Fćrsluflokkur: Menning og listir

Ísmađurinn Ötzi – ferđalangur frá koparöld

Ţađ var áhrifarík stund ađ sjá endurgerđ af Ísmanninum Ötzi í Fornminjasafninu í Bolzano höfuđborg Suđur-Týrol á dögunum.  Manni fannst orđiđ vćnt um Ísmanninn međ dökku augun eftir ferđalag um safniđ og harmađi sorgleg örlög hans en líklega vissu ćttingjar hans og vinir ekkert um endalok Ötzi. Hann skilađi sér ekki heim fyrr en 53 öldum síđar eftir ađ hafa horfiđ í jökulinn og var hvalreki fyrir vísindamenn nútímans en múmían og 70 hlutir sem hann hafđi međferđis gefa ómetanlegar upplýsingar um samtíđ hans. Ötzi er ein elsta múmía sem fundist hefur og var uppi á koparöld. Múmían fannst í 3.200 metra hćđ í Ölpunum viđ landamćri Austurríkis og Ítalíu. Kostađi líkfundurinn milliríkjadeilur og eftir leiđinda ţvarg í nokkur ár komust menn ađ ţeirri niđurstöđu ađ Ötzi vćri Ítali ţó hann talađi ekki ítölsku.

Safniđ er á fimm hćđum og á neđstu hćđum eru gripir sem Ötzi var međ í ferđ og klćđnađur. Góđar útskýringar á ţrem tungumálum en mikiđ af ferđamönnum truflađi einbeitningu viđ lestur. Hópur af fornleifafrćđingum hefur endurgert allan hans útbúnađ alveg niđur í smćstu einingar: bogann, bakpokann, öxina sem hann bar viđ beltiđ, lendarskýlu og höfuđfat. Ötzi var einnig međ skyndihjálparbúnađ međ sér, svo vel voru menn búnir.

Á annarri hćđ er hćgt ađ sjá múmíuna en hún er geymd í frysti sem er viđ 6 gráđu frost og 99% raka. Lítil birta er í salnum og ţegar mađur kíkir inn um lítinn glugga ţá sér mađur litla nakta glansandi mannveru, brúna á lit međ vinstri höndina yfir bringuna og ekki laust viđ ađ glott sé á vör.  

Á ţriđju hćđ er endurgerđin og ţá smellur allt saman. Stćltur Ísmađurinn, lágvaxinn međ liđađ dökkbrúnt hár,  skeggjađur og lífsreyndur nćstum ljóslifandi mćttur og glottir til manns íklćddur helstu fötum og áhöldum. Merkileg upplifun.   Ţessi endurgerđ minnti mig á einleikara vestur á fjörđum, Elvar Loga Hannesson!

Heilsufar Ötzi - Elsti ţekkt hjartasjúklingurinn

Ţađ sem mér finnst merkilegt eftir ađ hafa kynnt mér sögu Ötzi er heilsufariđ en ţađ eru svipađir sjúkdómar og viđ eigum viđ ađ glíma í dag. Engin persónuvernd er fyrir múmíur!   

Ötzi var 46 ára ţegar hann var myrtur og ţađ er hár aldur fyrir fólk á koparöld. Hann átti viđ hjarta- og ćđasjúkdóm ađ glíma, kölkun í kransćđum og víđar. Helstu áhćttuţćttir fyrir sjúkdóminum í dag eru ofţyngd og hreyfingarleysi en ţađ átti ekki viđ Ötzi sem var 50 kíló og 160 cm á hćđ og nokkuđ stćltur. Hjarta- og ćđasjúkdómar eru ţví ekki tengdir siđmenningunni heldur eru ţeir geymdir í erfđaefni okkar.

Ötzi átti einnig viđ liđagigt ađ glíma og hefur hún olliđ honum miklum kvölum. Hann var í nálastungumeđferđ viđ kvillanum og til ađ lina ţjáningar og stađsetja sárustu stađina voru sett húđflúr, 61 strik. Einnig fundust ör á skrokknum og merki um ađ lćkningarjurtum hafi veriđ komiđ fyrir undir húđinni til ađ minnka ţjáningar. Allt er ţetta stórmerkilegt og telst til óhefđbundinna lćkninga í dag. Ţađ hafa ţví orđiđ litar framfarir viđ lćkningu liđagigtar á 5.300 árum. Alltaf sami sársaukinn og orsakir enn óţekktar en erfđir og umhverfi skipta máli.

Í erfđamengi Ötzi fundust ummerki borrelia, ćtt baktería sem smitast af mítlum sem valda smitsjúkdómi sem kallast Lyme borreliosis. Ţessi uppgötvun, fyrir utan ađ vera elsta dćmiđ um sjúkdóminn, skjalfestir hversu hćttulegir mítlar voru mönnum jafnvel fyrir 5.000 árum.

Ekki er sjúkralistinn tćmdur. Ötzi átti viđ laktósaóţol ađ glíma en einnig fannst svipuormur í meltingarvegi en ţađ er algengur sjúkdómur í dag. Lungun voru óhrein, voru eins og í reykingarmanni, sótagnir hafa sest í lungum vegna setu viđ opinn eld.

Tennur voru slitnar og neglur geyma sögu um langvarandi veikindi. Andlega hliđin er ekki eins auđlesin.

 

Hvađ gerđi Ötzi?

Ötzi var hirđir frá koparöld eđa kannski ferđamađur, seiđkarl, stríđsmađur, kaupmađur, veiđimađur,  ađ leita ađ málmi, eđa … kenningar um hann eru alltaf ađ breytast.

En á ţessum árum ţurftu men ađ ganga í öll störf til ađ komast af og ţví erfitt ađ skilgreina starfsheiti sem tengist nútímanum en starfiđ ţúsundţjalasmiđur kemur í hugann.  Ljóst er ađ vopn sem hann bar sýna ađ hann var í hátt settur í samfélaginu en kenningar hafa komiđ upp um ađ hann hafi veriđ kominn á jađar samfélagsins. Utangarđsmađur.

Dauđi Ötsi

Ţađ tók nokkur ár ađ finna út ađ Ötzi hafđi veriđ myrtur. Ummerki eftir ör fundust ofarlega á bakinu. Hann hafđi veriđ drepinn uppi á fjöllum af óţekktum ástćđum af einhverjum sem enginn veit hver var. Guđmundar- og Geirfinnsmál koma í hugann.

En líklega var ţetta ekki ránmorđ, ţví verđmćt öxi og fleiri vopn og hlutir voru látin í friđi. Mögulega var hjörđinni hans rćnt. En ţađ fundust áverkar á múmíunni eftir átök nokkru áđur og mögulegt ađ eitthvađ uppgjör hafi átt sér stađ hátt upp í fjöllum.  Ötzi hafi helsćrđur eftir árásina komist undan, náđ ađ brjóta örina frá oddinum og fundiđ góđan stađ í gili innan um stór björg. Ţar hefur áhugavert líf hans endađ, líklega út af áverkum eftir örina frekar en ofkćlingu. Giliđ sem geymdi líkiđ varđ hin fullkomna frystikista og roföflin komust ekki ađ. Jökullinn varđveitti hann helfrosinn og gripi hans og skilađi honum til baka međ ađstođ loftslagsbreytinga úr fađmlagi sínu um haustiđ 1991 er Ţýsk fjallgönguhjón fundu hann utan alfaraleiđar.

En stórmerkilegur fundur múmíunnar hefur svarađ mörgum spurningum en einnig vakiđ fjölmargar ađrar spurningar og sífellt bćtist viđ ţekkinguna enda enginn mannvera veriđ rannsökuđ jafn mikiđ. Sumum spurningum verđur aldrei svarađ.

Ötzi

Stćltur Ísmađurinn, lágvaxinn, 160 cm, 50 kg og skónúmer 38. Lífsreyndur og glottir til manns íklćddur helstu fötum og áhöldum. Merkileg upplifun. Ţessi endurgerđ minnti mig á einleikara vestur á fjörđum, Elvar Loga Hannesson!

Heimildir


200 ár frá fćđingu Sölva Helgasonar - Sólon Íslandus

Líkt og Kristur forđum
varstu krossfestur af lýđnum
sem til leti taldi heimspeki og list
Hög var hönd og hugur ţinn
og ađ ţér hćndust börnin
og marga heita konu fékkstu kysst (Magnús Eiríksson)

Ţann 16. ágúst eru 200 ár síđan Sölvi Helgason, flakkari, listamađur og spekingur fćddist á bćnum Fjalli í Sléttuhlíđ í Skagafirđi, á ströndinni viđ ysta haf.

Ég hafđi helst heyrt um Sölva í gengum lagiđ Sölvi Helgason flutt af hljómsveitinni Mannakorn.  Í fyrrasumar fór ég á Kjarvalsstađi en ţar voru ţrjár sýningar. Ein af ţeim var Blómsturheimar sem tileinkuđ var verkum Sölva. Listfrćđingur lóđsađi okkur um sýningarnar og sagđi frá 18 nýjum verkum Sölva frá Danmörku. Mér fundust blómamyndirnar ekkert sérlega spennandi, mikil endurtekning en blöđ sem Sölvi hafđi skrifađ á vöktu athygli mína. Ţađ voru örsmáir stafir međ fallegri rithönd á ţéttskrifuđu blađi, allt gjörnýtt.  Listfrćđingurinn var spurđur út í ţetta og svariđ var augljóst.

Skrift Sölva var frábćr, og kunni hann margbreytta leturgerđ. Venjulega skrifađi hann svo smátt, ađ ólćsislegt var međ berum augum. Gerđi hann ţađ bćđi til ađ spara blek og pappír og eins til ađ sýna yfirburđi sína í ţví sem öđru. Ţá gat fólkiđ, sem alltaf var á ţönum í kringum hann, síđur lesiđ úr penna hans, ţví ađ ekki skorti ţađ forvitnina. Annars var ţađ víst litlu nćr, ţótt ţađ gćti stafađ sig fram úr nokkrum línum. Ţađ svimađi um stund af ofurmagni vizku hans. Ţađ var allt og sumt.   (Sólon Íslandus II, bls. 286.)

Minnisvarđinn

Eftir ţessa sýningu vissi ég ađeins meira um Sölva en fyrir ađra tilviljun kynntist ég lífshlaupi Sölva eđa Sólon Íslandus í sumar er ég heimsótti Skagafjörđ.  Ég heimsótti minnisvarđa um Sölva viđ bćinn Lónkot í Sléttuhlíđ og lagđi rauđa rós viđ minnisvarđann.  Ţar frétti ég ađ til vćri bók um hann, Sólon Íslandus eftir Davíđ Stefánsson frá Fagraskógi.  Ţví var ákveđiđ ađ fá hana lánađa og lesa bindin tvö eftir farsćla dvölina nálćgt Sléttuhlíđ.

Minnisvarđi Sölvi Helgason

Ég sé Sölva Helgason fyrir mér ţar sem hann situr á skýjahnođra yfir Sléttuhlíđ í Skagafirđi. Augu hans flökta en stađnćmast viđ minnisvarđan í Lónkoti. Rósin ţín og styttan mynna okkur á ađ einu sinni fyrir löngu var förumađur á Íslandi sem lifđi í eigin heimi. Hann reyndi ađ opna augu samferđa fólks síns á sjálfum sér í máli og myndum. Engin skildi hann fyrr en eilífđin hafđi sléttađ yfir sporin hans.”  -GT

 

Sólon Íslandus

Ég hafđi gaman af lestri bókarinnar og hjálpađi dvöl mín mikiđ og gaf nýtt sjónarhorn. Ég áttađi mig miklu betur á landinu, heiđunum og kraftinum í hafinu sem Davíđ lýsir svo meistaralega vel.  Skáldsagan segir á sannfćrandi hátt frá lífshlaupi Sölva sem tekur sér nafniđ Sólon Íslandus og er spegill á 19. öldina. Ţađ kom á óvart ţegar fréttist ađ Davíđ vćri ađ skrifa bók um Sölva  sem kom út áriđ 1940 en ţađ er snjallt hjá höfundi ađ nota förumann til ađ ferđast um Ísland á ţessum hörmungar tímum ţar sem vistarbönd voru viđ lýđi og alţýđufólk mátti ekki ferđast á milli sýslna án reisupassa.  Sagan er listilega vel skrifuđ međ mikiđ af fallegum gömlum orđum  sem sýnir hvađ Davíđ hefur mikiđ vald yfir tungumálinu og lifđi ég mig vel inn í tímann fyrir 200 árum. Gagnrýnendum finnst hann draga ókosti Sölva meira fram en kosti í sögulega skáldverkinu. Persónusköpun er góđ og margar persónur mjög eftirminnilegar.

Erfiđri ćsku sem mótađi hann er lýst mjög sannfćrandi og fallegu sambandi hans viđ móđur hans en hún lést er hann var á unglingsaldri. Fađir hans ofdekrađi hann en lést er Sölvi var fjögurra ára.  Samband stjúpföđur hans var byggt á hatri.  Eftir ađ hann varđ munađarlaus fór hann á flakk eđa gerđist landhlaupari. Mögulegt er ađ ţessi áföll hafi gert hann sinnisveikan.

Frelsiđ

En Sólon Íslandus lét ekkert stöđva sig. Örlögin höfđu synjađ honum ţeirrar náđar, ađ stunda  bókvísi á skólabekk. Líkamlegt strit var honum ósambođiđ. Hann barđist fyrir frelsis. Frjálsborinn mađur,  hann vari hvorki hreppakerling né glćpamađur, heldur frjálsborinn höfđingi og spekingur, sjálfráđur ferđa sinna.  Jarđhnötturinn var hans heimili.

Ţessi afstađa hans kostađi sitt og eyđilagđi bestu ár lífs hans. Ţegar Sölvi var 23 ára var hann handtekinn og ákćrđur fyrir flćking og ađ falsa yfirnáttúrlegan  reisupassa. Hann fékk dóm upp á 27 vandarhögg.  Nokkrum árum síđar var hann aftur ákćrđur fyrir lausamennsku og flakk. Hann uppskar  fleiri vandarhögg . Áriđ  1854 var hann síđan dćmdur til ţriggja ára betrunarvistar í Danmörku. Sölvi stóđ međ sjálfum sér.

Ţegar hann kom til Íslands  hélt hann flakkinu samt áfram og helgađi sig enn meir málaralistinni. En lífiđ var barátta og sýn bćnda var sú ađ fólk hafđi annađ ađ gera í fjallkotunum en ađ góna út í loftiđ. Lifđi ekki af fegurđ, heldur striti.

En Sölvi svarađi: Er ţađ ekki vinna ađ ferđast um landiđ og gera af ţví uppdrćtti og kort? Er ţađ ekki vinna ađ stunda vísindi og listir?

Í fari hans fór saman brengluđ sjálfsímynd, lituđ af oflćti, en jafnframt ókyrrđ og stefnuleysi, sem ţóttu almennt vera ógćfumerki. Sumir kölluđu hann loddara en ađrir snilling. (bls. 120 FÍ árbók 2016)

Allt eru ţetta sjálfsögđ réttindi í dag, ađ geta ferđast um landiđ og einstök barátta hans viđ embćttismannakerfiđ. Aldri gafst hann upp.   Ţarna rannsökuđu og dćmdu sýslumenn í sama málinu, mannréttindabrot voru framin.

Saga Sölva á vel viđ í dag, blökkumenn í Bandaríkjunum eru í sömu baráttu, samkynhneigđir og fleiri. En Sölvi var einn í baráttunni, ólíkt Rosa Parks sem neitađi ađ standa upp fyrir kúgurum sínum. Enginn skildi hann.

Eins dáist ég af sjálfstrausti hans og seiglu, standa upp í hárinu á embćttismönnum og geta lifađ á heiđum Íslands en veđur voru oft slćm.

Sölvi lést 20. október 1895, 75 ára ađ aldri á Ysahóli í sömu sveit og hann fćddist. Vistarbandiđ sem hélt honum föngnum hćttir á ţessum tíma.

En hver er arfleiđ Sölva?  Mannréttindabarátta og listaverk. En hann er frumkvöđull í málaralist á Íslandi. Frjáls og sjálflćrđur listamađur međ nýja stefnu sem fólk skildi ekki. Honum var ýtt til hliđar, hann er naivisti, en ţađ sem hann gerđi spratt úr hans eigin hugarheimi. Blómin eru ekki íslensk fjallablóm heldur úr hans fantasíu heimi. 

Einnig er óútgefiđ efni á Ţjóđminjasafninu. Ţar á međal Saga Frakklands en hann var undir áhrifum frá frelsandi Frakklandi.

Eftir ađ hafa frćđst um Sölva, ţá hefur hann vaxiđ mikiđ í áliti hjá mér ţó hann hafi veriđ erfiđur í samskipum og blómamyndirnar verđa áhugaverđari og fallegri. Mćli međ lesti á bókinni Sólon Íslandus, ţađ er skemmtileg lesning. 

En best er ađ enda ţetta á lokaorđum Ingunnar Jónsdóttur í Eimreiđinni 1923 en hún kynntist Sölva á efri árum en ţá voru enn miklir fordómar út í lífsstíl Sölva: “En alt fyrir ţađ hefir mér ekki gengiđ betur en öđrum ađ ráđa ţá gátu, hvort hann var heimspekingur eđa heimskingi.”

Listaverk Sölvi Helgason

Heimildir:
Árbók Ferđafélags Íslands, 2016
Eimreiđin, tímarit 1923.
Harpa Björnsdóttir, ruv.is 2019.
Sólon Íslandus, Davíđ Stefánsson 1940.
Sölvi Helgason, listamađur á hrakningi, Jón Óskar 1984.


Hornafjarđarmanni - Íslandsmót

Íslandsmót í Hornafjarđarmanna verđur haldiđ síđasta vetrardag í Breiđfirđingabúđ. Keppt hefur veriđ um titilinn frá árinu 1998 og hefur Albert Eymundsson veriđ guđfađir keppninnar. Nú tekur Skaftfellingafélagiđ í Reykjavík viđ keflinu.

HumarManniŢađ er mikill félagsauđur í Hornafjarđarmanna. Hann tengir saman kynslóđir en Hornafjarđarmanninn hefur lengi veriđ spilađur eystra og breiđst ţađan út um landiđ, međal annars međ sjómönnum og ţví hefur nafniđ fest viđ spiliđ.

Taliđ er ađ séra Eiríkur Helgason í Bjarnanesi (1892-1954) hafi veriđ höfundur ţess afbrigđis af manna sem nefnt hefur veriđ Hornafjarđarmanni.

Til eru nokkur afbrigđi af Manna, hefđbundinn manni, Trjámanni, Laugarvatnsmanni og Hornafjarđarmanni og sker sá síđastnefndi sig úr ţegar dregiđ er um hvađ spilađ verđur. En mögulegir samningar eru sex talsins:  nóló, grand, hjarta, spađi, tígull og lauf.

Spilareglurnar eru einfaldar og lćrist spiliđ mjög fljótt. Ţađ er hentugt keppnisform fyrir mismunandi fjölda spilara. Fyrst er forkeppni og eftir hana er útsláttarkeppni.  Eftir stendur einn sigurvegari, sá sem fćr flest prik. Hornafjarđarmanni er samt sem áđur meira leikur en keppni.

Albert Eymundsson endurvakti Hornarfjarđarmanna til vegs og virđingar ţegar Hornafjörđur hélt upp á 100 ára afmćli bćjarins 1997 og hefur síđan veriđ keppt um Hornafjarđarmeistara-, Íslandsmeistara- og Heimsmeistaratitil árlega.  

Síđasta vetrardag, 18. apríl, verđur haldiđ Íslandsmeistaramót í Hornafjarđarmanna og eru allir velkomnir. Spilađ verđur í Breiđfirđingabúđ, Faxafeni 14 og hefst keppnin kl. 20.00. Góđir vinningar. Ađgangseyrir kr. 1.000, innifaliđ kaffi og kruđerí, ţar á međal flatkökur međ reyktum Hornafjarđarsilungi.

Sigurvegarinn fćr sértakan farandverđlaunagrip sem Kristbjörg Guđmundsdóttir hannađi og hýsir í ár.


Refurinn ***

Refurinn eftir Sólveigu Pálsdóttur er fjórđa saga höfundar.  Sögusviđ bókarinnar er í Höfn í Hornafirđi og Lóninu.  Ţetta er ţví áhugaverđ bók fyrir Hornfirđinga og nćrsveitarmenn.

Höfundur hefur kynnt sér umhverfiđ ágćtlega. Ýmsum raunverulegum hlutum er fléttađ inn í söguna. Flugvöllurinn, Kaffihorniđ, herstöđin á Stokksnesi og landsmálablađiđ Eystrahorn koma viđ sögu. Einnig  Hafnarbraut,  Náttúrustígurinn og í lokin einbreiđa brúin yfir Hornafjarđarfljót.

Einangrun en meginţemađ.  Einangrun bćjarins Bröttuskriđur austast í Lóni nálćgt Hvalnesskriđum. Einangrun söguhetjunnar vegna ólíks menningarlćsis og einangrun löggunnar Guđgeirs.

Hafnarbúar koma vel út, eru hjálpsamir, sérstaklega flugafgreiđslumađurinn enda líta innfćddir Hornfirđingar á ferđaţjónustuna sem ţjónustu en ekki iđnađ.

En söguhetjurnar eru ekki fullkomnar frekar en annađ fólk. Söguhetjan Sajee er frá Sri Lanka og skilur íslenskt talmál bćrilega en er međ lélegan lesskilning.  Hún kemur fljúgandi til Hornfjarđar og átti ađ hefja vinnu viđ snyrtistofu Hornafjarđar en ţađ var blekking. Hjálpsamur hóteleigandi finnur rćstingarvinnu fyrir hana á Bröttuskriđum undir hrikalegu Eystrahorni í nábýli viđ álfa og huldufólk. Ţar búa mćđgin sem eru einöngruđ og sérkennileg. Sajee leiđist vistin og vill fara en er haldiđ fanginni. Engin saknar hennar ţví hún á ekki sterkt bakland á Íslandi.

Fyrrverandi lögregluţjónn sem vinnur hjá Öryggisţjónustu Hornafjarđar fćr ţó áhuga á afdrifum erlendu konunnar og hefur eigin rannsókn. Ţá hefst óvćnt flétta sem kom á óvart en bókarhöfundur hafđi laumađ nokkrum upplýsingum fyrr í sögunni.  Ţađ er ţví gaman ađ sjá hvernig kapallinn gengur upp.

Ágćtis krimmi međ #metoo bođskap, saga sem batnar ţegar á bókina líđur.

Refurinn 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tenglar:

Salka bókaútgáfa: https://cdn.shopify.com/s/files/1/1090/3582/products/Refurinn_web_1024x1024.jpg?v=1509525051

Kiljan: 

http://www.ruv.is/sarpurinn/klippa/solveig-palsdottir-segir-fra-bok-sinni-refurinn

Skáld.is: 

https://www.skald.is/single-post/2017/10/27/Hva%C3%B0-getur-gerst-%C3%BEegar-%C3%B6rv%C3%A6nting-og-%C3%B3tti-tekur-v%C3%B6ldin---Vi%C3%B0tal-vi%C3%B0-S%C3%B3lveigu-P%C3%A1lsd%C3%B3ttur


Myrkriđ veit ****

Bókin Myrkriđ veit eftir Arnald Indriđason er áhugaverđ bók enda varđ hún söluhćsta bók ársins.

Í ţessari glćpasögu er kynntur nýr rannsóknarlögreglumađur til leiks, Konráđ heitir hann og kynnist mađur honum betur međ hverri blađsíđu. Hann er nokkuđ traustur og áhugaverđur, flókinn ćska og međ brotinn bakgrunn, visna hönd og persónuleg vandamál eins og allir norrćnir rannsóknarlögreglumenn.  Í lok sögunnar kemur skemmtilega útfćrt tvist á karakter Konráđs.

Ţađ sem er svo áhugavert viđ bćkur Arnaldar er persónusköpun hans og hvernig hann kynnir hverja og eina persónu til leiks.  Einnig er tćkni höfundar góđ viđ ađ setja lesandann niđur í tíđarandann. Fólk sem komiđ er á miđjan aldur kannast viđ mörg atriđi sem fjallađ er um og getur samsamađ sér viđ söguna. 

Dćmi um ţađ er Óseyrarbrúin og Keiluhöllin í Öskjuhlíđ. Ţessi mannvirki koma viđ sögu og fléttast inn í sögusviđiđ og gera söguna trúverđugri.  Ég fletti upp hvenćr mannvirkin voru tekin í notkun og stenst ţađ allt tímalega séđ.  Keiluhöllin var tekin í notkun 1. febrúar 1985 og Óseyrarbrú 3. september 1988. Stafandi forsćtisráđherrar voru ađal mennirnir viđ vígsluathafnirnar.

En í sögunni eru ţrjú tímabil,  morđiđ á Sigurvin áriđ 1985, bílslys áriđ 2009 og sagan lokarannsókn Konráđs sem kominn er á eftirlaun áriđ 2016.

Einnig er falleg sena um Almyrka á tungli á köldum morgni á vetrarsólstöđum áriđ 2010 en ţá yfirgefur eiginkona Konráđs jarđlífiđ. Allt gengur ţetta upp. Annađ sem er tákn í sögum Arnaldar er bíómyndir en ţćr koma ávallt viđ sögu, rétt eins og jarđarfarir í myndum Friđrik Ţórs.

Sögusviđiđ ţarf ađ vera nákvćmt fyrir Íslendinga. Eđa eins og Ari Eldjárn orđađi svo skemmtilega í spaugi um kvikmyndina Ófćrđ:  „Hvernig eiga Íslendingar ađ geta skiliđ myndina ţegar mađur gengur inn í hús á Seyđisfirđi og kemur út úr ţví á Siglufirđi.“

Toppurinn í nostalgíunni er innslagiđ um rauđvíniđ The Dead Arm, Shiraz  frá Ástralíu.   (bls. 186)  - Sniđug tengin viđ visnu höndina og lokasenuna en víniđ er stađreynd.

Eini gallinn í sögunni og gerir hana ósannfćrandi er ađ Arnaldur hefur gleymt verđbólgudraugnum, peningar sem finnast í íbúđ virđast ekkert hafa tapađ verđgildi sínu.

Ég var einnig hrifin af elementum sem koma viđ sögu í bókinni en jökull, brýr loftslagsbreytingar, léttvín og kvótakerfiđ koma viđ sögu. Einnig minnir líkfundurinn í Langjökli mann á Geirfinns og Guđmundarmál, endurupptaka en jöklarnir vita svo margt.

Myndlíkingin viđ Ölfusá er tćr skáldasnilld hjá Arnaldi, ţegar ein sögupersónan situr ţar og horfir í fljótiđ en jökullin sem er ađ bráđna geymdi líkiđ í 30 ár.

Ţađ er einnig húmor og léttleiki í sögunni, meiri en ég hef átta ađ venjast frá Arnaldi.

Sem sagt vel skrifuđ og fléttuđ bók en glćpurinn og lausn hans er frekar óspennandi og liggur stundum í dvala.

Myrkriđ veit

Hönnun á bókarkápu er glćsileg, form andlit í jöklinum. Vel gert.

 

Tenglar:

Óseyrarbrú - http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=122021&pageId=1688158&lang=is&q=%D3seyrarbr%FA

Keiluhöllin - http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=119930&pageId=1605489&lang=is&q=KEILUH%D6LLIN%20Keiluh%F6llin

Almyrkvi tungls - http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=339641&pageId=5343991&lang=is&q=tungl%20tungl


Siglunes á Barđaströnd

Frá Siglunesi var róiđ um aldir og sagt er: Sá sem frá Siglunesi rćr – landi nćr.

Siglunes er úrvörđur Barđastrandar til vesturs og lífhöfn sjófarenda en útvörđur í austri er Vatnsfjörđur.

Siglunes liggur yst á Barđaströnd viđ opinn Breiđafjörđinn og andspćnis Snćfellsnesi krýndu samnefndum jökli.

Siglunesiđ býđur upp á fjöruferđ, ferđ upp til fossa og ađ fjárrétt undir sjávarbökkum. Siglunesá rennur niđur fjalliđ og gengum viđ upp međ ánni og geymir hún fjóra fossa Hćstafoss, Undirgöngufoss, Háafoss og Hundafoss. Útsýni mjög gott yfir hluta Barđastrandarinnar.

Síđan var fariđ út á Ytranes og  svćđi ţar sem verbúđir voru um aldir. Viđ sáum fimm seli og nokkur úrgang, mest frá nútíma útgerđ.  Dásamlegt ađ ganga berfćttur í gylltum heitum sandinum til baka međ stórkostlegt útsýni út og yfir Breiđafjörđ á jökulinn sem logar.

Ţegar komiđ var aftur ađ Siglunesi var komiđ ađ Naustum, bćr Erlendar Marteinssonar. Austurhliđin hefur látiđ á sjá en er inn var komiđ ţá sást eldavél. Ekki gerđu menn miklar kröfur til ţćginda. Bćrinn var byggđur 1936 og bjó Erlendur til ársins 1962. Innviđin í bćinn komu úr kaupfélaginu í Flatey - ţađ leiddi okkur á ađrar slóđir og ţćr hvernig alfaraleiđir lágu um Breiđafjörđinn. Ţetta er hrein endalaus uppspretta heillandi sögu og ummerkja um ţađ hvernig fólkiđ okkar komst af hér á öldum áđur.

Ađ endingu var komiđ viđ ađ gestabók og minnisvarđa um síđust hjónin sem bjuggu ađ Siglunesi.

Hús Erlendar

Ađ Naustum, bćr Erlendar Marteinssonar, austurhliđin hefur látiđ á sjá. Erlendur bjó ţarna til ársins 1962.

Dagsetning: 31. júlí 2017
Gestabók: Já

Heimild:
Barđastrandarhreppur göngubók, Elva Björg Einarsdóttir, 2016


Ţórbergur í Tjarnarbíó

„Sá sem veitir mannkyninu fegurđ er mikill velgerđarmađur ţess. Sá sem veitir ţví speki er meiri velgerđarmađur ţess. En sá sem veitir ţví hlátur er mestur velgerđarmađur ţess.“ - Ţórbergur Ţórđarson

Öll ţrjú bođorđ Ţórbergs eru uppfyllt í ţessari sýningu, Ţórbergur í Tjarnarbíó. Mađur sá meiri fegurđ í súldinni, mađur var spakari og mađur varđ glađari eftir kvöldstund međ Ţórbergi.

Er ungur ég var á menntaskólaárunum, ţá fór ég á Ofvitann í Iđnó og skemmti mér vel. Man mjög vel eftir frábćrum  samleik Jóns Hjartarsonar og Emils Guđmundssonar.  Nýja leikritiđ ristir ekki eins djúpt.

Ef hćgt er ađ tala um sigurvegara í leiksýningunni er ţađ Mamma Gagga sem leikin er af Maríu Hebu Ţorkelsdóttur. Hún fćr sitt pláss og skilar ţví vel. Á eftir verđur ímynd hennar betri. Líklega er ţađ út af ţví ađ međ nýlegum útgáfum bóka hefur ţekking á hlutverki hennar aukist og svo er verkiđ í leikgerđ Eddu Bjargar Eyjólfsdóttur og ţađan kemur femínísk tenging.

Leikmynd er stílhrein og einföld. Viđtal í byggt á frćgum viđtalsţćtti, Mađur er nefndur og spurningar sóttar í viđtalsbók,  í kompaní viđ allífiđ. Sniđug útfćrsla.  Sveinn Ólafur Gunnarsson skilar Magnúsi spyrli og  vel og verđur ekki ţurrausinn.  Friđrik Friđriksson á ágćta spretti sem Ţórbergur. Sérstaklega fannst mér hann góđur ţegar hann tók skorpu í Umskiptingastofunni međ Lillu Heggu í Sálminum um blómiđ. Stórmerkar hreyfimyndir af Ţórbergi ađ framkvćma Mullersćfingar lyfta sýningunni upp á ćđra plan.

Mannbćtandi sýning og ég vona ađ fleiri sýningar verđi fram eftir ári. Meistari Ţórbergur og listafólkiđ á ţađ skiliđ.

Ţórbergur


Kolufoss í Víđidal

Fólki liggur svo á í dag. En ef fólk slakar á leiđ norđur eđa suđur, á milli Blönduós og Hvammstanga, ţá er tilvaliđ ađ heimsćkja Kolufoss í Víđidal. Mjög áhugavert gljúfur Kolugljúfur hýsir fossinn. Glćsilegur foss međ sex fossálum sést vel af brú yfir ána. Gljúfrin eru 6 km frá ţjóđveginum. Tröllskessan Kola gróf gljúfriđ sem skóp fossinn í Víđidalsá.

Í gljúfrum ţessum er sagt ađ búiđ hafi í fyrndinni kona ein stórvaxin er Kola hét og sem gljúfrin eru kennd viđ. Á vesturbakka gljúfranna er graslaut ein sem enn í dag er kölluđ Kolurúm, og er sagt ađ Kola hafi haldiđ ţar til á nóttunni ţegar hún vildi sofa. Ađ framanverđu viđ lautina eđa gljúframegin eru tveir ţunnir klettastöplar sem kallađir eru Bríkur, og skarđ í milli, en niđur úr skarđinu er standberg ofan í Víđidalsá sem rennur eftir gljúfrunum.
Ţegar Kola vildi fá sér árbita er sagt hún hafi seilst niđur úr skarđinu ofan í ána eftir laxi.

Kolufoss

Kolufoss í Víđidalsá, og fellur í nokkrum ţrepum.

Heimild

Mánudagsblađiđ, 3 ágúst 1981


Af stöđumćlum í náttúrunni

Hann Halldór, teiknari Fréttablađsins kann ađ setja fréttir í sérstakt samhengi. Góđur teiknari og húmoristi.  Hér er mynd sem birtist 24. febrúar um ćđiđ í ferđaţjónustunni.

Halldór

En hér er mynd sem ég tók á Hlöđufelli og sýnir gjörning sem tók á móti okkur ţreyttum göngumönnum er toppnum var náđ.

Hlöđufell

Stöđumćlir í 1.186 m hćđ í víđerninu og ćgifegurđ. Kálfatindur og Högnhöfđi á bakviđ.

Sami húmor!


#Ófćrđ

Á sunnudagskvöld verđur uppgjöriđ í #Ófćrđ. Tveir síđustu ţćttirnir sýndir í beit. Ţetta verđur gott sjónvarpskvöld.

Ég er međ kenningu um skúrkinn.  Lćt hana flakka svona rétt fyrir opnun. Einnig mögulegar fléttur.

Geirmundur er ekki dauđur. Hann er skúrkurinn, hann kveikti elda. Líkiđ er af óheppnum Litháa. Niđurstöđur DNA eiga eftir ađ leiđa ţađ í ljós. Einnig ađ blóđiđ á vélsöginni sé af hreindýri ekki líkinu sem Siggi hurđaskellir flutti á haf út.

Eiríkur sem Ţorsteinn Gunnarsson leikur er arkitektinn á bakviđ brunann í frystihúsinu, hann og Geirmundur tendruđu elda til ađ svíkja út tryggingabćtur. Dóttir Eiríks var óvćnt inni.

Hótelstjórinn, Guđni hefur tekjur af mannsali rétt eins og fatasaumarinn í Vík. Frystihúsastjórinn Leifur er óheppin ađ tengjast ţví sem og  Dvalinn, sá fćreyski sem er ekki góđur pappír.

Kolbrún kona Hrafns er arkitektinn á bakviđ nýhafnarspillinguna ásamt fermingarsystkinum.

Trausti SAS-rannsóknarlögreglumađur á ţátt í hvarfi Önnu í málinu sem Andri átti ađ hafa klúđrađ.

Bárđur hasshaus á eftir ađ áreita eldri stúlkuna.

Sigvaldi nýi kćrastinn og Ásgeir lögga hafa of mikla fjarvistarsönnun ađ mínu mati. Ásgeir á eitt lekamál á samviskunni en ţarf ekki ađ segja af sér.

Friđrik alţingismađur, leikinn af Magga glćp, er bara spilltur alţingismađur.

Maggi litli gćti veriđ Hrafnsson.

Ég trúi engu vondu upp á Steinunni Ólínu (Aldís) ţó hún hafi haldiđ ađeins tekiđ hliđarspor međ Hjálmari og hinn meinlausa Rögnvald sjórćningja.

Gaman ađ erlendar stöđvar taka spennuţáttaröđinni vel. Íslenskur vetur er alveg ný upplifun fyrir ţá. Merkilegt ađ útlendingar skuli geta munađ nöfnin, ég er enn ađ lćra nöfn sögupersóna. Kuldinn selur. Snjallt hjá Baltasar og Sigurjóni Kjartanssyni og félögum ađ nota íslenskan vetur í krimma í anda Agötu Christie.

Ţađ eru svo margir boltar á lofti. En í könnun á ruv.is eru 3% međ Geirmund grunađann.

Sé ţetta allt kolvitlaust, ţá er hér kominn hugmynd ađ fléttu í nćstu ţáttaröđ af #Ófćrđ II

Guđ blessi Ófćrđ.

Könnun RUV


Nćsta síđa »

Um bloggiđ

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Feb. 2023
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

 • IMG 4410
 • IMG 4385
 • IMG 4421
 • Á afskekktum stað
 • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (2.2.): 0
 • Sl. sólarhring: 11
 • Sl. viku: 68
 • Frá upphafi: 0

Annađ

 • Innlit í dag: 0
 • Innlit sl. viku: 54
 • Gestir í dag: 0
 • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband