Fćrsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Hvítárbrú og áćtlanir

Langafi minn Sigurđur Sigurđsson (1883-1962) trésmiđur vann ađ öllum líkindum viđ byggingu Hvítárbrúar áriđ 1928. Í einkabréfi sem hann skrifar 1948 telur hann upp helstu byggingarverk sem hann hefur komiđ ađ en hleypur yfir áriđ 1928. Í myndasafni sem hann átti er jólakort međ mynd af Hvítárbrú.

Hann hefur lćrt af meistaraverkinu viđ Hvítárbrú og í bréfi frá 1935 sem varđveitt er hjá Vegagerđinni eru samskipti milli Sigurđar snikkara og brúarverkfrćđings Vegamálastjóra til, en ţá stóđ bygging Kolgrímubrúar í Suđursveit sem hćst. Grípum niđur í Framkvćmdafréttir Vegagerđarinnar:

Bréf til Sigurđar brúasmiđs. Afritiđ sem varđveitt er í skjalasafni Vegagerđarinnar er ekki undirritađ en miklar líkur eru á ađ Árni Pálsson brúarverkfrćđingur hafi skrifađ ţessar línur. Ţetta er athyglisverđ lýsing á vinnubrögđum viđ bogabrýr.

29. maí 1935
Herra verkstjóri Sigurđur Sigurđsson Hornafirđi

Viđvíkjandi steypu í bogabrúna á Kolgrímu skal ţađ
tekiđ fram, ađ áđur en ađ byrjađ er ađ steypa bogann,
skal gengiđ ađ fullu frá ţví ađ leggja bogajárnin, - bćđi
efri og neđri járnin - og binda ţau saman međ krćkjum
og ţverjárnum í samfellt net, sem sýnt er á uppdrćtti. Ađ
ţví loknu verđur boginn steyptur og er hér heppilegast ađ
steypa bogann í fimm köflum, - međ raufum á milli - svo
missig bogagrindar verđi sem minnst; verđur til ţessa ađ
hólfa sundur međ sérstökum uppslćtti ţvert yfir bogann.

Á međfylgjandi uppdrćtti er sýnt hvar heppilegast er
ađ setja ţverhólfin og verđur ţá fyrst steyptur kafli nr.
1 um bogamiđju, síđan kafli nr. 2 viđ ásetur, loks kaflar
nr. 3 á milli ásetu og bogamiđju og ađ síđustu er steypt í
raufarnar nr. 4.

Eins og ţér sjáiđ af ţessu er hér ađ öllu leyti fariđ ađ,
eins og viđ bogana á Hvítá hjá Ferjukoti.
Samsetning steypunnar í boga er ađ sjálfsögđu
1:2:3, en ađ öđru leyti skal í öllu fylgt ţeim góđu
byggingarvenjum er ţér hafiđ vanist viđ brúargerđir.

Virđingarfyllst.

Bréfritari vísar í byggingu bogabrúar yfir Hvítá í Borgarfirđi svo líklega hefur Sigurđur komiđ ţar ađ verki sem smiđur og bréfritara veriđ kunnugt um ţađ.
Steypublandan 1:2:3 eru hlutföll sements, sands og malar sem algengust voru viđ brúargerđ.

Hvítárbrú í smíđum

 

Brúargerđ á Hvítá hjá Ferjukoti 1928 stendur á bakhliđ myndarinnar. Eigandi Sigurđur Sigurđsson, trésmiđur frá Hornafirđi.

Ég hef heyrt ţađ ađ annađ sem hafi verđ merkilegt fyrir utan glćsilega hönnun og mikla fegurđ brúarinnar er ađ verkiđ stóđst fjárhagsáćtlun upp á krónu. Ekki voru Microsoft forritin Excel eđa Project til ţá. Heldur hyggjuvitiđ notađ.

Í bréfi langafa frá 1948 segir ennfremur:

"1926 Eftirlitsmađur viđ Lýđskólabygginguna á Eiđum." Og ađeins neđar: "1927 var ég einnig eftirlitsmađur á Hólum í Hjaltadal. Einnig voru ţar byggđ fjárhús og hlađa fyrir um 300 fjár. Ég var svo hygginn ađ ţessar byggingar fóru ekkert fram úr áćtlunum og ţví ekkert blađamál út af ţeim. Ţess vegna enginn frćgur fyrir ađ verja eđa sćkja ţađ mál ţar sem hvorki var ţakkađ eđa vanţakkađ."

Viđ getum lćrt mikiđ af ţessu verkefnum og verkefnastjórnun fyrir rúmum 90 árum. Fjárhagsáćtlanir hafa ţví í gegnum tíđina veriđ í skotlínu fólks.

Til hamingju međ afmćliđ, Hvítárbrú.

Póstkort Hvítárbrú 1928

Póstkort af Hvítárbrú frá 1928

Heimild:

Framkvćmdafréttir Vegagerđarinnar, 3. tbl. 2018.  Bls. 6 


mbl.is Bogabrúin yfir Hvítá 90 ára
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hornafjarđarmanni - Íslandsmót

Íslandsmót í Hornafjarđarmanna verđur haldiđ síđasta vetrardag í Breiđfirđingabúđ. Keppt hefur veriđ um titilinn frá árinu 1998 og hefur Albert Eymundsson veriđ guđfađir keppninnar. Nú tekur Skaftfellingafélagiđ í Reykjavík viđ keflinu.

HumarManniŢađ er mikill félagsauđur í Hornafjarđarmanna. Hann tengir saman kynslóđir en Hornafjarđarmanninn hefur lengi veriđ spilađur eystra og breiđst ţađan út um landiđ, međal annars međ sjómönnum og ţví hefur nafniđ fest viđ spiliđ.

Taliđ er ađ séra Eiríkur Helgason í Bjarnanesi (1892-1954) hafi veriđ höfundur ţess afbrigđis af manna sem nefnt hefur veriđ Hornafjarđarmanni.

Til eru nokkur afbrigđi af Manna, hefđbundinn manni, Trjámanni, Laugarvatnsmanni og Hornafjarđarmanni og sker sá síđastnefndi sig úr ţegar dregiđ er um hvađ spilađ verđur. En mögulegir samningar eru sex talsins:  nóló, grand, hjarta, spađi, tígull og lauf.

Spilareglurnar eru einfaldar og lćrist spiliđ mjög fljótt. Ţađ er hentugt keppnisform fyrir mismunandi fjölda spilara. Fyrst er forkeppni og eftir hana er útsláttarkeppni.  Eftir stendur einn sigurvegari, sá sem fćr flest prik. Hornafjarđarmanni er samt sem áđur meira leikur en keppni.

Albert Eymundsson endurvakti Hornarfjarđarmanna til vegs og virđingar ţegar Hornafjörđur hélt upp á 100 ára afmćli bćjarins 1997 og hefur síđan veriđ keppt um Hornafjarđarmeistara-, Íslandsmeistara- og Heimsmeistaratitil árlega.  

Síđasta vetrardag, 18. apríl, verđur haldiđ Íslandsmeistaramót í Hornafjarđarmanna og eru allir velkomnir. Spilađ verđur í Breiđfirđingabúđ, Faxafeni 14 og hefst keppnin kl. 20.00. Góđir vinningar. Ađgangseyrir kr. 1.000, innifaliđ kaffi og kruđerí, ţar á međal flatkökur međ reyktum Hornafjarđarsilungi.

Sigurvegarinn fćr sértakan farandverđlaunagrip sem Kristbjörg Guđmundsdóttir hannađi og hýsir í ár.


Grábrók (170 m) 2017

Ţađ var gaman ađ ganga upp á Grábrók í sumar og hafa einstakt útsýni yfir Borgarfjarđarhérađ og Norđurárdalinn. Sjá Baulu í öllu sínu veldi, Hrauns­nef­söxl, Hređavatn, Bifröst og Norđurá. Ţađ sem vakti mesta athygli er göngustigar sem stýrir umferđ um viđkvćmt fjalliđ eđa felliđ.

Mér finnst vel hafa tekist til međ gerđ göngustigana og merkinga til ađ stýra umferđ gangandi og auka öryggi, en svona inngrip er umdeilt en eitthvađ ţarf ađ gera til ađ vernda óvenjulega viđkvćmt svćđi ţar sem hraun og mosi er undir fótum

Grábrók er einn af ţremur gígum í stuttri gígaröđ. Ţeir heita Grábrók (Stóra – Grábrók), Smábrók (litla Grábrók) og Grábrókarfell (Rauđabrók). Úr ţeim rann Grábrókarhraun fyrir 3.200 árum og myndađi međal annars umgjörđ Hređavatns. Efni í vegi var tekiđ úr Smábrók á sjötta áratugnum og tókst ađ stoppa ţá eyđileggingu.

Daginn eftir var gengin hringur sem Grábrókarhraun skóp, gengiđ frá Glanna, niđur í Paradísarlaut og međfram Norđurá og kíkt á ţetta laxveiđistađi. Ţađ var mikil sól og vont ađ gleyma sólarvörninni. Mćli međ bók eftir Reyni Ingibjartsson, 25 gönguleiđir í Borgarfirđi og Dölum fyrir stuttar upplifunarferđir.

Dagsetning: 24.júní 2017
Hćđ: Um 170 metrar
Hćđ í göngubyrjun: Um 100 m (N:64° 46' 17.614" W:21° 32' 23.370")
Hćkkun: 70 metrar
Heildargöngutími: 30 mínútur (20:00 - 20:30)
Erfiđleikastig: 1 skór 
Ţátttakendur: Fjölskylduferđ, 6 manns 
GSM samband: Já
Gestabók: Nei
Gönguleiđalýsing: Létt ganga mest upp eđa niđur göngustiga

Grábrók júní 2017

Hér sér ofan í gíginn í Grábrók sem gaus fyrir 3.200 árum. Manngerđir göngustigar sem minnka álag og falla ágćtlega ađ umhverfinu liggja upp og niđur fjalliđ.


Hrísey

Gönguferđ 29. júlí 2014

Hrísey gengin frá suđri til norđus. Eyjan leynir á sér og breytilegt veđurfar í norđanáttinni. Fleiri bílar í eyjunni en mađur átti von á. Gaman ađ sjá fólk vera ađ tína hvannarlauf. Geysi mikil berjaspretta nyrst á Hrísey, krćkiber og bláber. Flottur taxi.
Arkađi 15,5 km eđa rúmlega 20 ţúsund skref og 1.200 kkal brenndar.
Skemmtileg og fróđleg ferđ.

 

Hrísey

Gönguhópurinn, 18 manns. Frćnkuhittingur í Hrísey.

Hrísey er önnur stćrsta eyja viđ Ísland, 11.5 km2. Hrísey er um 7 km löng, breiđust sunnan til, um 2,5 km, en nyrđri helmingurinn er allt ađ helmingi mjórri.

Hvön

Hvönnin nýtt. Hér er hópur fólks ađ tína hvannarlauf. Einangrunarstöđin í baksýn.


ML85 golfmótiđ

Hin gömlu kynni gleymast ei,
enn glóir vín á skál.
Hin gömlu kynni gleymast ei
né gömul tryggđamál

Svo segir í skosku ţjóđlagi.  Útskriftarárgangur 1985 árgangs Menntaskólans ađ Laugarvatni heldur árlega golfmót til ađ rifja upp hin gömlu kynni en núna eru nákvćmlega 30 ár síđan nemendur hittust í fyrsta skipti. Ţátttaka er ekki mikil en mótiđ er stórskemmtilegt. Flest mótin hafa veriđ haldin á Ljósafossvelli í Grímsnesi en í ár varđ Korpuvöllur fyrir valinu.

Einn sjötti hluti árgangsins skráđi sig til leiks en menn búa víđa um land og sumir hafa mikiđ ađ gera viđ ađra merkilega hluti. Auk ţess eru ekki allir međ áhuga á golfíţróttinni.

Úrslitin skipta ekki máli en verkfrćđingurinn Guđlaugur Valgarđ Ţórarinsson náđi ađ hala inn flesta punkta ţegar mótiđ var gert upp og var ţví úrskurđađur sigurvegari. Stjórnmálafrćđingurinn og auglýsingagúrúinn, Einar Örn Sigurdórsson og undirritađur voru jafnir en Einar Örn spilađi mun betur í bráđabana og uppskar silfur.

Einar Örn átti mörg stórgóđ upphafshögg og náđi góđu sambandi viđ sína Stóru Bertu. Guđlaugur var öruggur á öllum brautum og náđi alltaf ađ krćkja í punkta. 

Ţetta var mjög skemmtilega stund í fallegu haustveđri og verđur hittingurinn endurtekin ađ ári eđa oftar.

Verdlaunabikar

Mynd frá mótinu áriđ 2010 á Ljósafossvelli.  Guđlaugur Valgarđ Ţórarinsson, Sigurpáll Ingibergsson og Einar Örn Sigurdórsson sem heldur á farandbikarnum.

 


Síldarmannagötur

Lúxussíld frá ORA smakkast hvergi betur en í Síldarmannabrekkum. Ţađ get ég stađfest og ekki er verra ađ hafa síldina á nýbökuđu rúgbrauđi. Ţegar síldinni er rennt niđur ţá er gott ađ hugsa aftur í tímann og minnast ferđa forfeđranna og lífsbaráttu ţeirra viđ síldveiđar í Hvalfirđi.

Síldarmannagötur er ţjóđleiđ, vestri leiđin yfir Botnsheiđi sem Borgfirđingar notuđu til ađ komast  í Hvalfjörđ til ađ veiđa og nytja síld, ţegar síldarhlaup komu í Hvalfjörđ.

Lagt var í ferđina á rútu frá Sćmundi sem er frá Borgarfirđi. Gönguferđin um Síldarmannagötur hófst í Botnsvogi í Hvalfirđi en búiđ er ađ hlađa glćsilega vörđu viđ upphaf eđa enda leiđarinnar og voldugur vegvísir bendir á götuna.

Fyrst er fariđ upp Síldarmannabrekkur og hlykkjast gatan upp vel varđađa brekkuna. Eftir um klukkutíma göngu og 3,2 km ađ baki er komiđ í Reiđskarđ sem er á brún fjallsins. Ţá blasir viđ mikil útsýn. Hvalfell og Botnssúlur fanga augađ í austri. Múlafjall og Hvalfjörđur í suđri og miklar örnefnaríkar víđáttur í austri og norđri.

Viđ fylgjum Bláskeggsá hluta leiđarinnar en hún er vatnslítil og göngum framhjá Ţyrilstjörn á leiđinni um Botnsheiđi. 

Hćsti hluti leiđarinnar er viđ Tvívörđuhćđir en ţá sér í ađeins Hvalvatn hiđ djúpa. Göngumenn eru ţá komnir í 487 metra hćđ en fjallahringurinn er stórbrotinn. Tvívörđuhćđir eru vatnaskil og gönguskil. Ţá tekur ađ halla undan fćti og ný ţekkt fjöll fanga augun.

Okiđ, Fanntófell, Ţórisjökull, Litla og Stóra Björnsfell, Skjaldbreiđur og Kvígindisfell rađa sér upp í norđaustri og Ţverfell er áberandi.  Einnig sést yfir til Englands međ Englandsháls og Kúpu í framenda Skorradals.

Rafmagnslínur tvćr birtast eins og steinrunnin tröll á heiđinni, Sultartangalína kallast hún og sér brćđslunum Grundartanga fyrir orku.

Mikil berjaspretta var í  grónni hlíđ´fyrir ofan bćinn Vatnshorn. Í 266 metra hćđ var varla hćgt ađ setjast niđur án ţess ađ sprengja á sitjandanum krćkiber og bláber.

Hefđbundin endir er viđ grjótgarđ beint upp af eyđibýlinu Vatnshorni og sú leiđ 12,6 km en viđ förum yfir Fitjaá og enduđum viđ kirkjustađinn Fitjar en ţar er glćsileg gistiađstađa og ađstađa fyrir listamenn.

Jónas Guđmundsson tók myndir af göngugörpum.

Hér er tćplega 5 mínútna myndband um Síldarmannagöngur og er ţađ hýst á Youtube.

Dagsetning: 4. september 2011
Hćsta gönguhćđ: 487 m, nálćgt Tvívörđuhćđ (N:64.26.095 - W:21.20.982)
Hćđ Tvívörđuhćđar: 496 metrar
Hćđ í göngubyrjun:  35 metrar viđ vörđu og vegvísi í Botnsvog í Hvalfirđi, (N:64.23.252 - W:21.21.579)
Hćkkun: Um 452 metrar          
Uppgöngutími Tvívörđuhćđ: 170 mín (10:40 - 13:30) - 8,2 km
Heildargöngutími: 360 mínútur (10:40 - 16:40) endađ viđ Fitjar
Erfiđleikastig: 2 skór
Vegalengd:  16,2 km
Veđur kl. 12 Botnsheiđi: Léttskýjađ, NV 6 m/s, 7,2 °C. Raki 90%
Veđur kl. 15 Botnsheiđi: Léttskýjađ, N 5 m/s, 8,5 °C. Raki 82%
Ţátttakendur: Útivist, 40 ţátttakendur í dagsferđ, Fararstjóri Ingvi Stígsson 
GSM samband:  Já, en fékk á köflum ađeins neyđarnúmer

Gönguleiđalýsing: Vel vörđuđ leiđ frá Hvalfirđi yfir í Skorradal. Gatan er brött beggja vegna en létt undir fćti ţegar upp er komiđ.

Facebook stađa: Yndislegur dagur, get hakađ viđ Síldarmannagötur. Dásamlegur dagur međ Útivistarfólki, eintóm sól og sćla. Takk fyrir mig! Er afar ţakklát fyrir ţennan dýrđardag.

Facebook stađa
: Frábćr dagsferđ međ Útivist í dag um Síladarmannagötur. Góđ fararstjórn, skemmtilegir ferđafélagar og ekki skemmdi nú veđriđ fyrir alveg geggjađ og útsýni til óteljandi fallegra tinda. Get sko mćlt međ ţessari fallegu og ţćgilegu gönguleiđ.

Vatnshorn

Vatnshorn er merkilegur bćr, ţar er upphaf eđa endir Síldarmannagötu. Bugđótt Fitjaá rennur í Skorradalsvatn. Góđ berjaspretta sem tafđi göngumenn.

Ţótti mér betur fariđ en heima setiđ. Lýkur ţar ađ segja frá Síldarmannagötu.

Heimildir:
Environice - http://www.environice.is/default.asp?sid_id=33463&tId=1
Ferlir - http://www.ferlir.is/?id=4277
Skorradalshreppur - http://www.skorradalur.is/um-skorradal/sildarmannagotur/


Ingólfsfjall (551 m)

Oft hefur mađur keyrt undir Ingólfsfjalli og nú var kominn tími á ađ koma ţví í fjallasafniđ.

Ingólfsfjall er móbegsfjall í Ölfusi og hefur áđur fyrr gengiđ sem múli fram í hafiđ, en ţá hefur undirlendiđ allt veriđ undir sjó. Ţađ er bratt á ţrjá vegu, í vestur, austur og suđur.  Viđ ákváđum ađ fara vinsćlustu leiđina, frá suđri.

Gengiđ upp frá Ţórustađanámu en međfram bratta veginum sem liggur upp á fjalliđ.
Ţegar komiđ er upp á brún tekur á móti göngufólki varđa međ gestabók frá Ferđafélagi Árnesinga. Höfđu margir kvittađ fyrir sig um daginn og er ganga ađ brún Ingólfsfjall eflaust vinsćl heilsurćkt hjá íbúum á Suđurlandi.

Eftir skriftir var stefnan tekin norđur á Stórhćđ en ţar eru Gráhóll (492 m) og Digrihóll. En einnig er mögulegt ađ taka hringleiđ eftir brúnum fjallsins.

Ţegar upp á hćđina er komiđ sér yfir á Inghól, sem er gígtappi en sagan segir ađ fyrsti landnmámsmađurinn, Ingólfur Arnarsson sé heygđur ţar og einn sumardag opnist hóllinn og sjá menn ţá allt ţađ sem honum fylgdi í andlátiđ.

Ekki opnađist hóllinn ţetta ágústkvöld.

Eftir nokkra göngu á mosagrónum melum komum viđ ađ rafmagnsgirđingu á fjallinu en hún tengist landamerkjum Ölfusar og Árborgar. Einnig Alviđru, bć austan viđ Ingólfsfjall sem hýsir umhverfis- og frćđslusetur Landverndar.

Ţađ var merkilegt ađ ganga inn um hliđ á toppi Ingólfsfjalls.

Gönguferđ á Ingólfsfjalliđ minnir á gönguferđ á nokkra íslenska jökla, ţađ er víđáttumikiđ og flatvaxiđ og tekur fjalliđ til sín útsýni en ef gengiđ er međ brúnum ţá er útsýni allgott. Ţađ er mun meira landslag í Ingólfsfjalli en mađur gerir sér grein fyrir ţegar ferđast er í bíl undir fjallinu. 

Í austri sást móta fyrir dökkum Eyjafjallajökli og Ţríhyrningi. Vestmannaeyjar eru glćsilegar í hafi í suđaustri. Hellisheiđi í vestri skemmtileg í rökkrinu. Skálafelliđ og ţorpin, Hveragerđi, Ţorlákshöfn, Eyrarbakki og Stokkseyri eru góđir nágrannar.

Dagsetning: 16. ágúst 2011
Hćđ hćđarpunkts og vörđu: 551 metrar
Hćđ í göngubyrjun:  Um 50 metrar viđ Ţórustađanámu
Hćkkun: Um 500 metrar         
Uppgöngutími varđa m/gestabók:   50 mín (19:40 - 20:30)

Uppgöngutími Inghóll: 110 mín (19.40 - 21:30) 
Heildargöngutími: 180 mínútur  (19:40 - 22:40)
Erfiđleikastig: 2 skór
Vegalengd (hringurinn):  um 8 km
Veđur kl. 21 Lyngdalsheiđi: Léttskýjađ, NA 5 m/s, 11,0 gráđur. Raki 60%, veghiti 15,3 °C
Ţátttakendur: Fjölskylduferđ, 4 göngumenn
Gönguleiđalýsing: Drjúglöng en létt ganga á sögufrćgt fjall

Malarnám

Sáriđ í Ţórustađanámu í Ingólfsfjalli ćpir á mann. En hann er brattur vegurinn og ekki fyrir hvern sem er ađ aka hann. Námumenn hljóta ađ hafa góđan bónus fyrir ferđirnar, sérstaklega er niđurleiđin brött og hrikaleg fyrir tćki.

Gestabók á Ingólfsfjalli

Kvittađ fyrir komu á Ingólfsfjal. Ţađ sér til Vestmanneyja í suđaustri.

Inghóll girđing

Nýleg rafmagnsgirđing er á fjallinu og er einfaldast fyrir göngumenn ađ fylgja henni. Viđ Inghól er hliđ. Ţađ er mjög merkileg upplifun ađ opna og loka hliđi á fjallstoppi.

InghóllGígtappinn Inghóll úr grágrýti. Hann var viđmiđ sjófarenda. Ölfursárósar og Ţorlákshöfn eru á vinstri hönd.

Heimildir:
Íslensk fjöll, Gönguleiđir á 151 tind

Ferlir.is - http://www.ferlir.is/?id=3954
 


Lágafell í Mosfellsbć (123 m)

Ţegar landslagsarkitektinn skapađi fellin í Mosfellsbć ákvađ hann ađ hafa eitt lítiđ og nett fell til ađ skapa andstćđur í landslaginu. Hefur ţađ lága fell fengiđ nafniđ Lágafell.

Lágafell á nokkra sögu. Ţar stóđ bćnhús fyrir áriđ 1700 en stađurinn tengdist aftur kristnisögu sveitarinnar seint á síđustu öld ţegar Lágafellskirkja var reist eftir harkalegar deilur, en af ţeim segir í Innansveitarkroniku eftir Halldór Laxness. Lágafellskirkja hefur veriđ endurbyggđ en er ađ stofninum til sama kirkjan. Ađ Lágafelli bjó athafnamađurinn Thor Jensen (1863-1947) síđustu ćviár sín og stendur hús hans enn.

Einnig var mikil fjöldi hermanna sem bjó í bröggum viđ rćtur Lágafells. Öll ummerki eru horfin en hćgt er ađ finna ummerki eftir loftvarnarvirki stríđsáranna.

Fellin sjö í Mosfellsbć eru: Helgafell, Mosfell, Reykjafell, Úlfarsfell, Ćsustađafjall, Grímarsfell og Lágafell. Ţađ er ţví hćgt ađ setja sér markmiđ, ganga á öll fellin á ákveđnum tíma.

Ganga á Lágafell er ţví ekki mikil ţolraun og rakin fjölskylduganga. Einfaldast er ađ keyra ađ Lágafellskirkju og ganga ţađan. Ţegar upp á fyrstu hćđ er komiđ, sést ađ felliđ er  međ ţrjá hóla. Á miđhólnum er varđa og hćsti punktur, 123 metrar.

Útsýni er fínt yfir Mosfellsbć og höfuđborgina. Einnig sjást hin Mosfellsbćjarfellin vel og nágranninn Esjan í norđri. Allt Snćfellsnesiđ sást og snjólítill Snćfellsjökull í vestri.

Annađ Lágafell (539 m) er til hér á landi og er ţađ norđanaustan viđ Ármannsfell í  Bláskógabyggđ.

Dagsetning: 9. ágúst 2011
Hćđ Lágafellsvörđu: 123 metrar
Hćđ í göngubyrjun:  88 metrar, Lágafellskirkja, (N:64.09.730 - W:21.42.654)
Hćkkun: Um 53 metrar          
Uppgöngutími varđa:   10 mín (16:50 - 17:00)
Heildargöngutími: 20 mínútur  (16:50 - 17:10)
Erfiđleikastig: 1 skór
GPS-hnit varđa:   N:64.09.783 - W:21.42.321
Vegalengd:  um 2 km
Veđur kl. 18 Reykjavík: Heiđskýrt, A 3 m/s, 14,2 gráđur. Raki 65%, skyggni 70 km
Ţátttakendur: Fjölskylduferđ, 4 ţátttakendur   
GSM samband:  Já

Gönguleiđalýsing: Gengiđ frá bílastćđinu viđ Lágafellskirkju, beint í norđur upp á hćđ. Ţađan er flott útsýni yfir Mosfellsbć. Síđan stutt ganga ađ vörđu í austurátt. Tilvaliđ ađ verđlauna göngumenn međ ferđ í Mosfellsbakarí á eftir.

Lágafell

Göngumenn,  Jóhanna Marína, Sćrún og Ari á toppi Lágafells í Mosfellsbć. Í bakgrunni má sjá byggđina í Mosfellsbć, síđan fellin, Helgafell, Grímannsfell, Ćsustađafjall og Reykjafell.

Heimildir:
http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=795874
http://www.ferlir.is/?id=8158


Nikulásarmótiđ á Ólafsfirđi

Stórskemmtilegt Nikulásarmót, ţađ 21. í röđinni var haldiđ á Ólafsfirđi um helgina. Keppt er í 5., 6. og 7. flokki.
 
HK sendi tvö liđ yngstu flokkana. En alls kepptu 62 liđ frá 14 félögum og keppendur voru um 500.
 
NikulasÁ föstudag, eftir glćsilega skrúđgöngu og setningarathöfn var A og B liđum í 7. flokk blandađ saman í ţrjá riđla og komust tvö efstu liđ áfram í A-liđa keppnina. Hin kepptu í B-keppni.
HK-ingum gekk vel ađ tryggja sig áfram, unnu alla ţrjá leikina og markatalan mjög hagstćđ, 20-0.
 
Á laugardeginum voru leiknir fjórir leikir:
HK - KF    7-0
HK-  Fjarđabyggđ 6-2
HK - KA     5-1
 
Svo rann úrslitaleikurinn upp viđ Ţór en góđur 3-0 sigur hafđi unnist gegn ţeim daginn áđur.  Norđanvindur hafđi lćđst inn fjörđinn er leikurinn hófst. Ţórsarar voru lágvaxnari en Kópavogsdrengir en hlupu ţindarlaust út um allan völl. Minnti leikađferđ og vinnusemi ţeirra á japönsku heimsmeistarana. Ávallt voru komnir tveir Ţórsarar í leikmenn HK til ađ trufla spiliđ. HK náđi ekki ađ nýta sér međvindinn í fyrri hálfleik en boltinn fór nokkuđ oft úr leik en leiktími var 2 x 10 mínútur.  Í síđari hálfleik var mikil barátta en skyndilega opnađist traust HK vörn og Ţórsarar náđu ađ skora. Ekki náđist ađ jafna leika.  Eini möguleiki HK-inga á sigri í mótinu var ađ klára sinn leik á sunnudag viđ Dalvík og vona ađ nágrannar Ţórs, KA nćđu ađ stríđa ţeim. Gekk ţađ ekki eftir.  Jafntefli hefđi dugađ HK til sigurs í mótinu og til ađ verja titilinn frá síđasta ári.
 
Á sunnudag var hörku leikur viđ Dalvíkinga og var uppskeran 2-1 sigur.   Síđan var haldiđ í gengum Héđinsfjarđargöng norđur á Siglufjörđ og sigldi einn pabbinn međ liđsmenn í Zodiak-bát í Siglufjarđarhöfn. Höfđu drengirnir mjög gaman af sjóferđ ţeirri.  Liđsmenn 7. flokks leigđu íbúđ á Ólafsfirđi og gistu flestir ţar en bođiđ var upp á gistiađstöđu á nokkrum stöđum. Var allt skipulag á mótinu og móttökur Ólafsfirđinga til mikilla fyrirmyndar. Flott dagskrá yfir helgina međ tveim kvöldvökum.
 
Uppskeran í sumar hefur veriđ góđ hjá drengjaliđi HK í 7. flokki.
Liđiđ vann sinn riđil í Faxaflóamóinu og öflugu VÍS-móti Ţróttar.  Ţriđja sćtiđ á Skagamóti og nú silfur á Nikulásarmóti.
Ţessi árangur á ekki ađ koma á óvart. Ţegar mikill áhugi, vel er ćft, góđir ţjálfarar, góđir stuđningsmenn, góđ stórn  og góđ ađstađa, en börn og unglingar í Kópavogi búa viđ bestu ćfingaađstöđu norđan Alpafjalla.  Ţá hlýtur útkoman ađ vera jákvćđ.
 
Strákarnir í 6. flokki stóđu sig einnig vel en ţeir voru flestir á yngra ári unnu alla leikina í A-úrslitakeppni nema einn, viđ Ţór, og lönduđu silfrinu.
 
En úrslitin eru ekki allt, ţađ er stórskemmtilegt ađ fylgjast međ drengjunum ţroskast í góđum leik og hafa foreldrar náđ vel saman.   
 
Kíkjum á eina facebook-stöđu:
"Komin heim af Nikulásarmótinu - flottir HK strákar og skemmtilegir foreldrar :)"
 
 
Heimasíđa mótsins:  www.nikulasarmot.is
 
Nikulas2011
 
Efri röđ: Ívar Orri Gissurarson, Ólafur Örn Ásgeirsson, Ari Sigurpálsson, Sigurđur Heiđar Guđjónsson
Neđri röđ: Reynir Örn Guđmundsson, Konráđ Elí Kjartansson, Marvin Jónasson, Felix Már Kjartansson

Hengill (803 m)

Hengill kominn í fjallasafniđ. Fjalliđ er (803 m) móbergs- og grágrýtisfjall. Fór međ hörku göngugengi, Dóru systur, Dóra, Mána og Guđmundi óhefđbundna vetrarleiđ á Vörđu-Skeggja frá Dyradal og inn eftir Skeggjadal. Viđ vorum klukkutíma upp og hlupum á hćlnum beint niđur. Ćvintýraferđ í ágćtis veđri. Gott skyggni en vindur í bakiđ á uppleiđ.

Međal sérkenna ţessa svćđis eru óvenjulegir aflokađir og stundum afrennslislausir dalir sem eru rennisléttir í botninn; - svona eru t.d. Innstidalur, Marardalur, Dyradalur og Sporhelludalur. Ţeir eru taldir vera myndađir milli móbergsfjalla, eiginlega stíflađir uppi, en hafa fyllst í botninn af seti. Í Marardal voru naut geymd fyrrum međ ţví ađ hlađa fyrir ţröngt einstigi sem er eina fćra leiđin inn í dalinn.

Útsýni af Heglinum var ágćtt. Tignalegur Eyjafjallajökull í austri, Tindfjallajökull og fannhvít Hekla. Síđan kom Ţingvallafjallgarđurinn međ sínum frćgu fjöllum, fellum, tindum og súlum. Augađ endađi á Esjunni en á bakviđ sást drifhvít Skarđsheiđin. 

Ţađ var athyglisvert ađ sjá eyjarar í Ţingvallavatni, Nesey og Sandey, voru í beinu framhaldi af dölunum sem nefndir eru hér fyrir ofan. Ţćr eru líklega á sprungu sem liggur í norđaustur.

Mynd tekin í Skeggjadal sem sýnir leiđna upp. Rćtur fjallsins eru í 400 metra hćđ og hćkkun svipuđ.

Hengill


Nćsta síđa »

Um bloggiđ

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Des. 2018
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

 • IMG 4410
 • IMG 4385
 • IMG 4421
 • Á afskekktum stað
 • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (17.12.): 7
 • Sl. sólarhring: 13
 • Sl. viku: 42
 • Frá upphafi: 165646

Annađ

 • Innlit í dag: 7
 • Innlit sl. viku: 37
 • Gestir í dag: 7
 • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband