Ármannsfell (766 m)

og kjarrið græna inn í Bolabás
og Ármannsfellið fagurblátt
og fannir Skjaldbreiðar
og hraunið fyrir sunnan Eyktarás.
         (Einu sinni ágústkvöldi eftir Jónas Árnason)

Það var stórbrotið veður og haustlitir skörtuðu sínu fegursta þegar gengið var á Ármannsfell sem er norðan við Þingvallaþjóðgarðinn og setur mikinn svið á allt umhverfið. Fellið hefur setið fyrir á ófáum málverkum og ljósmyndum í gegnum tíðina. Það er mjög gaman að ganga á það og virða fyrir sér Þingvallasvæðið frá skemmtilegu sjónarhorni.

Ármannsfell, 766 m mosavaxið móbergsfjall. Sunnan undir því er Bolabás, þar voru kappreiðar haldnar áður fyrr í Skógarhólum en nú er þar góð aðstaða fyrir hesta og hestamenn.

Gangan hófst vestan við Sleðaás, sunnan undir fjallinu. Byrjuðum að ganga í kjarri þangað til komið var upp á Sleðaás. Þaðan er greið leið eftir hrygg  á fjallið þar sem fyrst er komið uppá  mosavaxna suðurbrúnina. Síðan tekur við alllöng ganga norður á hæsta hnjúkinn. Dalir eru austan megin og þegar komið er vel upp á brúnina sjást tveir kollar. Hæsti hnúkurinn með vörðu er á milli þeirra.

Ármannsfell dregur nafn sitt af hálftröllinu Ármanni. Hann hafði víst haft þann starfa að standa fyrir kappglímum milli trölla og hálftrölla á Hoffmannaflöt undir Meyjarsæti, sem er austan við fjallið, en mun hafa gengið í fjallið að leiðarlokum.

Ármannsfell bauð upp á rándýrt útsýni, milljarða krónu viðri. Hefjum augnveisluna á jökullausu Oki með Fanntófell í forgrunn. Síðan tekur Þórisjökull við og Kaldidalur á milli. Í brekkunni fram unda Þórisjökli eru Hrúðurkarlar og síðan Litla- og Stóra-Björnsfell. Það bjarmaði fyrir Langjökli. Horfun okkur nær: Langafell, snjólaus Skjaldbreiður sem ber af öðrum fjöllum, síðan Hlöðufell, Bláfell fjær, fönguleg Skriða, Lágafell liggur næst Ármannsfelli, Tindaskagi, Klukkutindar, Kálfstindar, Hrafnabjörg, Miðdalsfjall og Fagradalsfjall. Arnarfell, Miðfell við Þingvallavatn. Horfum fjær: Sjáum topp Heklu, Eyjafjallajökull, Vestmanneyjar, Búrfell, Ingólfsfjall, Hellisheiði, Skálafell, Hengill, Lambafell, Sauðdalahnúkar, Blákollur, Vífilsfell og Bláfjöll.  Síðan tökum við Reykjanesfjöllin: Trölladyngja, Keilir og Fagradalsfjall sjást greinilega.  Komum okkur aftur á Þingvallavatn og horfum í suður og sjáum Grafningsfjöll og síðan Hrómundartind. Þá sér yfir Mosfellsheiði, Grímmannsfell, Úlfarsfell og Esjuna með Móskarðsnúka, Skálafell, Búrfell, Kjölur og tignarlegar Botnsslúlur með Gagnheiði á milli og Kvígindisfell og Þverfell fjær. Akrafjall með Geirmundartind og Skarðsheiði lengra í vestri.

Við söknuðum að sjá ekki Hvalfell en það er á bakvið Botnssúlur og Baulu í Borgarfirði.

Einfaldast og öruggast er að fara sömu leið til baka en við ákváðum að fara beint niður, styttri leið en brattari og giljum og uppþornuðum árfarvegi fylgt. Mögulega tekið lengri tíma eftir allt saman. En vara þarf sig á að laus möl getur legið yfir móbergshellunni.

Aðrar leiðir eru að beygja við eyðibýlið Svartagil og ganga upp samnefnt gil.

Hin er að keyra aðeins lengra áfram eftir veg 52 Uxahryggir og hefja gönguna austan við Sleðaás í Krika.

Varða á Ármannsfelli

Varða á toppi Ármannsfells í 766 m hæð. Dýrt útsýni og ægifegurð. Skjaldbreiður og Hlöðufell í beinni línu. 

Dagsetning: 28. september 2019
Hæð í göngubyrjun: 143 metrar, Bolabás (N: 64.17.705 – W:21.03.580)
Ármannsfell - varða: 766 m (N: 64.19.600 – W: 21.01.956)
Hækkun göngufólks: 623 metrar
Uppgöngutími: 180 mínútur (10:00 – 13:00)
Heildargöngutími: 330 mínútur (10:00 – 15:30)
Erfiðleikastig: 2 skór
Vegalengd: 10 km
Veður Þingvellir kl. 12.00: Léttskýjað, SV 2 m/s, 10,6 °C, raki 63%
Þátttakendur: Villiendurnar, 3 göngumenn.
GSM samband: Já, 3G
Gestabók: Já, Fella- og fjallgönguverkefnið Sveitin mín
Gönguleiðalýsing: Greiðfær en nokkuð um mosa og lausagrjót, og grýtt uppi á fellinu. Létt og gefandi fjallganga. Fellið er við alfaraleið en gengið allt of sjaldan.

Facebook-status: Guðdómlegt gönguveður í dag og fjöllin skörtuðu sínu fegursta hvert sem litið var. Alveg frá jökullausu Oki til Mariannelund!

Heimildir
Íslensk fjöll – gönguleiðir á 151 tind: Ari Trausti Guðmundsson, Pétur Þorleifsson
Ferðafélag Árnesinga: Ármannsfell 26. júní 2010 og Ármannsfell 9. september 2017

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Glímufélagið Ármann var stofnað 1888 og er eitt elsta íþróttafélag landsins. Skotfélag Reykjavíkur var stofnað 1867 og elst.

Glímumenn urðu fyrstir til að reisa merki iþróttahreyfingarinnará Islandi. Gliman er islensk iþrótt, sköpuð hér á landi, og þessi Iþrótt lifði alllaf með þjóðinni.

Frumkvöðlar að stofnun Ármanns og menn sem stjórnuðu þvi i upphafi voru þeir Pétur Jónsson blikksmiður og Helgi Hjálmarsson, siðar prestur á Grenjaðastað. Þeir voru baðir glæsilegir iþróttamenn og miklir kunnáttumenn i glimu. Pétur Jónsson var ættaður úr Þingvallasveit, og við nafngift félagsins mun hann hafa haft i huga nágranna sinn af æskustöðvum — Ármann i Ármannsfelli — sem fornar sagnir herma að slaðið hafi fyrir glimumótum ýmsra kappa úr þjóðsagnaheiminum.

Þjóðviljinn 15. desember 1973

http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2838967

Sigurpáll Ingibergsson, 5.10.2019 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 233594

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband