Rósagarđurinn

Ţegar ég var á skuttogaranum Ţórhalli Daníelssyni SF-71 ţá heimsóttum viđ stundum Rósagarđinn og mokuđum upp karfa. Rósagarđurinn er víđáttumikil fiskimiđ langt úti í hafi á milli Íslands og Fćreyja. Ţýskir togarasjómenn gáfu  bleyđunni nafn og nefndu Rosengarten. Tvennum sögum fer af nafngiftinni. Annađ hvort er hún eftir rauđum kóral sem hefur komiđ upp međ trollinu eđa rauđum karfa sem veiddist ţar.

Verkefni dags tvö hjá Villiöndum var ađ kanna annan Rósagarđ, fjallaklasa í Dólómítunum í Suđur-Týrol. Í Rósagarđinum bjó Lárin dvergakonungur sem lét fjöllin leiftra, tindra og glitra og segir ekki meira af honum.  Fjöllin í Ölpunum hafa tinda sem benda til himins og standast samanburđinn viđ fjöllin í Suđursveit!

Fjallgangan byrjađi hjá Laurin’s Lounge viđ fjallaskálann Kölner Hutter (2.337 m) og gengiđ var međfram vesturhliđ Rósagarđsins og austur fyrir hann ađ fjallaskálanum Rode di Vale. Snúiđ til baka og tekin skíđalyfta niđur viđ Paoline fjallaskálann og gengiđ niđur ađ Lake Carezza, stöđuvatni sem hefur alla liti regnbogans og tengist ţjóđsögu.

Dólómítarnir eru hluti Ítölsku Alpanna og taka nafn sitt frá steintegundinni í ţeim, dólómít. Ţetta eru gömul kóralrif og marmarahvít gnćfa ţau upp úr fjallgarđinum og ţegar sólin sest slćr á ţau purpurarauđum bjarma. Hćsta fjall Dólómítanna er Marmolada sem rís hćst í 3.343m yfir sjávarmáli og ţekktir fjallaklasar eru m.a. Rósagarđurinn (3.004 m) sem sést vel frá borginni Bolzano, Sella, Latemar og Langkofel-klasinn í Val Gardena.  Dólómitarnir eru á Heimsminjaskrá UNESCO. Svćđiđ er í sama flokki og Surtsey, Ţingvellir og Vatnajökulsţjóđgarđur. Hefur einstakt gildi á heimsvísu.

Lagt var frá Bolzano og keyrt upp í fjöllin í gengum fjölda jarđganga. Beygjurnar á leiđinni slaga upp í fjölda eyjanna í Breiđafirđi. Stórbrotiđ landaslag, vínviđur víđast hvar og fjöllin skógi vaxin og byggđ á ótrúlegustu stöđum.

Eftir rútuferđ tókum kláf í 1.748 metra hćđ og ferjađi hann okkur upp í 2.314 metra hćđ og byrjuđum viđ á ţví ađ fá okkur kaffi í Laurin’s Lounge veitingaskálanum. Ţetta eru auđveldasta 500 metra hćkkun sem ég hef lent í á mínum fjallgönguferli. Frá skálanum var síđan gengiđ međfram Rósagarđinum sem er glćsilegur fjallshryggur međ Latemar á hćgri hönd.

Á leiđinni sáum viđ berghlaup sem minnti á Stórurđ og skömmu síđar var gil sem sendi mann til Grand Canyon í Arizona.  Mikiđ af göngufólki kom á móti okkur og áberandi hvađ ţađ var í eldri kantinum en hvađ er betra en ađ anda ađ sér fjallaloftinu á eftirlaunaaldri.

Smá hćkkun var frá Paloma fjallaskálanum, 70 metrar ađ stórri styttu af erni og minnismerki um Theodor Christomannos  (1854-1911) stjórnmálamann og frumkvöđul ferđaţjónustu í Suđur Týrol. Einskonar Ari Trausti okkar Íslendinga!

Ţegar viđ vorum komin fyrir horn Rósagarđsins sáust rigningarský á himni og  í kjölfarđi fylgdu eldingar og ţrumur í kjölfariđ. Dropar tóku ađ falla.  Ţegar styttist í fjallaskálann, ţá opnuđust himnarnir er eldingar fćrđust nćr. Fjölmenni göngufólks var í alpaskálanum og biđum viđ eftir ađ gjörningaveđriđ gengi yfir.  Skyndilega kom ein elding stutt frá okkur sem lýsti upp himininn og miklar drunur fylgdu í kjölfariđ. Ţađ bergmálađi í fjöllunum. Allt í einu var mađur kominn til Maríupol í Úkraínu.

Fínasta gúllassúpa var í bođi í skálanum en ekki var hćgt ađ kaupa annađ vegna vatnsleysi en vatnsdćlan hafđi bilađ daginn áđur. Međan ţrumuveđriđ gekk yfir skođađi mađur fjallaskálann. Á veggjum héngu myndir af miklum klifurhetjum enda Suđur-Týrólar aldir upp viđ fjallaklifur. Fann mynd af Reinhold Messner og varđ “starstruck”, hér höfđu klifurhetjur dvaliđ. Messner vann ţađ sér til afreka ađ fara fyrstur án aukasúrefins á Everest ásamt félaga sínum Peter Habeler og gekk á alla 14 tinda yfir 8.000 metra ađ hćđ. Ţeir innleiddu alpastílinn í háfjallamennsku. Einnig var glćsileg mynd af Gino Pisoni (1913-1995)  sem var brautryđjandi í fjallaklifri í Ölpunum og lagđi margar gönguleiđir. Ćgifögur Dólómítafjöll voru ţeirra leikvöllur. Messner sagđi ađ hann vćri búinn ađ ganga á 3.500 fjöll víđast hvar í heiminum en Dólómítafjöllin bćru af hvađ varđar fallega byggingu.

Ţolinmćđi er dyggđ. Tveggja tíma biđin borgađi sig, ţegar viđ lögđum af stađ til baka, ţá létti ţokunni ađ ţađ var ćvintýralegt ađ sjá Rósagarđinn birtast og önnur fjöll í Dólómítunum og Ölpunum. Djúpir fjalladalirnir óđu í hvítum skýjum og litir voru svo tćrir.

Lake Carresa  er lítiđ fjallavatn sem ljómar í ţúsund tónum af grćnu, bláu og grćnbláum litum, umlukiđ ţéttum skógi og handan glćsilegum tindum Dólómítanna og speglast ţeir í vatninu.  

Minnti mig á blágrćna vatniđ í Stórurđ eđa sprengigígurinn Grćnavatni í Krýsuvík en ţađ vantar tignarleg trén.

Betur af stađ fariđ en heima setiđ. Ógleymanlegur dagur, ćgifegurđ og stórbrotin upplifun međ Villiöndum og Eldhúsferđum.

Ţó Alparnir međ Dólómítanna hafi ţađ orđ á sér ađ vera eitt mesta sköpunarverk veraldar og bjóđa upp á eitthvert fallegasta fjallalandslag sem til er, međ lóđréttum veggjum, stórum klettum og miklum fjölda af ţröngum, djúpum og löngum dölum, ţá er margt líkt og á Íslandi en á stćrri skala. Ţađ má finna ljós líparítfjöll, jökla, Hraundranga, Dyrfjöll, Stórurđ, Morinsheiđi, Humarkló, tindótt Suđursveitafjöll og Fjađrárgljúfur í Ölpunum en ţađ sem okkur vantar eru tré, kláfar og ţróađri fjallaskálamenning.

Dólómítar

 

Hér eru skógivaxnir dalir í ţokunni og berir fjallstindar blasa viđ, hrjóstrug fjallaskörđin tengja dal viđ dal. Tindar sem benda til himins.

Dagsetning: 3. júlí 2022
Ţátttakendur: Villiendur göngu og sćlkeraklúbbur, 15 fjallgöngumenn og fararstjóri

Heimildir:

Eldhúsferđir

Fréttablađiđ – Peter Habeler

Messner Mountain Museum

UNESCO heimsmynjaskrá - Dólómitarnir (2009)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Feb. 2023
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

 • IMG 4410
 • IMG 4385
 • IMG 4421
 • Á afskekktum stað
 • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (2.2.): 0
 • Sl. sólarhring: 11
 • Sl. viku: 68
 • Frá upphafi: 0

Annađ

 • Innlit í dag: 0
 • Innlit sl. viku: 54
 • Gestir í dag: 0
 • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband