Færsluflokkur: Pepsi-deildin

Akademía Norwich City

Norwich City vann hina erfiðu EFL Championship-deild eftir glæsilegan endasprett og tryggði sér sæti í Úrvalsdeildinni á næsta keppnistímabili

Norwich hefur ekki úr miklum peningum úr að spila og treystir mikið á unglingastarfið. Liðið er eitt af 24 liðum sem uppfyllir kröfur Englendinga og eru í Category One flokknum á knattspurnuakademíum. En til að vera í efsta flokki þarf að bjóða upp á fimm hluti: árangur í framleiðni leikmanna í aðallið, góða æfingaaðstöðu, góða þjálfun, menntun og velferð leikmanna. Nýlega var hópfjármögnun hjá stuðningsmönnum Norwich til að fjármagna nýtt hús fyrir æfingaaðstöðuna.

Æfingaaðstaða Norwich, Colney Training Ground, er í úthverfi borgarinnar og þar er akademía liðsins einnig til húsa. Skógur liggur að hluta að svæðinu.

Unglingalið Norwich komu á Rey Cup og höfðu tengingu við Ísland og buðu efnilegum leikmönnum á reynslu. Tveir Íslendingar eru á mála hjá Norwich, Ísak Snær Þorvaldsson og Atli Barkarson. Áður hafði Ágúst Hlynsson verið með samning við liðið. Með komu Farke, þá hafa áherslur breyst og horfa þeir meira til Þýskalands. Þjálfarateymið breyttist einnig og þekktir men eins og Darren Huckerby hurfu á braut.

Ísak Þorvaldsson

Ísak Snær Þorvaldsson

Nokkrir leikmenn Kanarífuglanna hafa komið úr akademíunni og orðnir lykilleikmenn má þar nefna Max Aarons, Ben Godfrey, Jamal Lewis og Todd Cantwell

Helstu afrek unglingaliðs Norwich eru sigur í FA Youth Cup 2013 en þá báru Murphy bræður upp leik liðsins. Áður hafði liðið unnið bikarinn 1983 og helsta nafnið sem men þekkja úr því liðið er Danny Mills.

Fyrsti milljón punda maðurinn sem þeir ólu upp og seldu var Justin Fashanu til Nottingham Forest árið 1981.

Norwich er lítið félag þar sem allir skipta máli. Leikmenn, unglingalið, þjálfarateymi, stjórn og stuðningsmenn.

Það verður gaman að fylgjast með Norwich í Úrvalsdeildinni á næsta leiktímabili og sjá hvernig drengirnir úr akademíunni standa sig. Kannski fáum við að sjá ísak og Atla í úrvalsdeildinni á næstu árum í gulu treyjunum og grænu buxunum.

On The Ball City


HK ætlar að spila með þeim bestu

Það var auðséð á leiknum í kvöld á móti Þrótti að HK ætlar að spila með þeim beztu á næstu leiktíð. Ég var meðal 1.073 áhorfenda á leiknum. Eitt prómill maður. Ari litli strákurinn minn og HK-maður var með mér. Stórsigur, sá stærsti í efstu deild staðreynd og markatalan orðin samkeppnishæf við næstu lið í deildinni.

HK fékk óskabyrjun  í leiknum. Almir Cosic skorað strax eftir þriggja mínútna leik úr aukaspyrnu. Þeir hafa æft föstu leikatriðin vel á æfingum. Sinisa Valdimar Kekic var duglegur að mata sóknar- og vængmenn HK með góðum sendingum. Hann gefur liðinu nýja vídd. Heldur boltanum vel og byggir upp. Ég ráðlagði Ara litla, að fylgjast og læra af honum. Hann gerði  það allan leikinn. Minntu sendingar hans á Dennis Bergkamp eða Kanu.

Vörnin hefur verið þétt í síðustu leikjum og er slóveninn Erdzan Beciri öflugur í hjarta varnarinnar. Á bak við þá er frábær markvörður, Gunnleifur Gunnleifsson, sem á að vera markvörður númer eitt hjá Íslenska landsliðinu. Hann varði nokkrum sinnum frábærlega í leiknum og er öryggið uppmálað. Finnur Ólafsson er drjúgur á miðjunni fyrir framan vörnina.

Annað markið kom eftir hraða sókn leik Hörður Magnússon á markvörð Þróttar. Þriðja markið  var eins og það fyrsta, úr aukaspyrnu við vítateigslínu. Skoraði Rúnar Már Sigurjónsson það æfða mark. Í blálokin skoraði hinn knái Aaron Palomares mark eftir hraða sókn. Það var líkt öðru markinu.

Tvær skiptingar voru gerðar í fyrri hálfleik vegna  slasaðra leikmanna. Markaskorarinn Almir Cosic og Finnbogi Llorens urðu fyrir hnjaski. Vonandi eru meiðsl þeirra ekki alvarleg fyrir mikilvæga leiki framundan. Það eru tólf stig eftir í pottinum og eitt stig í Fylki og fjögur í Þrótt.

13. sept. KR - HK
18. sept. HK - Grindavík
21. sept. Fjölnir - HK
27. sept. HK - Breiðablik


mbl.is Þriðji sigur HK í röð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 104
  • Sl. sólarhring: 242
  • Sl. viku: 355
  • Frá upphafi: 232701

Annað

  • Innlit í dag: 92
  • Innlit sl. viku: 316
  • Gestir í dag: 92
  • IP-tölur í dag: 90

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband