Færsluflokkur: Kjaramál
10.2.2013 | 19:49
Er heilbrigðiskerfið að hrynja?
Hlustaði á Silfur Egils í dag eftir 60 mínútna göngu í Lífshlaupinu. Settist fullur af lífskrafti niður og hlustaði á álitsgjafa. Spurning dagsins hjá Agli var hvort heildbrigðiskerfið væri að molna niður. Benti Egill meðal annars á uppsagnir og neikvæðar fréttir um heilbrigðismál. Hjá sumum álitsgjöfum var eins og heimsendir væri í nánd en aðrir voru bjartsýnni.
Í 40 ár hef ég lesið blöð og fylgst með fréttum. Ég man ekki eftir tímabili í þessa fjóra áratugi án þess að einhverjar neikvæðar fréttir hafi komið frá heilbrigðisgeiranum. Léleg laun, léleg aðstaða og léleg stjórnun. Ávallt hafa verið uppsagnir heilbrigðisstarfsfólks til að ná fram kjarabót.
Ég tók því til minna ráða og leitaði upp nokkrar uppsagnafréttir í gegnum tíðina. Allt hefur þetta endað vel. Sjúkrahúsin hafa bjargað mannslífum á degi hverjum og þjóðin eldist.
Allir eru að taka á sig afleiðingar hrunsins 2008 og það má vera að það sé komið að þolmörkum hjá einhverjum hópum innan heilbrigðisgeirans en heilbrigðiskerfið er ekki að hrynja. Þessi söngur hefur áður heyrst.
Morgunblaðið | 30.04 2008 | þegar uppsagnir skurð- og svæfingarhjúkrunarfræðinga taka gildi 1. maí | |||||||
DV | 20.12.2003 | frestað Uppsagnir starfsmanna á Landspítala | |||||||
Fréttablaðið | 23.11.2002 | Annríki hefur verið mikið og bæjarfélög á Suðurnesjum hafa verið án læknis að mestu eftir uppsagnir lækna þar. | |||||||
DV | 15.04.2002 | uppsagnir lækna | |||||||
Morgunblaðið | 20.10.2001 | Uppsagnir sjúkraliða eru mikið áhyggjuefni og því verður að vinna að lausn kjaradeilunnar | |||||||
Morgunblaðið | 03.11 1998 | Uppsagnir meinatækna á rannsóknarstofum Landspítalans í blóðmeina- og meinefnafræði | |||||||
Morgunblaðið | 20.05.1998 | Ríkisspítala og hjá Sjúkrahúsi Reykjavíkur, en um 65% þeirra hafa sagt upp starfi | |||||||
Tíminn | 02.02.1993 | Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður drógu uppsagnir sínar til baka | |||||||
Þjóðviljinn | 26.08.1986 | Sjúkraþjálfar Uppsagnir framundan Yfirlýsing frá sjúkraþjálfum | |||||||
Morgunblaðið | 19.05.1982 | uppsagnir lagðar formlega fram | |||||||
Tíminn | 02.10.1976 | hjúkrunarfræðinga hjá Landakotsspítala og Borgarspítala, en það reyndist ekki unnt. Uppsagnir hjúkrunarfræðinga | |||||||
Vísir | 04.04.1966 | Læknarnir sögðu sem kunnugt er upp í nóvember og desember og áttu uppsagnir þeirra að taka gildi í febrúar og marz |
Eins og sjá má, þá tók ég af handahófi 12 fréttir á þessum fjórum áratugum. Alltaf er þetta sama sagan. Heilbrigðisþjónustan snýst nú samt.
En það sem þarf að ráðast í er að efla forvarnir. Fá fólk til að hreyfa sig. Minnka sykurát þjóðarinnar en sykursýki 2 er tifandi tímasprengja. Einnig er þjóðin yfir kjörþyngd. Þessi flóðbylgja á eftir að kalla á fleiri lækna og meiri kostnað. Því þarf þjóðin að hugsa sinn gang, annars hrynur heilbrigðiskerfið.
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 19:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.9.): 121
- Sl. sólarhring: 258
- Sl. viku: 372
- Frá upphafi: 232718
Annað
- Innlit í dag: 108
- Innlit sl. viku: 332
- Gestir í dag: 108
- IP-tölur í dag: 105
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar