Einbreiđar brýr í ríki Vatnajökuls

Ţegar ég heimsótti átthagana um páskana áriđ 2016 var ég skelkađur vegna mikillar umferđar og hćttum sem einbreiđar brýr skapa. Ţá voru 21 einbreiđ brú, svartblettir í umferđinni á leiđinni. Ég ákvađ ađ taka myndir af öllum brúm og senda alţingismönnum Suđurlands ábendingar međ áhćttumati sem ég framkvćmdi.

Einnig sendi ég umsögn til Umhverfis- og samgöngunefndar vegna Samgönguáćtlunar 2015 - 2018. Ţar komu fram nokkrar tillögur til úrbóta.  Lćt ţćr fylgja hér:

Úrbćtur

 • Draga úr ökuhrađa ţegar einbreiđ brú er framundan í tíma
 • Hrađamyndavélar.
 • Blikkljós á allar brýr, ađeins viđ fjórar brýr og blikkljós verđa ađ virka allt áriđ.
 • Útbúa umferđarmerki á ensku
 • Fjölga umferđamerkum, kröpp vinstri- og hćgri beygja, vegur mjókkar
 • Setja tilmćlaskilti um hrađa í tíma viđ einbreiđar brýr og ađra svartbletti, t.d. 70, 50, 30 km hrađi.
 • Skođa útfćrslu á vegriđum
 • Frćđsla fyrir erlenda ferđamenn
 • Virkja markađsfólk í ferđaţjónustu, fá ţađ til ađ ná athygli erlendu ferđamannanna á hćttunni án ţess ađ hrćđa ökumenn
 • Nýta SMS smáskilabođ eđa samfélagsmiđla
 • Betra viđhald
 • Bćta göngubrú norđan megin viđ Jökulsárlón á Breiđamerkursandi
 • Styrkja ţarf brýr, sú veikasta, Steinavötn tekur ađeins 20 tonn

Ţegar erlend áhćttumöt eru lesin, ţá hafa brúarsmiđir mestar áhyggjur af hryđjuverkum á brúm en viđ Íslendingar höfum mestar áhyggjur af erlendum ferđamönnum á einbreiđum brúm.

Mér finnst gaman ađ lesa yfir úrbótalistann tćpum ţrem árum eftir ađ hann var gerđur og áhugavert ađ sjá minnst á brúna yfir Steinavötn en hún varđ úrskurđuđ ónýt um haustiđ 2017 eftir stórrigningu.

Ţađ virđist vera stemming núna ađ lćkka hámarkshrađann en hrađinn drepur. Vegriđ á Núpsvatnabrúnni uppfylla ekki stađla og frćđsla hefur veriđ fyrir erlenda ferđamenn hjá Samgöngustofu.

Um sumariđ 2016 voru gerđar úrbćtur. Fjárveiting fékkst og fór nokkrar milljónir í ađ laga ađgengi ađ einbreiđum brúm. Blikkljós voru sett viđ allar einbreiđar brýr í Ríki Vatnajökuls og málađar ţrengingar ađ brúm en sumar sjást illa í dag.  Umferđamerkjum var fjölgađ og merking samrćmd.

Viđ ţađ minnkađi áhćttan nokkuđ og alvarlegum slys urđu ekki fyrr en á fimmtudaginn er 3 erlendir ferđamenn fórust í hörmulegu slysi á brúnni yfir Núpsvötn.

Ţađ er loks komin áćtlun en ţađ var markmiđ međ erindi mínu til Umhverfis- og samgöngunefndar.  Í samgönguáćtlun 2019 -2023 er gert ráđ fyrir ađ átta einbreiđar brýr verđi eftir á vegkaflanum milli Reykjavíkur og austur fyrir Jökulsárlón í lok árs 2023.

Ţá sé í tillögu ađ samgönguáćtlun fram til ársins 2033 áćtlađ ađ skipta út sex brúm í viđbót, ţannig ađ í lok ţess árs verđi tvćr einbreiđar brýr eftir á vegkaflanum. Ţađ er annars vegar brúin yfir Núpsvötn og brúin á Jökulsá á Breiđamerkursandi.

Ţađ ţarf ađ setja brúna yfir Núpsvötn í hćrri forgang eftir atburđi síđustu daga. Upprćta ţarf ógnina. Bćta öryggi á íslenskum vegum og ţannig fćkka slysum.  

Kostađur samfélagsins af umferđarslysum síđustu tíu árin er rúmir fimm hundruđ milljarđar króna eđa ađ međaltali um fimmtíu milljarđar árlega. Á sama tíma hefur Vegagerđin fengiđ um 144 milljarđa króna til nýframkvćmda.  Hér er vitlaust gefiđ.

En ţetta er áćtlun á blađi og vonandi heldur hún betur en samningurinn um heildarendurskođun stjórnarskrárinnar sem getiđ var í stjórnarsáttmálaunum og ćtla Sjálfstćđismenn svíkja ţađ loforđ.

Heimildir

Umferđarslys á Íslandi 2017 - Samgöngustofa

Einbreiđar brýr í Ríki Vatnajökuls. Umsögn Sigurpáls Ingibergssonar um tillögu til ţingsályktunar um samgönguáćtlun 2015 - 2018. Mál 638.

Núpsvötn og Lómagnúpur


Ferđin yfir Núpsvötn

Ég hef veriđ baráttumađur fyrir útrýmingu einbreiđra brúa í Ríki Vatnajökuls. Ţann 5. ágúst 2016 fór ég yfir einbreiđu brúna yfir Núpsvötn á leiđ til vesturs og tók upp myndband sem sett var á facebook baráttusíđuna Einbreiđar brýr.  Myndbandiđ er 30 sekúndna langt og ekki átti ég von á ţví ađ ţađ yrđi notađ í heimsfréttir ţegar ţađ var tekiđ.

Á fimmtudaginn 27. desember varđ hörmulegt slys á brúnni yfir Núpsvötn viđ Lómagnúp. Ţrír erlendir ferđamenn frá Bretlandi létust en fjórir komust lífs af er bifreiđ ţeirra fór yfir handriđ og féll niđur á sandeyri.

Breskir fjölmiđlar höfđu eđlilega mikinn áhuga á ađ segja frá slysinu og fundu ţeir myndbandiđ af ferđinni fyrir rúmum tveim árum.  Ţađ hafđi ađ ţeirra mati mikiđ fréttagildi.

Fyrst hafđi BBC One samband viđ undirritađan um miđjan dag og gaf ég ţeim góđfúslega leyfi til ađ nota myndbandiđ til ađ sýna ađstćđur á brúnni og til ađ áhorfendur myndu ekki fá kolranga mynd af innviđum á Íslandi. Minnugur ţess er ég var ađ vinna hjá Jöklaferđum áriđ 1996 ţegar Grímsvatnagosiđ kom međ flóđinu yfir Skeiđarársand ţá voru fréttir í erlendum fjölmiđlum mjög ýkar.  Fólk sem hafđi veriđ í ferđum međ okkur höfđu ţungar áhyggjur af stöđunni.

Síđan bćttust Sky News, ITV og danska blađiđ BT í hópinn og fengu sama jákvćđa svariđ frá mér. Innlendi fjölmiđilinn Viljinn.is hafđi einnig samband og tók viđtal viđ undirritađan.

Miđlarnir hafa bćđi lifandi fréttir og setja fréttir á vefsíđu. Hjá BBC One var myndbandiđ spilađ í heild sinni seinnihluta fimmtudagsins međ fréttinni og á ITV var bútur úr ţví í morgunútsendingu.

Ég fylgdi einnig eftir fréttinni og benti fréttamönnunum eđa framleiđslustjórum fréttamiđlanna á ađ ţađ vćri áćtlun í gangi um úrbćtur í samgöngumálum.

Hér er slóđ í myndbandiđ.

ITV

Mynd af fréttavef ITV

Heimildir

BBC One - https://www.bbc.com/news/uk-46703315

Sky News  - https://news.sky.com/story/three-british-tourists-killed-in-iceland-jeep-crash-11592671

ITV - https://www.itv.com/news/2018-12-27/iceland-land-cruiser-crash/

BT - https://www.bt.dk/udland/tragisk-doedsulykke-i-island-ti-maaneder-gammelt-barn-draebt?fbclid=IwAR1aeX4XV3bjksyHyTj1ETdbUbsIGXPv8zr92QOHMqIzmSSZC_u0UBtFYIo

Viljinn.is - https://viljinn.is/frettaveita/varadi-vid-daudagildrum-a-sudurlandi-fyrir-tveimur-arum/


Hvítárbrú og áćtlanir

Langafi minn Sigurđur Sigurđsson (1883-1962) trésmiđur vann ađ öllum líkindum viđ byggingu Hvítárbrúar áriđ 1928. Í einkabréfi sem hann skrifar 1948 telur hann upp helstu byggingarverk sem hann hefur komiđ ađ en hleypur yfir áriđ 1928. Í myndasafni sem hann átti er jólakort međ mynd af Hvítárbrú.

Hann hefur lćrt af meistaraverkinu viđ Hvítárbrú og í bréfi frá 1935 sem varđveitt er hjá Vegagerđinni eru samskipti milli Sigurđar snikkara og brúarverkfrćđings Vegamálastjóra til, en ţá stóđ bygging Kolgrímubrúar í Suđursveit sem hćst. Grípum niđur í Framkvćmdafréttir Vegagerđarinnar:

Bréf til Sigurđar brúasmiđs. Afritiđ sem varđveitt er í skjalasafni Vegagerđarinnar er ekki undirritađ en miklar líkur eru á ađ Árni Pálsson brúarverkfrćđingur hafi skrifađ ţessar línur. Ţetta er athyglisverđ lýsing á vinnubrögđum viđ bogabrýr.

29. maí 1935
Herra verkstjóri Sigurđur Sigurđsson Hornafirđi

Viđvíkjandi steypu í bogabrúna á Kolgrímu skal ţađ
tekiđ fram, ađ áđur en ađ byrjađ er ađ steypa bogann,
skal gengiđ ađ fullu frá ţví ađ leggja bogajárnin, - bćđi
efri og neđri járnin - og binda ţau saman međ krćkjum
og ţverjárnum í samfellt net, sem sýnt er á uppdrćtti. Ađ
ţví loknu verđur boginn steyptur og er hér heppilegast ađ
steypa bogann í fimm köflum, - međ raufum á milli - svo
missig bogagrindar verđi sem minnst; verđur til ţessa ađ
hólfa sundur međ sérstökum uppslćtti ţvert yfir bogann.

Á međfylgjandi uppdrćtti er sýnt hvar heppilegast er
ađ setja ţverhólfin og verđur ţá fyrst steyptur kafli nr.
1 um bogamiđju, síđan kafli nr. 2 viđ ásetur, loks kaflar
nr. 3 á milli ásetu og bogamiđju og ađ síđustu er steypt í
raufarnar nr. 4.

Eins og ţér sjáiđ af ţessu er hér ađ öllu leyti fariđ ađ,
eins og viđ bogana á Hvítá hjá Ferjukoti.
Samsetning steypunnar í boga er ađ sjálfsögđu
1:2:3, en ađ öđru leyti skal í öllu fylgt ţeim góđu
byggingarvenjum er ţér hafiđ vanist viđ brúargerđir.

Virđingarfyllst.

Bréfritari vísar í byggingu bogabrúar yfir Hvítá í Borgarfirđi svo líklega hefur Sigurđur komiđ ţar ađ verki sem smiđur og bréfritara veriđ kunnugt um ţađ.
Steypublandan 1:2:3 eru hlutföll sements, sands og malar sem algengust voru viđ brúargerđ.

Hvítárbrú í smíđum

 

Brúargerđ á Hvítá hjá Ferjukoti 1928 stendur á bakhliđ myndarinnar. Eigandi Sigurđur Sigurđsson, trésmiđur frá Hornafirđi.

Ég hef heyrt ţađ ađ annađ sem hafi verđ merkilegt fyrir utan glćsilega hönnun og mikla fegurđ brúarinnar er ađ verkiđ stóđst fjárhagsáćtlun upp á krónu. Ekki voru Microsoft forritin Excel eđa Project til ţá. Heldur hyggjuvitiđ notađ.

Í bréfi langafa frá 1948 segir ennfremur:

"1926 Eftirlitsmađur viđ Lýđskólabygginguna á Eiđum." Og ađeins neđar: "1927 var ég einnig eftirlitsmađur á Hólum í Hjaltadal. Einnig voru ţar byggđ fjárhús og hlađa fyrir um 300 fjár. Ég var svo hygginn ađ ţessar byggingar fóru ekkert fram úr áćtlunum og ţví ekkert blađamál út af ţeim. Ţess vegna enginn frćgur fyrir ađ verja eđa sćkja ţađ mál ţar sem hvorki var ţakkađ eđa vanţakkađ."

Viđ getum lćrt mikiđ af ţessu verkefnum og verkefnastjórnun fyrir rúmum 90 árum. Fjárhagsáćtlanir hafa ţví í gegnum tíđina veriđ í skotlínu fólks.

Til hamingju međ afmćliđ, Hvítárbrú.

Póstkort Hvítárbrú 1928

Póstkort af Hvítárbrú frá 1928

Heimild:

Framkvćmdafréttir Vegagerđarinnar, 3. tbl. 2018.  Bls. 6 


mbl.is Bogabrúin yfir Hvítá 90 ára
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Litli-Meitill (467 m) og Stóri-Meitill (521 m)

Meitillinn var stórt fiskvinnslufyrirtćki í Ţorlákshöfn en endađi í hagrćđingu kvótakerfisins. Fyrirtćkiđ átti tvo togara, kennda viđ biskupana Ţorlák og Jón Vídalín. Til er veitingastađur í bćnum sem heitir Meitillinn veitingahús. Meitlarnir tveir, Stóri og Litli hafa ţví mikil ítök í sjálfsmynd sveitarfélagsins Ölfus.

Ţađ var fallegur haustdagur ţegar gengiđ var á Meitlana viđ Ţrengslaveg. Valin var skemmtileg leiđ sem hófst sunnan viđ Meitilstagl og ţađan gengiđ á Litla-Meitil. Á leiđinni upp tagliđ sáum viđ í Eldborgarhrauni fólk sem var viđ myndatöku.  Eftir áreynslulausa göngu, 2 km á rúmum klukkutíma, var komiđ á topp Litla-Meitils og sá ţá vel yfir Ölfusiđ. Nćst okkur í norđri var stóri bróđir og sást í gíginn fallega. Í vestri voru Krossfjöll, Geitafell, Litla-Sandfell, Heiđin há, Bláfjöll međ sínum fjallgarđi. Skálafell í Hellisheiđi bar af í austri. Nćr sáust Stóra-Sandfell og Eldborgir tvćr sem hrauniđ er kennt viđ sem rann fyrir 2.000 árum.

Meitlarnir eru úr móbergi og hefur smá minni ekki náđ upp úr jökulskildinum en sá stćrri hefur náđ í gegn enda skilur hann eftir sig fallegan gíg, leyndarmál sem er um 500 metrar á lengd og 350 metrar á breidd.

Nćst var ađ ganga á Stóra-Meitil og ţá tapađist hćđ en fariđ var um Stórahvamm, landiđ milli Meitla, eftir mosavöxnu hrauni. Ţađ er skylda göngumanna ađ ganga kringum gíginn og best ađ halda áfram réttsćlis.  Tilvaliđ ađ taka nestisstopp í miđjum gígnum.  Af gígbarminum  sér vel í sundurtćtt Lambafell og Hveradali međ sín fjöll og virkjun. Stakihnúkur sést vel úr gígopinu en margir sem ganga bara á Stóra-Meitil fara á hann í leiđinni. En hann mun vera erfiđur viđureignar.

Ţegar könnun á gígnum var lokiđ var haldiđ til baka og fariđ niđur gróiđ gil til austur í Stórahvammi og gengiđ milli Eldborgarhrauns og fjallsins. Ţegar viđ nálguđumst upphafsstađ, ţá sáum viđ kvikmyndafólkiđ í hrauninu og fyrirsćtur. Ţađ er krefjandi vinna ađ vera í ţessum bransa. Líklega var verđ ađ taka upp auglýsingu fyrir útivistarframleiđandann 66° Norđur. Ekki fékk ég bođ um hlutverk en skelin sem ég var í ber ţeirra merki.

Á leiđinni er trjálundur sem Einar Ólafsson fjallamađur rćktađi og vekja grenitrén eftirtekt út af ţví ađ ekki sést í nein tré á löngu svćđi, hér er ríki mosans.

Fari fólk vestan megin Litla-Meitils í Meitlistaglinu er áhugaverđur bergfláki, Votaberg en ţar seytlar vant niđur bergveggina.  Hrafnaklettur er norđar.

Litli-Meitill  tindur

Toppur Litla-Meitils

Dagsetning: 30. september 2018
Hćđ: 521 metrar
Hćđ í göngubyrjun: 211 metrar viđ Meitlistagl (N:63.57.730  - W:21.26.963)

Litli Meitill (467 m): (N:63.58.544 – W:21.26.261)
Stóri Meitill (521 m): (N:64.00.024 - W:21.25.940)
Hćkkun: 310 metrar
Uppgöngutími Stóri Meitill: 100 mín (09:00 - 12:00) 5,0 km
Heildargöngutími: 300 mínútur (09:00 - 14:00)
Erfiđleikastig: 2 skór
Vegalengd: 11,1 km
Veđur kl. 11.00 - Hellisheiđi: Skýjađ, SV 2 m/s, 2,0 °C, raki 82%   nćturfrost
Ţátttakendur: Fjallkonur 7 ţátttakendur 
GSM samband: Já
Gestabók: Nei
Gönguleiđalýsing: Ganga í mosavöxnu landslagi.  Greiđfćrir melar og gróđi land neđantil. Auđvelt uppgöngu og áhugaverđ náttúrusmíđ.

Facebook-status: Endalaust ţakklát fyrir ađ geta ţetta, takk fyrir Meitla-gönguna elsku fjallafélagar đŸ˜˜Báđir toppađir í yndislegu veđri og haustlitum

 

Heimild:

Íslensk fjöll. Gönguleiđir á 151 tind.


Geitafell (509 m)

Geitafell er 509 metrar á hćđ og klćtt fallegri mosakápu. Ţađ er vestan Ţrengslavegar. Felliđ stendur stakt og á góđum degi er afar víđsýnt af ţví. Ţađ var bjart í norđri ţegar lagt var í gönguna en blikur á lofti í suđurátt.

Geitafell er móbergsstapi og hefur myndast viđ gos undir jökli, en gosiđ hefur ekki náđ upp úr ísaldarjöklinum. Misgengi liggur eftir endilöngu fellinu frá suđvestri til norđausturs. Austurhlutinn hefur sigiđ nokkuđ og sést ţađ vel á loftmyndum.

Geitafellin eru fjögur víđa um landiđ skv. Kortabók Íslands og hafa forfeđur okkar fundiđ geitur eđa haft geitur á beit í fellunum. En geitarstofninn á Íslandi er í útrýmingarhćttu en fjöllin hverfa ekki. Og ţó. Mikiđ malarnám er í Lambafelli og sótt hart ađ efni úr norđur og suđurátt.

Gengiđ frá malarnáminu í Litla-Sandfell yfir Ţúfnavelli ađ rótum Geitafells en ţar er vegvísir. Eftir hálftíma göngu er komiđ ađ honum og um 200 metra brött hćkkun tekur viđ. Eftir ţađ er létt hćkkun ađ Landmćlingavörđu á hćsta punkti.

Ţegar á toppinn var komiđ var skolliđ á mikiđ óveđur, úrkoma og rok úr austri, ţví var snúiđ strax til baka og leitađ ađ skjóli fyrir nestispásu.  Ţađ munađi mikiđ á 50 metra lćkkun en veđriđ lagađist mikiđ ţegar neđar dró.

Útsýni á góđum degi er gott yfir Ölfusiđ og hraunin í kring. Bláfjöll, Heiđin há í vestri. Laskađ Lambafell eftir malarnám, Meitlarnir tveir, Litla-Sandfell, Ingólfsfjall, Skálafell, Krossfjöll og Hekla.  Ţorlákshöfn sást í ţokumóđunni og var draugaleg ađ sjá. Ölfusá og Flói voru áberandi í landslaginu.

Hćgt er ađ halda áfram í suđur niđur af fjallinu og lengist gangan ţá í 12-13 km.  Einnig er hćgt ađ ganga hringinn í kringum Geitafelliđ og tekur sú ganga um 4 klst. og er 11,5 km löng.

Ţegar göngu var lokiđ viđ Litla-Sandfell sáum viđ mikiđ af forhlöđum, plasthylkjum frá haglskotum en greinilegt ađ ţarna er skotsvćđi Ölfusinga. Mikil sjónmengun og vont ađ sjá. Plastmengun í plastlausum september var áfall og skemmdi upplifunina.  Bćjaryfirvöld í Ölfusi eiga ađ hreinsa svćđiđ fyrir fyrsta snjó vetrarins.

Geitafell

Geitafell í Ölfusi klćtt fallegri mosakápu. Ganga ţarf um 2 km yfir grasi gróna velli ađ rótum fellsins.

Dagsetning: 15. september 2018
Hćđ: 509 metrar
Hćđ í göngubyrjun: 225 metrar viđ Litla-Sandfell (N:63.57.368  - W:21.28.243)

Vegamót: 247 m viđ Geitafell (N:63.57.368 – W:21.30.516)
Geitafell (509 m): Landmćlingavarđa (N:63.56.365 - W:21.31.516)
Hćkkun: 284 metrar
Uppgöngutími Geitafell: 100 mín (08:40 - 10:20) 4,0 km
Heildargöngutími: 200 mínútur (08:40 - 12:00)
Erfiđleikastig: 2 skór
Vegalengd: 8,8 km
Veđur kl. 10.00 - Hellsheiđ: Alskýjađ, A 6 m/s, 4,0 °C, raki 94%
Ţátttakendur: Fjallkonur 5 ţátttakendur, 2 hundar. 
GSM samband: Já
Gestabók: Nei
Gönguleiđalýsing: Ganga í mosavöxnu landslagi. Auđvelt uppgöngu og hentar vel fyrir byrjendur í fjallamennsku.

 

Heimildir

Íslensk fjöll. Gönguleiđir á 151 tind.
Kortabók Ísland


Arcade Fire og Ísbúđ Vesturbćjar

Ţađ voru stórmagnađir og orkumiklir tónleikar hjá kanadísku indí rokkbandinu Arcade Fire í Nýju Laugardalshöllinni á ţriđjudagskvöldiđ.  Um 4.300 gestir mćttu og upplifđu kraftinn á AB-svćđi. Stórmerkilegt ađ ekki skyldi vera uppselt en ţarna eru tónlistarmenn í ţungavigt á ferđ.

Mikil umrćđa hefur veriđ um sölu og svćđaskiptingu á tónleikunum en ég var einn af ţeim rúmlega fjögur ţúsund manns sem keypti miđa í A-svćđi. Ţví kom ţađ mér á óvart ţegar gengiđ var inn í salinn ađ enginn svćđaskipting var.  Ég var ekki ađ svekkja mig á ţví ađ hafa  ekki keypt B-miđa. Hugsađi til ferđalaga í flugvélum eđa strćtó, ţar ferđast menn á misjöfnum gjöldum en sitja svo saman í einni kös. Ég skil vel ákvörđunartöku tónleikahaldara um AB-svćđi, sérstaklega ef ţetta hafa veriđ 79 miđar.

Ég kynntist Arcade Fire góđćrisáriđ 2007 en ţá gaf sveitin út diskinn Neon Bible og var ţađ eini diskurinn sem ég keypti ţađ áriđ. Var hann víđa talinn einn besti gripur ársins af álistgjöfum í tónlist. Ég get tekiđ undir ţađ og hlustađi mikiđ á hann í iPod-inum mínum.  Síđan hef ég lítiđ fylgst međ sveitinni og missti af ţrem síđustu plötum sveitarinnar, The Suburbs, Reflektor og Everyting Now.

Arcade Fire

Sviđsframkoman var stórbrotin og fagmannleg. Fyrst hittust međlimir á réttum tíma fyrir framan sviđiđ, tóku hópknús eins og íţróttaliđ gera og fóru í gegnum áhorfendaskarann og gáfu fimmur. Margir símar sáust á lofti. Síđan hófst tónlistarveislan međ titillaginu Everything Now. Lagiđ er undir ABBA-áhrifum í byrjun, ţađ fór rólega af stađ en svo bćttust öll möguleg hljóđfćri sem leikiđ var á af gleđi og innlifun og krafturinn varđ hrikalegur. Tónninn var sleginn!  

Söngvarinn stćđilegi og stofnandi sveitarinnar Win Butler fór fyrir liđinu og steig á stokk í rauđu skónum sínum og reif gítar hátt á loft. Ekki  ósvipađ og kyndilberi á Ólympíuleikum sem er ađ fara ađ tendra eldinn. Bróđir hans William Butler fór hamförum á sviđinu og var gaman ađ fylgjast međ honum. Hann hoppađi á milli hljóđfćra, spilađi á hljómborđ, barđi á trommu og spilađi á gítar og stóđ upp á hljómborđum. Hann ferđađist kófsveittur um sviđiđ eins og api en kom ávallt inn á réttum stöđum. Magnađ. 

Alls voru níu liđsmenn Arcade Fire á sviđinu sem ţakiđ var hljóđfćrum. Mörg hljómborđ og hljóđgervlar voru og tvö trommusett. Skiptust ţeir reglulega á ađ spila á hljóđfćri af innlifun og minntu mig á Ljótu hálfvitana frá Húsavík.

Krafturinn og hljómurinn var mikill í byrjun og fjögur fyrstu lögin spiluđ í einum rykk á háu tempói. Ađdáendur tóku vel viđ enda ţekktir slagarar. Svo kom ţakkarrćđan um Ísland og hrósađi hann Björk mikiđ. Hún hafđi mikil áhrif á bandiđ.

Sviđiđ og ljósin komu vel út í Höllinni og mynduđu stórbrotna umgjörđ um tónleikana og gaman ađ bera saman ţegar vinalega upphitunarhljómsveitin Kiriyama Family spilađi raftónlist fyrr um kvöldiđ. En ţá voru ljós og myndrćn framsetning ekki notuđ. Tónleikagestir voru hrifnir og dönsuđu, sungu og klöppuđu taktfast í hitanum og svitanum.

Ég komst ađ ţví ađ vera illa lesin ţví síđari hluti tónleikanna var međ nýjum lögum og ţekkti ég ţau ekki en fólkiđ í salnum tók vel undir. Ég hef síđustu daga veriđ ađ hlusta á lög af skífunni Everyting Now og líkar ţau betur og betur. Margar laglínur hljóma nú fallega í hausnum á mér. Einna helst hefur enduruppgötvun mín á lögum Electric Blue og Sprawl II (Mountains Beyond Mountains) sem Régine Chassagne söng vaxiđ mjög en ég tengdi ekki viđ ţau ţegar hún flutti ţau á sviđinu. Eina lagiđ sem ég saknađi var Intervention.

Ţetta var skemmtilegt kvöld og gaf manni mikinn eldmóđ fyrir veturinn.

Win Butler

Daginn eftir tónleikana átti ég leiđ í Ísbúđ Vesturbćjar í Vesturbćnum og var ţá ekki stórsöngvarinn í Arcade Fire, Win Butler staddur ţar og ađ kaupa sér bragđaref. Hann var klćddur í gallajakka merktum NOW-tónleikaferđinni.  Ţađ var töluverđur fjöldi krakka ađ versla  sér ís og létu ţau hinn heimsfrćga tónlistarmann algjörlega í friđi. Kurteist fólk, Íslendingar. Líklegast er ađ ţau hafi ekki vitađ af ţví hver ţetta var en landi hans Justin Bieber hefđi ekki fengiđ ađ vera í friđi. Svona er kynslóđabiliđ í tónlistinni.


mbl.is Enginn gestur leiđ fyrir ákvörđunina
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Endurskođađ áhćttumat - einbreiđar brýr í Ríki Vatnajökuls

Áhćttumat frá 24. júní 2018. Öll blikkljós virkuđu en mála má merkiđ vegur mjókkar á veg, eru víđa afmáđar. Framkvćmdir viđ Hólá og Stigá virđast ganga vel. Sér í veg fyrir nýja brú yfir Hornafjarđarfljót. Áhćttumat ţví óbreytt frá síđustu úttekt.

Í haust verđa einbreiđu brýrnar orđnar 18. Vonandi tekst stjórnvöldum ađ minnka áhćttu fyrir ferđamenn međ ţví ađ útrýma einbreiđum brúm á ţjóđveginum. 
Um 2.200 bílar fóru yfir brýrnar ţennan dag eđa 11 sinnum meiri umferđ en markmiđiđ sem sett var í samgönguáćtlun 2011 um ađ útrýma einbreiđum brúm međ umferđ meira en 200 bíla á dag.

Umferđin laugardaginn 21. júlí á milli Reykjavíkur og Akureyrar var 2.495 bílar hjá Gauksmýri sem er skammt frá Miđfjarđarbrú. Hjá Kvískerjum fóru á sama tíma 2.283 bílar. Litlu fćrri. Enn eru 20 einbreiđar brýr á leiđinni á milli Reykjavíkur og Hornafjarđar.
Tökum norđurleiđina til fyrirmyndar. Gerum metnađarfulla áćtlun um útrýmingu einbreiđra brúa á hringveginum.

Áhćttumat 2018

Áhćttumat óbreytt frá fyrri úttekt. Ţó má mála merkiđ vegur mjókkar á vegi en víđa eru merkingar afmáđar vegna mikillar umferđar.


Nelson Mandela tírćđur

Fyrir rúmlega áratug fór ég á árlegan bókamarkađ í Perlunni. Ţar voru ţúsundir bókatitla til sölu. Ég vafrađi um svćđiđ og fann grćnleita bók sem bar af öllum. Hún kostađi ađeins fimmhundruđ krónur. Ţetta var eina bókin sem ég keypti ţađ áriđ.  Hún hét Leiđin til frelsis, sjálfsćvisaga Nelson Mandela.

NelsonMandelaFjölvi gaf út bókina áriđ 1996 og er ágćtlega ţýdd af Jóni Ţ. Ţór og Elínu Guđmundsóttur. Bókin hafđi góđ áhrif á mig. Hún sýndi stórbrotinn mann í nýju ljósi.

Thembumađurinn Rolihlahla sem fćddist fyrir öld er síđar nefndur Nelson á fyrsta skóladegi var bráđvel gefinn drengur.  Nafniđ Rolihlahla merkir á máli Xhosa "sá sem dregur trjástofn", en í daglegu máli er ţađ notađ yfir ţá, sem valda vandrćđum.  Nelson Mandela átti eftir ađ valda hvíta meirihlutanum í S-Afríku miklum vandrćđum í baráttunni viđ ađskilnađarstefnuna, Apartheid.

Ţegar Nelson var 38 ára var bannfćringu létt af léttvigtarmanninum. Hann fór í frí til átthaganna. Ţar er áhrifamikil frásögn. 

"Ţegar kom framhjá Humansdorp varđ skógurinn ţéttari og í fyrsta skipti á ćvinni sá ég fíla og bavíana. Stór bavíani fór yfir veginn fyrir framan mig og ég stöđvađi bílinn. Hann stóđ og starđi á mig, eins og hann vćri leynilögreglumađur úr sérdeildinni. Ţađ var grátbroslegt ađ ég, Afríkumađurinn, var ađ sjá ţá Afríku, sem lýst er í sögum, í fyrsta sinn. Ţetta fallega land, hugsađi ég, allt utan seilingar, í eigu hinna hvítu og forbođiđ svörtum. Ţađ var jafn óhugsandi ađ ég gćti búiđ í ţessu fallega hérađi og ađ ég gćti bođiđ mig fram til ţings."

Mćli međ ađ fólk lesi sem mest um Nelson Mandela í dag og nćstu daga. Ţađ er mannbćtandi.

Ţađ er einnig vert ađ bera saman gildi Mandela og danska ţingforsetan Piu Kjćrs­ga­ard sem ávarpađi Alţingi á ţessum sögulega degi, aldarafmćli Mandela og full­veld­is­ins. Mannúđ eđa rasismi. Hvort velja menn.

Ţetta voru mjög vel heppnuđ bókarkaup.   Blessuđ sé minning, Rolihlahla Mandela.


Hornafjarđarmanni - Íslandsmót

Íslandsmót í Hornafjarđarmanna verđur haldiđ síđasta vetrardag í Breiđfirđingabúđ. Keppt hefur veriđ um titilinn frá árinu 1998 og hefur Albert Eymundsson veriđ guđfađir keppninnar. Nú tekur Skaftfellingafélagiđ í Reykjavík viđ keflinu.

HumarManniŢađ er mikill félagsauđur í Hornafjarđarmanna. Hann tengir saman kynslóđir en Hornafjarđarmanninn hefur lengi veriđ spilađur eystra og breiđst ţađan út um landiđ, međal annars međ sjómönnum og ţví hefur nafniđ fest viđ spiliđ.

Taliđ er ađ séra Eiríkur Helgason í Bjarnanesi (1892-1954) hafi veriđ höfundur ţess afbrigđis af manna sem nefnt hefur veriđ Hornafjarđarmanni.

Til eru nokkur afbrigđi af Manna, hefđbundinn manni, Trjámanni, Laugarvatnsmanni og Hornafjarđarmanni og sker sá síđastnefndi sig úr ţegar dregiđ er um hvađ spilađ verđur. En mögulegir samningar eru sex talsins:  nóló, grand, hjarta, spađi, tígull og lauf.

Spilareglurnar eru einfaldar og lćrist spiliđ mjög fljótt. Ţađ er hentugt keppnisform fyrir mismunandi fjölda spilara. Fyrst er forkeppni og eftir hana er útsláttarkeppni.  Eftir stendur einn sigurvegari, sá sem fćr flest prik. Hornafjarđarmanni er samt sem áđur meira leikur en keppni.

Albert Eymundsson endurvakti Hornarfjarđarmanna til vegs og virđingar ţegar Hornafjörđur hélt upp á 100 ára afmćli bćjarins 1997 og hefur síđan veriđ keppt um Hornafjarđarmeistara-, Íslandsmeistara- og Heimsmeistaratitil árlega.  

Síđasta vetrardag, 18. apríl, verđur haldiđ Íslandsmeistaramót í Hornafjarđarmanna og eru allir velkomnir. Spilađ verđur í Breiđfirđingabúđ, Faxafeni 14 og hefst keppnin kl. 20.00. Góđir vinningar. Ađgangseyrir kr. 1.000, innifaliđ kaffi og kruđerí, ţar á međal flatkökur međ reyktum Hornafjarđarsilungi.

Sigurvegarinn fćr sértakan farandverđlaunagrip sem Kristbjörg Guđmundsdóttir hannađi og hýsir í ár.


Refurinn ***

Refurinn eftir Sólveigu Pálsdóttur er fjórđa saga höfundar.  Sögusviđ bókarinnar er í Höfn í Hornafirđi og Lóninu.  Ţetta er ţví áhugaverđ bók fyrir Hornfirđinga og nćrsveitarmenn.

Höfundur hefur kynnt sér umhverfiđ ágćtlega. Ýmsum raunverulegum hlutum er fléttađ inn í söguna. Flugvöllurinn, Kaffihorniđ, herstöđin á Stokksnesi og landsmálablađiđ Eystrahorn koma viđ sögu. Einnig  Hafnarbraut,  Náttúrustígurinn og í lokin einbreiđa brúin yfir Hornafjarđarfljót.

Einangrun en meginţemađ.  Einangrun bćjarins Bröttuskriđur austast í Lóni nálćgt Hvalnesskriđum. Einangrun söguhetjunnar vegna ólíks menningarlćsis og einangrun löggunnar Guđgeirs.

Hafnarbúar koma vel út, eru hjálpsamir, sérstaklega flugafgreiđslumađurinn enda líta innfćddir Hornfirđingar á ferđaţjónustuna sem ţjónustu en ekki iđnađ.

En söguhetjurnar eru ekki fullkomnar frekar en annađ fólk. Söguhetjan Sajee er frá Sri Lanka og skilur íslenskt talmál bćrilega en er međ lélegan lesskilning.  Hún kemur fljúgandi til Hornfjarđar og átti ađ hefja vinnu viđ snyrtistofu Hornafjarđar en ţađ var blekking. Hjálpsamur hóteleigandi finnur rćstingarvinnu fyrir hana á Bröttuskriđum undir hrikalegu Eystrahorni í nábýli viđ álfa og huldufólk. Ţar búa mćđgin sem eru einöngruđ og sérkennileg. Sajee leiđist vistin og vill fara en er haldiđ fanginni. Engin saknar hennar ţví hún á ekki sterkt bakland á Íslandi.

Fyrrverandi lögregluţjónn sem vinnur hjá Öryggisţjónustu Hornafjarđar fćr ţó áhuga á afdrifum erlendu konunnar og hefur eigin rannsókn. Ţá hefst óvćnt flétta sem kom á óvart en bókarhöfundur hafđi laumađ nokkrum upplýsingum fyrr í sögunni.  Ţađ er ţví gaman ađ sjá hvernig kapallinn gengur upp.

Ágćtis krimmi međ #metoo bođskap, saga sem batnar ţegar á bókina líđur.

Refurinn 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tenglar:

Salka bókaútgáfa: https://cdn.shopify.com/s/files/1/1090/3582/products/Refurinn_web_1024x1024.jpg?v=1509525051

Kiljan: 

http://www.ruv.is/sarpurinn/klippa/solveig-palsdottir-segir-fra-bok-sinni-refurinn

Skáld.is: 

https://www.skald.is/single-post/2017/10/27/Hva%C3%B0-getur-gerst-%C3%BEegar-%C3%B6rv%C3%A6nting-og-%C3%B3tti-tekur-v%C3%B6ldin---Vi%C3%B0tal-vi%C3%B0-S%C3%B3lveigu-P%C3%A1lsd%C3%B3ttur


Nćsta síđa »

Um bloggiđ

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Jan. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

 • IMG 4410
 • IMG 4385
 • IMG 4421
 • Á afskekktum stað
 • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (19.1.): 2
 • Sl. sólarhring: 9
 • Sl. viku: 92
 • Frá upphafi: 167023

Annađ

 • Innlit í dag: 2
 • Innlit sl. viku: 84
 • Gestir í dag: 2
 • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband