Færsluflokkur: Sveitarstjórnarkosningar
7.5.2019 | 09:02
Loftslagsbreytingar: Þróun lausna og bætt nýting auðlinda
Mál nr. S-103/2019
Hagrænir hvatar
Lífsferilsgreiningar sýna að byggingar eiga um þriðjung af heildar kolefnisspori jarðarinnar.
Stjórnarráðið á að setja stefnu um að allar stofnanir verði í vistvæntu vottuðum byggingum fyrir árið 2030. Einnig eiga fyrirtæki og einstaklingar að geta fengið skattaafslátt hafi þau vistvænar vottanir. Hagrænir hvatar eru lykilinn í að breyta hegðun. Sveitarfélög geta gefið afslátt af fasteignagjöldum. Hús Náttúrufræðistofnunar í Urriðaholti er ágætis fyrirmynd en hún er í BREEAM vottunarferli. New York með metnaðarfull verkefni. Einnig hefur Kaliforníuríki útfært vistvænar lausnir í byggingum.
Stjórnvöld eiga að nota hagræna hvata á öllum þeim stöðum sem hægt er að koma þeim á til að stuðla að sjálfbærni og hækka álög á alla sóun og mengun. Stuðla að því að fara inn í hringrásarhagkerfi, úr línulega hagkerfinu með allri sinni sóun.
Kolefnisskattar
Kolefnisspor flugs er 12% af samgöngum og er fyrir utan mörg losunarkerfi. Íslensk stjórnvöld eiga að vera í fararbroddi og setja kolefnisskatt á allt flug til og frá landinu og nýta fjármagnið í kolefnisjöfnun með gróðursetningu, endurheimt votlendis, landgræðslu og í nýsköpun. Alls ekki niðurgreiða flug, það er í mótsögn við umhverfisáhrifin.
Vistvænir bílar verði með lágmarks álögur en jarðefnabílar skattaðir í botn. Brennsla á jarðefnaeldsneyti er ekkert annað en glæpur gegn mannkyni.
Kolefnisspor á umbúðir vöru
Fæða á um þriðjung af heildar kolefnissporinu. Matarsóun er mikil í hinum vestræna heimi og einn liður í að sporna við henni er að kolefnisspor matvöru sé reiknuð og gefið upp á umbúðum. Einnig á vörulýsingu og verðmiðum. Styðja við nýsköpun á framsetningu kolefnisspors.
Einingin er kg CO2/kg. https://www.oatly.com/se/products/havredryck-deluxe
Fólksfækkun
Hver einstaklingur skilur eftir sig kolefnisspor og því fleiri einstaklingar því meira álag verður á jörðina. Fæðingarhlutfall íslenskra kvenna er þó jákvætt, 1,7 barn á hverja konu. Yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til þess að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma litið. Tryggja þarf að úrelt hagfræðilíkön sem ganga út á endalausa fólksfjölgun fái ekki að ráða ferðinni. Fólksfækkun skapar vandamál en fólksfjölgun skapar enn stærra vandamál. Stjórnvöld eiga ekki að hvetja til barneigna með ívilnunum. Taka þarf tillit til umhverfisþátta í hagvexti.
Neyðarástand
Ísland á að lýsa yfir neyðarástandi vegna loftslagsmála tafarlaust.
Ísland á um 0,02% af heildarlosun CO2 og er lítill leikari á sviðinu þó kolefnissporið á einstakling sé með því stærsta í heimi. En takist Íslandi að innleiða djarfar og áhrifaríkar sjálfbærar lausnir sem virka og verði kolefnishlutlaust fyrir 2040 þá verður landið góð fyrirmynd fyrir heimsbyggðina.
Á meðan hiti á jörðinni eykst, jöklar bráðna, höfin súrna og loðnan hverfur þá er þessi umsögn skrifuð.
Heimildir:
https://architecture2030.org/buildings_problem_why/
https://www.nature.com/news/one-third-of-our-greenhouse-gas-emissions-come-from-agriculture-1.11708
https://www.hagstofa.is/utgafur/frettasafn/mannfjoldi/faedingar-2017/
Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 09:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.10.2017 | 12:26
Duglegir ríkisstarfsmenn, brúarsmiðir á Steinavötnum
Stórt hrós til Vegagerðarinnar. Þeir eru duglegir ríkisstarfsmennirnir. Byggðu upp bráðabirgðabrú yfir Steinavötn í Suðursveit á mettíma. Magnað.
Nú þurfa þessir duglegu ríkisstarfsmenn bara að fá almennilega yfirmenn. Tveir síðustu yfirmenn þeirra, jarðýtan Jón Gunnarsson og Ólöf Nordal höfðu ekki mikinn áhuga á úrbótum og uppbyggingu innviða. Það kom fram í fjárlögum fyrir árið 2017 að það tæki hálfa öld ár að útrýma einbreiðum brúm. Flokkurinn hafnaði auðveldum tekjum og innviðir fúnuðu fyrir vikið. Vegatollar er nýjasta lykilorðið.
Það þarf að útrýma einbreiðum brúm, svartblettum í umferðinni og gera metnaðarfulla áætlun. Í samgönguáætlun 2011 sagði: "Útrýma einbreiðum brúm á vegum með yfir 200 bíla á sólarhring". Í sumar voru tæplega 2.500 bílar á sólarhring á hringveginum í Ríki Vatnajökuls, eða 12 sinnum meira.
Í bloggi frá apríl 2016 eru taldar upp ógnir, manngerðar og náttúrulegar sem snúa að brúm og áhættustjórnun. Það þarf að fjarlæga þær og byggja traustari brýr í staðin. Brýr sem þola mikið áreiti og fara ekki í næstu skúr. Ferðaþjónustuaðilar í Skaftafellssýslu töldu að 50 milljónir hafi tapast á dag við rof hringvegarins við Steinavötn. Tjónið er komið í heila öfluga tvíbreiða brú.
Mynd af 102 metra langri og 53 ára brúni yfir Steinavötn tekin um páskana 2016. Það er lítið vatn í ánni og allir stöplar á þurru og í standa teinréttir í beinni línu.
Nýja brúin opnuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sveitarstjórnarkosningar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2017 | 20:52
Einbreiða brúin yfir Steinavötn fórnarlamb loftslagsbreytinga
Loftslagið er að breytast með fordæmalausum hraða. Úrkoman í Ríki Vatnajökuls er afsprengi loftslagsbreytinga.
September hefur skapað af sér öflugustu hvirfilbili í langan tíma á Atlantshafi. Irma, Jose og María eru sköpuð í mánuðinum í hafinu. Rigningin sem dynur á okkur er erfingi þeirra. Allir þekkja Harvey og Irmu sem gerðu árásá Texas, Flórida og nálægar eyjar nýlega.
Eina jákvæða við þetta er að náttúran sér annars um að losa okkur við þessar einbreiðu brýr, ekki gera stórnmálamenn það. Í dag eru 20 einbreiðar brýr í Ríki Vatnajökuls, svartblett í umferðinni. Nú verða þær 19!
Brú yfir Steinavötn var ekki á Samgönguáætlun og svo hefur samgönguráðherra, Jón Gunnarsson vill lækka skatta í kosningaloforðum en setja veggjöld á alla staði. Það er ekkert annað en dulbúin skattheimta sem kemur ósanngjarnt niður. Rukki Jón 300 fyrir hverja einbreiða brú, þá kostar ferðalagið 5.700 kall í aukna skatta.
Bæjaryfirvöld í Ríki Vatnajökuls og hagsmunaðilar í ferðaþjónustinni hafa ekki verið nógu beitt við að krefjast úrbóta. Enda flestir í flokknum. Þeir mættu taka Eyjamenn og Reyknesinga sér til fyrirmyndar.
En hvað geta Skaftelleingar og fólk á jörðinni gert best gert til að minnka áhrif loftslagsbreytinga? Í rannsókn hjá IPO fyrr á árinu kom fram: Til þess að hafa raunveruleg áhrif á loftslagsbreytingar þarf komandi kynslóð að taka upp bíllausan lífsstíl, eignast færri börn, draga úr flugferðum og leggja meiri áherslu mataræði sem byggir á grænmeti. Sá sem neytir fyrst og fremst grænmetisfæðis leggur fjórum sinnum meira af mörkum til minnkunar losunar en sá sem aðeins flokkar og endurvinnur rusl. Þetta eru þær aðferðir sem skila mestu, bæði þegar horft er til losunar og áhrifa á stefnumörkun.
Ég á myndir af hættulegustu stöðum landsins.
Brúin yfir Steinavötn er einn af þeim. Nú löskuð og búið að loka henni. Einbreið 102 m löng, byggð 1964.Loftslagsbreytingar eru orsök úrkomunnar. Öfgar í veðri aukast.
Bygging bráðabirgðabrúar hefst á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sveitarstjórnarkosningar | Breytt 30.9.2017 kl. 00:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.9.2017 | 22:31
Einbreiðar brýr í Ríki Vatnajökuls - endurskoðað áhættumat í ágúst 2017
Þann 13. ágúst sl. var farið yfir 21 einbreiða brú í Ríki Vatnajökuls, áhættumat var endurskoðað í þriðja sinn. En minnka má áhættu með áhættustjórnun.
Engar breytingar frá síðasta mati fyrir hálfu ári.
En hrósa má Vegagerðinni fyrir að:
- öll blikkljós loguðu og aðvaranir sýnilegar
- 500 metra aðvörunarskilti og málaðar þrengingar voru sýnileg.
En engin leiðbeinandi hámarkshraði.
Morsárbrú var tekin í notkun í lok ágúst og því ber að fagna. Nú eru hættulegu einbreiðu brýrnar 20.
Forvarnir
Ekkert banaslys hefur orðið á árinu og ekkert alvarlegt slys. Árið 2015 varð banaslys á Hólárbrú og mánuði síðar alvarlegt slys á Stigárbrú. Síðan var farið í úrbætur og blikkljósum fjölgað úr 4 í 21.
Forvarnir virka.
Bílaumferð hefur rúmlega tvöfaldast frá páskum 2016. Umferð þá var um 1.000 bílar á dag en fer í 2.300 núna. Aukning á umferð milli ágúst 2016 og 2017 er 8%.
Á facebook-síðu verkefnisins er haldið um niðurstöður.
https://www.facebook.com/EinbreidarBryr/?ref=aymt_homepage_panel
Haldi ökumaður áfram austur á land, þá eru nokkrar einbreiðar brýr og þar vantar blikkljós en umferð er minni. Það má setja blikkljós þar.
Áhættumat sem sýnir einbreiðar brýr í Ríki Vatnajökuls, 21 alls. 21 of margar!
Sveitarstjórnarkosningar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2011 | 14:27
Reykjafell í Mosfellsbæ (269 m)
Reykjafell eða Reykjafjall eins og Reykjabændur kalla það er áberandi og miðsvæðis. Það er fyrir austan Mosfellsbæ, ofan við Skammadal og Reykjahverfið. Þaðan er víðsýni til allra átta og því var staðsett á Reykjafelli varðstöð hernámsliðsins á styrjaldarárunum. Reykjafell er nokkuð víðáttunikið. Gróið vel neðantil en hálendisjurtir vaxa uppi á hábungunni. Reykjafell er 269 m. Hægt er að ganga á það úr öllum áttum. Til dæmis frá SuðurReykjum í Reykjahverfi og frá Dalsrétt í Helgadal.
Alls keifuðu um 50 manns upp Reykjafellið. Er þangað var komið sást vel yfir vel gróinn Mosfellsbæ og fellin og fjöllin í nágrenni hans. Einn gangráðurinn í Útivistarræktarhópnum sýndi göngumönnum göngukort- Gönguleiðir í Mosfellsbæ sem Mosfellsbær og Skátafélagið Mosverjar hafa gefið út. Þar er gönguleiðum, um 70 km alls lýst. Frábært framtak hjá þessum aðilum.
Við fylgdum kortinu, gengum frá toppnum að Einbúa og þaðan að Varmá. Gönguleið var vel stikuð og glæsilegir vegprestar með nákvæmum göngulengdum gáfu góðar upplýsingar.
Dagsetning: 10. ágúst 2011
Hæð hæðarpunkts og vörðu: 269 metrar
Hæð í göngubyrjun: 61 metrar við Syðri-Reyki, (N:64.09.730 - W:21.42.654)
Hækkun: Um 208 metrar
Uppgöngutími varða: 40 mín (18:55 - 19:35) - 1,5 km
Heildargöngutími: 120 mínútur (18:55 - 20:55)
Erfiðleikastig: 2 skór
GPS-hnit varða: N:64.09.783 - W:21.42.321
Vegalengd (hringurinn): um 6 km
Veður kl. 19 Reykjavík: Léttskýjað, VNV 3 m/s, 12,7 gráður. Raki 79%, skyggni 40 km
Þátttakendur: Útivistarræktin, um 50 þátttakendur
GSM samband: Já
Gönguleiðalýsing: Gengið frá Syðri-Reykjum áleiðis inn Skammadal og síðan beint eftir stikaðri leið til austurs upp nokkuð brattar vesturhlíðar fjallsins. Þá er komið beint á hæstu bungu Reykjafells.
Facebook staða: fín ganga á Reykjafellið í kvöld í blíðunni, fórum aðra leið en ég hef farið áður. Flott framtak hjá Mosfellsbæ og félagasamtökum í bænum að stika gönguleiðir og gefa út kort... margar skemmtilegar gönguleiðir þar.
Með þessari skemmtilegu göngu enduðu náði ég að fara á öll sjö fell Mosfellsbæjar og loka einu fellasafni. Hér fyrir neðan eru fellin listuð upp eftir hæð.Fell eða fjall | Hæð (m) | Uppganga | Nafn |
484 | 15. nóvember 2009 | Stórhóll | |
Úlfarsfell | 296 | 12. maí 2002 | Stórihnúkur |
276 | 8. janúar 2011 |
| |
Reykjafell | 269 | 10. ágúst 2011 | Reykjafjall |
220 | 27. desember 2009 |
| |
216 | 8. maí 2008 |
| |
123 | 9. ágúst 2011 |
|
Hluti göngufólks settist niður og nærðist við Varmá.
Stefnan tekin á Einbúa en í heimstyrjöldinni síðari fórust tvær flugvélar í nágrenni hans af völdum veðurs. Hægt var að krækja sér í bláber á leiðinni en sprettan er minni en í fyrra.
Heimildir:
www.mos.is
Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 14:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.9.): 111
- Sl. sólarhring: 249
- Sl. viku: 362
- Frá upphafi: 232708
Annað
- Innlit í dag: 98
- Innlit sl. viku: 322
- Gestir í dag: 98
- IP-tölur í dag: 95
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar