Færsluflokkur: Heilbrigðismál

Bensínkvíði

Er staddur í Færeyjum í sumarfríi og markmiðið er að ganga á sem flest fjöll í ægifagri náttúru 18 eyja er mynda Færeyjar.

Til að komast á milli fjallstinda, en 340 fjöll eru hærri en 100 metrar að hæð, þá var leigður bíll. Leitin beindist að vistvænum bíl en það fannst enginn. Þeir geta gert betur Færeyingarnir í sjálfbærni. 

Því varð jarðefnabíll fyrir valinu og þá helltist yfir mann jarðefnakvíði. Að þurfa að fylla á tankinn en því fylgir ekki góð tilfinning í hamfaraástandi.

Einnig spurning um hvort bíllinn gengi fyrir bensíni eða dísel en það var sem betur fer vel merkt þegar lokið var opnað. Bensín stóð þar á grænum miða.

Bensínkvíði og loftslagsógn eru tvær hliðar á sama peningi, þar sem báðar tilfinningar stafa af þörfinni fyrir að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis

Í gær rann svo upp dæludagurinn og var það mikil áskorun að dæla á leigubílinn, 95 oktana E10 bensíni, því ekki var boðið upp á þjónustu á bensínstöðinni. Það tókst að dæla á bílinn en leiðbeiningar voru góðar.

Þegar heimabankinn var skoðaður í morgun, þá helltist aftur yfir mig bensínkvíði. Upphæðin var tvöföld. Þetta er grimmur jarðefnaheimur sem við lifum í.

Fjallganga

Hér er gengið niður í Hvannhaga á Suðurey. Litli Dímon blasir við í allri sinni dýrð.

 


Hringun 35 stærstu vatna höfuðborgarsvæðisins í heimsfaraldri

“In the midst of every crisis, lies great opportunity.” - Albert Einstein
 
Þegar heimsfaraldur hófst þá hægði á öllu en fólk þurfti að hreyfa sig. Takast á við nýjar áskoranir. Fyrir vikið voru fjöll og fell í nágrenni höfuðborgarinnar vinsæl til uppgöngu. Það var oft fjölmennt á fallegum dögum og stundum erfitt að finna bílastæði við fellsrætur. Fljótlega kláraðist fjallgöngulistinn. En maður varð að halda áfram með hreyfingarmarkmiðin.
 
Þá greip maður tækifærið. Prófað var að ganga í kringum vötn og tjarnir á höfuðborgarsvæðinu. Fyrst var Vífilsstaðavatn hringað og þegar tíu vinsælustu vötnin höfðu verið hringuð, þá var tækifærið útvíkkað. Eftir stutta leit fannst listi yfir 35 vötn á höfuðborgarsvæðinu. Það syðsta var Brunnvatn við álverið í Straumsvík og Meðalfellsvatn í Kjós var nyrst.
 
Markmiðið var að klára listann áður en faraldurinn hætti. Þegar síðasta vatnið, númer 35 í röðinni, Meðalfellsvatn, var hringað í lok júní þá felldi Svandís heilbrigðisráðherra niður allar samkomutakmarkanir daginn eftir. Ég rétt náði markmiðinu.
Oftast var frúin með en í nokkrum hringferðum komu fleiri með og tóku þátt í ævintýrinu.
En fararaldurinn er ekki búinn en það eru fleiri vötn á höfuðborgarsvæðinu...
 
Þetta var skemmtilegt og eftirminnilegt verkefni. Alls voru kílómetrarnir kringum vötnin rúmlega 100. Hringun vatna var frá 400 metrum upp í 10, 4 km. Það var gaman að leita að vötnunum og nú þekki ég höfuðborgarsvæðið betur, sérstaklega Miðdalsheiðina en þar leynast mörg áhugaverð vötn. Mynda vatnakraga. Einnig kynntist maður Seltjarnarnesi og Álftanesi betur. Maður hefur kynnst bátamenningu við veiðivötn og sumarbústaðamenningu. En vötnin 35 eru mjög ólík og mis mikið líf í kringum þau, vistkerfin eru misjöfn.
 
Flottasta samsetningin er vatn og skógur. En vatn er forsenda lífs og maðurinn er 70% vatn og heilinn 90% vatn. Þarna er einhver harmónía í gangi. Merkilegasta vatnið er Brunntjörn við Straumsvík, einstaka á heimsvísu. En líflegasta vatnið er Meðalfellsvatn. Þar er líffræðilegur fjölbreytileiki einna mestur.
 
Margt merkilegt bar fyrir augu en toppurinn var að finna himbrima á litlum hólmi við vatnsbakka Meðalfellsvatn.
Fuglinn er á válista því stofninn hér telur færri en 1.000 fugla hér á landi. Ég vona svo sannarlega að hann hafi komið afkvæmum sínum á legg en hann hefur hættulegan lífsstíl. Himbriminn er veðurspáfugl og grimmur. Aðeins eitt par er við hvert vatn, en við stærstu vötn geta verð fleiri pör.
 
Fuglinn hefur og fagra rödd og mikla. Þegar hann gólar á vatni segja menn, að hann „taki í löppina“, og þyki það vita á vætu. En fljúgi hann um loftið með miklum gólum, veit hann veður og vind í stél sér. “ - Íslenskar þjóðsögur og –sagnir. Sigfús Sigfússon.
 
Himbriminn liggur fastur á sínu og er því berskjaldaður. Mögnuð sjón, tignarlegur fugl í fallegu umhverfi.
 
Þetta var óvænt vatnatækifæri á skrítnum tímum.
 
Himbrimi

Að deyja úr frjálshyggju

Þær safnast undirskriftirnar hjá endurreisn.is. Það styttist í 70 þúsund manna múrinn verði rofinn.

Ég lenti í lífsreynslu í sumar og þurfti að leita á náðir heilbirgðiskerfisins og eru það ný lífsreynsla fyrir mér en hef náð áratug án þess að þurfa að leita læknis.

Skrifaði grein á visir.is: Frá Kverkfjöllum til Tambocor, þriggja mánaða krefjandi ferðalag.

Að leggja fjármagn í heilbirgðiskerfið er fjárfesting en ekki útgjöld. Hvert mannslíf er verðmætt. Um hálfur milljarður!

Hér á landi vantar lækna. Það vantar hjúkrunarfólk. Það vantar fjármagn, kærleik og skilvirkt heilbrigðiskerfi. Það vantar góða stjórnmálamenn. Það vantar rétta forgangsröðun. Það er vísvitandi verið að brjóta heilbrigðiskerfið niður innanfrá. Það er verið að undirbúa innrás frjálshyggjunnar.  

Heilbrigðiskerfið á Íslandi er eflaust á heimsmælikvarða fyrir heilbrigt fólk, en þegar reynir á kerfið eru biðlistarnir langir.  Þeir eru í boði stjórnvalda. Þau bera ábyrgð á stöðunni. Fagfólkið á spítalanum gerir sitt bezta.

Við skulum von að okkur Íslendingum takist að endurreisa heilbrigðiskerfið og hafa sambærilegt heilbrigðiskerfi og hin Norðurlöndin búa við til að vernda okkar mikilvægust eign, heilsuna.

Vonandi deyr enginn úr frjálshyggju. 


Orkulausir Manchester-menn

Í febrúar á því góðærisári 2007 fór ég í knattspyrnuferð til London og heimsótti Emirates Stadium.  Boðið var upp á skoðunarferð um hinn glæsilega leikvang.  Þegar búningsklefarnir sem voru glæsilegir og rúmgóðir voru skoðaðir sagði hress leiðsögumaður okkur skemmtilega sögu af leik Arsenal og Manchester United sem hafði farið fram í mánuðinum áður.

Í leikhléi fengu leikmenn Manchester ávallt banana sendingu frá ávaxtafyrirtæki í London.   Snæddu leikmenn þá í leikhléi til að hlaða batteríin.  Svo óheppilega vildi til að birginn tafðist á leiðinni og komst sendingin of seint. Síðari hálfleikur var hafinn.  Leikar voru jafnir í hálfleik.  Rooney kom gestunum yfir í byrjun síðari hálfleiks en tvö mörk í lokin hjá Arsenal frá Robin van Persie (83) og Henry (90) skópu sigur Arsenal.  Runnu leikmenn Manchester út af orku?  En bananarnir voru skildir eftir í búningsklefanum, óhreyfðir.

BananarBananar eru mjög næringarríkir, meðal annars er mikill mjölvi í þeim auk þess sem þeir eru mettandi. Þeir eru líka mikilvæg uppspretta vítamína og í þeim er mjög mikið af steinefnum. Svo er mjög einfalt að nálgast ávöxtinn, hýðið rennur af. Frábær hönnun hjá náttúrinni.

Í stórleiknum í gær var byrjunin skelfileg hjá Manchester mönnum og var uppskeran 0-3 tap. Skyldi ávaxtabirginn með bananasendinguna hafa komið of seint?  Eða er orsökin sú að í vörn United voru leikmenn, young, small og blind!


mbl.is Arsenal valtaði yfir Manchester United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfbærni og heilsufarsmælingar

Lærdómur ársins var að skilja GRI sjálfbærnivísana og sjálfbærni.  Við hjá ÁTVR vorum fyrsta Ríkisstofnunin sem gerði GRI sjálfbærniskýrslu.
 
Síðustu þrjú ár hefur verið boðið upp á heilsufarsmælingar hjá ÁTVR og árangur á heilsu starfmanna góður og á rekstur fyrirtækisins.  Mikil mælingahefð er í fyrirtækinu og stöðugleiki í rekstrinum. Því hefur verið gaman að fylgjast með ákveðnum vísum og hafa þeir bent í réttar áttir.
 
Fjarvistum hefur fækkað, starfsfólk er ánægt í vinnunni, viðskiptavinir eru ánægðir, mengun hefur minnkað, kolefnisfótsporið hefur minnkað, reksturinn er góður og það sem athyglisverðast er að  55 starfsmenn hafa farið úr of háum blóðþrýstingi í eðlilegan á tímabilinu.  Þeir hafa breytt um lífsstíl.  Heilsuræktarstyrkir og samgöngusamningar eiga þar drjúgan hlut að máli. Einnig hefur fræðsla um mataræði og markmiðssetningu hjálpað til.
 
Með breyttum lífsstíl er hægt að spara mikið fjármagn í heilbrigðiskerfinu. Heilsufarsmælingar eru mjög öflug forvörn. Öll fyrirtæki á Íslandi ættu að bjóða upp á heilsufarsmælingu og sýna þannig samfélagslega ábyrgð. Ekki veitir af. 
 
Hér er áramótamyndin, stóra myndin.
Heilsufarsmæling og sjálfbærni
 
Heilsufarsmælingar hjá ÁTVR hafa staðið yfir í þrjú ár og jákvæður árangur. Myndin sýnir Stóru myndina en þá tengjast GRI sjálfbærnivísarnir inn í sjálfbæru víddirnar þrjár. Fyrst eru stefnur skilgreindar. Síðan fer GRI vinnan af stað. Rauðu kassarnir eru heilsufarsmælingar, heilsuræktarstyrkir og samgöngusamningur. Það kemur hreyfingu á fólkið, dælir blóði um fyrirtækið. Niðurstaðan er jákvæð. Neikvæðir þættir minnka. Niðursaðan: Fyrirtækið þekkt fyrir góða þjónustu og samfélagslega ábyrgð.
 
Hugtakið sjálfbær þróun er skilgreint sem: „Mannleg starfsemi sem fullnægir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum framtíðarkynslóða til að fullnægja sínum þörfum.“ 

Sjálfbær þróun er hugtak sem vísar til þróunar þar sem litið er til lengri tíma og reynt að ná jafnvægi milli efnahagslegra, félagslegra og umhverfislegra þátta.
 
Gleðilegt sjálfbært nýtt ár! 
 
Tenglar:
Fyrirlestur hjá Umherfisstofnun:  Svannurinn - Reynslusaga innkaupaaðila
 
 
 

Er heilbrigðiskerfið að hrynja?

Hlustaði á Silfur Egils í dag eftir 60 mínútna göngu í Lífshlaupinu. Settist fullur af lífskrafti niður og hlustaði á álitsgjafa.  Spurning dagsins hjá Agli var hvort heildbrigðiskerfið væri að molna niður. Benti Egill meðal annars á uppsagnir og neikvæðar fréttir um heilbrigðismál. Hjá sumum álitsgjöfum var eins og heimsendir væri í nánd en aðrir voru bjartsýnni.

Í 40 ár hef ég lesið blöð og fylgst með fréttum. Ég man ekki eftir tímabili í þessa fjóra áratugi án þess að einhverjar neikvæðar fréttir hafi komið frá heilbrigðisgeiranum. Léleg laun, léleg aðstaða og léleg stjórnun. Ávallt hafa verið uppsagnir heilbrigðisstarfsfólks til að ná fram kjarabót.

Ég tók því til minna ráða og leitaði upp nokkrar uppsagnafréttir í gegnum tíðina. Allt hefur þetta endað vel. Sjúkrahúsin hafa bjargað mannslífum á degi hverjum og þjóðin eldist.

Allir eru að taka á sig afleiðingar hrunsins 2008 og það má vera að það sé komið að þolmörkum hjá einhverjum hópum innan heilbrigðisgeirans en heilbrigðiskerfið er ekki að hrynja. Þessi söngur hefur áður heyrst. 

          
Morgunblaðið30.04 2008þegar uppsagnir skurð- og svæfingarhjúkrunarfræðinga taka gildi 1. maí   
DV20.12.2003frestað Uppsagnir starfsmanna á Landspítala     
Fréttablaðið23.11.2002Annríki hefur verið mikið og bæjarfélög á Suðurnesjum hafa verið án læknis að mestu eftir uppsagnir lækna þar.
DV15.04.2002uppsagnir lækna       
Morgunblaðið20.10.2001Uppsagnir sjúkraliða eru mikið áhyggjuefni og því verður að vinna að lausn kjaradeilunnar  
Morgunblaðið03.11 1998Uppsagnir meinatækna á rannsóknarstofum Landspítalans í blóðmeina- og meinefnafræði 
Morgunblaðið20.05.1998Ríkisspítala og hjá Sjúkrahúsi Reykjavíkur, en um 65% þeirra hafa sagt upp starfi  
Tíminn02.02.1993Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður drógu uppsagnir sínar til baka   
Þjóðviljinn26.08.1986Sjúkraþjálfar Uppsagnir framundan Yfirlýsing frá sjúkraþjálfum    
Morgunblaðið19.05.1982uppsagnir lagðar formlega fram      
Tíminn02.10.1976hjúkrunarfræðinga hjá Landakotsspítala og Borgarspítala, en það reyndist ekki unnt. Uppsagnir hjúkrunarfræðinga
Vísir04.04.1966Læknarnir sögðu sem kunnugt er upp í nóvember og desember og áttu uppsagnir þeirra að taka gildi í febrúar og marz

Eins og sjá má, þá tók ég af handahófi 12 fréttir á þessum fjórum áratugum. Alltaf er þetta sama sagan. Heilbrigðisþjónustan snýst nú samt.

En það sem þarf að ráðast í  er að efla forvarnir. Fá fólk til að hreyfa sig. Minnka sykurát þjóðarinnar en sykursýki 2 er tifandi tímasprengja. Einnig er þjóðin yfir kjörþyngd. Þessi flóðbylgja á eftir að kalla á fleiri lækna og meiri kostnað. Því þarf þjóðin að hugsa sinn gang, annars hrynur heilbrigðiskerfið.


Paragvæ hóf vítaspyrnukeppnina

Þegar ég sá Barreto, leikmann Paragvæ ganga að vítapunktinum á Loftus Versfeld Stadium, þá var ég viss um að þeir myndu vinna vítaspyrnukeppnina og komast áfram í 8-liða úrslit í fyrsta skipti.

Einnig áttu þeir það meira skilið m.v. hvernig leikurinn spilaðist.

Mér finnst það lið sem hefur vítaspyrnukeppni vinna oftar, það væri gaman að fá spekinga til að fara í gegnum tölfræðina.

Af hverju, ein skýring er sú að þegar mark kemur úr fyrstu vítaspyrnu þá er meiri pressa á næsta leikmanni.

Spánn fær ekki erfiðan leik í fjórðungsúrslitum spái ég.


mbl.is Paragvæar lögðu Japani í vítaspyrnukeppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mengun

Gekk í vinnuna í kyrra og fallega veðrinu og snjónum í morgun með iPod í eyranu.  Var að kryfja lagið "White As Snow", sem er hugljúft gítar og hljómborðslag frá U2. Það átti vel við á leiðinni upp úr Fossvoginum. Þegar ég kom að gatnamótun Bústaða- og Réttarholtsvegar áttaði ég mig á því hvað dagurinn bæri í vændum. Mengun.

Svifrik sveif yfir götunni og  koltvísýringur frá bílunum fylgdi með. Alla leið niður í lungu.

Hvílík rústun á fallegum degi. Ég passaði mig að draga sem minnst andann þegar ég þrammaði yfir götuna. Mér var hugsað til lagsins sem hljómaði í eyrum mér en boðskapur dagsins var orðinn, "Black As Sand".

 


Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 110
  • Sl. sólarhring: 248
  • Sl. viku: 361
  • Frá upphafi: 232707

Annað

  • Innlit í dag: 97
  • Innlit sl. viku: 321
  • Gestir í dag: 97
  • IP-tölur í dag: 94

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband