Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Lærum snjóruðning af Týrolbúum - Brenner-skarð

Það fyrsta sem þarf að gera er að breyta lögum og leyfa Vegagerðinni og/eða Björgunarsveitum að fjarlægja yfirgefna bíla sem stoppa hreinsunarstarf. Það næsta er að læra af Týrolbúum.

Brenner-skarð - Brenner Pass "Bridge of Europe"

Ég átti leið um Brenner-skarð í júli og þegar ég áttaði mig á mannvirkinu, hraðbrautinni sem er 49,1 km brú þá fannst mér stærstu brúarmannvirki á Íslandi agnarsmá í samanburði. Brenner-skarð er fjallvegur milli Ítalíu og Austurríkis í Ölpunum í gegnum Norður og Suður Týrol.

Á einum stað var farið yfir lítið fjallaþorp í dal einum og tæpir 200 metrar niður. Þá fannst mér Brennerbrúin mikilfengleg. Þar er brúarhandriðið svo hátt uppi að sundlar alla fugla er á setjast.

Framkvæmdir hófust árið 1959 og lauk 1963. Lest gengur einnig yfir skarðið og mannvirkið þekkt fyrir að vera hátt upp án jarðgangna.

Það snjóar í 1.370 metrum. Snjóruðningur er vel þróaður og koma fjórir snjóplógar og taka alla brautina. Þegar þeir koma í næsta svæði, þá taka næstu við og svo koll af kolli.
Getum við eitthvað lært af Týrolbúum við snjóruðning á Reykjanesbraut og Hellisheiði?

Brúin var ekki hönnuð fyrir þungaflutninga sem eru í dag. Ef það verður óhapp og umferð stoppar, þá er löng röð af trukkum sem bíða á brúnni. Það er helsta ógnin í dag,
að brúin hrynji. Því er verið að leggja leið fyrir flutninga- og farþegalestir. Jarðgöngin verða 64 km. Brenner Base Tunnel (BBT) sem opna 2032.

Það þriðja: Þegar upplýsingar um Brenner-skarð eru skoðaðar þá er það fyrsta sem kemur er sektir ef bílar eru ekki á vetrardekkjum eða keðjum. Það eru allt of léttvægar sektir ef fólk er á sumardekkjum í snjóstormi hér á landi.

Brenno

Þrír snjóplógar sem hreinsa hraðbrautina. Þeir skipta hraðbrautinni niður í hólf. Þannig að þessir sjá um hluta af leiðinni.


mbl.is „Hvernig ætlum við að bregðast við“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kláfar á Íslandi

Allir íslensku kláfarnir sem til eru, eru yfir fljót. Engir eru til að ferja ferðamenn upp á fjöll. Íslendingar hafa meira talað um að byggja kláfa heldur en að framkvæma. En áhugaverðar hugmyndir eru á prjónum.
 
Þegar ég heimsótti Dólómíta og Gardavatn í júlí mánuði þá upplifði ég þróað samgöngukerfi með kláfum og voru þeir vel nýttir til að koma ferðamönnum á "erfiða" staði og þroskuð skálamenning tók við. Allt mjög snyrtilegt og mikil fagmennska.
Ég ferðaðist með kláfum til: Mt. Baldo við Gardavatn, hækkun: einn Eyjafjallajökull. Efra Breiðholt Bolzano, hluti af Borgarlínu bæjarins. Seizer Alm hásléttan og um Rósagarðinn í Dólómítunum. Sjá myndir á þræðinum Brýr og kláfar á Íslandi og víðar.
 
Skoðaði þróun á Íslandi. Í fjölmiðlum er fyrst minnst á kláf 1874 yfir vestari Jökulsá í Skagafirði. Næst er hugmynd um kláf á Skálafellsjökli 1990. Síðan upp í Klif í Vestmannaeyjum 1996. Kláfur í Hlíðarfjall 1998 og kláfur upp í Bolafjalli 2006.
Fjórar hugmyndir sem unnið hefur verið með hafa birst sótt um byggingarleyfi. En svo kom heimsfaraldur og allt stopp eða hvað?
2022 - Esjuferja - Hugmyndir lagaðar fram á ný
2021 - Eyrarfjall á Ísafirði - 45 manns í kláf
2017 - Kláfur á topp Hlíðarfjalls - Hlíðarhryggur ehf.
2015 - Esjuferja ehf sótti um að setja upp kláf á Esjuna, tekur 80 manns í ferð. Kostnaður 3 milljarðar þá. Hafnað af Hverfisráði Kjalarness
2014 - Rannsóknir - Vindmælir á Esju 
2012 - Kláfur á Kistufell 2012, draumur
 
Persónulega tel ég að kláfur og fjallahótel á Skálafelli og Hlíðarfjalli gæti gengið því hægt að nýta allt árið. Ísafjörður og Esjan eru erfiðari nema rekstraraðilar eigi ás í erminni. 
 
Fjallaskáli eða fjallahótel þarf að vera á endastöðinni og þá geta ferðamenn notið útsýnis, farið í gönguferðir, gengið, hlaupið, hjólað eða skíðað niður fjallið. Einnig getur áhugafólk um hverskonar svifflug nýtt kláfferjuna. Norðurljósa- og stjörnuskoðun er möguleg og í góðum veitingasal er hægt að halda allskonar veislur á stórbrotnum stað. Hér er komin stórgóð viðbót við ferðaþjónustu.
 
Ég hvet til umræðu um byggingu kláfferja upp á fjöll. Þær hafa umtalsverð umhverfisáhrif og starfsemin sem upp sprettur í kringum samgöngubótina þarf að vera sjálfbær. Virðist vera fyrirstaða hjá yfirvöldum en raflínur eru ofanjarðar og skapa mikla sjónmengun. Kláfferjur eru afturkræfar framkvæmdir. 
Björgunarþyrla þarf að æfa björgun úr kláf því kláfferja getur bilað eða stoppað. Íslenskt stormveður lokar fyrir samgöngur og þoka getur dregið úr ferðaáhuga. Því þarf að gera áætlanir með þetta í huga.
 
Suður-Týrol var eitt fátækasta ríki Evrópu fyrir stríð, svipað og Ísland. Eftir stríð þá breyttist allt. Kláfar voru notaðar þegar verja þurfti fjallaskörð og þegar stríðinu lauk, þá var hægt að nýta þá til að ferja ferðamenn upp á hæstu sléttur og tinda til að skíða eða njóta fegurðarinnar.
Við eigum að geta lært helling af Týról- og Alpabúum.
 
Samgöngukerfi
 
Mynd af samgöngum og gönguleiðum í Rósagarðinum sem er á Heimsminjaskrá UNESCO. Samanstendur af kláfferjum og skíðalyftum.

mbl.is Hugmyndir um ferju á Esjuna lagðar fram á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stríð og Rauði krossinn

Það var áhrifaríkt að sjá hauskúpurnar 2.500 og bein í San Martino beinakapellunni. Þarna eru bein hermannanna sem létu lífið í blóðugu orrustunni við Solferno 24. júní 1859.
Brotin hauskúpa eftir byssukúlu vakti hughrif um unga menn sem áttu drauma en enduðu sem safngripur. Virðing fyrir lífum kom upp í hugann. Stríð í Evrópu. Hefur mannkyninu ekkert farið fram?


Stríðið leiddi til þess að Ítalía sameinaðist í eitt ríki 1861, Rauð krossinn var stofnaður 1863 og Genfarsáttmálinn 1864.


Maður hugsaði til hræðilegs stríðs í Úkraínu og tilgangsleysi mannfórna þar fyrir einhvern hégóma.

"Make Love, Not War" eftir John Lennon og Friðarsúlan hjá Yoko er fallegri boðskapur.

Sagan á bakvið stofnun Rauð krossinn er áhrifarík. Hinn vellauðugi Genfarkaupmaður Jean Henri Dunant ætlaði að ná fundi við Napóleon III, Frakkakeisara. Erindi hans var að fá heimild hjá keisaranum til þess að byggja kornmyllur í Alsír. En í þessu stríði tóku þjóðhöfðingjar sjálfir þátt í stríðnu. Frakkar með Napoleon III og Victor Emanuel III með Sardínu-Piedmont herinn gegn Austurríkis-Ungverjalands mönnum leiddir áfram af keisaranum Francis Joseph.

Rauði krossinn

Henri Dunant kom að blóðvellinum kvöldið eftir hina miklu orrustu við Solferini, þar sem 300 þúsund hermenn höfðu háð grimmilega orrustu og um 40 þúsund manns lágu í valnum. Svona var þá styrjöld! Henri Dunant varð skelfingu lostinn. Í fyrstu vissi hann varla hvert halda skyldi. Hvarvetna ómuðu angistaróp og stunur særðra og deyjandi manna. Dunant gleymir öllu um tilgang ferðarinnar.

Hann fer þegar að líkna særðum og þjáðum með aðstoð sjálfboðaliða og liðsinnir Austurríkismönnum, Frökkum og Ítölum á þrem dögum og gerir ekki upp á milli vina og óvina, - þegar haft er orð á því við hann er svarið: "Við erum allir bræður"

Þessi dagur varð honum örlagaríkur um alla framtíð. Þegar hann kom heim til Genfar tók hann að starfa af kappi fyrir glæsilega, fagra hugsjón: Stofnun alþjóðlegs félagsskapar til hjálpar særðum hermönnum. Henri gaf út bók "Endurminningar frá Solferino". Úr þessu spratt Rauði krossinn og Genfarsáttmálinn.

Genfarsáttmáinn hefur verið margbrotinn í stríði Rússa við Úkraínu og óhuggulegt að heyra fréttir. Nú síðast af árás á fangelsi þar sem stríðsfangar voru í haldi. En Rauði krossinn hefur unnið þarft verk í heimsmálum, ekki bara á stríðstímum.

Jean Henri Dunant varð fyrstur að fá friðarverðlaun Nóbels 1901 ásamt Frakkanum Frédéric Passy.

Safn sem geymir hergögn frá stríðinu er í San Martino og hægt að ganga upp í 64 metra turn og sjá yfir svæðið þar sem hildarleikurinn var háður. Frábært útsýni yfir vel ræktað land, mest vínekrur og í norðri sér til Gardavatns.

Beinakirkjan

Afleiðing stríðs. Áhrifarík sýn.

Heimildir

Morgunblaðið - Solferino 1859 og stofnun Rauða krossins
Rauði krossinn - Henri Dunant (1828-1910)  

 


Landeigendur léleg landkynning

"Reynslan hefir sýnt það og sannað, að atvinnurekstur einstaklinga þolir engan samanburð við ríkisrekstur." - Þórbergur Þórðarson

Landeigendur ekki að standa sig við Seljalandsfoss og léleg landkynning fyrir Ísland.

Var að koma frá Suður-Týrol og ferðaðist um Dólómítana. Það var áberandi hvað allt er snyrtilegt í Suður-Týrol. Ekkert fyrir plokkara að gera.
Svæðið er að stórum hluta á Heimsminjaskrá UNESCO, rétt eins og Vatnajökulsþjóðgarður, Þingvellir og Surtsey.

Greinilegt að íbúar svæðisins eru snyrtilegir og góðir innviðir fyrir úrgangslosun. Virðing fyrir náttúrunni í menningu Suður-Týrol. Hún smitast í ferðamenn. Einstaklingar, fyrirtæki og stjórnvöld geta lært af þeim.


Mikið er af kláfum og fjallaskálum sem þjóna ferðamönnum og gott aðgengi fyrir úrgang og úrgang frá fólki öðru nafni saur. Eplasafinn var afgreiddur í margnota glösum, ekkert plast.

Stór hluti af vandamálinu er umbúðaþjóðfélagið hér á landi. Flest allt umvafið plasti og einnota það má gera miklu betur þar.

Þurfum að hugsa þetta út frá úrgangspíramídanum, forvarnir,  lágmörkun úrgangs, endurnotkun, endurvinnsla, endurnýting og förgun.
 

Selva

Snyrtilegt svæði. Enginn úrgangur fljótandi innan um náttúruperlurnar. Hér sést St. Ulrich Ortisei í 1.226 m. og Selva fyrir ofan. Val Gardena þekk fyrir skíði. Mynt tekin af Seiser Alm hásléttunni í 2.130 metra hæð í 24 stiga hita.

 


mbl.is Harmar upplifun gesta Seljalandsfoss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loftslagsbreytingar: Þróun lausna og bætt nýting auðlinda

Mál nr. S-103/2019

Hagrænir hvatar

Lífsferilsgreiningar sýna að byggingar eiga um þriðjung af heildar kolefnisspori jarðarinnar.

Stjórnarráðið á að setja stefnu um að allar stofnanir verði í vistvæntu vottuðum byggingum fyrir árið 2030. Einnig eiga fyrirtæki og einstaklingar að geta fengið skattaafslátt hafi þau vistvænar vottanir. Hagrænir hvatar eru lykilinn í að breyta  hegðun.  Sveitarfélög geta gefið afslátt af fasteignagjöldum. Hús Náttúrufræðistofnunar í Urriðaholti er ágætis fyrirmynd en hún er í BREEAM vottunarferli. New York með metnaðarfull verkefni. Einnig hefur Kaliforníuríki útfært vistvænar lausnir í byggingum.

Stjórnvöld eiga að nota hagræna hvata á öllum þeim stöðum sem hægt er að koma þeim á til að stuðla að sjálfbærni og hækka álög á alla sóun og mengun.  Stuðla að því að fara inn í hringrásarhagkerfi, úr línulega hagkerfinu með allri sinni sóun.

Kolefnisskattar

Kolefnisspor flugs er 12% af samgöngum og er fyrir utan  mörg losunarkerfi. Íslensk stjórnvöld eiga að vera í fararbroddi og setja kolefnisskatt á allt flug til og frá landinu og nýta fjármagnið í kolefnisjöfnun með gróðursetningu, endurheimt votlendis, landgræðslu og í nýsköpun.  Alls ekki niðurgreiða flug, það er í mótsögn við umhverfisáhrifin.

Vistvænir bílar verði með lágmarks álögur en jarðefnabílar skattaðir í botn. Brennsla á jarðefnaeldsneyti er ekkert annað en glæpur gegn mannkyni.

Kolefnisspor á umbúðir vöru

Fæða á um þriðjung af heildar kolefnissporinu. Matarsóun er mikil í hinum vestræna heimi og einn liður í að sporna við henni er að kolefnisspor matvöru sé reiknuð og gefið upp á umbúðum. Einnig á vörulýsingu og verðmiðum.  Styðja við nýsköpun á framsetningu kolefnisspors.

Kolefnisspor

Einingin er kg CO2/kg.   https://www.oatly.com/se/products/havredryck-deluxe

Fólksfækkun

SkólaverkfallHver einstaklingur skilur eftir sig kolefnisspor og því fleiri einstaklingar því meira álag verður á jörðina. Fæðingarhlutfall íslenskra kvenna er þó jákvætt, 1,7 barn á hverja konu. Yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til þess að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma litið. Tryggja þarf að úrelt hagfræðilíkön sem ganga út á endalausa fólksfjölgun fái ekki að ráða ferðinni.  Fólksfækkun skapar vandamál en fólksfjölgun skapar enn stærra vandamál. Stjórnvöld eiga ekki að hvetja til barneigna með ívilnunum. Taka þarf tillit til umhverfisþátta í hagvexti.

Neyðarástand

Ísland á að lýsa yfir neyðarástandi vegna loftslagsmála tafarlaust.

Ísland á um 0,02% af heildarlosun CO2 og er lítill leikari á sviðinu þó kolefnissporið á einstakling sé með því stærsta í heimi. En takist Íslandi að innleiða djarfar og áhrifaríkar sjálfbærar lausnir sem virka og verði kolefnishlutlaust fyrir 2040 þá verður landið góð fyrirmynd fyrir heimsbyggðina.

Á meðan hiti á jörðinni eykst, jöklar bráðna, höfin súrna og loðnan hverfur þá er þessi umsögn skrifuð.

 

Heimildir:

https://architecture2030.org/buildings_problem_why/

https://www.theguardian.com/us-news/2019/apr/18/new-york-city-buildings-greenhouse-gas-emissions?fbclid=IwAR2VC2VlfeAYfj2l5CFdup9FaiTJtwSrcyuE4izH9aY-JzOtTFlM5VSag28

https://www.nature.com/news/one-third-of-our-greenhouse-gas-emissions-come-from-agriculture-1.11708

https://www.hagstofa.is/utgafur/frettasafn/mannfjoldi/faedingar-2017/


Einbreiðar brýr í ríki Vatnajökuls

Þegar ég heimsótti átthagana um páskana árið 2016 var ég skelkaður vegna mikillar umferðar og hættum sem einbreiðar brýr skapa. Þá voru 21 einbreið brú, svartblettir í umferðinni á leiðinni. Ég ákvað að taka myndir af öllum brúm og senda alþingismönnum Suðurlands ábendingar með áhættumati sem ég framkvæmdi.

Einnig sendi ég umsögn til Umhverfis- og samgöngunefndar vegna Samgönguáætlunar 2015 - 2018. Þar komu fram nokkrar tillögur til úrbóta.  Læt þær fylgja hér:

Úrbætur

  • Draga úr ökuhraða þegar einbreið brú er framundan í tíma
  • Hraðamyndavélar.
  • Blikkljós á allar brýr, aðeins við fjórar brýr og blikkljós verða að virka allt árið.
  • Útbúa umferðarmerki á ensku
  • Fjölga umferðamerkum, kröpp vinstri- og hægri beygja, vegur mjókkar
  • Setja tilmælaskilti um hraða í tíma við einbreiðar brýr og aðra svartbletti, t.d. 70, 50, 30 km hraði.
  • Skoða útfærslu á vegriðum
  • Fræðsla fyrir erlenda ferðamenn
  • Virkja markaðsfólk í ferðaþjónustu, fá það til að ná athygli erlendu ferðamannanna á hættunni án þess að hræða ökumenn
  • Nýta SMS smáskilaboð eða samfélagsmiðla
  • Betra viðhald
  • Bæta göngubrú norðan megin við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi
  • Styrkja þarf brýr, sú veikasta, Steinavötn tekur aðeins 20 tonn

Þegar erlend áhættumöt eru lesin, þá hafa brúarsmiðir mestar áhyggjur af hryðjuverkum á brúm en við Íslendingar höfum mestar áhyggjur af erlendum ferðamönnum á einbreiðum brúm.

Mér finnst gaman að lesa yfir úrbótalistann tæpum þrem árum eftir að hann var gerður og áhugavert að sjá minnst á brúna yfir Steinavötn en hún varð úrskurðuð ónýt um haustið 2017 eftir stórrigningu.

Það virðist vera stemming núna að lækka hámarkshraðann en hraðinn drepur. Vegrið á Núpsvatnabrúnni uppfylla ekki staðla og fræðsla hefur verið fyrir erlenda ferðamenn hjá Samgöngustofu.

Um sumarið 2016 voru gerðar úrbætur. Fjárveiting fékkst og fór nokkrar milljónir í að laga aðgengi að einbreiðum brúm. Blikkljós voru sett við allar einbreiðar brýr í Ríki Vatnajökuls og málaðar þrengingar að brúm en sumar sjást illa í dag.  Umferðamerkjum var fjölgað og merking samræmd.

Við það minnkaði áhættan nokkuð og alvarlegum slys urðu ekki fyrr en á fimmtudaginn er 3 erlendir ferðamenn fórust í hörmulegu slysi á brúnni yfir Núpsvötn.

Það er loks komin áætlun en það var markmið með erindi mínu til Umhverfis- og samgöngunefndar.  Í samgönguáætlun 2019 -2023 er gert ráð fyrir að átta einbreiðar brýr verði eftir á vegkaflanum milli Reykjavíkur og austur fyrir Jökulsárlón í lok árs 2023.

Þá sé í tillögu að samgönguáætlun fram til ársins 2033 áætlað að skipta út sex brúm í viðbót, þannig að í lok þess árs verði tvær einbreiðar brýr eftir á vegkaflanum. Það er annars vegar brúin yfir Núpsvötn og brúin á Jökulsá á Breiðamerkursandi.

Það þarf að setja brúna yfir Núpsvötn í hærri forgang eftir atburði síðustu daga. Uppræta þarf ógnina. Bæta öryggi á íslenskum vegum og þannig fækka slysum.  

Kostaður samfélagsins af umferðarslysum síðustu tíu árin er rúmir fimm hundruð milljarðar króna eða að meðaltali um fimmtíu milljarðar árlega. Á sama tíma hefur Vegagerðin fengið um 144 milljarða króna til nýframkvæmda.  Hér er vitlaust gefið.

En þetta er áætlun á blaði og vonandi heldur hún betur en samningurinn um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar sem getið var í stjórnarsáttmálaunum og ætla Sjálfstæðismenn svíkja það loforð.

Heimildir

Umferðarslys á Íslandi 2017 - Samgöngustofa

Einbreiðar brýr í Ríki Vatnajökuls. Umsögn Sigurpáls Ingibergssonar um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun 2015 - 2018. Mál 638.

Núpsvötn og Lómagnúpur


Ferðin yfir Núpsvötn

Ég hef verið baráttumaður fyrir útrýmingu einbreiðra brúa í Ríki Vatnajökuls. Þann 5. ágúst 2016 fór ég yfir einbreiðu brúna yfir Núpsvötn á leið til vesturs og tók upp myndband sem sett var á facebook baráttusíðuna Einbreiðar brýr.  Myndbandið er 30 sekúndna langt og ekki átti ég von á því að það yrði notað í heimsfréttir þegar það var tekið.

Á fimmtudaginn 27. desember varð hörmulegt slys á brúnni yfir Núpsvötn við Lómagnúp. Þrír erlendir ferðamenn frá Bretlandi létust en fjórir komust lífs af er bifreið þeirra fór yfir handrið og féll niður á sandeyri.

Breskir fjölmiðlar höfðu eðlilega mikinn áhuga á að segja frá slysinu og fundu þeir myndbandið af ferðinni fyrir rúmum tveim árum.  Það hafði að þeirra mati mikið fréttagildi.

Fyrst hafði BBC One samband við undirritaðan um miðjan dag og gaf ég þeim góðfúslega leyfi til að nota myndbandið til að sýna aðstæður á brúnni og til að áhorfendur myndu ekki fá kolranga mynd af innviðum á Íslandi. Minnugur þess er ég var að vinna hjá Jöklaferðum árið 1996 þegar Grímsvatnagosið kom með flóðinu yfir Skeiðarársand þá voru fréttir í erlendum fjölmiðlum mjög ýkar.  Fólk sem hafði verið í ferðum með okkur höfðu þungar áhyggjur af stöðunni.

Síðan bættust Sky News, ITV og danska blaðið BT í hópinn og fengu sama jákvæða svarið frá mér. Innlendi fjölmiðilinn Viljinn.is hafði einnig samband og tók viðtal við undirritaðan.

Miðlarnir hafa bæði lifandi fréttir og setja fréttir á vefsíðu. Hjá BBC One var myndbandið spilað í heild sinni seinnihluta fimmtudagsins með fréttinni og á ITV var bútur úr því í morgunútsendingu.

Ég fylgdi einnig eftir fréttinni og benti fréttamönnunum eða framleiðslustjórum fréttamiðlanna á að það væri áætlun í gangi um úrbætur í samgöngumálum.

Hér er slóð í myndbandið.

ITV

Mynd af fréttavef ITV

Heimildir

BBC One - https://www.bbc.com/news/uk-46703315

Sky News  - https://news.sky.com/story/three-british-tourists-killed-in-iceland-jeep-crash-11592671

ITV - https://www.itv.com/news/2018-12-27/iceland-land-cruiser-crash/

BT - https://www.bt.dk/udland/tragisk-doedsulykke-i-island-ti-maaneder-gammelt-barn-draebt?fbclid=IwAR1aeX4XV3bjksyHyTj1ETdbUbsIGXPv8zr92QOHMqIzmSSZC_u0UBtFYIo

Viljinn.is - https://viljinn.is/frettaveita/varadi-vid-daudagildrum-a-sudurlandi-fyrir-tveimur-arum/


Hvalárvirkjun - eitthvað annað

Takk, takk Tómas,  Ólafur og Dagný fyrir að opna Ísland fyrir okkur á #LifiNatturan. Alltaf kemur Ísland mér á óvart. Stórbrotnar myndir sem sýna ósnortið víðerni sem á eftir að nýtast komandi kynslóðum. Við megum ekki ræna þau tækifærinu.

En hvað skyldu Hvalárvirkjun og hvalaskoðun eiga sameiginlegt?

Mér kemur í hug tímamótamyndir sem ég tók í fyrstu skipulögðu hvalaskoðunarferðunum með Jöklaferðum árið 1993. Þá fóru 150 manns í hvalaskoðunarferðir frá Höfn í Hornafirði.  Á síðasta ári fóru 354.000 manns í hvalaskoðunarferðir. Engan óraði fyrir að þessi grein ætti eftir að vaxa svona hratt.  Hvalaskoðun er ein styrkasta stoðin í ferðaþjónustunni sem heldur hagsæld uppi í dag á Íslandi. Hvalaskoðun fellur undir hugtakið "eitthvað annað" í atvinnusköpun í stað mengandi stóriðu og þungaiðnaði.

Vestfirðingar geta nýtt þetta ósnortna svæði með tignarlegum fossum í Hvalá og  Rjúkanda til að sýna ferðamönnum og er nauðsynlegt að finna þolmörk svæðisins. Umhverfisvæn og sjálfbær ferðaþjónusta getur vaxið þarna rétt eins og hvalaskoðun. Fari fossarnir í ginið á stóriðjunni, þá rænum við komandi kynslóðum arðbæru tækifæri. Það megum við ekki gera fyrir skammtímagróða vatnsgreifa.

Ég ferðaðist um Vestfirði í sumar. Dvaldi í nokkra daga á Barðaströnd og gekk Sandsheiði, heimsótti Lónfell hvar Ísland fékk nafn, Hafnarmúla, Látrabjarg og Siglunes. Það var fámennt á fjöllum og Vestfirðingar eiga mikið inni. Þeir verða einnig að hafa meiri trú á sér og fjórðungnum. Hann býður upp á svo margt "eitthvað annað".

Við viljum unaðsstundir í stað kílóvattstunda.

Hvalaskoðun 1993

Fyrstu myndir sem teknar voru í hvalaskoðun á Íslandi 1993 og birtust í fjölmiðlum. Þá fóru um 150 manns í skipulagðar hvalaskoðunarferðir. Í dag fara 354.000 manns á ári. Það er eitthvað annað.


mbl.is Marga þyrstir í heiðarvötnin blá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Duglegir ríkisstarfsmenn, brúarsmiðir á Steinavötnum

Stórt hrós til Vegagerðarinnar. Þeir eru duglegir ríkisstarfsmennirnir. Byggðu upp bráðabirgðabrú yfir Steinavötn í Suðursveit á mettíma. Magnað.

Nú þurfa þessir duglegu ríkisstarfsmenn bara að fá almennilega yfirmenn. Tveir síðustu yfirmenn þeirra, jarðýtan Jón Gunnarsson og Ólöf Nordal höfðu ekki mikinn áhuga á úrbótum og uppbyggingu innviða. Það kom fram í fjárlögum fyrir árið 2017 að það tæki hálfa öld ár að útrýma einbreiðum brúm. Flokkurinn hafnaði auðveldum tekjum og innviðir fúnuðu fyrir vikið. Vegatollar er nýjasta lykilorðið.

Það þarf að útrýma einbreiðum brúm, svartblettum í umferðinni og gera metnaðarfulla áætlun. Í samgönguáætlun 2011 sagði: "Útrýma einbreiðum brúm á vegum með yfir 200 bíla á sólarhring".  Í sumar voru tæplega 2.500 bílar á sólarhring á hringveginum í Ríki Vatnajökuls, eða 12 sinnum meira.

Í bloggi frá apríl 2016 eru taldar upp ógnir, manngerðar og náttúrulegar sem snúa að brúm og áhættustjórnun. Það þarf að fjarlæga þær og byggja traustari brýr í staðin. Brýr sem þola mikið áreiti og fara ekki í næstu skúr. Ferðaþjónustuaðilar í Skaftafellssýslu töldu að 50 milljónir hafi tapast á dag við rof hringvegarins við Steinavötn. Tjónið er komið í heila öfluga tvíbreiða brú.

Steinavötn

Mynd af 102 metra langri og 53 ára brúni yfir Steinavötn tekin um páskana 2016. Það er lítið vatn í ánni og allir stöplar á þurru og í standa teinréttir í beinni línu. 


mbl.is Nýja brúin opnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einbreiða brúin yfir Steinavötn fórnarlamb loftslagsbreytinga

Loftslagið er að breytast með fordæmalausum hraða. Úrkoman í Ríki Vatnajökuls er afsprengi loftslagsbreytinga.

September hefur skapað af sér öflugustu hvirfilbili í langan tíma á Atlantshafi. Irma, Jose og María eru sköpuð í mánuðinum í hafinu. Rigningin sem dynur á okkur er erfingi þeirra. Allir þekkja Harvey og Irmu sem gerðu árásá Texas, Flórida og nálægar eyjar nýlega.

Eina jákvæða við þetta er að náttúran sér annars um að losa okkur við þessar einbreiðu brýr, ekki gera stórnmálamenn það. Í dag eru 20 einbreiðar brýr í Ríki Vatnajökuls, svartblett í umferðinni. Nú verða þær 19!

Brú yfir Steinavötn var ekki á Samgönguáætlun og svo hefur samgönguráðherra, Jón Gunnarsson vill lækka skatta í kosningaloforðum en setja veggjöld á alla staði. Það er ekkert annað en dulbúin skattheimta sem kemur ósanngjarnt niður. Rukki Jón 300 fyrir hverja einbreiða brú, þá kostar ferðalagið 5.700 kall í aukna skatta.

Bæjaryfirvöld í Ríki Vatnajökuls og hagsmunaðilar í ferðaþjónustinni hafa ekki verið nógu beitt við að krefjast úrbóta. Enda flestir í flokknum. Þeir mættu taka Eyjamenn og Reyknesinga sér til fyrirmyndar.

En hvað geta Skaftelleingar og fólk á jörðinni gert best gert til að minnka áhrif loftslagsbreytinga? Í rannsókn hjá IPO fyrr á árinu kom fram: Til þess að hafa raunveruleg áhrif á loftslagsbreytingar þarf komandi kynslóð að taka upp bíllausan lífsstíl, eignast færri börn, draga úr flugferðum og leggja meiri áherslu mataræði sem byggir á grænmeti. Sá sem neytir fyrst og fremst grænmetisfæðis leggur fjórum sinnum meira af mörkum til minnkunar losunar en sá sem aðeins flokkar og endurvinnur rusl. Þetta eru þær aðferðir sem skila mestu, bæði þegar horft er til losunar og áhrifa á stefnumörkun.

22096204_10212689127376144_2780405253543625020_o

Ég á myndir af hættulegustu stöðum landsins.
Brúin yfir Steinavötn er einn af þeim. Nú löskuð og búið að loka henni. Einbreið 102 m löng, byggð 1964.Loftslagsbreytingar eru orsök úrkomunnar. Öfgar í veðri aukast.


mbl.is Bygging bráðabirgðabrúar hefst á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Feb. 2023
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 68
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband