Norwich City

Þeir fljúga hátt kanarífuglarnir frá Norfolk í Championship-deildinni.Liðið er efst og allar líkur á að liðið spili í Úrvalsdeildinni á næsta ári.

NorwichEkki bjóst ég við þessari stöðu í upphafi tímabils en þá fóru þrír lykilmenn til annarra liða í Úrvalsdeild en hinn klóki stjóri Daniel Farke úr smiðju Dortmund hefur snúið hlutunum liðinu í hag.

Norwich hefur ekki úr digrum sjóðum að spila og hin nægusama Delia Smith stjörnukokkur hefur stjórn á hlutunum rétt eins og í eldhúsinu.

Áður en tímabilið hófst þá seldi Norwich James Maddison til Leicester fyrir 22 milljónir punda sem er félagsmet og hefur hann staðið sig vel. Josh Murpy var seldur til Cardiff City fyrir 11 milljónir. Einnig fór marvörðurinn  Angus Gunn sem var að láni til Southampton. Þrír lykilmenn farnir.

Í staðin fann Farke lekmenn sem voru með lausa samninga en stefnan er að eyða ekki meira en 2 milljónum punda í leikmenn. Finninn Teemu Pukki sem nýlega var kosinn leikmaður Champions-deildarinnar kom á frjálsri sölu frá Bröndby sem og hinn leikreyndi Tim Krul frá Brighton. Kúbaninn með þýska vegabréfið Onel Hernández á kantinum og kom fyrir 1,7 milljónir punda.  Mögnuð skipti og  engin sóun á fjármagni.

Norwich hefur einnig gefið leikmönnum úr  Norwich-akademíunni  tækifæri og má þar nefna Maximillian Aarons, Jamal Lewis og Todd Cantwell sem hafa leikið stórt hlutverk í vetur.

max, farke, pukki

Arons, Farke og Pukki

Lykillinn að árangri liðsins er seigla en margir leikir hafa unnist í lok leiks og hefur Pukki verið laginn við að skora sigurmörk í viðbótartíma. Einnig hefur Farke horft til þýskalands og fundið ódýra og samningslausa leikmenn. Fjórir þýskir leikmenn eru í lykilhlutverkum liðsins.  Norwich er lítið félag þar sem allir skipta máli, leikmenn, stjórn og stuðningsmenn. Vasar ekki djúpir, enginn aðgangur að mengandi olíu.

Eitt leynivopn hefur Fark notað en eftir leik eru leikmenn frystir í frystiklefa. Fara þeir tveir til þrír inn í hjólhýsi og varðir á höndum og fótum. Einnig eru þeir með vörn um höfuðið. Þeir eru inni í kuldanum í 2 til 3 mínútur og koma út aftur. Fara svo aftur inn í kuldann.

Í dag á föstudaginn langa á Norwich leik á Carrow Road við miðvikudagsdrengina í Sheffield og jafnframt er þetta 100 leikur Norwich undir stjórn Farke. Sigur í leiknum mun styrkja stöðuna um sæti í Úrvalsdeild mikið.  Stjóri Wednesday er gömul Norwich hetja, Steve Bruce en hann lék 141 leik á árunum 1984-1987.

Besti árangur Norwich í efstu deild er þriðja sætið á fyrsta tímabili ensku Úrvalsdeildarinnar.  1992-1993. Liðið hefur tvisvar unnið deildarbikarinn 1962 og 1985.

Stuðningsmennirnir á Carrow Road syngja enn baráttusönginn "On the Ball, City" fyrsta og elsta stuðningslag knattspyrnusögunnar.  Norfolk men eru stoltir af framlagi sínu til knattspyrnusögunnar og skammstöfunin #OTBC er algeng í efni frá þeim á samfélagsmiðlum.

Norwich er vinaleg borg sem telur tæplega 300 þúsund manns og þekktasta kennileiti Norwich kastali frá tímum Vilhjálms sigurvegara og er hann að verða þúsund ára gamall.  

Helsti andstæðingur Norwich City er Ipswich Town en staða þeirra er allt önnur, þeir eru lang neðstir í deildinni og fallnir kætir það einhverja stuðningsmenn kanarífuglanna.

Það verður gaman að fylgjast með Norwich í Úrvalsdeildinni á næsta leiktímabili. En liðið hefur hoppað á milli deilda á öldinni,hefur verið of lítið fyrir stóru deildina en of stórt fyrir litlu deildina.

On The Ball City


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Seigla.

2-2 jafntefli. Jöfnunarmark í uppbótartíma

Marco Stieper­mann kom Norwich yfir snemma leiks en Fern­ando For­estieri jafnaði fyr­ir Sheffield-liðið á 33. mín­útu. Steven Fletcher kom gest­un­um í 2:1 á 53. mín­útu en Mario Vr­ancic skoraði jöfn­un­ar­mark Norwich í upp­bót­ar­tíma og þar við sat. 

Sigurpáll Ingibergsson, 19.4.2019 kl. 23:44

2 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Góð grein í The Guardian. 

Patience, scouting and the system: the story behind Norwich’s promotion

https://www.theguardian.com/football/blog/2019/apr/28/patience-scouting-system-norwich-promotion-premier-league

Sigurpáll Ingibergsson, 3.5.2019 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 69
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband