Fjallganga frá Suður-Týrol til Laugavegs

Eftir að hafa gengið með Villiöndunum í Dólómítunum urðum við að ganga helsta djásnið á Íslandi, Laugaveginn til að fá samanburð.
 
Niðurstaðan er sú að báðar gönguleiðir eru ægifagrar enda önnur á Heimsminjaskrá UNESCO og hin á skilið að vera þar. Tindótt fjöllin og skörðótt efst með djúpa skógi vaxna dali í Dólómítunum eru í öðru veldi en Laugavegurinn liggur um óviðjafnanlega fagurt landslag, hefur fjölbreytnina þar sem öllum svipsterkustu og glæsilegustu þáttum íslenskrar náttúru er brugðið saman í eina öfluga heild. Nýtt landslag eða sviðmyndir á bakvið hverja hæð. Týról vann þó fjallaskálakeppnina enda í heimsklassa þar.
 
Litadýrð tignarlegra fjalla, rjúkandi leirhverir, öskrandi gufuhverir, soðpönnur, fagurgrænn mosi, sægræn fjallavötn, heitar laugar, íshellar, jöklar og eyðisandar. Allt þetta blasti við augum Villiandanna sem lögðu leið sína um Laugaveginn.
 
Mikil upplifun í ekta íslensku veðri sem breyttist á fimmtá mínútna fresti, að ganga yfir óbrúaðar ár, finna sterka ammoníakslykt á kömrum og upplifa stemmingu í fjallaskálum með öðru göngufólki en 90% fjöldans eru uppnumdir erlendir göngumenn. Sjá ósnert víðerni, þar eru mikil verðmæti.
 
Á heimleiðinni sáum við krafta Krossár en hún tók glænýjan Land Rover Defender með fimm erlendum ferðamönnum. Sem betur fer fór sluppu þeir vel frá hrömmum jökulárinnar.
 
Við snertum landið og landið snertir okkur. Litlu tærnar á fótunum eru lúnar eftir nudd fjallgöngunnar en það lagast.
 
LM
Tveir þjarkar úr Villiöndunum við Brennisteinsöldu. Áhugavert að sjá fjöllin tvö speglast í hvort öðru.
 
Heimild
Gönguleiðir, Landmannalaugar - Þórsmörk, Páll Ásgeir Ásgeirsson. 1994.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 226014

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband