Fęrsluflokkur: Samgöngur

Hvķtįrbrś og įętlanir

Langafi minn Siguršur Siguršsson (1883-1962) trésmišur vann aš öllum lķkindum viš byggingu Hvķtįrbrśar įriš 1928. Ķ einkabréfi sem hann skrifar 1948 telur hann upp helstu byggingarverk sem hann hefur komiš aš en hleypur yfir įriš 1928. Ķ myndasafni sem hann įtti er jólakort meš mynd af Hvķtįrbrś.

Hann hefur lęrt af meistaraverkinu viš Hvķtįrbrś og ķ bréfi frį 1935 sem varšveitt er hjį Vegageršinni eru samskipti milli Siguršar snikkara og brśarverkfręšings Vegamįlastjóra til, en žį stóš bygging Kolgrķmubrśar ķ Sušursveit sem hęst. Grķpum nišur ķ Framkvęmdafréttir Vegageršarinnar:

Bréf til Siguršar brśasmišs. Afritiš sem varšveitt er ķ skjalasafni Vegageršarinnar er ekki undirritaš en miklar lķkur eru į aš Įrni Pįlsson brśarverkfręšingur hafi skrifaš žessar lķnur. Žetta er athyglisverš lżsing į vinnubrögšum viš bogabrżr.

29. maķ 1935
Herra verkstjóri Siguršur Siguršsson Hornafirši

Višvķkjandi steypu ķ bogabrśna į Kolgrķmu skal žaš
tekiš fram, aš įšur en aš byrjaš er aš steypa bogann,
skal gengiš aš fullu frį žvķ aš leggja bogajįrnin, - bęši
efri og nešri jįrnin - og binda žau saman meš krękjum
og žverjįrnum ķ samfellt net, sem sżnt er į uppdrętti. Aš
žvķ loknu veršur boginn steyptur og er hér heppilegast aš
steypa bogann ķ fimm köflum, - meš raufum į milli - svo
missig bogagrindar verši sem minnst; veršur til žessa aš
hólfa sundur meš sérstökum uppslętti žvert yfir bogann.

Į mešfylgjandi uppdrętti er sżnt hvar heppilegast er
aš setja žverhólfin og veršur žį fyrst steyptur kafli nr.
1 um bogamišju, sķšan kafli nr. 2 viš įsetur, loks kaflar
nr. 3 į milli įsetu og bogamišju og aš sķšustu er steypt ķ
raufarnar nr. 4.

Eins og žér sjįiš af žessu er hér aš öllu leyti fariš aš,
eins og viš bogana į Hvķtį hjį Ferjukoti.
Samsetning steypunnar ķ boga er aš sjįlfsögšu
1:2:3, en aš öšru leyti skal ķ öllu fylgt žeim góšu
byggingarvenjum er žér hafiš vanist viš brśargeršir.

Viršingarfyllst.

Bréfritari vķsar ķ byggingu bogabrśar yfir Hvķtį ķ Borgarfirši svo lķklega hefur Siguršur komiš žar aš verki sem smišur og bréfritara veriš kunnugt um žaš.
Steypublandan 1:2:3 eru hlutföll sements, sands og malar sem algengust voru viš brśargerš.

Hvķtįrbrś ķ smķšum

 

Brśargerš į Hvķtį hjį Ferjukoti 1928 stendur į bakhliš myndarinnar. Eigandi Siguršur Siguršsson, trésmišur frį Hornafirši.

Ég hef heyrt žaš aš annaš sem hafi verš merkilegt fyrir utan glęsilega hönnun og mikla fegurš brśarinnar er aš verkiš stóšst fjįrhagsįętlun upp į krónu. Ekki voru Microsoft forritin Excel eša Project til žį. Heldur hyggjuvitiš notaš.

Ķ bréfi langafa frį 1948 segir ennfremur:

"1926 Eftirlitsmašur viš Lżšskólabygginguna į Eišum." Og ašeins nešar: "1927 var ég einnig eftirlitsmašur į Hólum ķ Hjaltadal. Einnig voru žar byggš fjįrhśs og hlaša fyrir um 300 fjįr. Ég var svo hygginn aš žessar byggingar fóru ekkert fram śr įętlunum og žvķ ekkert blašamįl śt af žeim. Žess vegna enginn fręgur fyrir aš verja eša sękja žaš mįl žar sem hvorki var žakkaš eša vanžakkaš."

Viš getum lęrt mikiš af žessu verkefnum og verkefnastjórnun fyrir rśmum 90 įrum. Fjįrhagsįętlanir hafa žvķ ķ gegnum tķšina veriš ķ skotlķnu fólks.

Til hamingju meš afmęliš, Hvķtįrbrś.

Póstkort Hvķtįrbrś 1928

Póstkort af Hvķtįrbrś frį 1928

Heimild:

Framkvęmdafréttir Vegageršarinnar, 3. tbl. 2018.  Bls. 6 


mbl.is Bogabrśin yfir Hvķtį 90 įra
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

Siglunes į Baršaströnd

Frį Siglunesi var róiš um aldir og sagt er: Sį sem frį Siglunesi ręr – landi nęr.

Siglunes er śrvöršur Baršastrandar til vesturs og lķfhöfn sjófarenda en śtvöršur ķ austri er Vatnsfjöršur.

Siglunes liggur yst į Baršaströnd viš opinn Breišafjöršinn og andspęnis Snęfellsnesi krżndu samnefndum jökli.

Siglunesiš bżšur upp į fjöruferš, ferš upp til fossa og aš fjįrrétt undir sjįvarbökkum. Siglunesį rennur nišur fjalliš og gengum viš upp meš įnni og geymir hśn fjóra fossa Hęstafoss, Undirgöngufoss, Hįafoss og Hundafoss. Śtsżni mjög gott yfir hluta Baršastrandarinnar.

Sķšan var fariš śt į Ytranes og  svęši žar sem verbśšir voru um aldir. Viš sįum fimm seli og nokkur śrgang, mest frį nśtķma śtgerš.  Dįsamlegt aš ganga berfęttur ķ gylltum heitum sandinum til baka meš stórkostlegt śtsżni śt og yfir Breišafjörš į jökulinn sem logar.

Žegar komiš var aftur aš Siglunesi var komiš aš Naustum, bęr Erlendar Marteinssonar. Austurhlišin hefur lįtiš į sjį en er inn var komiš žį sįst eldavél. Ekki geršu menn miklar kröfur til žęginda. Bęrinn var byggšur 1936 og bjó Erlendur til įrsins 1962. Innvišin ķ bęinn komu śr kaupfélaginu ķ Flatey - žaš leiddi okkur į ašrar slóšir og žęr hvernig alfaraleišir lįgu um Breišafjöršinn. Žetta er hrein endalaus uppspretta heillandi sögu og ummerkja um žaš hvernig fólkiš okkar komst af hér į öldum įšur.

Aš endingu var komiš viš aš gestabók og minnisvarša um sķšust hjónin sem bjuggu aš Siglunesi.

Hśs Erlendar

Aš Naustum, bęr Erlendar Marteinssonar, austurhlišin hefur lįtiš į sjį. Erlendur bjó žarna til įrsins 1962.

Dagsetning: 31. jślķ 2017
Gestabók: Jį

Heimild:
Baršastrandarhreppur göngubók, Elva Björg Einarsdóttir, 2016


Duglegir rķkisstarfsmenn, brśarsmišir į Steinavötnum

Stórt hrós til Vegageršarinnar. Žeir eru duglegir rķkisstarfsmennirnir. Byggšu upp brįšabirgšabrś yfir Steinavötn ķ Sušursveit į mettķma. Magnaš.

Nś žurfa žessir duglegu rķkisstarfsmenn bara aš fį almennilega yfirmenn. Tveir sķšustu yfirmenn žeirra, jaršżtan Jón Gunnarsson og Ólöf Nordal höfšu ekki mikinn įhuga į śrbótum og uppbyggingu innviša. Žaš kom fram ķ fjįrlögum fyrir įriš 2017 aš žaš tęki hįlfa öld įr aš śtrżma einbreišum brśm. Flokkurinn hafnaši aušveldum tekjum og innvišir fśnušu fyrir vikiš. Vegatollar er nżjasta lykiloršiš.

Žaš žarf aš śtrżma einbreišum brśm, svartblettum ķ umferšinni og gera metnašarfulla įętlun. Ķ samgönguįętlun 2011 sagši: "Śtrżma einbreišum brśm į vegum meš yfir 200 bķla į sólarhring".  Ķ sumar voru tęplega 2.500 bķlar į sólarhring į hringveginum ķ Rķki Vatnajökuls, eša 12 sinnum meira.

Ķ bloggi frį aprķl 2016 eru taldar upp ógnir, manngeršar og nįttśrulegar sem snśa aš brśm og įhęttustjórnun. Žaš žarf aš fjarlęga žęr og byggja traustari brżr ķ stašin. Brżr sem žola mikiš įreiti og fara ekki ķ nęstu skśr. Feršažjónustuašilar ķ Skaftafellssżslu töldu aš 50 milljónir hafi tapast į dag viš rof hringvegarins viš Steinavötn. Tjóniš er komiš ķ heila öfluga tvķbreiša brś.

Steinavötn

Mynd af 102 metra langri og 53 įra brśni yfir Steinavötn tekin um pįskana 2016. Žaš er lķtiš vatn ķ įnni og allir stöplar į žurru og ķ standa teinréttir ķ beinni lķnu. 


mbl.is Nżja brśin opnuš
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

Einbreiša brśin yfir Steinavötn fórnarlamb loftslagsbreytinga

Loftslagiš er aš breytast meš fordęmalausum hraša. Śrkoman ķ Rķki Vatnajökuls er afsprengi loftslagsbreytinga.

September hefur skapaš af sér öflugustu hvirfilbili ķ langan tķma į Atlantshafi. Irma, Jose og Marķa eru sköpuš ķ mįnušinum ķ hafinu. Rigningin sem dynur į okkur er erfingi žeirra. Allir žekkja Harvey og Irmu sem geršu įrįsį Texas, Flórida og nįlęgar eyjar nżlega.

Eina jįkvęša viš žetta er aš nįttśran sér annars um aš losa okkur viš žessar einbreišu brżr, ekki gera stórnmįlamenn žaš. Ķ dag eru 20 einbreišar brżr ķ Rķki Vatnajökuls, svartblett ķ umferšinni. Nś verša žęr 19!

Brś yfir Steinavötn var ekki į Samgönguįętlun og svo hefur samgöngurįšherra, Jón Gunnarsson vill lękka skatta ķ kosningaloforšum en setja veggjöld į alla staši. Žaš er ekkert annaš en dulbśin skattheimta sem kemur ósanngjarnt nišur. Rukki Jón 300 fyrir hverja einbreiša brś, žį kostar feršalagiš 5.700 kall ķ aukna skatta.

Bęjaryfirvöld ķ Rķki Vatnajökuls og hagsmunašilar ķ feršažjónustinni hafa ekki veriš nógu beitt viš aš krefjast śrbóta. Enda flestir ķ flokknum. Žeir męttu taka Eyjamenn og Reyknesinga sér til fyrirmyndar.

En hvaš geta Skaftelleingar og fólk į jöršinni gert best gert til aš minnka įhrif loftslagsbreytinga? Ķ rannsókn hjį IPO fyrr į įrinu kom fram: Til žess aš hafa raunveruleg įhrif į loftslagsbreytingar žarf komandi kynslóš aš taka upp bķllausan lķfsstķl, eignast fęrri börn, draga śr flugferšum og leggja meiri įherslu mataręši sem byggir į gręnmeti. Sį sem neytir fyrst og fremst gręnmetisfęšis leggur fjórum sinnum meira af mörkum til minnkunar losunar en sį sem ašeins flokkar og endurvinnur rusl. Žetta eru žęr ašferšir sem skila mestu, bęši žegar horft er til losunar og įhrifa į stefnumörkun.

22096204_10212689127376144_2780405253543625020_o

Ég į myndir af hęttulegustu stöšum landsins.
Brśin yfir Steinavötn er einn af žeim. Nś löskuš og bśiš aš loka henni. Einbreiš 102 m löng, byggš 1964.Loftslagsbreytingar eru orsök śrkomunnar. Öfgar ķ vešri aukast.


mbl.is Bygging brįšabirgšabrśar hefst į morgun
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

Einbreišar brżr ķ Rķki Vatnajökuls - endurskošaš įhęttumat ķ įgśst 2017

Žann 13. įgśst sl. var fariš yfir 21 einbreiša brś ķ Rķki Vatnajökuls, įhęttumat var endurskošaš ķ žrišja sinn. En minnka mį įhęttu meš įhęttustjórnun.

Engar breytingar frį sķšasta mati fyrir hįlfu įri. 
En hrósa mį Vegageršinni fyrir aš:
   - öll blikkljós logušu og ašvaranir sżnilegar
   - 500 metra ašvörunarskilti og mįlašar žrengingar voru sżnileg. 

En engin leišbeinandi hįmarkshraši. 
Morsįrbrś var tekin ķ notkun ķ lok įgśst og žvķ ber aš fagna. Nś eru hęttulegu einbreišu brżrnar 20.

Forvarnir
Ekkert banaslys hefur oršiš į įrinu og ekkert alvarlegt slys.  Įriš 2015 varš banaslys į Hólįrbrś og mįnuši sķšar alvarlegt slys į Stigįrbrś. Sķšan var fariš ķ śrbętur og blikkljósum fjölgaš śr 4 ķ 21.
Forvarnir virka. 

Bķlaumferš hefur rśmlega tvöfaldast frį pįskum 2016. Umferš žį var um 1.000 bķlar į dag en fer ķ 2.300 nśna. Aukning į umferš milli įgśst 2016 og 2017 er 8%.

Į facebook-sķšu verkefnisins er haldiš um nišurstöšur.
https://www.facebook.com/EinbreidarBryr/?ref=aymt_homepage_panel

Haldi ökumašur įfram austur į land, žį eru nokkrar einbreišar brżr og žar vantar blikkljós en umferš er minni. Žaš mį setja blikkljós žar.

Endurskošaš įhęttumat

Įhęttumat sem sżnir einbreišar brżr ķ Rķki Vatnajökuls, 21 alls. 21 of margar!


Sandsheiši (488 m)

Sandsheiši er gömul alfaraleiš į milli Baršastrandar og Raušsands. Gatan liggur upp frį Haukabergsrétt viš noršanveršan Haukabergsvašal um Akurgötu, Hellur, Žverįrdal, Systrabrekkur aš Vatnskleifahorni.

Žar eru vötn og ein tjörnin heitir Įtjįnmannabani en hśn var meinlaus nśna. Nķu manna gönguhópurinn hélt įfram upp į Hvasshól, hęsta punkt og horfši nišur ķ Patreksfjörš og myndašist alveg nżtt sjónarhorn į fjöršinn. Uppalinn Patreksfiršingur ķ hópnum varš uppnuminn af nostalgķu. Nafniš Hvasshóll er mögulega komiš af žvķ aš hvasst getur veriš žarna en annaš nafn er Hvarfshóll en žį hefur Raušasandur horfiš sjónum feršamanna. Žaš var gaman aš horfa yfir fjöršinn hafiš og fjallahringinn og rifja upp örnefni.

Vašall

Žegar horft var til baka af Akurgötu skildi mašur örnefniš vašall betur, svęši fjöru sem flęšir yfir į flóši en hreinsast į fjöru, minnir į óbeislaša jökulį.

Įfram lį leišin frį Hvasshól,um Gljį og nišur ķ Skógardal į Raušasand. Į leiš okkar um dalinn gengum viš fram į Gvendarstein (N:65.28.154 - W:23.55.537), stóran steinn meš mörgum smįum steinum ofanį. Steinninn er kenndur viš Gušmund góša Hólabiskup. Sś blessun fylgir steininum aš leggi menn žrjį steina į hann įšur en lagt er upp ķ för komast žeir heilir į leišarenda um villugjarna heiši. Endaš var viš Móberg į Raušasandi eftir 16 km. göngu. Algengara er aš hefja gönguna žašan.

Gljį

Góšur hluti hįheišinnar er svo til į jafnsléttu, heitir Gljį. Žaš sér ķ Molduxavötn sem bera nafn sitt af stökum grjóthólum eša klettastöpum er nefnast Molduxar. Molduxi žżšir stuttur, žrekvaxinn mašur.

Į leišinni yfir heišina veltu göngumenn fyrir sér hvenęr Sandsheišin hafi veriš gengin fyrst. Skyldi hśn hafa veriš notuš af Geirmundi heljarskinni og mönnum hans ķ verstöšinni į Vestfjöršum? Ekki er leišin teiknuš inn į kort ķ bókinni Leitin aš svarta vķkingnum eftir Bergsvein Birgisson.

Sandsheišin er einstaklega skemmtileg leiš ķ fótspor genginna kynslóša.

Žegar į Raušasand er komiš veršlaunaši gönguhópurinn sig meš veitingum ķ Franska kaffihśsinu en bķlar höfšu veriš ferjašir daginn įšur. Landslagiš į stašnum er einstakt,afmarkast af Stįlfjalli ķ austri og Lįtrabjargi ķ vestri og fyllt upp meš gylltri fjöru śr skeljum hörpudisks.

Sķšan var haldiš aš Sjöundį og rifjašir upp sögulegir atburšir sem geršust fyrir 215 įrum žegar Bjarni Bjarnason og Steinunn Sveinsdóttir myrtu maka sķna.

Aš lokum var heitur Raušasandur genginn į berum fótum og tekiš ķ strandblak.

Dagsetning: 1. Įgśst 2017
Hęš: 488 metrar
Hęš ķ göngubyrjun: 16 metrar viš Haukabergsrétt (N:65.28.833 - W:23.40.083)
Hvasshóll (488 m): (N:65.29.892 - W:23.46.578)
Móberg upphaf/endir (29 m): (N:65.28.194 - W:23.56.276)
Hękkun: 462 metrar
Uppgöngutķmi Hvasshóll: 180 mķn (09:30 - 12:30) 8 km
Heildargöngutķmi: 360 mķnśtur (09:30 - 15:30)
Erfišleikastig: 2 skór
Vegalengd: 16 km
Vešur kl. 12.00: Léttskżjaš, ANA 3 m/s, 12,4 °C
Žįtttakendur: Villiendurnar 9 žįtttakendur
GSM samband: Jį, mjög gott
Gestabók: Nei
Gönguleišalżsing: Vel gróiš land ķ upphafi og enda meš mosavöxnum mel į milli um vel varšaša žjóšleiš

Heimild:
Baršastrandarhreppur göngubók, Elva Björg Einarsdóttir, 2016


Móskaršshnjśkur (807 m)

Eitt markmiš hjį mér er aš ganga į bęjarfjalliš Esjuna aš lįgmarki einu sinni į įri. Ķ įr var haldiš į Móskaršshnjśka en žeir eru įfastir Esjunni. Tekinn var Móskaršshringur frį austri til vesturs į hnjśkana žrjį.

Ašeins austasti hnjśkurinn hét Móskaršshnjśkur, hinir voru nafnlausir, en Móskörš var nafn į hnjśkaröšinni allri. Vķst er aš austasti hnjśkurinn er tignarlegastur, enda afmarkašur af djśpum sköršum į bįša vegu. Žessir hnjśkar eru śr lķparķti og viršist ęvinlega skķna į žį sól vegna žeirra ljósa litar.

Lagt var į Móskaršshnśk frį Skaršsį og haldiš upp Žverfell og stefnan tekin fyrir ofan Blįhnjśk. Žaš var žoka į austustu tindunum en vešurspį lofaši jįkvęšum breytingum. Leišin er stikuš og vel sżnileg göngufólki. Reyndir göngumenn į Móskörš segja aš leišin sé greinilegri į milli įra.

Eftir aš hafa gengiš ķ rśma žrjį kķlómetra į einum og hįlfum tķma, žį var toppi Móskaršshnjśks nįš en skżin feršušust hratt. Į leišinni į toppinn į hnjśknum var stakur dökkur drangur sem gladdi augaš. Žaš var hvasst į toppnum skżin feršušust hratt. 

Śtsżni gott yfir Sušvesturland, mistur yfir höfušborginni. Fellin ķ Mosfellsbę glęsileg, Haukafjöll og Žrķnhnśkar. Vötnin į Mosfellsheiši sįust og hveralykt fannst, lķklega frį Nesjavöllum. Skįlafell, nįgranni ķ austri meš Svķnaskarš sem var žjóšleiš noršur ķ land. Ķ noršri var Trana og Eyjadalur og ķ vestri voru Móskaršsnafnarnir, Laufskörš og Kistufell.

Glęsileg fjallasżn eša eins og Jón Kalmann Stefįnsson skrifar ķ Himnarķki og Helvķti: "Fjöllin eru ekki hluti af landslaginu, žau eru landslagiš."

Haldiš var af toppnum nišur ķ skaršiš og leitaš skjóls og nesti snętt. Sķšan var haldiš į mišhnjśkinn (787 m), sķšan į žann austasta (732 m) og nišur meš Grjįhnjśk (Hrśtsnef).

Žórbergur Žóršarson į skemmtilega lżsingu af lķparķtinu ķ Móskaršshnjśkum sem eru hluti af 1-2 milljón įra gamalli eldstöš (Stardalseldstöšinni) ķ Ofvitanum. En rigningarsumariš 1913 ętlaši hann aš afla sér tekna meš mįlningarvinnu. Žaš var ekkert sólskin į tindunum. Žaš var grjótiš ķ žeim, sem var svona į litinn. Nįšu Móskaršshnjśkar aš blekkja meistarann ķ śrkominni. 

Móskaršshnjśkur

Tignarlegur Móskaršshnjśkur, 807 metrar. Trana (743 m) tranar sér inn į myndina til vinstri og Skįlafell meš Svķnaskarš į milli er til hęgri.

Dagsetning: 25. jślķ 2017
Hęš: 807 metrar
Hęš ķ göngubyrjun: 130 metrar viš Skaršsį
Hękkun: 677 metrar, heildarhękkun 814 metrar
Heildargöngutķmi: 240 mķnśtur (11:00 - 15:00)
Erfišleikastig: 2 skór
Vegalengd: 8 km
Vešur kl. 12.00 Žingvellir: Skżjaš, S 3 m/s, 15,4 °C og 69% raki
Žįtttakendur: Skįl(m), 3 žįtttakendur
GSM samband: Jį, mjög gott
Gönguleišalżsing: Gróiš land og brattar skrišur

Heimildir
Ķslensk fjöll, Gönguleišir į 151 tind, Ari Trausti Gušmundsson og Pétur Žorleifsson
Morgunblašiš, Bęjarfjalliš Esja, Sigrśn Huld Žorgrķmsdóttir, 25. nóvember 2000.


Elon Musk

Elon MuskElon Musk er enginn venjulegur mašur. Fremstur frumkvöšla ķ dag og er aš skapa framtķš sem er ķ anda gullaldar vķsindaskįldskaparins.

Var aš klįra vel skrifaša kilju um forstjóra SpaceX, milljaršamęringinn, frumkvöšulinn, fjįrfestinn, verkfręšinginn og uppfinningamanninn Elon Musk eftir Ashlee Vance.  En nafniš Musk hefur oft heyrst ķ sambandi viš nżsköpun, sjįlfbęrni og frumkvöšlastarfsemi undanfariš.

Ęvi

Elon Musk fęddist ķ Pretorķu ķ Sušur Afrķku 28. jśnķ 1971 og er žvķ 46 įra gamall. Hann įtti erfiša ęsku, lenti ķ einelti og foreldrar hans skildu. Bjó hann hjį föšur sķnum en foreldrar hans og afar og ömmur  voru ęvintżragjarnt fólk.  Hann viršist hafa veriš į einhverfurófi. Elon var einfari og nörd, öfugt viš systkini sķn, hann las mikiš og mundi allt sem hann las. Žegar allar bękur į bókasafninu höfšu veriš lesnar, sérstaklega ęvintżrabękur, sci-fi og teiknimyndasögur fór hann aš lesa Encyclopaedia Britannica alfręšioršabókina.

Forritunarhęfileikar fylgdu ķ vöggugjöf og 10 įra gamall lęrši hann upp į eigin spżtur forritun. Tólf įra gamall skrifaši hann tölvuleikinn Blastar og seldi tölvutķmariti. Hann var nörd!

Žegar hann śtskrifašist śr menntaskóla 18 įra įkvaš hann aš fara til Kanada en móšurętt hans kom žašan. Ašskilnašarstefnan ķ Sušur Afrķku og vandamįl tengd henni geršu landiš ekki spennandi fyrir snilling.

Ķ Kanada vann hann fyrir sér og gekk ķ hįskóla en draumurinn var aš flytja til Bandarķkjanna og upplifa drauminn žar ķ Silicon Valley.  Eftir hįskólanįm ķ Pennsylvaniu hóf hann įriš 1995 doktorsnįm ķ Stanford University ķ Kalifornķu og stofnaši meš bróšur sķnum nżsköpunarfyrirtęki sem vann aš netlausninni Zip2.  Eftir mikla vinnu žį var fyrirtękiš selt til Compaq fyrir gott verš. Var hann žį oršinn milljónamęringur. Žį var rįšist ķ nęsta sprotaverkefni sem var X.com, rafręnn banki sem endaši ķ PayPal. Fyrirtękiš var sķšan selt eBay uppbošsfyrirtękinu og söguhetjan oršinn yngsti milljaršamęringur heims.

Nęsta skref var aš lįta ęskudraum rętast,nżta aušęfin og helga sig geimnum.  Įriš 2002 stofnaši hann geimferšafyrirtękiš SpaceX sem hannar endurnżtanlegar geimflaugar. Markmišiš er aš flytja vörur śt ķ heim og hefja landnįm į reikistjörnunni Mars.  Žegar geimęvintżriš var komiš vel į veg žį stofnaši hann rafbķlafyrirtękiš Tesla sem og markmišiš sjįlfbęrir og sjįlfkeyrandi bķlar. 

Einnig er hann stjórnarformašur ķ SolarCity, rįšgjafarfyrirtęki sem innleišir sjįlfbęrar lausnir fyrir hśseigendur.

Žaš er įhugavert aš sjį hvaš Musk lagši mikiš į sig til aš koma netfyrirtękjum sķnum įfram, stanslaus vinna og uppskeran er rķkuleg.

Musk telur aš lykillinn aš sköpunargįfu sinni hafi komiš frį bókalestri ķ ęsku, sérstaklega teiknimyndasögunum en žar er ķmyndunarafliš óheft.

Stjórnunarstķll

Ķ bókinni er stjórnunarstķll Musk ekki skilgreindur en hann lęrši į hverju nżsköpunarfyrirtęki sem hann stofnaši  og hefur žróaš sinn eigin stjórnunarstķl. En Musk er kröfuharšur og gerir mestar kröfur til sjįlfs sķn. Einnig byggši hann upp öflugt tengslanet fjįrfesta og uppfinningamanna sem hentar vel ķ skapandi umhverfi Silicon Valley.

Ég fann grein į netmišlinum Business Insider um stjórnunarstķl Musk og kallar hann sjįlfur ašferšina nanó-stjórnun. En hśn er skyld ofstjórnun (e. micro-management) žar sem stjórnandi andar stöšugt ofan ķ hįlsmįl starfsfólks og krefur žaš jafnvel um aš bera allt undir sig sem žaš žarf aš gera. Musk segir aš hann sé ennžį meira ofan ķ hįlsmįli starfsfólks! (more hands-on).

Žessi stjórnunarstķll byggist į aš sögn Musk: "I always see what's ... wrong. Would you want that? When I see a car or a rocket or spacecraft, I only see what's wrong."
"I never see what's right," he continued. "It's not a recipe for happiness."

Framtķšarsżn Musk

Er aš endurskilgreina flutninga į jöršinni og ķ geimnum.

Lykilinn aš góšu gengi fyrirtękja Musk er skżr framtķšarsżn. Hjį SpaceX er framtķšarsżnin: Hefja landnįm į reikistjörnunni Mars og hvetur žaš starfsmenn įfram og fyllir eldmóši. Žeir eru aš vinna aš einstöku markmiši. 

Framtķšarsżnin hjį Tesla er sjįlfbęr orka og aš feršast ķ bķl veršur eins og aš fara ķ lyftu. Žś segir honum hvert žś vilt fara og hann kemur žér į įfangastaš į eins öruggan hįtt og hęgt er. 

Musk hefur skżra sżn meš framleišslu rafbķla, sjįlfbęrni ķ samgöngum. Ķ hönnun er Gigafactory verksmišur sem framleiša ližķum rafhlöšur sem knżja mun Tesla bķlana ķ framtķšinni.

Fyrir vikiš hefur Musk nįš aš safna aš sér nördum, fólki sem var afburša snjallt į yngri įrum og meš svipašan sköpunarkraft hann sjįlfur.

Žaš gengur vel hjį fyrirtękjum Musk nśna en žaš hefur gengiš į żmsu. Į žvķ kunnuga įri 2008 uršu fyrirtękin nęstum gjaldžrota.

Ķ nżlegri frétt um SpaceX er sagt frį metįri en nķu geimförum hefur veriš skotiš į loft og Tesla hefur hafiš framleišslu į Model 3 af rafbķlnum og eru į undan įętlun.

Tesla

Einkaleyfi Tesla į uppfinningum tengdum rafbķlunum hafa veriš gefin frjįls. Fyrirtękiš er rekiš af meiri hugsjón en gróšavon.


Einbreišar brżr ķ Rķki Vatnjaökuls - endurskošaš įhęttumat

Undirritašur endurskošaši įhęttumat fyrir einbreišar brżr ķ Rķki Vatnajökuls um sķšustu helgi og greindi umbętur frį įhęttumati sem framkvęmt var fyrir tępu įri sķšan. ķ įgśst 2016 var framkvęmt endurmat og hélst žaš óbreytt. Žingmönnum Sušurkjödęmis, Vegageršinni og fjölmišlum var sent įhęttumaiš įsamt myndum af öllum einbreišum brśm.
   1) Žaš eru komin blikkljós į allar 21 einbreišu brżrnar ķ Rķki Vatnajökuls, blikkljós voru ašeins fjögur fyrir įri sķšan.
   2) Undirmerki undir višvörun: 500 m fjarlęgš aš hęttu. Žetta merki er komiš į allar einbreišar brżr ķ Rķki Vatnajökuls.
   3) Lękkun į hraša į Skeišarįrbrś.

Snjór og hįlkublettir voru į vegi svo ekki sį vel į mįlašar ašvaranir į veg, žrengingar og vegalķnur.

Žaš er mikil framför aš hafa blikkljós, žau sjįst vķša mög vel aš, sérstaklega žegar bein aškoma er aš vegi.
Žvķ breyttist įhęttumatiš į 8 einbreišum brśm.  Sjö fóru śr įhęttuflokknum "Daušagildra" ķ įhęttuflokkinn "Mjög mikil įhętta".
Ein einbreiš brś, Fellsį fór ķ mikil įhętta en blikkljós sést vel.

Hins vegar žarf aš huga aš žvķ aš hafa tvö blikkljós eins og į Jökulsį į Sólheimasandi en öryggi eykst, t.d. ef peran springur eša veršur fyrir hnjaski en fylgjast žarf meš uppitķma blikkljósanna.

Žvķ ber aš fagna aš žessi einfalda breyting sem kostar ekki mikiš hefur skilaš góšum įrangri.  Ekkert alvarlegt slys hefur oršiš sķšan blikkljósin voru sett upp en umferš feršamanna, okkar veršmętasta aušlind, hefur stóraukist og mikiš er um óreynda feršamenn į bķlaleigubķlum į einum hęttulegasta žjóšveg Evrópu.
T.d. var svo mikiš af feršamönnum viš Jökulsįrlón aš bķlastęši viš žjónustuhśs var fullt og bķlum lagt alveg aš veg og žurftu sumir aš leggja į bakkanum vestan meginn og ganga yfir Jökulsįrbrś meš allri žeirri hęttu sem žvķ fylgir.

ROI eša aršsemi fjįrfestingar ķ blikkljósum er stórgott.  Merkilegt aš žaš blikkljósin hafi ekki komiš fyrr.

En til aš Žjóšvegur #1 komist af vįlista, žį žarf aš śtrżma öllum einbreišum brśm.  Žęr eru 21 ķ Rķki Vatnajökuls en 39 alls į hringveginum.

Nś žarf metnašarfulla įętlun um aš śtrżma žeim, komast śr "mjög mikil įhętta" ķ "įsęttanlega įhętta", en kostnašur er įętlašur um 13 milljaršar og hęgt aš setja tvo milljarša į įri ķ verkefniš. Žannig aš einbreišu brżrnar verša horfnar įriš 2025!

Śtbśin hefur veriš sķša į facebook meš myndum og umsög um allar einbreišu brżrnar, 21 alls ķ Rķki Vatnajökuls.
https://www.facebook.com/EinbreidarBryr/

Fleiri mögulegar śrbętur į mešan einbreitt įstand varir:
- Draga śr ökuhraša žegar einbreiš brś er framundan ķ tķma
- Hrašamyndavélar.
- Śtbśa umferšarmerki į ensku
- Fręšsla fyrir erlenda feršamenn
- Virkja markašsfólk ķ feršažjónustu, fį žaš til aš nį athygli erlendu feršamannana į hęttunni įn žess aš hręša žaš
- Nżta SMS smįskilaboš eša samfélagsmišla
- Betra višhald

Įhęttumat 2017 - Einbreišar brżr ķ Rķki Vatnajökuls


Akstur og įfengi
Akstur og įfengi fer ekki saman. Nś fer öll orka ķ svokallaš įfengisfrumvarp. Ķ frétt frį Landlękni į ruv.is kemur ķ ljós aš samfélagslegur kostnašur į įri getiš oršiš 30 milljaršar į įri sverši meingallaš įfengisfrumvarp aš lögum.

Hér er frétt į ruv.is: Samfélagskostnašur yfir 30 milljöršum į įri.
"Rafn [hjį Landlękni] segir aš rannsóknirnar sżni aš kostnašur žjóšarinnar yrši ekki eingöngu heilsufarslegur, heldur lķka einfaldlega efnahagslegur. Hann gęti numiš yfir žrjįtķu milljöršum króna į įri."
En žaš kostar 13 milljarša aš śtrżma einbreišum brśm į žjóšveginum.  Rśmlega tvöfalt meiri kostnašur verši įfengisfrumvarp aš lögum!  

Upp meš skóflurnar og hellum nišur helv... įfengisfrumvarpinu.  Annars mį hrósa žingmönnum Sušurkjördęmis, sżnist hlutfalliš endurspegla žjóšina en um 75% landsmanna eru į móti įfengisfrumvarpinu, svipaš hlutfall og hjį žingmönnum Sušurkjördęmis.


Einbreišar brżr ķ rķki Vatnajökuls - endurskošaš įhęttumat

Fagna mjög nżjustu fréttum frį fjįrlaganefnd um breytta forgangsröš į innvišum landsins og aš einbreišum brśm verši śtrżmt į nęstu įrum.
"Žaš krefjist mikilla samgöngubóta meš fękkun einbreišra brśa svo dęmi sé tekiš." - segir ķ frétt į ruv.is

Žaš žokast ķ umferšaröryggismįlum. Žvķ ber aš fagna.

Ķ vor framkvęmdi undirritašur śttekt į einbreišum brśm ķ Rķki Vatnajökuls, tók myndir og sendi nišurstöšur vķša, m.a. til Innanrķkisrįšuneytisins, fjölmišla og žingmanna.

Undirritašur tók myndir af öllum 21 einbreišum brśm ķ fyrri ferš og einnig ķ ferš ķ sķšust viku.  Nišurstaša, óbreytt įhęttumat!

 • Engar breytingar eru varšandi blikkljós,  ašeins eru fjögur.
 • Lękkašur hįmarkshraši er ašeins į tveim brśm,  Jökulsįrbrś (70-50-30 km) og Hornafjaršarfljóti (50 km).
 • Leišbeinandi hįmarkshraši er hvergi.
 • Upplżsingar til erlendra feršamanna eru ekki sjįanlegar


Eina breytingin sem sjįanleg er aš viš nokkrar brżr hafa yfirboršsmerkingar veriš mįlašar. Lķnur hafa veriš mįlašar og alls stašar eru mįlašar žrengingar, vegur mjókkar, į veg en sś merking er ekki til ķ reglugerš. Spurning um hverju žetta breytir žegar snjór og hįlka sest į vegina ķ vetur.
Nišurstašan er aš įhęttumatiš er óbreytt milli śttekta.

Nś er spurningin til innanrķkisrįšherra, žegar vika er lišin af įgśst: er fjįrmagniš bśiš eša koma fleiri umferšarskilti meš hįmarkshraša eša leišbeinandi hraša ķ įgśst og blikkljós en žau eru stórlega vanmetin?

Endurskošaš įhęttumat

Yfirlit yfir einbreišar brżr ķ Rķki Vatnajökuls, 21 alls og nišurstaša śr endurskošušu įhęttumati.

Vefur sem safnar upplżsingum um einbreišu brżrnar.
https://www.facebook.com/EinbreidarBryr/?ref=aymt_homepage_panel


Nęsta sķša »

Um bloggiš

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Des. 2018
S M Ž M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Myndaalbśm

Nżjustu myndir

 • IMG 4410
 • IMG 4385
 • IMG 4421
 • Á afskekktum stað
 • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

 • Ķ dag (17.12.): 7
 • Sl. sólarhring: 13
 • Sl. viku: 42
 • Frį upphafi: 165646

Annaš

 • Innlit ķ dag: 7
 • Innlit sl. viku: 37
 • Gestir ķ dag: 7
 • IP-tölur ķ dag: 2

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband