Fćrsluflokkur: Vísindi og frćđi

Einbreiđar brýr í Ríki Vatnajökuls - endurskođađ áhćttumat í ágúst 2017

Ţann 13. ágúst sl. var fariđ yfir 21 einbreiđa brú í Ríki Vatnajökuls, áhćttumat var endurskođađ í ţriđja sinn. En minnka má áhćttu međ áhćttustjórnun.

Engar breytingar frá síđasta mati fyrir hálfu ári. 
En hrósa má Vegagerđinni fyrir ađ:
   - öll blikkljós loguđu og ađvaranir sýnilegar
   - 500 metra ađvörunarskilti og málađar ţrengingar voru sýnileg. 

En engin leiđbeinandi hámarkshrađi. 
Morsárbrú var tekin í notkun í lok ágúst og ţví ber ađ fagna. Nú eru hćttulegu einbreiđu brýrnar 20.

Forvarnir
Ekkert banaslys hefur orđiđ á árinu og ekkert alvarlegt slys.  Áriđ 2015 varđ banaslys á Hólárbrú og mánuđi síđar alvarlegt slys á Stigárbrú. Síđan var fariđ í úrbćtur og blikkljósum fjölgađ úr 4 í 21.
Forvarnir virka. 

Bílaumferđ hefur rúmlega tvöfaldast frá páskum 2016. Umferđ ţá var um 1.000 bílar á dag en fer í 2.300 núna. Aukning á umferđ milli ágúst 2016 og 2017 er 8%.

Á facebook-síđu verkefnisins er haldiđ um niđurstöđur.
https://www.facebook.com/EinbreidarBryr/?ref=aymt_homepage_panel

Haldi ökumađur áfram austur á land, ţá eru nokkrar einbreiđar brýr og ţar vantar blikkljós en umferđ er minni. Ţađ má setja blikkljós ţar.

Endurskođađ áhćttumat

Áhćttumat sem sýnir einbreiđar brýr í Ríki Vatnajökuls, 21 alls. 21 of margar!


Hólárjökull 2017

Jöklarannsóknir mínar halda áfram. Ávallt ţegar ég keyri framhjá Hólárjökli sem var einn af tignarlegum skriđjöklum úr Örćfajökli, ţá smelli ég ljósmynd af honum. Hólárjökull er rétt austan viđ Hnappavelli. Hólá kemur frá honum.

Efri samsetta myndin var tekin 5. ágúst 2016 í súld og 13. ágúst 2017 í fallegu veđri. Tungan hefur ađeins styst á milli ára. Neđri myndin er samsett og sú til vinstri tekin 16. júlí 2006 en hin ţann 5. ágúst 2015.  Ţađ sést glöggt ađ jökultungan hefur styst og jökullin ţynnst, nánast horfiđ.  Rýrnun jöklanna er ein afleiđingin af hlýnun jarđar.

Áriđ 2006 voru íslenskir jöklar útnefndir međal sjö nýrra undra veraldar af sérfrćđingadómstól ţáttarins Good Morning America á bandarísku sjónvarpsstöđinni ABC. Íslensku jöklarnir urđu fyrir valinu vegna samspils síns viđ eldfjöllin sem leynast undir íshellunni.

Jöklarnir vita svo margt. Viđ erum ađ tapa ţeim međ ósjálfbćrri hegđun okkar.

En hvađ getur almenningur best gert til ađ minnka sótsporiđ? Í rannsókn hjá IPO fyrr á árinu kom fram: Til ţess ađ hafa raunveruleg áhrif á loftslagsbreytingar ţarf komandi kynslóđ ađ taka upp bíllausan lífsstíl, eignast fćrri börn, draga úr flugferđum og leggja meiri áherslu matarćđi sem byggir á grćnmeti. Sá sem neytir fyrst og fremst grćnmetisfćđis leggur fjórum sinnum meira af mörkum til minnkunar losunar en sá sem ađeins flokkar og endurvinnur rusl. Ţetta eru ţćr ađferđir sem skila mestu, bćđi ţegar horft er til losunar og áhrifa á stefnumörkun.

Hólárjökull 2017 og 2016

Loftslagsbreytingar eru stađreynd og hitastig breytist međ fordćmalausum hrađa. Viđ ţurfum ađ hafa miklar áhyggjur, jöklarnir bráđna og sjávarstađa hćkkar međ hćkkandi hita og höfin súrna.

Fyrirtćki og almenningur ţarf úr útblćstri jarđefnaeldsneytis og á međan breytingarnar ganga yfir, ţá ţarf ađ kolefnisjafna. Annađ hvort međ gróđursetningu trjáa eđa endurheimt votlendis.Einnig ţarf ađ ţróa nýja tćkni.

Hólárjökull 2006 og 2015Jökulsporđurinn er nćr horfinn. En hann hefur í fyrndinni náđ ađ ryđja upp jökulruđningi og mynda garđ.

Sjá:
Hólárjökull 2007 - http://fiskholl.blog.is/blog/fiskholl/entry/259538/
Hólárjökull 2008 - http://fiskholl.blog.is/blog/fiskholl/entry/611572/
Hólárjökull 2009 - http://fiskholl.blog.is/blog/fiskholl/entry/911196/
Hólárjökull 2011 - http://fiskholl.blog.is/blog/fiskholl/entry/1192311/

Hólárjökull 2012 - http://fiskholl.blog.is/blog/fiskholl/entry/1253486/

Hólárjökull 2015 - http://fiskholl.blog.is/blog/fiskholl/entry/1920380/

Hólárjökull 2016 - http://fiskholl.blog.is/blog/fiskholl/entry/2177752/?t=1470576153


Lónfell (752 m)

„og nefndu landiđ Ísland.“

"Ţá gekk Flóki upp á fjall eitt hátt og sá norđur yfir fjöllin fjörđ fullan af hafísum. Ţví kölluđu ţeir landiđ Ísland, sem ţađ hefir síđan heitiđ." 

Fyrir fjallgöngufólk er ganga á Lónfell skylduganga á fornfrćgt fell. Héđan var landinu gefiđ nafniđ Ísland. Fjörđurinn er Arnarfjörđur sem blasir viđ af toppnum. Göngumenn trúa ţví.

Fjalliđ er formfagurt og áberandi úr Vatnsfirđinum, ekki síst frá Grund ţar sem Hrafna-Flóki byggđi bć sinn og dvaldi veturlangt viđ illan kost. 

Lagt var á Lónfell frá Flókatóftum í Vatnsfirđi, upp Penningsdal frá skilti sem á stendur Lómfell og er vel merkt leiđ á toppinn. Gangan hófst í 413 m hćđ og hćkkun um 339 metrar. Töluvert stórgrýti er ţegar nćr dregur fjallinu. 

Ofar, í Helluskađi nćr vegamótum er annađ skilti og hćgt ađ ganga hryggjaleiđ en mér sýndist hún ekki stikuđ og ađstađa fyrir bíla léleg.

Eftir 90 mínútna göngu var komiđ á toppinn og tók á móti okkur traust varđa og gestabók. Viđ heyrđum í lómi og sáum nokkur lón á heiđinni. Langur tími var tekinn viđ ađ snćđa nesti og nokkrar jógaćfingar teknar til ađ hressa skrokkinn.

Á leiđinni rifjuđu göngumenn upp deilur á milli manna á tímum vesturferđa og ortu sumir níđvísur um landi og kölluđu ţađ hrafnfundiđ land en einn af ţrem hröfnum Flóka fann landiđ. Ađrir skrifuđu og ortu um sveitarómantíkina.

Franskt par úr Alpahéruđum Frakklands fylgdi okkur og ţekkti söguna um nafngiftina. Ţeim fannst gangan áhrifamikil. Ekkert svona sögulegt fjall í Frakklandi.

Lónfell-Vatnsfjörđur

Af Lónfelli er víđsýnt og ţar sér um alla Vestfirđi og Vatnsfjörđurinn, Arnarfjörđurinn og Breiđafjörđurinn međ sínar óteljandi eyjar lá ađ fótum okkar.

Lómfell
Á skiltinu viđ upphaf göngu stóđ Lómfell og vakti ţađ athygli okkar. Einnig hafđi vinur minn á facebook gengiđ á felliđ daginn áđur og notađi orđiđ Lómfell. Ég taldi ađ hann hefđi gert prentvillu. Hann hélt nú ekki! Er hér Hverfjall/fell deila í uppsiglingu?

Ég spurđi höfund göngubókar um Barđaströnd, Elvu Björg Einarsdóttur um örnefnin en hún ólst upp viđ ađ fjalliđ héti Lónfell og um ţađ töluđu og tala flestir sveitungar hennar. En eftir ađ björgunarsveitin Lómur var stofnuđ um miđjan 9. áratug síđustu aldar fór ađ bera á Lómfells-heitinu og ţá var nafniđ skírskotun í felliđ - enda mynd af fellinu í merki sveitarinnar og kallmerkiđ "Lómur." 

"Á kortum kemur alls stađar fram Lónfell, nema e.t.v. á ţeim yngstu. Örnefnaskrár fyrir Barđaströnd tala einnig um Lónfell en á einum stađ í örnefnaskrá fyrir bć í Arnarfirđi sá ég talađ um Lómfell. Ég hef rćtt máliđ viđ stofnun Árna Magnússonar (Örnefnastofnun) og ţar segja ţau mér ađ vera sćla međ ađ svo mikill hljómgrunnur sé í heimildum fyrir "Lónfelli" en fyrst ađ fólk nefni fjalliđ einnig "Lómfell" sé ekki hćgt ađ skera úr um hvort sé réttast - svo sé oft um örnefni og ađ ţau breytist - ţađ vitum viđ.

Margir Barđstrendingar voru hvumsa viđ ađ sjá nafniđ á skiltinu og ég held ađ mikilvćgt sé ađ setja upp annađ skilti ţar sem nafniđ ,,Lónfell" kemur fram - líklega er réttast ađ ţau standi bćđi :)"

Upplifun viđ söguna er engu líki og vel áreynslunnar virđi.

Fjallasýn

Stórgrýtt leiđ. Ýsufell, Breiđafell, Klakkur og Ármannsfell rísa upp. Norđan ţessara fjalla lá hinn forni vegur Hornatćr milli Arnarfjarđar og Vattarfjarđar.

Arnarfjörđur

Hér sér niđur í Arnarfjörđ sem er fullur af eldislaxi, hefđi landiđ fengiđ nafniđ Laxaland!

Dagsetning: 3. Ágúst 2017
Hćđ: 752 metrar
Hćđ í göngubyrjun: 413 metrar viđ skilti (N:65.37.431  - W:23.13.728)
Lónfell (752 m): (N:65.38.386 - W:23.11.871)
Hćkkun: 339 metrar
Uppgöngutími Lónfell: 90 mín (09:40 - 11:10) 3,3 km
Heildargöngutími: 370 mínútur (09:40 - 12:50)
Erfiđleikastig: 2 skór
Vegalengd: 6,6 km
Veđur kl. 12.00: Skýjađ, NNA 2 m/s, 12°C 
Ţátttakendur: Villiendurnar 7 ţátttakendur 
GSM samband: Já
Gestabók: Já
Gönguleiđalýsing: Mjög vel stikuđ leiđ međ stórgrýti er á gönguna líđur

Heimild:
Barđastrandarhreppur göngubók, Elva Björg Einarsdóttir, 2016


Sandsheiđi (488 m)

Sandsheiđi er gömul alfaraleiđ á milli Barđastrandar og Rauđsands. Gatan liggur upp frá Haukabergsrétt viđ norđanverđan Haukabergsvađal um Akurgötu, Hellur, Ţverárdal, Systrabrekkur ađ Vatnskleifahorni.

Ţar eru vötn og ein tjörnin heitir Átjánmannabani en hún var meinlaus núna. Níu manna gönguhópurinn hélt áfram upp á Hvasshól, hćsta punkt og horfđi niđur í Patreksfjörđ og myndađist alveg nýtt sjónarhorn á fjörđinn. Uppalinn Patreksfirđingur í hópnum varđ uppnuminn af nostalgíu. Nafniđ Hvasshóll er mögulega komiđ af ţví ađ hvasst getur veriđ ţarna en annađ nafn er Hvarfshóll en ţá hefur Rauđasandur horfiđ sjónum ferđamanna. Ţađ var gaman ađ horfa yfir fjörđinn hafiđ og fjallahringinn og rifja upp örnefni.

Vađall

Ţegar horft var til baka af Akurgötu skildi mađur örnefniđ vađall betur, svćđi fjöru sem flćđir yfir á flóđi en hreinsast á fjöru, minnir á óbeislađa jökulá.

Áfram lá leiđin frá Hvasshól,um Gljá og niđur í Skógardal á Rauđasand. Á leiđ okkar um dalinn gengum viđ fram á Gvendarstein (N:65.28.154 - W:23.55.537), stóran steinn međ mörgum smáum steinum ofaná. Steinninn er kenndur viđ Guđmund góđa Hólabiskup. Sú blessun fylgir steininum ađ leggi menn ţrjá steina á hann áđur en lagt er upp í för komast ţeir heilir á leiđarenda um villugjarna heiđi. Endađ var viđ Móberg á Rauđasandi eftir 16 km. göngu. Algengara er ađ hefja gönguna ţađan.

Gljá

Góđur hluti háheiđinnar er svo til á jafnsléttu, heitir Gljá. Ţađ sér í Molduxavötn sem bera nafn sitt af stökum grjóthólum eđa klettastöpum er nefnast Molduxar. Molduxi ţýđir stuttur, ţrekvaxinn mađur.

Á leiđinni yfir heiđina veltu göngumenn fyrir sér hvenćr Sandsheiđin hafi veriđ gengin fyrst. Skyldi hún hafa veriđ notuđ af Geirmundi heljarskinni og mönnum hans í verstöđinni á Vestfjörđum? Ekki er leiđin teiknuđ inn á kort í bókinni Leitin ađ svarta víkingnum eftir Bergsvein Birgisson.

Sandsheiđin er einstaklega skemmtileg leiđ í fótspor genginna kynslóđa.

Ţegar á Rauđasand er komiđ verđlaunađi gönguhópurinn sig međ veitingum í Franska kaffihúsinu en bílar höfđu veriđ ferjađir daginn áđur. Landslagiđ á stađnum er einstakt,afmarkast af Stálfjalli í austri og Látrabjargi í vestri og fyllt upp međ gylltri fjöru úr skeljum hörpudisks.

Síđan var haldiđ ađ Sjöundá og rifjađir upp sögulegir atburđir sem gerđust fyrir 215 árum ţegar Bjarni Bjarnason og Steinunn Sveinsdóttir myrtu maka sína.

Ađ lokum var heitur Rauđasandur genginn á berum fótum og tekiđ í strandblak.

Dagsetning: 1. Ágúst 2017
Hćđ: 488 metrar
Hćđ í göngubyrjun: 16 metrar viđ Haukabergsrétt (N:65.28.833 - W:23.40.083)
Hvasshóll (488 m): (N:65.29.892 - W:23.46.578)
Móberg upphaf/endir (29 m): (N:65.28.194 - W:23.56.276)
Hćkkun: 462 metrar
Uppgöngutími Hvasshóll: 180 mín (09:30 - 12:30) 8 km
Heildargöngutími: 360 mínútur (09:30 - 15:30)
Erfiđleikastig: 2 skór
Vegalengd: 16 km
Veđur kl. 12.00: Léttskýjađ, ANA 3 m/s, 12,4 °C
Ţátttakendur: Villiendurnar 9 ţátttakendur
GSM samband: Já, mjög gott
Gestabók: Nei
Gönguleiđalýsing: Vel gróiđ land í upphafi og enda međ mosavöxnum mel á milli um vel varđađa ţjóđleiđ

Heimild:
Barđastrandarhreppur göngubók, Elva Björg Einarsdóttir, 2016


Elon Musk

Elon MuskElon Musk er enginn venjulegur mađur. Fremstur frumkvöđla í dag og er ađ skapa framtíđ sem er í anda gullaldar vísindaskáldskaparins.

Var ađ klára vel skrifađa kilju um forstjóra SpaceX, milljarđamćringinn, frumkvöđulinn, fjárfestinn, verkfrćđinginn og uppfinningamanninn Elon Musk eftir Ashlee Vance.  En nafniđ Musk hefur oft heyrst í sambandi viđ nýsköpun, sjálfbćrni og frumkvöđlastarfsemi undanfariđ.

Ćvi

Elon Musk fćddist í Pretoríu í Suđur Afríku 28. júní 1971 og er ţví 46 ára gamall. Hann átti erfiđa ćsku, lenti í einelti og foreldrar hans skildu. Bjó hann hjá föđur sínum en foreldrar hans og afar og ömmur  voru ćvintýragjarnt fólk.  Hann virđist hafa veriđ á einhverfurófi. Elon var einfari og nörd, öfugt viđ systkini sín, hann las mikiđ og mundi allt sem hann las. Ţegar allar bćkur á bókasafninu höfđu veriđ lesnar, sérstaklega ćvintýrabćkur, sci-fi og teiknimyndasögur fór hann ađ lesa Encyclopaedia Britannica alfrćđiorđabókina.

Forritunarhćfileikar fylgdu í vöggugjöf og 10 ára gamall lćrđi hann upp á eigin spýtur forritun. Tólf ára gamall skrifađi hann tölvuleikinn Blastar og seldi tölvutímariti. Hann var nörd!

Ţegar hann útskrifađist úr menntaskóla 18 ára ákvađ hann ađ fara til Kanada en móđurćtt hans kom ţađan. Ađskilnađarstefnan í Suđur Afríku og vandamál tengd henni gerđu landiđ ekki spennandi fyrir snilling.

Í Kanada vann hann fyrir sér og gekk í háskóla en draumurinn var ađ flytja til Bandaríkjanna og upplifa drauminn ţar í Silicon Valley.  Eftir háskólanám í Pennsylvaniu hóf hann áriđ 1995 doktorsnám í Stanford University í Kaliforníu og stofnađi međ bróđur sínum nýsköpunarfyrirtćki sem vann ađ netlausninni Zip2.  Eftir mikla vinnu ţá var fyrirtćkiđ selt til Compaq fyrir gott verđ. Var hann ţá orđinn milljónamćringur. Ţá var ráđist í nćsta sprotaverkefni sem var X.com, rafrćnn banki sem endađi í PayPal. Fyrirtćkiđ var síđan selt eBay uppbođsfyrirtćkinu og söguhetjan orđinn yngsti milljarđamćringur heims.

Nćsta skref var ađ láta ćskudraum rćtast,nýta auđćfin og helga sig geimnum.  Áriđ 2002 stofnađi hann geimferđafyrirtćkiđ SpaceX sem hannar endurnýtanlegar geimflaugar. Markmiđiđ er ađ flytja vörur út í heim og hefja landnám á reikistjörnunni Mars.  Ţegar geimćvintýriđ var komiđ vel á veg ţá stofnađi hann rafbílafyrirtćkiđ Tesla sem og markmiđiđ sjálfbćrir og sjálfkeyrandi bílar. 

Einnig er hann stjórnarformađur í SolarCity, ráđgjafarfyrirtćki sem innleiđir sjálfbćrar lausnir fyrir húseigendur.

Ţađ er áhugavert ađ sjá hvađ Musk lagđi mikiđ á sig til ađ koma netfyrirtćkjum sínum áfram, stanslaus vinna og uppskeran er ríkuleg.

Musk telur ađ lykillinn ađ sköpunargáfu sinni hafi komiđ frá bókalestri í ćsku, sérstaklega teiknimyndasögunum en ţar er ímyndunarafliđ óheft.

Stjórnunarstíll

Í bókinni er stjórnunarstíll Musk ekki skilgreindur en hann lćrđi á hverju nýsköpunarfyrirtćki sem hann stofnađi  og hefur ţróađ sinn eigin stjórnunarstíl. En Musk er kröfuharđur og gerir mestar kröfur til sjálfs sín. Einnig byggđi hann upp öflugt tengslanet fjárfesta og uppfinningamanna sem hentar vel í skapandi umhverfi Silicon Valley.

Ég fann grein á netmiđlinum Business Insider um stjórnunarstíl Musk og kallar hann sjálfur ađferđina nanó-stjórnun. En hún er skyld ofstjórnun (e. micro-management) ţar sem stjórnandi andar stöđugt ofan í hálsmál starfsfólks og krefur ţađ jafnvel um ađ bera allt undir sig sem ţađ ţarf ađ gera. Musk segir ađ hann sé ennţá meira ofan í hálsmáli starfsfólks! (more hands-on).

Ţessi stjórnunarstíll byggist á ađ sögn Musk: "I always see what's ... wrong. Would you want that? When I see a car or a rocket or spacecraft, I only see what's wrong."
"I never see what's right," he continued. "It's not a recipe for happiness."

Framtíđarsýn Musk

Er ađ endurskilgreina flutninga á jörđinni og í geimnum.

Lykilinn ađ góđu gengi fyrirtćkja Musk er skýr framtíđarsýn. Hjá SpaceX er framtíđarsýnin: Hefja landnám á reikistjörnunni Mars og hvetur ţađ starfsmenn áfram og fyllir eldmóđi. Ţeir eru ađ vinna ađ einstöku markmiđi. 

Framtíđarsýnin hjá Tesla er sjálfbćr orka og ađ ferđast í bíl verđur eins og ađ fara í lyftu. Ţú segir honum hvert ţú vilt fara og hann kemur ţér á áfangastađ á eins öruggan hátt og hćgt er. 

Musk hefur skýra sýn međ framleiđslu rafbíla, sjálfbćrni í samgöngum. Í hönnun er Gigafactory verksmiđur sem framleiđa liţíum rafhlöđur sem knýja mun Tesla bílana í framtíđinni.

Fyrir vikiđ hefur Musk náđ ađ safna ađ sér nördum, fólki sem var afburđa snjallt á yngri árum og međ svipađan sköpunarkraft hann sjálfur.

Ţađ gengur vel hjá fyrirtćkjum Musk núna en ţađ hefur gengiđ á ýmsu. Á ţví kunnuga ári 2008 urđu fyrirtćkin nćstum gjaldţrota.

Í nýlegri frétt um SpaceX er sagt frá metári en níu geimförum hefur veriđ skotiđ á loft og Tesla hefur hafiđ framleiđslu á Model 3 af rafbílnum og eru á undan áćtlun.

Tesla

Einkaleyfi Tesla á uppfinningum tengdum rafbílunum hafa veriđ gefin frjáls. Fyrirtćkiđ er rekiđ af meiri hugsjón en gróđavon.


Vindmyllur viđ Ţykkvabć

Ţađ var áhugaverđ ađkoma ađ Ţykkvabć. Sjálfbćr ímynd sem hrífur mann og fćrist yfir á kartöfluţorpiđ. Rafmagniđ sem myllurnar framleiđa er selt inn á kerfi Orku náttúrunnar. Nú vilja Biokraft eigendur vindmyllnanna fjölga myllum og búa til vindmyllugarđ. Íbúar Ţykkvabćjar eru á móti. Sjónmengun og hljóđmengun eru ţeirra helstu rök, ţeir vilja búa í sveit en ekki í raforkuveri.

Framleiđslan á ađ geta fullnćgt raforkuţörf um ţúsund heimila. Samanlagt afl ţeirra 1,2 megavött og áćtluđ framleiđsla allt ađ ţrjár gígavattstundir á ári.

Mér fannst töff ađ sjá vindmyllurnar tvćr. Viđ ţurfum ađ nýta öll tćkifćri til ađ framleiđa endurnýjanlega orku.

Vindmyllur Ţykkvabćr

Vindmyllurnar tvćr eru danskar, af tegundinni Vestas. Ţeir eru festir á 53 metra háa turna. Ţađ ţýđir ađ í hćstu stöđu er hvor mylla liđlega 70 metra há, eđa jafnhá Hallgrímskirkju.


Hvítserkur (771 m)

Á leiđ í Húsavík eystra var keyrt framhjá Hvítserk. Bar fjalliđ af öđrum fjöllum međ sínum frumlega svip. Litasamsetning og  berggangar gera ţađ nćstum fullkomiđ. En Hvítserkur er ekki bara fegurđin heldur stórmerkilegt fjall.

Merking orđsins hvítserkur er ‘hvítur kyrtill (ermalaus eđa ermastuttur)’. Hvítserkur sem örnefni er notađ um eitthvađ sem líkist slíku fati. Ţannig heita eftirfarandi náttúrufyrirbćri Hvítserkur. Hvítserkir eru ţrír á landinu: Foss í Fitjaá í Skorradal í Borgarfirđi, klettur í sjó viđ vestanverđan botn Húnafjarđar í Vestur-Húnavatnssýslu (hann er hvítur af fugladriti) og síđan fyrrgreint fjall. Ţađ hefur einnig veriđ nefnt Röndólfur. Fjalliđ er myndađ úr ljósu súru bergi, rýólíti/líparíti međ svörtum göngum úr blágrýti á milli. 

Ljósa efniđ sem myndar meginhluta fjallsins er flikruberg (ignimbrit), hluti af yfir 300 m ţykku jarđlagi sem myndast hefur af eldskýi viđ gjóskuhlaup úr Breiđvíkureldstöđ litlu norđar. Gegnum ljóst og rauđbleikt flikrubergiđ hríslast dökkir basaltsgangar eđa innskot sem sum tengjast dökkri basaltshúfu efst á tindi fjallsins, en hann er hluti af bólstrabergi og móbergi sem varđ til í öskjuvatni í Breiđvíkureldstöđ. Fjall sem myndađist í setskál.

Flikrubergiđ í Hvítserki er samansett af mismikiđ ummynduđum vikri, basaltmolum og öđrum framandsteinum. Ţar á međal eru zirkon-steindir. Međ aldursgreiningu reyndist aldur sumra á bilinu 126-242 milljón ár. Bendir ţađ til ađ djúpt undir Austfjörđum eđa hluta ţeirra sé til stađar meginlandsskorpa og hafi flikrubergiđ rutt međ sér til yfirborđsins allnokkru af fornu grannbergi gosrásarinnar og zirkon-steindir hafi síđan kristallast út úr kviku í hólfi undir eldstöđinni.

Ţađ hefur gengiđ mikiđ á ţegar fjöllin sunnan og austan Borgarfjarđar eystri mynduđust. Verđi ţetta stađfest međ ítarlegri rannsóknum ţarf ađ hugsa myndun Íslands upp á nýtt, en til ţessa hefur veriđ taliđ ađ Íslands sé ekki eldra en um 16 milljón ára.

Ţetta er stórmerkilegt. Ţađ verđur ţví gengiđ á Hvítserk, mögulega elsta fjall landsins viđ nćsta tćkifćri. 

Hvitserkur

Hvítserkur međ rauđbleikt flikruberg og bergganga, mögulega elsta berg landsins sem inniheldur zirkon-steindir og gćtu veriđ 126-242 milljón ára og tengst myndum Grćnlands eđa hugsanlega flís úr meginlandsskorpu.

Heimildir
Ferđafélag Íslands árbók 2008, Úthérađ eftir Hjörleif Guttormsson
Glettingur, Dyrfjallablađiđ, 55-56 tölublađ 2011
Ferlir.is - Borgarfjörđur - Breiđavík - Húsavík - Lođmundarfjörđur


Húsavík eystra

Ţćr eru í ţađ minnsta ţrjár Húsavíkurnar á Íslandi. Eitt stórt ţorp sem er höfuđborg hvalaskođunar og hýsir einnig kísilmálmverksmiđju á Bakka. Önnur í Strandasýslu og sú ţriđja á Víknaslóđum.

Húsavík eystra er stćrst víkna milli Borgarfjarđar og Lođmundarfjarđar. Landnáma segir ađ Ţorsteinn kleggi hafi numiđ land og út af honum séu Húsvíkingar komnir. Inn af víkinni gengur grösugur dalur sem skiptist síđan í ţrjá minni dali.

Húsavík fór í eyđi 1974. Eyđibyggđir búa yfir sérstakri og átakanlegri sögu. Íbúar Húsavíkur urđu flestir 65 undir lok 19. aldar en fćkkađ mikiđ eftir aldamótin 1900. 

Ekki fundust baggalútar né mannabein úr kirkjugarđinum. En mögulegt er ađ finna baggalúta eđa hređjasteina í Álftavíkurtindi og Húsavíkurmegin í Suđurfjalli. Atlantshafiđ nagar í landiđ. Bakkarnir eru háir og eyđast stöđugt. Í byrjun 20. aldar hafđi um fjórđipartur af Gamla kirkjugarđi hruniđ niđur fyrir og var ţá nýr garđur vígđur neđst í túni.

Jeppaslóđi var ruddur 1958 frá Borgarfiđri um Húsavíkurheiđi sem liggur um Vetrarbrekkur sunnan undir Hvítserk (771 m), niđur eftir Gunnhildardal. Bar Hvítserkur (771 m) af og litirnir komu margbreytilegir fram eftir úrkomu dagsins. Líparítfjöllin eru hvergi litríkari og fjölbreyttari en á ţessu svćđi. Vegurinn versnađi eftir ţví sem sunnar dró en jepplingur komst án vandrćđa til Húsavíkur eystra. Ţó ţurfti hann ađ glíma viđ eina áskorun og stóđst RAV4 hana. Framhald af jeppaslóđanum liggur um Nesháls til Lođmundarfjarđar. Myndalegur skáli Ferđafélags Fljótsdalshérađs stendur ţar viđ veginn. Hinn formfagri Skćlingur, kínverska musteriđ, sást ekki nógu vel í ţokunni.

Ţađ var gaman ađ ferđast til Húsavíkur eystra, keyra rúmlega 20 km jeppaslóđa og reyna ađ skilja landiđ sitt.

Húsavík eystra

Áhugavert ađgengi ađ Húsavíkurkirkju sem er bćndakirkja sem byggđ var 1937 og höfuđbóliđ Húsavík handan. Öllu vel viđhaldiđ.

Heimildir
Ferđafélag Íslands árbók 2008, Úthérađ eftir Hjörleif Guttormsson
Borgarfjöđur eystri – borgarfjordureystri.is


Stórurđ - Undraveröld í ríki Dyrfjalla

Orđiđ ćgifegurđ kemur í hugann ţegar mađur er staddur í Stórurđ međ reisulega Dyrfjöll yfir höfđi sér og innan um stórbrotiđ ţursabergiđ í Urđardal. 

Stórurđ er stórgrýtt urđ sem geymir slétta fagurgrćna grasbala og hyldjúpar grćnbláar tjarnir innan um stór björg á hćđ viđ fjölbýlishús. Urđardalsá rennur í gengum Urđardalinn og grćnn mosinn fullkomnar verkiđ. Fyrsta nafniđ á urđinn var Hrafnabjargarurđ en nýja nafiđ er stórbrotnara.

Gengin var algengasta leiđin í Stórurđ. Lagt af stađ frá Vatnsskarđsvatni, leiđ 9 og komiđ til baka leiđ 10 en bíll var skilinn eftir ţar. Alls 17,4 km.

Dyrnar á Dyrfjöllum sáust vel milli standbjarganna beggja vegna en ţoka dansađi á efstu tindum Dyrfjalla. Taliđ er ađ Stórurđ hafi myndast viđ hreyfingu skriđjökla utan í Dyrfjöllum. Viđ ţađ féll mikiđ af bergi af ýmsum stćrđum og gerđum niđur á ţá. Sum stykki eru á stćrđ viđ heila blokk. Stykkin fćrđust međ jöklum niđur ţrjá dali sem allir heita Urđardalir og liggja frá Dyrfjöllum. Langstćrstu stykkin finnast í Stórurđ.

Grćnbláa tjörnin kallađi á söng vaskra göngukvenna og gerđi hann áhrifameiri. Lagiđ Vikivaki (Sunnan yfir sćinn breiđa) var valiđ af lagalistanum en ţađ er eftir Austfirđinginn Valgeir Guđjónsson og texti eftir Jóhannes í Kötlum. Grćni grasbalinn sýndi kyrrđina í öllu sínu veldi, tilvalinn ţingstađur.

Dyrfjöll eru svipmikil klettafjöll og var eitt sinn askja og megineldstöđ en ísaldajökullinn hefur brotiđ allt niđur.

Ferđamálahópur Borgarfjarđar á hrós skiliđ fyrir Víknaslóđir. Stikun leiđa er til fyrirmyndar og upplýsingaskilti víđa. Svćđiđ er eitt allra best skipulagđa göngusvćđi á Íslandi.

Stórurđ í ríki Dyrfjalla

Ţursabergiđ í Stórurđ, Dyrnar í Dyrfjöllum međ Urđardalsá og grćnn mosi.

Dagsetning: 2. ágúst 2016 
Hćđ Stórurđar: 451 m 
GPS hnit Stórurđ: (N:65.30.974 - W:13.59.413)
Hćđ í göngubyrjun:  428 metrar (N:65.33.718 - W:13.59.505) viđ vatniđ á Vatnsskarđi. Leiđ 9.
Hćsti hćđarpunktur: 654 metrar, viđ Geldingafell og ţá opnast sýn til Dyrfjalla og yfir Dyrfjalladal        
Göngutími niđur ađ Stórurđ: 170 mín (10:15 - 13:20) – um 7 km ganga.
Heildargöngutími: 375 mínútur (10:15 - 16:30) 
Erfiđleikastig: 2 skór
Vegalengd:  17,4 km 
Veđur kl. 12 Vatnsskarđ: Léttkýjađ, ANA 6 m/s,  8,3 °C. Raki 91%. 
Ţátttakendur: Skál(m), 12 göngumenn.
GSM samband:  Ekki stöđugt en meirihluti leiđar í 3G/4G.

Gönguleiđalýsing: Gengiđ eftir vel stikađri leiđ, #9 um Geldingaskörđ ađ Urđardal, gengiđ niđur í Stórurđ 76 m hćđarmunur og hringur tekin í ţursaberginu í Stórurđ. Gengiđ eftir leiđ #10 til baka yfir Mjóadalsvarp og niđur Dyrfjalladal. Gott og vel stikađ gönguland međ upplýsingaskiltum víđa.

Heimildir
Víknaslóđir, Göngukort Ferđamálahópur Borgarfjarđar
Ferđafélag Íslands árbók 2008, Úthérađ eftir Hjörleif Guttormsson
Glettingur, Dyrfjallablađiđ, 55-56 tölublađ 2011
Borgarfjörđur eystri, vefur, Göngusvćđiđ Víknalsóđir

 


Hólárjökull hörfar

Jöklarannsóknir mínar halda áfram. Ávallt ţegar ég keyri framhjá Hólárjökli sem var einn af tignarlegum skriđjöklum úr Örćfajökli, ţá smelli ég ljósmynd af honum. Hólárjökull er rétt austan viđ Hnappavelli. Hólá kemur frá honum.

Efri myndin var tekin 5. ágúst 2016 í súld. Neđri myndin er samsett og sú til vinstri tekin 16. júlí 2006 en hin ţann 5. ágúst 2015.  Ţađ sést glöggt ađ jökultungan hefur styst og jökullin ţynnst, nánast horfiđ.  Rýrnun jöklanna er ein afleiđingin af hlýnun jarđar. 

Áriđ 2006 voru íslenskir jöklar útnefndir međal sjö nýrra undra veraldar af sérfrćđingadómstól ţáttarins Good Morning America á bandarísku sjónvarpsstöđinni ABC. Íslensku jöklarnir urđu fyrir valinu vegna samspils síns viđ eldfjöllin sem leynast undir íshellunni.

Jöklarnir vita svo margt. Viđ erum ađ tapa ţeim međ ósjálfbćrri hegđun okkar.

Hólárjökull 2016

 

Loftslagsbreytingar eru stađreynd og hitastig breytist međ fordćmalausum hrađa. Viđ ţurfum ađ hafa miklar áhyggjur, jöklarnir bráđna og sjávarstađa hćkkar međ hćkkandi hita og höfin súrna.

Draga ţarf úr útblćstri jarđefnaeldsneytis og á međan breytingarnar ganga yfir, ţá ţarf ađ kolefnisjafna. Annađ hvort međ gróđursetningu trjáa eđa endurheimt votlendis.Einnig ţarf ađ ţróa nýja tćkni.

 

 

 

 

 

Hólárjökull 5. ágúst 2016.

 

Hólárjökull 2006 og 2015

Jökulsporđurinn er nćr horfinn. En hann hefur í fyrndinni náđ ađ ryđja upp jökulruđningi og mynda garđ.

Sjá:
Hólárjökull 2007 - http://fiskholl.blog.is/blog/fiskholl/entry/259538/
Hólárjökull 2008 - http://fiskholl.blog.is/blog/fiskholl/entry/611572/
Hólárjökull 2009 - http://fiskholl.blog.is/blog/fiskholl/entry/911196/
Hólárjökull 2011 - http://fiskholl.blog.is/blog/fiskholl/entry/1192311/

Hólárjökull 2012 - http://fiskholl.blog.is/blog/fiskholl/entry/1253486/

Hólárjökull 2015 - http://fiskholl.blog.is/blog/fiskholl/entry/1920380/


Nćsta síđa »

Um bloggiđ

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Des. 2018
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

 • IMG 4410
 • IMG 4385
 • IMG 4421
 • Á afskekktum stað
 • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (17.12.): 7
 • Sl. sólarhring: 13
 • Sl. viku: 42
 • Frá upphafi: 165646

Annađ

 • Innlit í dag: 7
 • Innlit sl. viku: 37
 • Gestir í dag: 7
 • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband