Allt rafmagn í jörð

Hver á sér fegra föðurland?

En það er hægt að skemma fegurðina það með raflínum. Allt rafmagn í jörð. 

Háspennulínur og möstur hafa í eðli sínu mikil sjónræn áhrif á nágrenni sitt og breyta þar með upplifun fólks á viðkomandi svæði. Þar með breytist ásýnd landslagsins og sýn áhorfandans er jafnvel skert.

Rafmagnslínur fara vonandi niður í jörðina eftir þetta fárviðri. Vonandi lærir Landsnet af þessu en vond veður eins og þetta eiga eftir að koma oftar vegna hamfarahlýnunar.

Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK hittir naglann á höfuðið: „Þrátt fyrir að við höfum kannski fengið meiri bilanir hér á árum áður en síðan þá hafa orðið svo miklar breytingar, það er búið að setja stóran hluta dreifikerfisins í jörðu. Við erum komin með 65% að kerfinu hjá okkur í jörð. Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda hvernig það hefði verið ef við hefðum ekki verið búin að því í þessu veðri.“

Ég tek undir með Agnari Þór Magnússyni bónda á Garðshorni í Hörgárdal á vef RUV: „Þessi orð sem eru að falla hjá ráðamönnum, að við landeigendur megum ekki standa í vegi fyrir línulagningu, við höfum allavega ekki á þessu svæði staðið í vegi fyrir því, við bara töluðum um það strax að það færi hér í gegn ef við fengjum jarðstrengi, segir Agnar Þór.

Hér er ósnortið land, myndir teknar úr gönguferðum á hálendi Íslands. Þess raflína slapp í hamaganginum en mikið væri upplifunin fallegri væri jarðstengur sem flytti orku á milli staða.

Hér er mynd af Skjaldbreið og tignarlegu Hlöðufelli, tekin af Síldarmannagötu í september 2011.

Síldarmannagötur

Rafmagnslína birtist eins og steinrunnið tröll á heiðinni, Sultartangalína kallast hún og sér bræðslunni á Grundartanga fyrir orku.

Hér er upphaf gönguferðar á Klakk (999 m) umvafinn Langjökli.

Þórólfsfell

Þórólfsfell (756 m) og Hlöðufell bakvið til hægri. Tröllsleg Sultartungnalína sem liggur fyrir norðan fellið niður í Hvalfjörð. Staur #163

Að lokum hvet ég Landsnet til að verja spennivirki betur. Verkfræðingar þessa lands hljóta að geta fundið góða lausn. Nóg er víst til af peningum.


mbl.is „Allur okkar mannskapur á fullu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eftir áhugann sem ráðamenn þjóðarinnar sýndu við síðasta rafmagnsleysi verður forvitnilegt að sjá hvort þeir vilji borga fyrir jarðstrengi. Fyrst nóg er til af peningum ætti ríkissjóður ekki að þurfa að skera niður einhverstaðar, eða hækka skatta, til að borga fyrir lagningu í jörð. Það getur ekki verið hlutverk fyrirtækis, hlutafélagsins Landsnet, að bera þann kostnað eitt. Enda verðskrá sem Landsneti er gert að fara eftir ekki miðuð við þann kostnað.

Bændur hafa þann rétt að hafna lagningu um lönd sín. Og Landsnet hefur þá skyldu að leggja ekki raflínu nema hún skili eigendunum hagnaði. Orkuveita Reykjavíkur getur til dæmis ekki með nokkru móti afsakað hækkun útsvars Reykvíkinga með tapi á háspennulínu í Skagafirði. Landsnet þarf því aðgang að skattfé eða heimild Orkustofnunar til að hækka verð þar sem óhefðbundnar dýrari lausnir þarf.

Vagn (IP-tala skráð) 14.12.2019 kl. 19:46

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ef 65% af flutningsgetu Rarik er með jarðstrengjum, þá eru þeir nú tæpast mjög "óhefðbundin" lausn.

Þorsteinn Siglaugsson, 14.12.2019 kl. 21:48

3 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Það er ágætis afkoma hjá Landsneti.Það er því svigrúm.  "Hagnaður Landsnets á síðasta ári nam sam­tals 37,1 millj­ón döl­um, eða um 4,3 millj­örðum ís­lenskra króna. Árið áður var hagnaður­inn 28 millj­ón dal­ir. Rekstr­ar­hagnaður fé­lags­ins fyr­ir fjár­magnsliði var 61,1 millj­ón­ir dala, eða um 7,1 millj­arður króna og hækkaði úr 59,3 millj­ón­um dala árið áður."  Mbl.is 15.2.2019

Stjórnvöld eiga að marka þá stefnu líkt og aðrar þjóðir að við nýlagningu og endurnýjun raflína verði jarðstrengir alltaf fyrsti kostur. Loftlínur verði aðeins notaðar þar sem jarðstrengir koma alls ekki til greina eða sem tímabundin úrræði.

Sigurpáll Ingibergsson, 14.12.2019 kl. 22:15

4 Smámynd: Magnús Jónsson

Það er sára lítill munur á því hvort háspenna er lögð í jörð eða loftlínu, hvað endingu varðar, 40 ár er komið 10 ár yfir það sem framleiðandi mælir með, og gildir þá einu hvort er rætt um loftlínur á tréstaurum eða jarðstrengi, opinn spennivirki eru viðkvæm gagnvart seltu og mengun, það er að segja ryki frá til að mynda eldgosum, og svifryki salti og fleiru, en opinn spennuvirki eru mjög ódýr miðað við nánast rándýr lokuð spennivirki, líklega 3 sinnum eða meira, getum má leiða að því að það að skipta upp framleiðslu og dreifingu á raforku hafi veikt dreifikerfið verulega, þó ekki sé dýpra í árina tekið.

Magnús Jónsson, 14.12.2019 kl. 22:55

5 identicon

Rafmagnið sem Landsnet flytur er ekki allt eins. Kostnaður við flutning 33kv í jörð er ekki sá sami og við 220kv. Annað hefur lengi verið sett í jörð en hitt ekki. Annað getur borgað sig þó hitt verði ekki gert nema með tapi.

Það er ágætis afkoma hjá Landsneti. En það kemur málinu ekkert við. Landsnet er fyrirtæki en ekki góðgerðarstofnun, hlutafélag en ekki ríkisstofnun. Góð afkoma fyrirtækja skyldar þau ekki til að fara út í taprekstur. Landsneti ber skylda til að skila hluthöfum ágætis hagnaði.

Eigi stjórnvöld að setja í lög að við nýlagningu og endurnýjun raflína verði jarðstrengir alltaf fyrsti kostur, loftlínur verði aðeins notaðar þar sem jarðstrengir koma alls ekki til greina eða sem tímabundin úrræði, þá þurfa stjórnvöld að gefa Landsneti frelsi til gjaldskrárhækkana, greiða sjálf mismuninn eða sætta sig við það að gamlar línur verði ekki endurnýjaðar og ekki lagðar nýjar raflínur á marga staði.

Vagn (IP-tala skráð) 15.12.2019 kl. 02:57

6 identicon

Og hvernig í ósköpunum á að leggja allar leiðslur í jörð. Ísland er ekki bara moldarjarðvegur á láglendi. Hér eru fjöll og dalir ,ár og lækir og oftar en ekki malar og grjótarjarðvegur þar sem ómögulegt er að plægja niður streng. Það er gaman að koma með hugmyndir en gott ef þær eru raunhæfar. Eigum við að fara að sprengja niður þessar leiðslur með tilheyrandi kostnaði? Er nú ekki betra að leggja peninginn í heilbrigðiskerfið og annað sem er fjársvelt í dag,?

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 15.12.2019 kl. 09:24

7 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Ísland er svo sérstakt. Þoli ekki þau rök.

Jósef Smári: Af hverju var hægt að koma ljósleiðaranum í jörðina á Íslandi?

Öll sveitafélög á Íslandi eru tengd ljósleiðara, það síðasta var Borgarfjörður Eystri í síðasta mánuði.

Ítreka, loftlínur verði aðeins notaðar þar sem jarðstrengir koma alls ekki til greina eða sem tímabundið úrræði.

Sigurpáll Ingibergsson, 15.12.2019 kl. 10:31

8 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Áhættumat og rekstrarsamfella (BCP) ekki nógu góð hjá fyrirtækjum á Íslandi. Væri fróðlegt að sjá það hjá RARIK og Landsneti og hvernig það spilar inn í kerfisáætlun. Það kemur vel fram í óveðrinu í síðustu viku.

Ekkert varaafl við sjúkrahús. Ofmat á aðstæðum og fólk ekki farið að átta sig á afleiðingum hamfarahlýnunar.

Sigurpáll Ingibergsson, 15.12.2019 kl. 11:28

9 identicon

Það er að sjálfsögðu ekki það sama. Rafmagnið kemur frá virkjunum sem eru lengst upp á hálendi. Símalínurnar og ljósleiðararnir ekki. Þú þarft að fara yfir fjöll og firnindi með raflínurnar.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 15.12.2019 kl. 14:44

10 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Megnið af öllum leiðslum er auðveldlega hægt að leggja í jörð. Klappir þarf að sprengja hvort sem gerðar eru loftlínur eða jarðstrengir, og fyrst hægt er að leggja ljósleiðarann í jörð er ekkert síður hægt að leggja rafmagnið í jörð.

Það er auk þess enginn eðlismunur á jarðvegi á hálendi og láglendi, svo það eru engin rök að vísa til þess.

Það er svolítið erfitt að skilja þessa andstöðu sumra við lagningu jarðstrengja. Finnst þeim háspennumöstur kannski bara svona flott? Er það málið? Ef svo er, þá eru þeir í miklum minnihluta. Bændur hafa fæstir áhuga á að hafa háspennumöstur í túngarðinum hjá sér, bæði vegna þess að þeim finnst þau ljót, eins og flestu normal fólki, og vegna þess að þeir vita að þau rýra verðgildi jarðanna (aftur: af því að flestu normal fólki finnst þau ljót)

Þorsteinn Siglaugsson, 15.12.2019 kl. 21:01

11 Smámynd: Borgþór Jónsson

Sigurpáll,það var reyndar Mjóifjörður Eystri og jafnhliða ljósleiðaranum lögðum við rafstreng.
Afköstin í þesu geta verið frá 3 Km á dag á Suðurlandsundirlendinu niður í 0,2 í fjallendi á Austfjörðum.
Það er því ekki sama jarðstrengur og jarðstrengur.
Það er þegar búið að leggja flesta auðveldu og ódýru strengina.

Munurinn á að leggja ljósleiðara og háspennustreng er kröfurnar um dýpi.
Ljósleiðari getur verið á litlu dýpi og oftast hægt að grynnka á sér þegar koma klappir,nema þær standi uppúr,eða jafnvel að krækja fyrir þær..
Háspennustrengur þarf alltaf að fara niður á 90 cm dýpi hvað sem á gengur og það er mikilvægt að fara sem stystu leið með hann.
Það þarf því á löngum köflum að brjóta rás í bergið til að ná lágmarks dýpt. Þetta er afar tímafrekt og dýrt.
Í fjallendinu á Aust og Vestfjörðum og víðar þarf oft að moka vegi í fjallshlíðarnar til að koma strengnum niður og í mörgum tilfellum að loka þeim aftur.

Það er því alveg út í hött að bera þetta saman við strenglagnir niður í Evrópu þar sem allt er slétt og ekki steinn nema á hundrað KM fresti.

Ég er að sjálfsögðu ekki að leggjast gegn því að rafmagn sé lagt í jörð,enda vinn ég við þetta annað slagið og ég sé hvað þetta eykur öryggi notendana.
'Eg er bara að segja að þetta er ekkert sem verður gert snöggvast og þetta er langt frá því að vera ódýrt á Íslandi.

Ég hef stundum séð afar sérkennilega útreikninga í þessu sambandi.

Borgþór Jónsson, 15.12.2019 kl. 21:14

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Um 80 prósent tveggja milljóna ferðafólks, sem koma til Íslands árlega, setja ósnortna og einstæða náttúru efst á blað þegar það er spurt um hvað það telji sig helst vera að kaupa með Íslandsferðinni. 

Í sömu könnun var spurt, hvaða fyrirbæri flestum fannst mest truflandi, og nefndu langflestir háspennulínur. 

Samt eru háspennulínur út af fyrir sig ekki þau mannvirki, sem valda mestum óafturkræfum umhverfisspjöllum, en háspennulína er samt augljósasta táknið um hreina iðnvæðingu í augum þessa fólks. 

Og það er ekki komið til Íslands til að horfa á háspennulínur. Þetta virðist alveg hulið þeim ráðherra sem talar með fyrirlitningu um fólk, sem aldrei kemur á þau svæði þar sem háspennulínur eru. 

Ómar Ragnarsson, 15.12.2019 kl. 22:54

13 identicon

"en háspennulínur er samt augljósasta táknið um hreina iðnvæðingu í augum þessa fólks" Já mikil er firringin orðin þegar iðnaður er talin hin mesta skömm.  Ómar er ekki þörf á iðnaði eða á hann kannski bara að vera annarstaðar?

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 16.12.2019 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 27
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 104
  • Frá upphafi: 226364

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 91
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband