Endurskoðað áhættumat - einbreiðar brýr í Ríki Vatnajökuls

Áhættumat frá 24. júní 2018. Öll blikkljós virkuðu en mála má merkið vegur mjókkar á veg, eru víða afmáðar. Framkvæmdir við Hólá og Stigá virðast ganga vel. Sér í veg fyrir nýja brú yfir Hornafjarðarfljót. Áhættumat því óbreytt frá síðustu úttekt.

Í haust verða einbreiðu brýrnar orðnar 18. Vonandi tekst stjórnvöldum að minnka áhættu fyrir ferðamenn með því að útrýma einbreiðum brúm á þjóðveginum. 
Um 2.200 bílar fóru yfir brýrnar þennan dag eða 11 sinnum meiri umferð en markmiðið sem sett var í samgönguáætlun 2011 um að útrýma einbreiðum brúm með umferð meira en 200 bíla á dag.

Umferðin laugardaginn 21. júlí á milli Reykjavíkur og Akureyrar var 2.495 bílar hjá Gauksmýri sem er skammt frá Miðfjarðarbrú. Hjá Kvískerjum fóru á sama tíma 2.283 bílar. Litlu færri. Enn eru 20 einbreiðar brýr á leiðinni á milli Reykjavíkur og Hornafjarðar.
Tökum norðurleiðina til fyrirmyndar. Gerum metnaðarfulla áætlun um útrýmingu einbreiðra brúa á hringveginum.

Áhættumat 2018

Áhættumat óbreytt frá fyrri úttekt. Þó má mála merkið vegur mjókkar á vegi en víða eru merkingar afmáðar vegna mikillar umferðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S Kristján Ingimarsson

20 brýr milli Reykjavíkur og Hornafjarðar, þar af 19 milli Víkur í Mýrdal og Hafnar í Hornafirði sem eru u.þ.b.ein einbreið brú á hverja 15 km. Og svo eru um 10 milli Hornafjarðar og Djúpavogs sem eru u.þ.b. ein á hverja 10 km. Auðvitað er þetta alls ekki til fyrirmyndar.

S Kristján Ingimarsson, 25.7.2018 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 77
  • Frá upphafi: 226330

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 64
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband