwich leik á Carrow Road við miðvikudagsdrengina í Sheffield og jafnframt er þetta 100 leikur Norwich undir stjórn Farke. Sigur í leiknum mun styrkja stöðuna um sæti í Úrvalsdeild mikið. Stjóri Wednesday er gömul Norwich hetja, Steve Bruce en hann lék 141 leik á árunum 1984-1987.
Besti árangur Norwich í efstu deild er þriðja sætið á fyrsta tímabili ensku Úrvalsdeildarinnar. 1992-1993. Liðið hefur tvisvar unnið deildarbikarinn 1962 og 1985.
Stuðningsmennirnir á Carrow Road syngja enn baráttusönginn "On the Ball, City" fyrsta og elsta stuðningslag knattspyrnusögunnar. Norfolk men eru stoltir af framlagi sínu til knattspyrnusögunnar og skammstöfunin #OTBC er algeng í efni frá þeim á samfélagsmiðlum.
Norwich er vinaleg borg sem telur tæplega 300 þúsund manns og þekktasta kennileiti Norwich kastali frá tímum Vilhjálms sigurvegara og er hann að verða þúsund ára gamall.
Helsti andstæðingur Norwich City er Ipswich Town en staða þeirra er allt önnur, þeir eru lang neðstir í deildinni og fallnir kætir það einhverja stuðningsmenn kanarífuglanna.
Það verður gaman að fylgjast með Norwich í Úrvalsdeildinni á næsta leiktímabili. En liðið hefur hoppað á milli deilda á öldinni,hefur verið of lítið fyrir stóru deildina en of stórt fyrir litlu deildina.
On The Ball City
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.7.2018 | 12:47
Endurskoðað áhættumat - einbreiðar brýr í Ríki Vatnajökuls
Áhættumat frá 24. júní 2018. Öll blikkljós virkuðu en mála má merkið vegur mjókkar á veg, eru víða afmáðar. Framkvæmdir við Hólá og Stigá virðast ganga vel. Sér í veg fyrir nýja brú yfir Hornafjarðarfljót. Áhættumat því óbreytt frá síðustu úttekt.
Í haust verða einbreiðu brýrnar orðnar 18. Vonandi tekst stjórnvöldum að minnka áhættu fyrir ferðamenn með því að útrýma einbreiðum brúm á þjóðveginum.
Um 2.200 bílar fóru yfir brýrnar þennan dag eða 11 sinnum meiri umferð en markmiðið sem sett var í samgönguáætlun 2011 um að útrýma einbreiðum brúm með umferð meira en 200 bíla á dag.
Umferðin laugardaginn 21. júlí á milli Reykjavíkur og Akureyrar var 2.495 bílar hjá Gauksmýri sem er skammt frá Miðfjarðarbrú. Hjá Kvískerjum fóru á sama tíma 2.283 bílar. Litlu færri. Enn eru 20 einbreiðar brýr á leiðinni á milli Reykjavíkur og Hornafjarðar.
Tökum norðurleiðina til fyrirmyndar. Gerum metnaðarfulla áætlun um útrýmingu einbreiðra brúa á hringveginum.
Áhættumat óbreytt frá fyrri úttekt. Þó má mála merkið vegur mjókkar á vegi en víða eru merkingar afmáðar vegna mikillar umferðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.7.2018 | 15:59
Nelson Mandela tíræður
Fyrir rúmlega áratug fór ég á árlegan bókamarkað í Perlunni. Þar voru þúsundir bókatitla til sölu. Ég vafraði um svæðið og fann grænleita bók sem bar af öllum. Hún kostaði aðeins fimmhundruð krónur. Þetta var eina bókin sem ég keypti það árið. Hún hét Leiðin til frelsis, sjálfsævisaga Nelson Mandela.
Fjölvi gaf út bókina árið 1996 og er ágætlega þýdd af Jóni Þ. Þór og Elínu Guðmundsóttur. Bókin hafði góð áhrif á mig. Hún sýndi stórbrotinn mann í nýju ljósi.
Thembumaðurinn Rolihlahla sem fæddist fyrir öld er síðar nefndur Nelson á fyrsta skóladegi var bráðvel gefinn drengur. Nafnið Rolihlahla merkir á máli Xhosa "sá sem dregur trjástofn", en í daglegu máli er það notað yfir þá, sem valda vandræðum. Nelson Mandela átti eftir að valda hvíta meirihlutanum í S-Afríku miklum vandræðum í baráttunni við aðskilnaðarstefnuna, Apartheid.
Þegar Nelson var 38 ára var bannfæringu létt af léttvigtarmanninum. Hann fór í frí til átthaganna. Þar er áhrifamikil frásögn.
"Þegar kom framhjá Humansdorp varð skógurinn þéttari og í fyrsta skipti á ævinni sá ég fíla og bavíana. Stór bavíani fór yfir veginn fyrir framan mig og ég stöðvaði bílinn. Hann stóð og starði á mig, eins og hann væri leynilögreglumaður úr sérdeildinni. Það var grátbroslegt að ég, Afríkumaðurinn, var að sjá þá Afríku, sem lýst er í sögum, í fyrsta sinn. Þetta fallega land, hugsaði ég, allt utan seilingar, í eigu hinna hvítu og forboðið svörtum. Það var jafn óhugsandi að ég gæti búið í þessu fallega héraði og að ég gæti boðið mig fram til þings."
Mæli með að fólk lesi sem mest um Nelson Mandela í dag og næstu daga. Það er mannbætandi.
Það er einnig vert að bera saman gildi Mandela og danska þingforsetan Piu Kjærsgaard sem ávarpaði Alþingi á þessum sögulega degi, aldarafmæli Mandela og fullveldisins. Mannúð eða rasismi. Hvort velja menn.
Þetta voru mjög vel heppnuð bókarkaup. Blessuð sé minning, Rolihlahla Mandela.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.12.2016 | 16:00
Hlýindi á Dalatanga
Hitamet eru slegin á Dalatanga núna í vetur. Núna í desember er 16,2 stiga hiti og í nóvember fór hitinn yfir 20 gráður. Loftslagsbreytingar eru orsökin. Ekki grunaði mig að heyra þessar hitatölur er ég heimsótti Dalatanga í sumar.
Eftir að hafa heimsótt Mjóafjörð er tilvalið að heimsækja Dalatanga. Leiðin út á Dalatanga liggur eftir mjóum slóða sem fikrar sig út eftir Mjóafirði, 15 km löng. Ekið er meðfram skriðum og hamrabrúnum, framhjá fossum og dalgilum. Maður fagnaði því að umferð var lítil. Er Dalatangi birtist, er því líkast sem sé maður staddur á eyju inn í landi. Austar er ekki hægt að aka. Við Dalatangavita opnast mikið útsýni til norðurs allt að Glettingi og inn í mynni Loðmundarfjarðar og Seyðisfjarðar. Í suðri sér inn í minni Norðfjarðar.
Vitarnir tveir sem standa á Dalatanga eiga sér merka sögu, sá eldri reistur að frumkvæði norska útgerðar- og athafnamannsins Ottos Wathne 1895. Hann er hlaðinn úr blágrýti og steinlím á milli. Yngri vitinn sem er enn í notkun, reistur 1908. Á Dalatanga er fallegt býli og túnjaðrar býlisins nema við sjávarbrúnir.
Krúttlegi gamli vitinn á Dalatanga, Dalatangaviti. Byggður 1895 úr grjóti að frumkvæði Otto Wathne. Einn elsti viti landsins. Seyðisfjörður í bakgrunni.
Kólnar en áfram milt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 22.12.2016 kl. 15:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.12.2014 | 13:28
Héðinshöfði og Tungulending
Héðinshöfði og Tungulending, 31. júlí.
Fyrirhugaðri ferð um Tunguheiði var frestað vegna úrhellis. Það rigndi svo hressilega við Fjöllin.
Við Tungulendingu er hægt að sjá Tjörneslögin og var það mikil upplifun, þó ekki hafi fundist loðfíll en mikið um skeljar. Athyglisvert verkefni sem grásleppuskúrinn er að fá, breyting í gistiheimili, hvað annað.
Síðan var gengið um Héðinshöfða og horft á hvalafriðunarskipin sigla með ferðamenn. Einnig skoðuð eyðibýli sem sjórinn er að ná. Hlúð að særðri kind sem flæktist í neti og rætt um lundaveiði í Lundey. Tekin fyrir nokkur stökk úr Njálu. Að lokum var minnisvarði um Einar Benediktsson, skáld og athafnamann heimsóttur en hann bjó með föður sínum á bænum Héðinshöfða í nokkur ár. Síðan var haldið til Húsavíkur og Gamli Baukur styrktur meðan fylgst var með hvalafriðunarbátum koma og leggja frá bryggjunni. Skemmtileg vísindaferð um Tjörnes.
Tungulending. Endurbygging í gangi. Mjög svalur staður.
Héðinshöfði og háflóð. Fínt fyrir "surfing". Brimbrettið gleymdist.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.9.): 110
- Sl. sólarhring: 248
- Sl. viku: 361
- Frá upphafi: 232707
Annað
- Innlit í dag: 97
- Innlit sl. viku: 321
- Gestir í dag: 97
- IP-tölur í dag: 94
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar