Grímannsfell (484 m)

“Átakalítil fjallganga á bungumyndađ, lúiđ fjall”, skrifar Ari Trausti í bókinni  Íslensk fjöll, gönguleiđir á 151 tind.  Ísaldarjöklar hafa bariđ á fjallinu en ţađ var ofsaveđur er upp á fjalliđ var komiđ og spurning um hvort fjalliđ eđa göngumađur var lúnari.

Um tilvist Grimmansfells er um ţađ ađ segja ađ ţađ ásamt öđrum fellum í nágrenninu leifar af hinu forna Esjufjalllendi sem ísaldarjöklar hafa ekki alveg náđ ađ jafna út. Er ţađ ţví nokkuđ komiđ til ára sinna.

Rétt áđur en komiđ er ađ hinum sögufrćga Gljúfrasteini var beygt af leiđ, inn Helgadal. Ţar er mikil hestamenning. Einnig skógrćkt, refarćkt og gróđurhús. Ţá blasir hiđ umfangsmikla Grímannsfell viđ. Ţađ eru til nokkrar útgáfur af nafninu, Grímannsfell, Grímarsfell, eđa Grimmannsfell.  Nafniđ er fornt, eflaust hćgt ađ fćra rök fyrir ţví ađ ţađ sé frá Landnámsöld.

Lagt var af stađ úr Helgadal í Mosfellsbć í myrkri međ höfuđljós og legghlífar. Gengiđ upp vestan viđ Hádegisklett og ţađan upp brattar brekkur á Flatafell. Nćst gengiđ í hring um Katlagil. Síđan var Hjálmur heimsóttur, en ţar var rauđ viđvörun og komiđ niđur í Torfdal og endađ í Helgadal. Ţađ blés vel á toppum enda eykst vindur međ hćđ.

Líklegt hefur veriđ taliđ ađ nafniđ Torfdalur sé til komiđ vegna torfristu og/eđa mótekju fyrrum.

Ţegar ofar dró í felliđ, jókst vindur. Mikill vindstrengur blés frá austri og fagnađi mađur hverju aukakílói. Viđ náđum hćđinn fljótt en hćgt var ađ finna logn. 

Gangan á Grímmannsfelli minnti mig mjög á göngu á Akrafjall. Veđur var svipađ og tvćr fjallbungur sem klofna í tvennt fyrir miđju ţar sem á rennur um gil sem endar í fögru gljúfri.

Útsýni er ágćtt yfir Ţingvallahringinn en mest ber á Mosfellsheiđi og  Borgarhólum sem fóđruđu heiđina af hrauni. Hengillinn er góđur nágranni og Stóra Kóngsfell áberandi í Bláfjallaklasanum.

Eftir matarstopp međ sýn yfir Mosfellsheiđi var áhlaup gert á lágan klettabunka sem kallast Hjálmur í miklum vindi. Ţegar á Hjálminn var komiđ blés vel á göngumenn og tók lítil varđa á móti okkur. Fagnađ var í stutta stund og lagt af stađ eftir merktri leiđ niđur Torfdal og gengiđ ţađan í Helgadal.

Grímannsfell

Fagnađ Hjálmi á Grímmannsfelli í 35 m/s. Úlfarsfell og höfuđborgin í bak.

Dagsetning: 13. desember 2020
Stórhóll hćsti punktur: 484 metrar
Hćđ í göngubyrjun: Viđ hestagerđi Helgadal, 150 m (N:64.10.355- V:21.35.605)
Hćkkun göngufólks: 300 metrar, uppsöfnuđ hćkkun: 462 m
Uppgöngutími: 140 mín (09:10 - 11:30)
Heildargöngutími: 250 mín (09:10 - 13:20)
Erfiđleikastig: 1 skór
Flatafell: 385 m (N:64.10.093 - V:21.33.260)
Hjálmur: 450 m (N:64.09.262 - V:21.33.599)
Vegalengd: 10 km
Veđur-Bústađavegur: 7 gráđu hiti, léttskýjađ, kaldi 8 m/s af austan
Ţátttakendur: Fjallkonur, 7 manns
GSM samband: Já

Gönguleiđalýsing: Létt og ţćgileg hringleiđ, stutt frá borginni sem minnir á Akrafjall međ nokkrum möguleikum á útfćrslu uppgöngu.

Facebook-stađa: Dásamleg ferđ í morgunmyrkrinu á Grímmannsfell. Ţiđ eruđ besta jólagjöfin.

Heimild:
Íslensk fjöll: Gönguleiđir á 151 tind eftir Ara Trausta og Pétur Ţorleifsson


Ásfjall (127 m) í Hafnarfirđi

Sumir kalla Ásfjall lćgsta fjall landsins en útsýniđ leynir á sér. Ásfjall fyrir ofan Hafnarfjörđ og er í raun vel gróin grágrýtishćđ. Ástjörn er fyrir neđan og kemur nafniđ af bćnum Ási sem stóđ undir fjallinu. Efst á fjallinu er vel hlađin varđa, Dagmálavarđan og var leiđarmerki á fiskimiđ. Útsýnisskífa er stutt frá vörđunni. Menjar eftir hersetu eru einnig á fjallinu.

Gangan hófst hjá Íţróttamiđstöđ Hauka eftir göngustíg í kringum Ástjörn. Gengiđ var í norđur. Síđan var stefnan tekin á mitt fjalliđ, varđan og hringsjáin heimsótt og stefnt  suđur Ásfjallsöxlina í Hádegisskarđ og niđur ađ Ástjörn. Léttari ganga er ađ stefna á norđuröxlina og ganga yfir fjalliđ lágvaxna. Nýtt hverfi er ađ rísa sunnan viđ fjalliđ og eina sem vantar er trjágróđur.

Útsýni er gott yfir höfuđborgarsvćđiđ og ný hverfi sem eru ađ byggjast upp viđ fjallsrćturnar, Skarđshlíđ kallast ţađ og dregur eflaust nafn af Hádegisskađi.  Helgafell er áberandi í suđri sem og Húsfell. Einnig Bláfjöll. Fjöllin á Reykjanesi sjást og Keilir tignarlegur. Akrafjall og Esjan í norđri.   Á góđum degi sést Snćfellsjökull.

Einföld og góđ ganga sem býđur upp á skemmtileg sjónarhorn yfir höfuđborgina.

Ásfjall

Grágrýtishćđin Ásfjall í Hafnarfirđi og ósar Ástjarnar viđ Íţróttamiđstöđvar Hauka.

Dagsetning: 28. nóvember 2020
Göngubyrjun: Íţróttamiđstöđ Hauka
Ásfjall – Hringskífa: 127 metrar (N: 64.03,1 – V: 21.56,5)
Hćkkun göngumanns: 120 metrar
Heildargöngutími: 60 mínútur (13:40 – 14:40)
Erfiđleikastig: 1 skór
Vegalengd: 3,8 km
Ţátttakendur: Undirritađur
GSM samband: Já, 4G
Gestabók: Nei
Gönguleiđalýsing: Gengiđ eftir malbikuđum göngustíg kringum Ástjörn og fariđ af honum og stefnt á mitt fjalliđ og gengi í lyngi og  mosa. Komiđ niđur á göngustíginn á bakaleiđ.

 

Gönguslóđin

Gönguslóđ

Gönguslóđin á Ásfjall. Dagmálavarađan til norđurs og hverfiđ Skarđshlíđ neđst á myndinni.


Hringuđ stöđuvötn

Hringuđ stöđuvötn

Vatn er forsenda alls lífs á jörđinni, ţví allt líf ţarf á vatni ađ halda. Stöđuvatn er samansafn vatns í landslagi sem algjörlega er umkringt af landi.

Í kóvid-ástandinu ţarf ađ hreyfa sig og ţví var ákveđiđ ađ safna stöđuvötnum, ganga í kringum ţau og upplifa lífiđ í kringum ţau.

Vinsćlustu stađirnir eru Esjan og Úlfarsfell og ţví er tilvaliđ ađ prófa eitthvađ nýtt. Svo er ţađ tilbreyting ađ ganga í hring í stađ ţess ađ ganga fram og til baka.

Japanski vísindamađurinn Masaru Emoto hefur rannsakađ og gefiđ út bćkur um vatn og ískristalla. Međ rannsóknum sínum og ljósmyndum ţykist Emoto hafa sannađ ađ hugsanir og orđ hafi bein áhrif á efnisheiminn, ekki síst vatniđ í heiminum. Mađurinn er 70% vatn, yfirborđ jarđar er 70% vatn og heilinn sjálfur um 90% vatn og Emoto vill meina ađ jákvćđar og fallegar hugsanir skili sér beinlínis út í veröldina.

Ţví var markmiđiđ ađ senda jákvćđar hugsanir til vatnsins og fá ađrar  jákvćđar til baka. Ţađ eru töfrar í vatninu.  Hér er listi yfir vötnin tíu sem hringuđ hafa veriđ.

 

Vífilsstađavatn

2,5 km ganga. Vatniđ liggur í fallegu umhverfi rétt hjá Vífilsstađaspítalanum. Merkilegt hvađ mikil kyrrđ er ţarna svo stutt frá stórborginni.  Hringurinn í kringum vatniđ liggur međfram ţví, á bökkum og um móana. Mćli međ ađ ganga upp heilsustíginn upp ađ Gunnhildarvörđu. Ţá er gangan 3,8 km.

Rauđavatn

Um 3 kílómetra ganga. Gott stígakerfi liggur hringinn í kringum vatniđ og um skóginn ef viđ Rauđavatn voru tekin fyrstu skrefin í skógrćkt fyrir um hundrađ árum. A

Hvaleyrarvatn

Um 2 kílómetra ganga. Hér var mikiđ líf. Margir bílar og leggja ţurfti hálfum kílómetra frá upphafsstađ. Mikiđ kom ţessi gönguleiđ mér á óvart og ekki furđa ađ Hafnfirđingar hafi mćtt vel.  Fallegt og vel gróin gönguleiđ, hluti er skógi vaxinn og göngustígurinn gengur um allar trissur, ađ vatninu og inn á milli trjáa. Sannkölluđ útivistarperla.

Urriđavatn

Um 2,5 kílómetra hringur.  Fyrst kindastígur en svo tók viđ vel gerđir göngustígar. Vígaleg brú yfir á.  Gaman ađ sjá nýtt vistvćnt hverfi rísa, glćsileg hús og 25 kranar standandi upp í loftiđ.

Hafravatn

Um 5 kílómetra stikuđ leiđ umhverfis Hafravatn. Mosfellsbćr hefur stađiđ sig vel í ađ merkja leiđina međ gulum stikum en gönguleiđin er stundum ógreinileg. Á kafla ţarf ađ ganga á veginum. Mikiđ líf í kringum vatniđ, veiđimenn og kajak. Nokkrir sumarbústađir međfram vatninu.

Ástjörn

Um 2,6 km ganga. Hafđi ekki miklar vćntingar fyrir gönguna en kom á óvart. Lagđi bíl viđ knatthús Hauka og gekk ađeins á bakviđ svćđiđ en mađur hefur horft á nokkra leikina ţarna en tjörnin fariđ framhjá manni. Heyrđi frétt um ađ Ástjörn vćri í hćttu vegna knatthús Hauka.

Reynisvatn

Um 1,3 km ţćgileg ganga. Gaman ađ ganga spölkorn í skógi en sum tré illa farin. Hćgt ađ fara annan hring í öfuga átt viđ fyrri hring. Töluverđ umferđ fólks og hunda.

Leirvogsvatn

Leirvogsvatn

5,5 km.  30 km frá höfuđborginni.  Leirvogsvatn er stćrsta vatniđ á Mosfellsheiđi, 1,2 ferkílómetrar og er mesta dýpt ţess 16 metrar. Ţađ liggur í 211 metra hćđ yfir sjó, áin Bugđa fellur í vatniđ ađ austanverđu en Leirvogsá úr ţví ađ vestan og til sjávar í Leirvogi. Mikiđ er af silungi í vatninu en frekar smár.   Leifar af stíflu viđ  upphaf Leirvogsár. Hćgt ađ stika yfir steina en ákveđiđ ađ fara upp á veg og ganga yfir búna. Slóđi alla leiđ.  Mjög fámennt.

Reykjavíkurtjörn

Um 1,6 km ganga međ syđstu tjörninni. Gaman ađ skođa styttur bćjarins. Í Hljómskálagarđinum er stytta af Jónasi Hallgrímssyni en lifrin í honum var stór, um ţađ bil tvöföld ađ ţyngd, 2.875 grömm.

Elliđavatn

Um 9 km löng ganga í tvćr klukkustundir. Gönguleiđin umhverfis vatniđ er mjög fjölbreytt. Skiptast ţar á ţröngir skógarstígar og upplýstir stígar inni í íbúđarhverfi. Ţar er einnig saga á hverju strái svo sem um Ţingnes og stífluna sem varđ til ţess ađ vatniđ stćkkađi töluvert.. Hćkkun lítil.

Mikiđ af hlaupafólki. Hófum gönguna viđ Elliđahvamm en algengt ađ byrja viđ Elliđavatnsbćrinn.

Elliđavatn


Ţórsgata í Ţórsmörk

Ţórsgata er ný falleg gönguleiđ í kringum Ţórsmörk.  Í gönguleiđarlýsingu er hún sögđ 22 km en gönguhópurinn taldi sig hafa fariđ eftir öllum slóđum og fékk rúma 18 km á mćla  sína.

Leiđin liggur upp frá Húsadal, í gegnum Hamraskóg ađ Slyppugilshrygg og ţađan framhjá glćsilegri Tröllakirkju upp á Tindfjallasléttu, niđur Stangarháls og međfram Krossá ađ Langadal, upp á Valahnúk, niđur eftir endilöngum Merkurrana, út á Markafljótsaura og enda aftur í Húsadal.

Hćgt er ađ búta leiđina niđur í smćrri áfanga eđa lengja. En nokkrar gönguslóđir eru á svćđinu og tengir Ţórsgata ţćr saman.

Lagt var í ferđina frá Húsadal og keyptum viđ ţjónustu hjá Volcano Huts yfir Krossá en hún er oft mikill farartálmi á leiđinni inn í Ţórsmörk.

Leiđin er mjög falleg, stórbrotin fjallasýn međ jöklum fylgir manni  alla leiđ. Einn skemmtilegasti hluti leiđarinnar er leiđin framhjá Tröllakirkju en ţá er gengiđ eftir stíg í vel gróinni brattri hlíđ. Rjúpnafell (814 m) er glćsilegt úti á sléttunni og fangar augađ. Síđan kemur Tindfjallaslétta og haldiđ var á útsýnisstađ en ţar er útsýniđ  ćgifagurt. Mađur komst í snertingu viđ eitthvađ stórt og ćđra manni sjálfum og sýnin hafđi umbreytandi áhrif.

Í fjöllin sćkjum viđ áskoranir jafnt sem innblástur. Viđ útsýnisskífu á Tindfjallasléttu gagntekur ţessi tilfinning mann ţegar Eyjafjallajökull og Mýrdalsjökull blasa viđ međ skriđjöklana skríđandi niđur á láglendiđ.

Ţegar viđ voru búin ađ upplifa hrikafegurđina sáum viđ hlaupara sem tóku ţátt í Ţórsgata Volcano Trail Run, 12 km fjallahlaup međ um 200 hlaupurum. Ţađ var einstök upplifun ađ hitta fjallahlauparana og hvetja ţá áfram í ţessu stórbrotna landslagi á Tindfjallasléttu og niđur Stangarháls.

Ein áskorun var eftir ţegar Langadal var komiđ en ţađ er Valahnúkur (454 m) og hugsađi mađur til fjallahlauparanna. Ţađ var fallegt ađ sjá yfir Krossá og Gođaland ţegar upp var komiđ.

Ţađ voru hamingjusamir göngumenn sem komu í Húsadal síđdegis og mćlum viđ međ ţessari nýju gönguleiđ um Ţórsgötu til ađ fá ađ upplifa einstaka náttúru Ţórsmerkur.

 

Ţórsgata

Göngumenn staddir í Hamraskógi međ Eyjafjallajökul í baksýn

Dagsetning: 12. september 2020
Göngubyrjun: Húsadalur, 208 m (N: 63.41.463 – W:12.32.443)
Hćkkun göngufólks: 812 metrar
Heildargöngutími: 480 mínútur (09:40 – 17:40)
Erfiđleikastig: 2 skór
Vegalengd: 18 km
Ţátttakendur: Villiendur. 10 göngumenn.
GSM samband: Já, 4G
Gestabók: Nei
Gönguleiđalýsing: Ný fjölbreytt gönguleiđ sem tengir saman fimm gönguleiđir í Ţórsmörk. Getur tekiđ á fyrir lofthrćdda á köflum.

Facebook-status: Ţiđ sem ekki komust međ í dag í Ţórsmörk, komiđ međ nćst! Ólýsanlegur dagur


200 ár frá fćđingu Sölva Helgasonar - Sólon Íslandus

Líkt og Kristur forđum
varstu krossfestur af lýđnum
sem til leti taldi heimspeki og list
Hög var hönd og hugur ţinn
og ađ ţér hćndust börnin
og marga heita konu fékkstu kysst (Magnús Eiríksson)

Ţann 16. ágúst eru 200 ár síđan Sölvi Helgason, flakkari, listamađur og spekingur fćddist á bćnum Fjalli í Sléttuhlíđ í Skagafirđi, á ströndinni viđ ysta haf.

Ég hafđi helst heyrt um Sölva í gengum lagiđ Sölvi Helgason flutt af hljómsveitinni Mannakorn.  Í fyrrasumar fór ég á Kjarvalsstađi en ţar voru ţrjár sýningar. Ein af ţeim var Blómsturheimar sem tileinkuđ var verkum Sölva. Listfrćđingur lóđsađi okkur um sýningarnar og sagđi frá 18 nýjum verkum Sölva frá Danmörku. Mér fundust blómamyndirnar ekkert sérlega spennandi, mikil endurtekning en blöđ sem Sölvi hafđi skrifađ á vöktu athygli mína. Ţađ voru örsmáir stafir međ fallegri rithönd á ţéttskrifuđu blađi, allt gjörnýtt.  Listfrćđingurinn var spurđur út í ţetta og svariđ var augljóst.

Skrift Sölva var frábćr, og kunni hann margbreytta leturgerđ. Venjulega skrifađi hann svo smátt, ađ ólćsislegt var međ berum augum. Gerđi hann ţađ bćđi til ađ spara blek og pappír og eins til ađ sýna yfirburđi sína í ţví sem öđru. Ţá gat fólkiđ, sem alltaf var á ţönum í kringum hann, síđur lesiđ úr penna hans, ţví ađ ekki skorti ţađ forvitnina. Annars var ţađ víst litlu nćr, ţótt ţađ gćti stafađ sig fram úr nokkrum línum. Ţađ svimađi um stund af ofurmagni vizku hans. Ţađ var allt og sumt.   (Sólon Íslandus II, bls. 286.)

Minnisvarđinn

Eftir ţessa sýningu vissi ég ađeins meira um Sölva en fyrir ađra tilviljun kynntist ég lífshlaupi Sölva eđa Sólon Íslandus í sumar er ég heimsótti Skagafjörđ.  Ég heimsótti minnisvarđa um Sölva viđ bćinn Lónkot í Sléttuhlíđ og lagđi rauđa rós viđ minnisvarđann.  Ţar frétti ég ađ til vćri bók um hann, Sólon Íslandus eftir Davíđ Stefánsson frá Fagraskógi.  Ţví var ákveđiđ ađ fá hana lánađa og lesa bindin tvö eftir farsćla dvölina nálćgt Sléttuhlíđ.

Minnisvarđi Sölvi Helgason

Ég sé Sölva Helgason fyrir mér ţar sem hann situr á skýjahnođra yfir Sléttuhlíđ í Skagafirđi. Augu hans flökta en stađnćmast viđ minnisvarđan í Lónkoti. Rósin ţín og styttan mynna okkur á ađ einu sinni fyrir löngu var förumađur á Íslandi sem lifđi í eigin heimi. Hann reyndi ađ opna augu samferđa fólks síns á sjálfum sér í máli og myndum. Engin skildi hann fyrr en eilífđin hafđi sléttađ yfir sporin hans.”  -GT

 

Sólon Íslandus

Ég hafđi gaman af lestri bókarinnar og hjálpađi dvöl mín mikiđ og gaf nýtt sjónarhorn. Ég áttađi mig miklu betur á landinu, heiđunum og kraftinum í hafinu sem Davíđ lýsir svo meistaralega vel.  Skáldsagan segir á sannfćrandi hátt frá lífshlaupi Sölva sem tekur sér nafniđ Sólon Íslandus og er spegill á 19. öldina. Ţađ kom á óvart ţegar fréttist ađ Davíđ vćri ađ skrifa bók um Sölva  sem kom út áriđ 1940 en ţađ er snjallt hjá höfundi ađ nota förumann til ađ ferđast um Ísland á ţessum hörmungar tímum ţar sem vistarbönd voru viđ lýđi og alţýđufólk mátti ekki ferđast á milli sýslna án reisupassa.  Sagan er listilega vel skrifuđ međ mikiđ af fallegum gömlum orđum  sem sýnir hvađ Davíđ hefur mikiđ vald yfir tungumálinu og lifđi ég mig vel inn í tímann fyrir 200 árum. Gagnrýnendum finnst hann draga ókosti Sölva meira fram en kosti í sögulega skáldverkinu. Persónusköpun er góđ og margar persónur mjög eftirminnilegar.

Erfiđri ćsku sem mótađi hann er lýst mjög sannfćrandi og fallegu sambandi hans viđ móđur hans en hún lést er hann var á unglingsaldri. Fađir hans ofdekrađi hann en lést er Sölvi var fjögurra ára.  Samband stjúpföđur hans var byggt á hatri.  Eftir ađ hann varđ munađarlaus fór hann á flakk eđa gerđist landhlaupari. Mögulegt er ađ ţessi áföll hafi gert hann sinnisveikan.

Frelsiđ

En Sólon Íslandus lét ekkert stöđva sig. Örlögin höfđu synjađ honum ţeirrar náđar, ađ stunda  bókvísi á skólabekk. Líkamlegt strit var honum ósambođiđ. Hann barđist fyrir frelsis. Frjálsborinn mađur,  hann vari hvorki hreppakerling né glćpamađur, heldur frjálsborinn höfđingi og spekingur, sjálfráđur ferđa sinna.  Jarđhnötturinn var hans heimili.

Ţessi afstađa hans kostađi sitt og eyđilagđi bestu ár lífs hans. Ţegar Sölvi var 23 ára var hann handtekinn og ákćrđur fyrir flćking og ađ falsa yfirnáttúrlegan  reisupassa. Hann fékk dóm upp á 27 vandarhögg.  Nokkrum árum síđar var hann aftur ákćrđur fyrir lausamennsku og flakk. Hann uppskar  fleiri vandarhögg . Áriđ  1854 var hann síđan dćmdur til ţriggja ára betrunarvistar í Danmörku. Sölvi stóđ međ sjálfum sér.

Ţegar hann kom til Íslands  hélt hann flakkinu samt áfram og helgađi sig enn meir málaralistinni. En lífiđ var barátta og sýn bćnda var sú ađ fólk hafđi annađ ađ gera í fjallkotunum en ađ góna út í loftiđ. Lifđi ekki af fegurđ, heldur striti.

En Sölvi svarađi: Er ţađ ekki vinna ađ ferđast um landiđ og gera af ţví uppdrćtti og kort? Er ţađ ekki vinna ađ stunda vísindi og listir?

Í fari hans fór saman brengluđ sjálfsímynd, lituđ af oflćti, en jafnframt ókyrrđ og stefnuleysi, sem ţóttu almennt vera ógćfumerki. Sumir kölluđu hann loddara en ađrir snilling. (bls. 120 FÍ árbók 2016)

Allt eru ţetta sjálfsögđ réttindi í dag, ađ geta ferđast um landiđ og einstök barátta hans viđ embćttismannakerfiđ. Aldri gafst hann upp.   Ţarna rannsökuđu og dćmdu sýslumenn í sama málinu, mannréttindabrot voru framin.

Saga Sölva á vel viđ í dag, blökkumenn í Bandaríkjunum eru í sömu baráttu, samkynhneigđir og fleiri. En Sölvi var einn í baráttunni, ólíkt Rosa Parks sem neitađi ađ standa upp fyrir kúgurum sínum. Enginn skildi hann.

Eins dáist ég af sjálfstrausti hans og seiglu, standa upp í hárinu á embćttismönnum og geta lifađ á heiđum Íslands en veđur voru oft slćm.

Sölvi lést 20. október 1895, 75 ára ađ aldri á Ysahóli í sömu sveit og hann fćddist. Vistarbandiđ sem hélt honum föngnum hćttir á ţessum tíma.

En hver er arfleiđ Sölva?  Mannréttindabarátta og listaverk. En hann er frumkvöđull í málaralist á Íslandi. Frjáls og sjálflćrđur listamađur međ nýja stefnu sem fólk skildi ekki. Honum var ýtt til hliđar, hann er naivisti, en ţađ sem hann gerđi spratt úr hans eigin hugarheimi. Blómin eru ekki íslensk fjallablóm heldur úr hans fantasíu heimi. 

Einnig er óútgefiđ efni á Ţjóđminjasafninu. Ţar á međal Saga Frakklands en hann var undir áhrifum frá frelsandi Frakklandi.

Eftir ađ hafa frćđst um Sölva, ţá hefur hann vaxiđ mikiđ í áliti hjá mér ţó hann hafi veriđ erfiđur í samskipum og blómamyndirnar verđa áhugaverđari og fallegri. Mćli međ lesti á bókinni Sólon Íslandus, ţađ er skemmtileg lesning. 

En best er ađ enda ţetta á lokaorđum Ingunnar Jónsdóttur í Eimreiđinni 1923 en hún kynntist Sölva á efri árum en ţá voru enn miklir fordómar út í lífsstíl Sölva: “En alt fyrir ţađ hefir mér ekki gengiđ betur en öđrum ađ ráđa ţá gátu, hvort hann var heimspekingur eđa heimskingi.”

Listaverk Sölvi Helgason

Heimildir:
Árbók Ferđafélags Íslands, 2016
Eimreiđin, tímarit 1923.
Harpa Björnsdóttir, ruv.is 2019.
Sólon Íslandus, Davíđ Stefánsson 1940.
Sölvi Helgason, listamađur á hrakningi, Jón Óskar 1984.


Tindastóll (995 m)

Hvar skal byrja? Hvar skal standa?
Hátt til fjalla? Lágt til stranda?
Bragi leysir brátt úr vanda,
bendir mér á Tindastól! (Matthías Jochumsson)

Ég skildi aldrei af hverju helsta kennileiti Skagafjarđar, fjalliđ Tindastóll héti Tindastóll ţví ţađ hafđi ekki tignarlegan skaftfellskan tind. En ţegar siglt er undir Stólnum, ţá sjást tindarađir á fjallinu, m.a. I Tröllagreiđu. Ţá skilur mađur nafniđ og mér finnst ţađ mjög fallegt og viđeigandi. Hins vegar er Tindastóll skrítiđ nafn á íţróttafélagi.

Tindastóll er 995 metra ţar sem hann er hćstur og 18 kílómetra langt og 8 km á breidd, efnismesta fjall Skagafjarđar.

Fjalliđ er hömrótt mjög ađ austan og ţar víđa torsótt uppgöngu, en ađ sunnan og vestan er lítiđ um kletta og víđa ágćtar uppgönguleiđir.

Hćgt er ađ ganga á Tindastól frá nokkrum stöđum. Algengast er ađ ganga stikuđu leiđina frá upplýsingaskilti norđan viđ malarnámur norđaustan viđ Hraksíđuá og stefna á fjallsbrún viđ Einhyrning syđri. Önnur leiđ er ađ ganga frá eyđibýlinu Skíđastöđum og stefna á hinn Einhyrninginn.  Einnig er hćgt ađ fara frá skíđasvćđinu og ganga ţađan upp á topp eđa niđur á Reykjaströnd austan viđ Stólinn og jafnvel bađa sig í Grettislaug. 

Villiendurnar völdu öruggustu leiđina, ţá stikuđu. Viđ stefndum á Einhyrning sem sést allan tímann.  Til ađ byrja međ er gengiđ upp međ Hraksíđuá ađ norđanverđu, upp aflíđandi brekkur. Liggur leiđin fjarri hćttulegum brúnum og giljum og ćtti ţví ađ vera öllum fćr mestan hluta ársins. Ţegar ofar kemur er hćstu ásum fylgt ţar til upp á brúnina er komiđ.

Ţegar upp er komiđ er varđa međ gestabók, glćsilegu útsýni yfir stóran hluta Skagafjarđar og einnig er myndarleg endurvarpsstöđ.

Ţjóđsaga er um óskastein á Tindastól en vorum ekki hjá Óskatjörn og misstum af öllum óskum ţrátt fyrir ađ vera daginn eftir Jónsmessunótt.

Tindastóll er rofleif í jađri fornrar megineldstöđvar sem var virk fyrir 8-9 milljón ára. Ísaldarjöklar grófu svo skörđ og dali í berggrunninn í 3 ármilljónir en oft hefur fjalliđ stađiđ uppúr ţeim jöklum. Ţví nokkuđ traust til uppgöngu ţegar jarđskjálftahrina er í gangi.

Útsýni var ágćtt til suđurs en veđurguđir buđu upp á skýjađ veđur. Ţar er nćstur Molduxi, annađ einkennisfjall Sauđkrćkinga og í fjarska er  konungur Skagafjarđarfjalla, Mćlifellshnjúkur, hćsta fjall Skagafjarđar utan jökla en fyrr í vikunni höfđum viđ gengiđ á hann og rifjuđum upp ferđina.  Einnig yfir Gönguskörđ og Sauđárkrók.  Í austri blasa viđ fjöllin á Tröllaskaga ásamt eyjunum í Skagafirđi í norđaustri. Til vestur sást til fjalla á Skaga.

Einhyrningur

Göngufólk viđ vörđu á Einhyrning syđri í 795 m hćđ. Sauđarárkrókur fyrir neđan.

Dagsetning: 25. júní 2020
Göngubyrjun: Malarnámur norđaustan viđ Hraksíđuá, 175 m (N: 65.45.453 – W:19.42.138)
Fjallsbrún viđ Einhyrning - varđa: 795 m  (N: 65.46.894 – W: 19.42.820)
Hćkkun göngufólks: 620 metrar
Uppgöngutími: 165 mínútur (10:00 – 12:45)
Heildargöngutími: 255 mínútur (10:00 – 14:15)
Erfiđleikastig: 2 skór
Vegalengd: 12,8 km
Veđur - Sauđárkrókur kl. 12.00: Skýjađ, S 5 m/s, 16,2 °C, rakastig 57%.
Ţátttakendur: Villiendur. 10 göngumenn.
GSM samband: Já, 4G
Gestabók: Já
Gönguleiđalýsing: Fjalliđ er auđgengt viđ flestar ađstćđur áriđ um kring eftir ţessari leiđ. Vel stikuđ leik upp gróna mela.

Eldra nafn: Eilífsfjall eđa Eilífsfell, kennt viđ landnámsmanninn Eilíf örn Atlason.

Facebook-status: Takk!    Enn einn dýrđardagurinn TAKK

Heimildir
Ferđafélag Íslands árbók 2012, Skagafjörđur vestan vatna.
Íslensk fjöll - Gönguleiđir á 151 tind

 


Drangey (180 m)

Tíbrá frá Tindastóli

titrar um rastir ţrjár.

Margt sér á miđjum firđi

Mćlifellshnjúkur blár.

 

Ţar rís Drangey úr djúpi,

dunar af fuglasöng

bjargiđ, og báđumegin

beljandi hvalaţröng.

 

Einn gengur hrútur í eynni.

Illugi Bjargi frá

dapur situr daga langa

dauđvona bróđur hjá.        

   (Jónas Hallgrímsson)

Ţetta kvćđi eftir ljóđskáldiđ Jónas smellpassar viđ ferđalag Villiandanna  til Skagafjarđar um sumarsólstöđur. Fyrst var Mćlifellshnjúkur genginn, síđan Drangey heimsótt og ađ lokum Tindastóll. Stemmingin í Drangey rímar vel viđ ljóđiđ. Drangey rís eins og rammbyggđur kastali úr hafinu međ ţverhnípta hamraveggi á alla kanta og grasi vaxinn koll. Fjörugt fuglalíf međ dunandi hávađa og á heimleiđinni skođuđum viđ hnúfubaka.  Sagan af Gretti sterka fléttađist skemmtilega inn í ferđina og gaf öllu nýja dýpt.

Drangey og Kerling

Drangey og Kerling

Ađ sigla upp ađ Drangey í Skagafirđi var eins og ađ koma inn í ćvintýraheim. Svartfuglinn, ritan og fýllinn tóku  vel á móti okkur og ţađ var mikiđ líf viđ klettadranginn Kerlingu. Hvítur á köflum eftir fugladrit og minnti á klettinn Hvítserk. Í gamalli ţjóđsögu segir ađ tvö nátttröll hafi veriđ á ferđ međ kú sína yfir fjörđinn ţegar lýsti af degi. Urđu ţau og kýrin ţá ađ steini. Er Drangey kýrin og stendur Kerling sunnan hennar. Karl var fyrir norđan eyna en féll í jarđskjálfta 11. september 1755.

Ađ sigla međfram eyjunni međ allt ţetta fuglalíf, garg og lykt var stórbrotiđ og minnti á siglingu inn Vestmanneyjahöfn.

Suđurhluti eyjarinnar blasti viđ eins og hamraveggur og vöktu Svörtuloft athygli en fyrir neđan ţau er Fjaran en hún hefur minnkađ. Ţar var mikil útgerđ áđur fyrr og allt ađ 200 manns höfđu ađsetur. Ţeir stunduđu umdeildar flekaveiđar sem voru bannađar 1966. Eyjan var mikil matarkista og ótrúlegar tölur heyrđust um fugl sem veiddur var, allt ađ 200 ţúsund fuglar á einu sumri og 20 ţúsund egg tekin, stútfull af orku. Ţessar tölur vekja spurningu um hvort veiđin hafi veriđ sjálfbćr hjá forfeđrum okkar?

Búiđ er ađ útbúa litla höfn inni í Uppgönguvík og lentum viđ ţar innan um forvitna sjófugla.  Síđan var fariđ upp göngu upp ađ hafti einu, Lambhöfđaskarđ og stoppađ ţar. Bergiđ slútir yfir manni, mađur verđur lítill og ćgifegurđ blasir viđ. Á vinstri hönd blasir Heiđnaberg, eitt ţekktasta örnefniđ en sagan af Guđmundi góđa segir ađ einhvers stađar verđa vondir ađ vera!  Ekki óttuđumst viđ neitt. En keđjustigi  sem lá niđur úr Lambhöfđa vakti athygli, ég óttađist hann, hefđi aldrei ţorađ ađ nota hann fyrir mitt litla líf og um leiđ spurđi mađur sjálfan sig, úr hverju eru félagar í Drangeyjarfélaginu búnir til?

Traustur stígur međ  tröppum og kađal er alla leiđ upp á topp. Ţar var hćgt ađ sjá hvar Karlinn stóđ en hann orđin ađ skeri og ţađ brotnađi sjór á honum. Rétt eins og fór fyrir Karlinum, ţá eyđilagđist Drangeyjarbryggja í óveđrinu fyrr í mánuđinum er ţví ađkoma ađ uppgöngu erfiđ núna. Náttúröflin eru óblíđ.

Síđan var fariđ upp á efstu hćđ og endađ á ţví ađ ganga upp traustan járnstiga. Á leiđinni er gengiđ fyrir Altariđ og  ţar er fađirvoriđ greypt í járn.  Uppi í eyjunni er Drangeyjarskáli sem reistur var 1984. Eftir kaffistopp var gengiđ ađ Grettisbćli sem er sunnarlega á eyjunni og sagđi farastjórinn Helgi Rafn Viggósson hjá Drangey Tours okkur sögur af eyjalífi, frá Gretti og frá lífsferli lundans. Náttúra og saga.

Grettissaga er ein af ţekktustu og vinsćlustu Íslendingasögunum og kemur Drangey mikiđ viđ sögu en  Grettir Ásmundarson bjó í eyjunni frá 1028 til 1031 ásamt Illuga bróđur sínum og ţrćlnum Glaumi.

Viđ sáum yfir spegilsléttan Skagafjörđinn yfir á  Reykjanes á Reykjaströnd undir Tindastóli en ţar er Grettislaug. En áriđ 1030 misstu ţeir útlagar eldinn og ţurfti Grettir ađ synda í land. Kallast ţađ Grettissund ţegar synt er frá Uppgönguvík og í land en Drangeyjarsund ţegar synt er sunnar frá eyjunni.

Uppgönguvík

Á göngu sáum viđ sáum nokkra dauđa svartfugla en fálkar eiga einnig lögheimili í eyjunni  og höfđu ţeir lagt ţá sér til munns. Vitađ er um eitt fálkahreiđur í Drangey.

Drangey er um 700 ţúsund ára gömul og úr linu móbergi og hćsti punktur Mávanef í 180 metra hćđ.  Hún er um kílómeter ađ lengd og međaltalsbreidd um 300 m.  Bergiđ er mjúkt og er stanslaus barátt viđ hafiđ en ţađ heggur í bergiđ. Á leiđinni á hápunktinn kíktum viđ á vatnsból Grettis, Grettisbrunn. en ţađ er undir klettum sem lekur í gegnum og frekar erfiđ ađkoma ađ ţví.

Sigling tekur um hálftíma og ţegar komiđ var ađ höfninni viđ Sauđárkrók tóki tveir hnúfubakar á móti okkur. Ţeir voru í miklu ćti og ađ safna fituforđa fyrir veturinn. Ţađ var mjög áhugavert ađ sjá ţegar hvalirnir smöluđu smásíldinni saman upp ađ yfirborđi sjávar og ţá steyptu fuglarnir sér niđur til ađ ná í ćti. Síđan kom gin hvalsins úr djúpinu og gleypti torfuna en fuglarnir hörfuđu furđu lostnir. Mögnuđ samvinna.

Mćli međ ćvintýraferđ í Drangey en ţeir sem eru mjög lofthrćddir ćttu ađ hugsa sig vel um en uppgangan og niđurferđin er krefjandi. En lykillinn er ađ horfa fyrir neđan tćrnar á sér allan tímann, halda í kađalinn sem fylgir alla leiđ og hugsa jákvćtt.

Nćst var haldiđ í sundlaugina verđlaunuđu á Hofsósi og horft til Drangeyjar frá sundlaugarbakkanum. Hugurinn var hjá fuglunum og Gretti sterka.

Fullkominn dagur.

 

Heimildir
Ferđafélag Íslands árbók 2016, Skagafjörđur austan vatna
Drangey – Lesbók Morgunblađsins, 1934
Drangey.net – Drangey Tours

Hnúfubakur


Mćlifellshnjúkur (1.147 m)

Hvítan hest í Hnjúkinn ber,
Hálsinn reyrir klakaband.
Ţegar bógur ţíđur er,
Ţá er fćrt um Stórasand.

(Gamall húsgangur úr Skagafirđi, höfundur ókunnur)

Ţegar komiđ er í Skagafjörđ og ekiđ frá Varmahlíđ í suđurátt sker eitt fjall sig vel frá öđrum fjöllum og gnćfir yfir, ţađ er Mćlifellshnjúkur. Einskonar konungur Skagafjarđafjalla. Ţví var ţví auđvelt ađ velja Mćlifellshnúk hjá Villiöndunum, göngu og sćlkeraklúbb en hann dvaldi í fimm daga gönguferđalagi í Skagafirđi. Nafn fjallsins vísar til ţess ađ í öllu norđurhérađi Skagafjarđar er Mćlifellshnjúkur ríkjandi kennileiti í suđri og frá mörgum bćjum markađi hann hádegi hinna gömlu eykta.

Mćlifellshnjúkur breytir mjög um svip eftir ţví hvađan á hann er horft, minnir á píramída úr norđri séđ og ekki síđur  sunnan af örćfum en aflangur. Minnir mig á Súlur viđ Akureyri í byggingu og er einstakt útsýnisfjalla af ţví ađ ţađ stendur stakt, stutt frá hálendinu, svipađ og Bláfell á Kili.

Á hnjúkinn má ganga eftir fleiri en einni leiđ, t.d.  upp eftir röđlinum ađ norđan og eins međ ađ fara upp í Tröllaskarđiđ milli hnjúksins og Járnhryggjar og ţađan á hnjúkinn. Villiendurnar ákváđu ađ fara öruggustu leiđina, ofurstikuđ gönguleiđ en gengiđ er frá bílastćđi viđ Moshól í Mćlifellsdal. Sama leiđ var farin til baka. Skagfirđingar hafa sett upplýsingaskilti viđ helstu göngufjöll í sýslunni og er ţađ ţeim til mikils sóma.  

Á uppgöngunni var bođiđ upp á ýmsa afţreyingu, m.a. var ţagnarbindindi yfir 20 stikur og átti menn ađ hugsa til ţess hvernig ţeir ćtluđu ađ fagna á toppnum. Ţegar á toppinn var komiđ tóku göngumenn út fögn sín í gjólu. Útsýni var frábćrt, ţó var skýjabakki í austri og ekki sá í Kerlingu í Eyjafirđi og Vatnajökul en farinn var örnefnahringur og komu flest upp og útsýni yfir tíu sýslur stórbrotiđ.   Á niđurleiđinni var hrađa fariđ en gert stopp fyrir jógaćfingar og hnjúkurinn tekinn inn í nokkrum ćfingum.

Mćlifellsdalur fylgdi okkur alla leiđ og liggur Skagfirđingaleiđ um hann um Stórasand. Ţar riđu hetjur um héruđ áđur fyrr.

Á toppi hnjúksins er stćđilega landmćlingavarđa og VHF-endurvarpi björgunarsveitanna. Einu vonbrigđin voru ţau ađ engin gestabók var í kassa viđ vörđuna en alltaf er gaman ađ kvitta fyrir ađ toppa.

Ţađ er gaman ađ ţessu viđmiđi međ sýslunar tíu en núna eru sýslumenn ađeins níu talsins. Áđur fyrr voru sýslur og sýslumenn upphaf og endir alls en ţegar mest lét voru  sýslur 24. Tímarnir eru breyttir.

Jarđskjálftahringa hafđi stađiđ yfir og höfđu ekki hróflađ viđ hnjúknum en berggrunnur Mćlifells er 8 til 9 milljón ára gamall og hnjúkurinn sjálfur um milljón ára gamall en efri hlutinn er úr Móbergi. Fjalliđ hefur stađist jarđskjálfta lengi og í góđu jafnvćgi en í lok síđustu ísaldar hefur orđiđ berghlaup úr fjallinu og gengum viđ upp úr ţví í Mćlifellsdal.

Í norđri sá Hnúkstagl röđullinn sem gengur norđur af hnjúknum og út fjörđinn en ţar fanga Drangey, Málmey og Ţórđarhöfđi augađ. Austan hérađs rísa Blönduhlíđarfjöllin međ Glóđafeyki stakan. Ágćtlega sást inn Norđurárdal, Austurdal og hrikaleg gljúfrin. Hofsjökull og Kerlingarfjöll komu nćst en nćr og vestar fjöll á Kili, Kjalfell, Rjúpnafell og Hrútfell sem rís austan Langjökuls.  Eiríksjökull var áberandi og nćr Blöndulón og er ţar ađ líta sem haf. Lengra í burtu sást til Baulu, Snjófjalla og Tröllakirkju en viđ keyrđum framhjá ţeim og heilsuđum daginn áđur.

Í nćsta nágrenni sást í Nónfjall, Reykjafjall og Kirkjuburst en norđar Hellufell, Grísafell og Kaldbakur og Molduxi.  Yst viđ fjarđaminniđ ađ vestan sást svo efnismesta fjall sýslunnar Tindastóll en viđ áttum eftir ađ heilsa upp á hann síđar í ferđinni. Viđ heilsuđum honum.

Mćlifellshnjúkur

Konungur Skagafjarđar, Mćlifellshnjúkur međ Járnhrygg, Tröllaskarđ og Hnúkstagl, röđullinn sem gengur norđur af hnjúknum. 

Dagsetning: 23. júní 2020
Göngubyrjun: Bílastćđi viđ Moshól í Mćlifellsdal,  500 m   (N: 65.23.193 – W:19.24.063)
Mćlifellshnjúkur - varđa: 1.147 m  (N: 65.23.325 – W: 19.21.094)
Hćkkun göngufólks: 640 metrar
Uppgöngutími: 230 mínútur (10:10 – 14:00)
Heildargöngutími: 350 mínútur (10:10 – 16:00)
Erfiđleikastig: 2 skór
Vegalengd: 12,6 km
Veđur – Stafá kl. 13.00: Léttskýjađ, NA 4 m/s, 10,7 °C, rakastig 73%.
Ţátttakendur: Villiendur. 16 göngumenn.
GSM samband: Já, 4G
Gestabók: Nei, tómur kassi.
Gönguleiđalýsing: Greiđfćr og gróin í fyrstu, síđan traustur melur. Skemmtileg og drjúg fjallganga á frábćran útsýnisstađ.

Eldra eđa annađ nafn: Mćlifell.

Facebook-status: Ţriđjudagur til ţrautar og sćlu. Löguđum í hann snemma ađ Mćlifellshnjúk. Gengum hann á frábćru tempói. Magnađ útsýni, frábćr félagsskapur sem viđ hjónin erum svo heppin ađ vera međ í. 

 

Heimildir
Ferđafélag Íslands árbók 2012, Skagafjörđur vestan vatna.
Íslensk fjöll - Gönguleiđir á 151 tind


Ţyrill (393 m)

Fjalliđ Ţyrill í Hvalfirđi setur mjög mikinn svip á umhverfi fjarđarins. Ţađ rís ţverbratt og hömrum girt upp norđaustur og upp af Ţyrilsnesi.Ţyrill er fjallsröđull myndađur viđ rof skriđjökla sem brotist hafa međfram fjallinu, báđum megin.

Leiđin upp á fjalliđ liggur upp Síldarmannabrekkur ţađ eru gamlir götuslóđar um Botnsheiđi yfir í Skorradal. Ţegar á sléttun er komiđ skilja ađ leiđir og stefnt á topp Ţyrils. Margir fara sömu leiđ til baka en viđ fórum umhverfis Ţyril og komum niđur hjá hvalstöđinni.

Ţađ sem er áhugavert viđ ţessa leiđ sem er auđveld norđaustur af fjallinu niđur Litlasandsdal, međ Bláskeggsá niđur á ţjóđveg. Einnig má hefja gönguna frá ţessum stađ viđ  olíutanka NATO en fara ţar yfir á á leiđinni.

Yfir Bláskeggsá var byggđ fyrsta steinbrú á landinu áriđ 1907 og upplagt ađ líta á hana í leiđinni. 

Mikiđ útsýni er af Ţyrli yfir Hvalfjörđ og ber Ţyrilsnes međ Geirshólma af. Ţađ er skemmtilegt ađ rifja upp söguna af Helgusundi ţegar Geirshólmi sést.

"Helga er nú í hólminum og ţykist vita nú allar vćlar og svik landsmanna; hún hugsar nú sitt mál. Ţađ verđur nú hennar ráđ, ađ hún kastar sér til sunds og leggst til lands úr Hólminum um nóttina og flutti međ sér Björn, son sinn, fjögra vetra gamlan, til Bláskeggsár, og ţá fór hún móti Grímkatli, syni sínum, átta vetra gömlum, ţví ađ honum daprađist sundiđ ţá, og flutti hann til lands. Ţađ heitir nú Helgusund."

Ţá kunnu Íslendingar ađ synda svo tapađist kunnáttan niđur eftir ţjóđveldisöld en kom aftur á 19. öld.

Á fastalandinu í botni fjarđarins gnćfir Hvalfell međ Botnsúlur til hćgri. Múlafjall og Reynivallaháls og yfir honum sér í eftir hluta Esjunnar. Akrafjall er eins og eyja og Hafnarfjall og Skarđsheiđin á hćgri hönd. Brekkukambur gnćfir yfir hvalstöđinni. Í norđri fjćr sér í snćviţakiđ Ok og Fanntófell. Nćst í hömrum Ţyrils sér í Helguskarđ en ţar kleif Helga upp fjalliđ međ syni sína tvo er hún hélt austur yfir Botnsheiđi til Skorradals.

Ţegar komiđ var niđur Litlasandsdal sáum viđ merkilega brú. Brúna yfir Bláskeggsá sem byggđ var áriđ 1907 og var hún fyrsta steinsteypta brúin á Íslandi utan Reykjavíkur.

Ţyrill

Útsýni af vörđu á Ţyrli. Glćsilegt Ţyrilsnes skagar út í Hvalfjörđinn og Geirshólmi einstakur međ Reynivallaháls og Esjuna í öllu sínu veldi á bakviđ.

 

Dagsetning: 16. maí 2020
Hćđ í göngubyrjun: 27 metrar, viđ upphaf Síldarmannagötu (N: 64.23.247 – W:21.21.587)
Ţyrill - varđa: 392 m (N: 64.23.576 – W: 21.24.582)
Hćkkun göngufólks: 365 metrar
Uppgöngutími: 120 mínútur (09:00 – 11:00)
Heildargöngutími: 255 mínútur (09:00 – 13:15)
Erfiđleikastig: 2 skór
Vegalengd: 10 km
Veđur - Botnsheiđi kl. 11.00: Léttskýjađ, NNA 5 m/s, 2,3 °C
Ţátttakendur: Fjallkonur. 10 göngumenn og einn hundur.
GSM samband: Já, 4G
Gestabók: Nei
Gönguleiđalýsing: Greiđfćrar skriđur og melar, grónir ađ hluta. Spordrjúg leiđ umhverfis svipmikiđ fjall. Ekki komiđ niđur á upphafsstađ. Upphaf viđ Síldarmannabrekku og endađ viđ hvalstöđina.

Facebook-status: Takk fyrir daginn elskur. Ţađ má segja ađ viđ höfum sloppiđ viđ ađ ţyrla upp miklu ryki á Ţyrli í dag. Frábćr ganga í enn betri félagsskap! 

Heimildir
Brúin yfir Bláskeggsá - RUV.is, 25.4.2010
Íslensk fjöll - Gönguleiđir á 151 tind
Helgusund - Morgunblađiđ, 11. ágúst 2003

 

 


Bláfell hjá Kili (1.204 m)

Stór er Íslands eilíf mynd
   - Enn er tjaldiđ dregiđ frá:
Bláfell upp í ljómans lind
Lyftist hreint úr daggarsjá
Móđir guđs hinn tigna tind
Tásu hvíta breiđir á.
       (Jóhannes úr Kötlum (Leiksviđ)

 

Ţađ eru fjögur Bláfell á landinu bláa. í fjallgöngunni var gengiđ á góđa veđurspá međ Ferđfélagi Ísland og markmiđiđ ađ bćta bláu felli í litasafniđ ásamt 60 öđrum söfnurum. Fyrir valinu var Bláfell hjá Kili (1.204 m) En fjöll međ litanöfnum eru eftirfarandi:

Rauđafell, Grćnafell, Bláfell, Svartafell/Svartfell, Hvítafell/Hvítfell og Gráfell.

Mörg örnefni á Íslandi tengjast litum, t.d. Rauđhólar, Rauđisandur og Rauđifoss, og eru rauđir litir í örnefnum oftast skýrđir međ lit berggrunns eđa jarđefna. Hins vegar tengist blár litur í örnefni oftast fjarlćgđ og skýrist af áhrifum andrúmsloftsins á ljós. Grćnn litur tengist yfirleitt gróđri.

Annars ţarf mađur ađ herđa sig, ađeins kominn međ Svartfell í safniđ. Einnig Grćnudyngju en spurning hvort hún teljist međ.

Bláfell er raunar fyrir sunnan Hvítárvatn og engan veginn á Kili, en ţetta er mikiđ fjall og fagurt og girnilegt til fróđleiks. Ţađ er ílangt nokkuđ í stefnu NA-SV, og hátindurinn, 1204 m., lítill um sig, en allbrattur, er framan til viđ miđju og skilinn af skarđi frá norđurbungu fjallsins, sem er nokkru lćgri, 1160 m. Bláfell er úr móbergi og bólstrabergi upp undir brúnir, en grágrýtislögum ţar fyrir ofan. Ađ ţessu leyti má ţađ teljast til ţeirrar fjallgerđar, sem nefnd hefur veriđ stapi. Felliđ hefur orđiđ til á hinu grimma, nćstsíđasta jökulskeiđi ísaldarinnar. Ţegar aftur kólnađi á síđasta skeiđi ísaldarinnar, lagđist jökullinn yfir Bláfell á nýjan leik og mýkti ásýnd ţess og gerđi óreglulegt. Minnir mig á Úlfarsfell.

Bláfell sést víđa ađ og ţjóđsögur um bergrisann Bergţór sem ţar hefur búsetu eru vel ţekktar. Ekki fundum viđ Bergţórshelli og ketilinn stóra međ rjúpnalaufum.

Ţrátt fyrir ađ ţjóđvegurinn yfir Kjöl liggi viđ rćtur fjallsins og tiltölulega auđvelt sé ađ ganga á fjalliđ, fara sárafáir ţangađ upp.

Geysivítt útsýni er af Bláfelli. Einbeitum okkur fyrsta af jöklunum en ţeir verđa ekki í bođi eftir 200 ár ef ekki nćst ađ ađ koma böndum á hamfarahlýnun af mannavöldum. Ef horft er á jöklaseríuna sem er í bođi ţá er er fyrst ađ nefna Langjökul međ tignarfaldinn hvíta og Jarlhettur í forgrunni. Í vestri eru Ţórisjökull og Geitlandsjökull og yfir Langjökli sést Eiríksjökull. Hrútfell, annar stćđilegur stapi, međ jökulhettu á kolli. Til hćgri sést Hofsjökull breiđa úr sér en síđa taka viđ Kerlingarfjöll međ sínar fannir. Í miklum fjarska yfir Kerlingarfjöll, sést til Tungnafellsjökuls og Vatnajökuls frá Bárđarbungu til Örćfajökuls.

Í suđri sér til Eyjafjallajökuls, einnig hluta af Mýrdalsjökli. Í vestri sér í jökullaust Ok og ţá er jöklahringnum lokađ. Ég saknađi ţó Tindfjallajökuls en Hekla skyggir á hann.

Örnefni utan jökla eru Jarlhettur tignarleg 15 km röđ mishárra tinda og fylgdu okkur alla leiđ. Geldingafell er nćst Bláfelli og handan er Skálpanesdyngjan og móbergsstapinn Skriđufell sem gengur út í Hvítárvatn. Norđan vatnsins er Leggjabrjótur, mikil dyngja  međ sinn stóra gíg, Sólkötlu á kolli og Kjalfell sem Kjalvegur dregur nafn af.

Í ríki Vatnajökuls sést Hamarinn og Kerlingar, Tungnárfjöll og Fögrufjöll međ dökkan Sveinstind viđ Langasjó. Í suđri ber mikiđ á Heklu og Vestmannaeyjar sjást. Vörđufell á Skeiđum, Hestfjall, Hestvatn og Mosfell sem viđ keyrđum framhjá. Ingólfsfjall, Apavatn, Bjarnarfell og Sandfell. Útfjöllin: Rauđafell, Högnhöfđi og Kálfstindur. Síđan Hlöđufell og Skjaldbreiđur. Á milli ţeirra er Ármannsfell. Í forgrunni er Klakkur umvafinn tignarfaldinum hvíta.

Bláfell

Gangan hófst viđ bílastćđi á móts viđ Illagil viđ Bláfellsháls og var gengiđ um mela ađ fjallsrótum.. Ţegar á háfjalliđ er komiđ er afar víđsýnt til allra átta.

Dagsetning: 27. október 2019
Hćđ í göngubyrjun: 570 metrar, Bláfellsháls (N: 64.29.814 – W:19.55.416)
Bláfell - hnjúkur: 1.204 m (N: 64.29.287 – W: 19.51.525)
Hćkkun göngufólks: 634 metrar
Uppgöngutími: 170 mínútur (10:30 – 13:20)
Heildargöngutími: 300 mínútur (10:30 – 15:30)
Erfiđleikastig: 2 skór
Vegalengd: 8 km
Veđur - Hjarđarland kl. 12.00: Heiđskýrt, NA 2 m/s, -0,4 °C, raki 53%
Ţátttakendur: FÍ, gengiđ á góđa spá. 60 göngumenn 2 hundar og 22 bílar.
GSM samband: Já, 4G
Gestabók: Nei
Gönguleiđalýsing: Greiđfćrir melar ađ fellsrótum. Síđan tekur viđ móbergshella međ lausamöl, skriđur og snjór í efri hluta. Stórgrýtt efst. Gengiđ á allt of sjaldan.

Facebook-status: Takk fyrir frábćran dag á einhverju besta útsýnisfjalli landsins!

 

Heimildir
Fjallajarđir og Framafréttur Biskupstungna – FÍ 1998
Íslensk fjöll - Gönguleiđir á 151 tind
Íslenskar ţjóđsögur og ćvintýri – Jón Árnason


Nćsta síđa »

Um bloggiđ

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Mars 2021
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

 • IMG 4410
 • IMG 4385
 • IMG 4421
 • Á afskekktum stað
 • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (1.3.): 53
 • Sl. sólarhring: 63
 • Sl. viku: 236
 • Frá upphafi: 194558

Annađ

 • Innlit í dag: 40
 • Innlit sl. viku: 203
 • Gestir í dag: 39
 • IP-tölur í dag: 38

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband