Nįtthagavatn - Nįtthagi

#30 Nįtthagavatn į Mišdalsheiši hringuš į žjóšhįtķšardaginn. Hringun 2,3 km. Afrennsli ķ Hólmsį.
 
Hraun flęšir nś nišur ķ Nįtthaga ķ Fagradalsfjalli og ekki hęgt aš ganga hann nśna. En til eru fleiri Nįtthagar og er vatn kennt viš einn į Mišdalsheiši stutt noršur frį Geirlandi viš Sušurlandsveg. En nįtthagi er girt grasivaxiš svęši, sem bśpeningur er hafšur ķ um nętur.
 
Vondur einkavegur er aš Ellišakoti og žvķ var einfaldast aš fara Nesjavallaveg, og beygja af vegi 431 og keyra eftir malarveg og leggja bķl viš Sólheimakot. Gengiš žašan yfir Ellišakotsmżrar aš Nįtthagavatni undir söng mófugla. Um kķlómeters ganga. Sjįlfvirk endurheimt votlendis ķ gangi, skuršir farnir aš falla saman og losun CO2 aš minnka.
Gengiš var rangsęlis kringum Nįtthagavatniš en žrķr ósar eru į žvķ en engin brś, hins vegar eru vöš yfir įlana og gott aš hafa göngustafi meš eša vašskó.
 
Segja mį aš Nįtthagavatn sé rķki óšinshanans en žeir voru algengir. Einnig sįust krķur og grįgęsarfjölskylda. Straumendur sjįst reglulega į vorin į Nįtthagavatni og į śtfalli Hólmsįr śr žvķ. Nokkuš var um mż.
 
Mest er um bleikju ķ grunnu vatninu en einnig er urriši og lax ķ žvķ. Sumarbśstašir eru fįir.
 
Meirihluti žeirrar śrkomu sem fellur į landiš hverfur ķ jöršu og sķgur fram ķ grunnvatnsstraumum um lengri eša skemmri veg. Hluti grunnvatnsins kemur fram ķ lindasvęšum s.s. viš Nįtthagavatn. Sumt vatn er fellur til sjįvar ķ Ellišavogi į upptök sķn ķ Henglinum. Engidalsį breytir um nafn eftir aš hśn hefur falliš nišur ķ Fóelluvötn og um vellina sunnan Lyklafells og er žį kölluš Lyklafellsį og enn skiptir hśn um nafn nešan viš Vatnaįsinn, vestan viš Sandskeiš og heitir žį Fossavallaį og rennur loks um Lękjarbotna nišur ķ Nįtthagavatn. Śr žvķ vatni kemur Hólmsį sem fellur ķ Ellišavatn. (Įrbók FĶ)
 
Strava
 
Hringun Nįtthagavatns ķ Strava. Žrķr ósar sem žarf aš komast yfir. Inntakiš eru śr Lękjarbotnum og śttekiš ķ Hólmsį.
 
Nįtthagi - Nįtthagavatn - Ellišakot
 
Nįtthagi er ofarlega til vinstri fyrir vestan sumarhśsiš Nes inn į milli grenitrjįnna. Eišbżliš Ellišakot ķ forgrunni.
 
Nįtthagi ķ Fagradalsfjalli
 
Nįtthagi ķ Fagradalsfjalli en žessi mynd var tekin fyrir 10 įrum. Nś er hrjóstrugur haginn fullur af nżju frumstęšu hrauni sem kemur upp af miklu dżpi.
 

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Aprķl 2024
S M Ž M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbśm

Nżjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (18.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 87
  • Frį upphafi: 226249

Annaš

  • Innlit ķ dag: 9
  • Innlit sl. viku: 80
  • Gestir ķ dag: 9
  • IP-tölur ķ dag: 9

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband