Afrekssund gæðingsins Laufa

Þegar ég las fréttina um að hestur hafi slitið sig lausan í flugvél Air Atlanta þá rifjaðist upp fyrir mér svipað atvik um lausan hest en það gerðist ekki í háloftunum. Páll Imsland jarðfræðingur ritaði grein í tímaritið Skaftfelling um Ævintýraferð í Lónsöræfin 1990 á hestum. 

"Afrek Laufa fólst í því að hann sleit sig lausan á skipsdekki utan við Hornafjarðarós fyrir einum sextíu árum og stökk fyrir borð og synt af hafi upp á Þinganessker, þaðan upp á Austurfjörur og þaðan upp í Lambhelli og svo þaðan upp í Ósland og loks upp í Hafnarvíkina án þess að hafa  óþarfar viðstöður á þurrlendinu. Alls mun hann hafa synt um 1700 til 1800 metra og alla sprettina í sjó, öldum og straumi. Laufi átti þá heima á Fiskhól á Höfn en var ættaður frá Uppsölum í Suðursveit frá Gísla Bjarnasyni. Laufi var ekki bara sundkappi heldur líka viljugur alhliða gæðingur. Það var ekki til einskis að Gísli kenndi Laufa sundið, en það gerði hann með því að ríða út á Hestgerðislónð með móður Laufa í taumi þegar hann gekk undir henni folald og fylgdi hann móður sinn vel eftir."

Kjartan Kristinn Halldórsson (1896-1956) átti hestinn Laufa og bjó á Sólstöðum, Fiskhól 5. Þetta sundafrek hefur átt sé stað um 1930 eða fyrir tæpri öld. 


mbl.is Flugvél Air Atlanta snúið við eftir að hestur losnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 99
  • Sl. sólarhring: 237
  • Sl. viku: 350
  • Frá upphafi: 232696

Annað

  • Innlit í dag: 87
  • Innlit sl. viku: 311
  • Gestir í dag: 87
  • IP-tölur í dag: 85

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband