Færsluflokkur: Vefurinn

Sjálfsmyndir, samfélagsmiðlar og ferðaþjónusta

Nýlega sá ég að Bretar taka 14,5 milljón sjálfsmyndir á dag. Aldrei hafa verið teknar eins margar myndir og í dag en metið er slegið á hverjum degi.

Íslensk ferðaþjónusta nýtur þess. Ægifögur náttúra er í bakgrunni sjálfsmynda og hástemmdur texti sem fylgir með, "stunning, scenic, volcanic". Þessi orð búa til ímynd Íslands. Vinirnir úti í heimi fyllast öfund og hugsa, "Ég varð að fara þangað."

Ferðamenn fá upplýsingar ekki beint frá gerilsneyddum ferðamannabæklingum eða yfirborðskenndum auglýsingum fyrirtækja heldur frá vinum og ættingjum sem þeir treysta best.

Ég man þegar ég vann í ferðaþjónustunni fyrir 22 árum en þá kom ferðaskipuleggjandi um haustið til Íslands að skipuleggja ævintýraferð og fylgdi Catalina-flugbátur hópnum. Upplýsingarnar sem skipuleggjarinn var með frá Scandinavian Tourist Board í Bandaríkjunum voru ekki upp á marga fiska. Smá texti um vanþróað Ísland með þrem litlum myndum af Mývatni. Svona sáu Bandaríkjamenn Ísland.

Einangrun landsins var síðan rofin með Internetinu og Veraldarvefnum um 1995.  Síðan kom gott gos í Eyjafjallajökli 2010 og það hafði áhrif á flug í Evrópu og víðar. Í kjölfarið hófst jákvæð kynning í samfélagsmiðlum og síðan hafa hótel sprottið upp eins og gorkúlur í samræmi við fjölgun ferðamanna.

Kvikmyndir hafa verið teknar hér á landi og stjórastjörnur hafa tístað og gefið góða ímynd af landinu. T.d. Russel Crowe í Noah og Tom Cruise í Oblivion.

Ég man eitt sinn þegar ég var hjá Jöklaferðum, þá kom undanfari fyrir lítið skemmtiferðaskip, Explorer. Við stóðum við loforð um að senda honum bæklinga með upplýsingum um afþreyingu Jöklaferða og ferðaþjónustu á svæðinu. Þetta var þungur pakki, kostaði mikið en ári síðar mætti fyrsta skemmtiferðaskipið í Hornafjarðarhöfn. Þetta var spurning um traust. Sendingarkostnaðurinn skilaði sér margfalt til baka.

Já, "selfie-stöngin" og samfélagsmiðlar eru að verða eitt arðbærasta markaðstæki ferðaþjónustunnar, ókeypis markaðstól. Nú er bara að losa sig við freka stjórnmálamenn eins og Jón Gunnarsson sem vill virkja allt sem rennur og drepa hvali. Mjög ósjálfbær þingmaður.

Goðafoss

Ferðamenn að stilla sér upp fyrir sjálfsmynd (e. selfie). Þarna er ekki "selfie-stöng" notuð. Í myndatexta kemur kannski: "WOW, amazing, stunning, magnicifent Godafoss waterfall, Iceland".


Holuhraun og Bárðarbunga

Eldgosið í Holuhrauni og jarðskjálftahrina í Bárðarbungu var ein af fréttum ársins. Stefnan er að heimsækja Holuhraun næsta sumar og ganga á Tungnafellsjökul ef mögulegt. Mikið af glæsilegum myndum voru teknar af gosinu í Holuhrauni og fóru um samfélagsmiðla um allan heim.

Leitarniðurstöður á Google sýna hvenær sjónarspilið stóð sem hæst. Mestur fjöldi var 17,6 milljónir en er tæplega 500 þúsund núna. Bárðarbunga byrjaði í 16.100, fór hæst í rúmlega 3 milljónir og er í kringum 600 þúsund um áramót. Eldgosið heldur hægt og hljóðlega áfram, aðeins brennisteinsdíoxíð (SO2) er til ama í hægviðri.

Google-leitarniðurstöður 2014

Leitarniðurstöður á Google. Jarðskjálftahrinan hófst 17. ágúst og fyrsta hraungosið í Holuhrauni 29.ágúst. Þann 13. október er hátindurinn en nokkur loftmengun í höfuðborginn á þessum tíma.


Hringsjá

Landslag yrði lítið virði ef það héti ekki neitt.

Eitt athyglisvert snjallforrit (app) Heitir Hringsjá og er kjörið fyrir göngumanninn. Fyrirtækið Seiður ehf er framleiðandi. Í þessari fyrstu útgáfu er hægt að skoða nöfn 4000 fjalla, jökla, hóla og hæða um allt land.

Ef opið er fyrir GPS-staðsetningu göngumanns, þá er hægt að sjá í snjallsímanum fjöllin í næsta nágrenni og fjarlægð að fjallinu. Hér opnast mikill möguleiki fyrir göngumann að læra ný örnefni og uppfræða aðra göngumenn og auka virði landslagsins.

Í síðustu gönguferð minni prófaði ég snjallforritið. Ekki viðraði vel á hæsta punkti og því nýtti ég mér tæknina ekki en tími Hringsjárinnar mun koma.

Mæli með þessu snjallforriti. Snjöll hugmynd. En verst hversu oft það varð óvirkt og lengi að ræsast. 

Frá Hellisheiði

Svona lítur sjóndeildarhringurinn út frá Hellisheiði séð í norður. Ofan á það bætast svo örnefni fjallanna, hæð og fjarlægð. Loksins er hægt að finna út hvað tindurinn þarna heitir!


Text-Enhance fjarlægður

Viðbætur í vöfrurum eru öflug tól til að nýta kosti Netsins. Þær eru ekki allar jafn góðar viðbæturnar. Ein viðbótin er Text-Enhance eða auka-tenglar.  En útsmognir tölvuþrjótar hafa komið þeim inn í vafrarann án samþykkis notanda. Flokkað sem browser hijacker.

Þessi viðbót er hvimleið og auglýsendur nýta hann eins og mögulegt er.  Þetta lýsir sér þannig að tengill kemur í textann og ef ýtt er á hann,  lendir maður á einhverri óumbeðinni síðu. Oftast eru þetta veðmálssíður eða stefnumótasíður.

Lausnin er að fjarlægja viðbótina.  Einnig góðar leiðbeiningar hjá botcrawl.com. Hér er myndband sem sýnir hvernig hægt er að fjarlægja Text-Enhance úr Chrome.


HotBotaðu bara

"Googlaðu bara" er algeng setning í daglegu máli nú til dags.

Ég kíkti í Tölvuheim frá árinn 1998 og þar var grein, Heimsmeistarakeppnin í upplýsingaleit - Bestu leitarvélarnar.

Leitarvélin HotBoot drottnaði yfir markaðnum. AltaVista rokkaði og Yahoo býsna klár.  Brittanica var menningarlegasta leitarvélin, LookSmart vefskráin öflug og Lycos bland í poka.  Excite pirraði leitarmenn, InfoSeek misheppnuð. WebCrawler meingölluð. En þessar leitarvélar höfðu sína kosti og galla.

Síðar á þessu herrans ári þróuðu Larry Page og Sergey Brin leitarvél sem fékk nafnið Google og allir þekkja í dag. Spurningin er ef þeir hefðu ekki komið til sögunnar, myndum við segna "Hotbotaðu bara"?


Veikleiki í þráðlausum netum

Bloggarinn og forritarinn frá Hollandi,  Nick Kursters er orðinn þekktur fyrir að brjóta upp algrímið fyrir þráðlausa beina. Ein vinsælasta greinin sem hann hefur skrifað er um hvernig hægt er að finna út WPA-lykilorð fyrir Thompson SpeedTouch beina en þeir eru mjög algengir hér á landi. Á bloggsíðu Nick's er hægt að framkvæma leit að WPA lykilorði ef SSID-númer beinis er þekkt.

Hugmynd Thompson-manna var að útbúa sérstakt algrím til að útbúa sérstakt lykilorð fyrir hvern beini (router).  Bæði SSID nafn beinis og WPA-lykilorð eru á límmiða neðst á tækinu.  SSID stendur fyrir Service Set IDentifier eða nafn á staðarneti.

Áður en lengra er haldið er eflaust ágætt að skilgreina skammstafanirnar. WPA/WPA2 er öflug dulkóðun sem byggir á breytanlegum lyklum. WPA2 er sterkust, mun öflugri dulkóðun en WEP.

Hættan er sú að þriðji aðili komist inn á þráðlausa staðarnetið, nýtt sér öryggisholuna, og geti notað tenginguna til að hlaða niður ólöglegu efni eða hlera samskipti. Öll notkun gegnum þráðlaust net verður rakin til IP-númers eiganda þráðlausa netsins jafnvel þótt hann eigi ekki hlut að máli. Í slíkum tilfellum getur hann lent í þeirri sérkennilegu stöðu að þurfa að afsanna óæskilegt athæfi

Lausn er að breyta sjálfgefni uppsetningu beinisins. 

Síminn er með góðar leiðbeiningar um hvernig hægt er að breyta uppsetningunni.  Einnig er góð regla að slökkva á beini þegar hann er ekki í notkun.

Á vefnum netoryggi.is eru góðar leiðbeiningar um notkun þráðlausra staðarneta.

Hér er mynd af leitaniðurstöðunni á vefnum hjá Nick Kusters. Fyrst er slegið inn SSID númer SpeedTouch beinisins, sex síðustu stafirnir í heitinu eru notaðir. Síðan skilar leitin niðurstöðunni. Neðsta röðin gildir fyrir beininn sem flett var upp.

WPA

Hér koma þrjár niðurstöður úr leitinni. Fyrst SSID er þekkt, þá er hægt að finna úr raðnúmer beinisins og reikna út WPA2 lykilinn.

Þetta eru ekki flókin fræði sem þarf til að komast inn í þráðlaus samskipti. Því þarf notandi ávallt að vera vel á verði. En mig grunar að allt of mörg þráðlaus staðarnet séu óvarin hér á landi.

 


Google: Vinsældir Grímsvatna minnka en Eyjafjallajökull bætir við sig.

Þegar eldgosið í Grímsvötnum hófst þann 21. maí var eldstöðin lítt þekkt á jarðkúlinni og Google. Gosið var kröftugt í byrjun og þegar flugferðum var aflýst tók heimspressan við og Grímsvötn ruku upp í vinsældum.  Einnig tók Eyjafjallajökull við sér en vefmiðlar tóku að rifja upp samgöngur á síðasta ári.

Hér er línurit sem sýnir leitarniðurstöður á Google fyrir Grímsvotn, Eyjafjallajökul og hið alræmda IceSave mál.

Grímsvatnagos 2011

Eyjafjallajökull birti tæplega 500 þúsund leitarniðurstöður þegar Grímsvatnagosið hófst en Grímsvotn 137 þúsund. Síðan tekur hinn heimsfrægi Eyjafjallajökull við þegar fréttir berast af gosinu en þegar öskuský dreifir sér yfir Evrópu, þá tekur Grímsvatnagosið við sér. Þegar krafturinn hverfur úr því, þá dettur það niður en Eyjafjallajökull heldur sínu striki.

Hæsti fjöldi Eyjafjallajökuls mældist rúm 21 milljón í lok júní 2010.

Það sem veldur niðursveiflu leitarniðurstaðna á Google er að færslur hverfa af forsíðu fréttamiðla eða samfélagsmiðla og eru geymdar djúpt í gagnagrunnum.

Manngerðu hamfarirnar, IceSave, halda sínu striki lúra í 6 milljónum leitarniðurstaðna og Eyjafjallajökull hefur ekkert í þann bankareikning að gera.

Til samanburðar þá er Ísland með 45 milljónir, Iceland með 274 milljónir og japanska kjarnorkuverið Fukushima með 77,5 milljónir leitarniðurstaðna.


Grímsvötn rjúka upp í vinsældum á Google

Það er hægt að nota Google-leitarvélina til að mæla vinsældir.  Ég hef fylgst með leitarniðurstöðum eftir að eldgos hófst í Grímsvötnum síðdegis, laugardaginn 21. maí.

         Grímsvotn        Eyjafjallajökull       Vatnajökull
22.maí137.000496.000543.000
23.maí164.0002.850.000544.000
23.maí2.140.0003.070.000562.000

 _52926594_012055667-1

Forsíður helstu vefmiðla Evrópu fjölluðu um tafir á flugi í dag og því ruku Grímsvötn upp í vinsældum, úr 164.000 leitarniðurstöðum í 2.140.000 á sólarhring sem er þrettánföldun!

Eyjafjallajökull rauk upp þegar gosið í Grímsvötnum hófst. Fólk hefur farið að rifja upp hremmingar á síðasta ári. Vatnajökull heldur sínu striki, tekur ekki á skrið.

Til leiðinda má geta þess að IceSave er með um 6.000.000 niðurstöður og eiga náttúruhamfarir lítið í þær manngerðu hamfarir.


mbl.is Um 500 flugferðir felldar niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Risa plástrar hjá Microsoft

Þeir eru stórir plástrarnir frá Microsoft um þessar mundir. Notendur þurf að taka frá drjúgan tíma þegar þeir taka niður tölvurnar og nýir plástrar hlaðast inn til að auka öryggið.

Windows7 á rafreikni mínum í vinnunni tók drjúgan tíma í gær en ég þorði ekki að taka rafmagnið af henni enda var hún í alvarlegu ástandi. Uppfærslurnar voru 20. Alls voru 8 krítískir öryggisgallar lagaðir og þrír meiriháttar. 

Windows Vista var með 23 uppfærslur, uppfærði 9 krítískar og 3 meiriháttar öryggisholur.

Stærsta öryggisuppfærslan var þó á Internet Explorer vafranum en alvarlegur öryggisveikleiki var lagaður. Náði hún yfir allar viðurkenndar útgáfur IE, þ.e. #6, #7, #8 og #9.

Microsoft gefur út plástra annan þriðjudag í mánuði hverjum. Nú er spurningin, hvernig verður næsti plásturs-þriðjudagur, 10. maí hjá Microsoft?


Rafbarbarinn Rubico

Rafbarbarinn Rubico, hinn 22 ára David C Kernell frá Knoxwille Tennessee, á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Hámarksrefsing fyrir innbrotið inn í tölvupóst ríkisstjórans fyrrverandi frá Alaska, Sarah Palin,  gov.palin@yahoo.com  er 20 ár en telja lögfróðir menn að hann fái 15-21 mánaða dóm.

En hvernig komst Rubico inn í tölvupóst Palin?

Í grein í Computerworld er innbrotið útskýrt en í stuttu máli notaði hann endurstillingu á lykilorðum og aflaði sér svara við spurningum sem póstkerfið bað um með því að lesa samfélagsvefi sem Palin var skráð á.

Þetta atvik segir fólki að það ber að hafa varan á sér þegar frípóstur er notaður. Einnig á fólk ekki að geyma mikilvægar eða persónulegar upplýsingar á frípósti. Öryggið er ekki nógu mikið.

En góðu fréttirnar eru þær að rekjanleiki er í rafheimum og þrjótar fá sína refsingu, amk ef þeir búa í sama landi. Hins vegar vandast málið ef heimsálfur skilja fórnarlambið og rafbarbarann af.

palin_675665.jpg

blank_page


mbl.is Fundinn sekur um að hakka tölvu Palin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 109
  • Sl. sólarhring: 247
  • Sl. viku: 360
  • Frá upphafi: 232706

Annað

  • Innlit í dag: 96
  • Innlit sl. viku: 320
  • Gestir í dag: 96
  • IP-tölur í dag: 93

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband