Siglufjarðarskarð (630 m)

Það eru tveir möguleikar á að hefja göngu um Siglufjarðarskarð úr Fljótum. Sá fyrri er að hefja göngu eftir vegaslóðanum sem gerður var 1946 og er vel fær. Hinn er að hefja gönguna vestan frá Heljartröð skammt norðan Hrauna í Fljótum.

Gönguhópurinn lagði í ferðina frá Heljartröð í glæsilegu veðri, heiðskýrt og fallegu veðri. Gönguslóðin er augljós allan tímann upp grasi grónar brekkur í suðurhlíð Hraundals og aflíðandi brekkur vestan í Breiðafjalli. Þegar Skarðið nálgast þá er komið inn á Skarðsveginn sem er jeppafær.

Illviðrishnjúkur (895 m) er tignarlegur skammt norðan Skarðsins og þrjú rafmagnsmöstur minna á sköpunarkraft mannsins sem getur bæði gefið líf eða drepið.

Fagurt útsýni er úr skarðinu til beggja átta, Siglufjarðar og Skagafjarðar. Upplýsingaskilti með gestabók er í Skarðinu en ljóst er að fjallvegurinn er ekki á fjárlögum hjá Vegagerðinni því mikið hrun hefur komið úr hömrunum. Nokkrum dögum fyrir gönguna voru jarðskjálftar fyrir norðan Siglufjörð upp á 4,6 og mögulega hafa þeir bætt á hrunið.

Ekki urðum við vör við óværu nokkra en hennar er getið á upplýsingaskiltinu en vondir andar sem voru í skarðinu var stefnt í Afglapaskarð 1735 af Þorleifi prest. Eru þeir væntanlega þar enn.

Siglufjörður blasti fagur við þegar gengið var um Skarðið. Skarðsvegurinn hlykkjaðist niður fjörðinn og framkvæmdir voru við skíðasvæðið í Skarðsdal. Endað var  við skógrækt Siglfirðinga, nyrsta skóg á Íslandi. Gróskumikill og fallegur skógur sem bindur kolefni og einnig mikið notaður til útivistar. 

Upphaflega var fjallseggin í skarðinu svo mjó að þar mátti sitja klofvega með annan fótinn í Skagafjarðarsýslu en hinn í Eyjafjarðarsýslu. Í þessa egg hafði þó til forna verið höggvið skarð, nægilega breitt til að unnt væri að koma klyfjahesti þar í gegn. Skarðið var svo sprengt niður um fjórtán metra árið 1940 og í framhaldi af því var lagður akfær vegur um skarðið árið 1946. Fram að því höfðu allir meiriháttar flutningar á fólki og varningi farið um sjóveg til og frá Siglufirði. Mikil samgöngubót var að Skarðsveginum þótt fær væri aðeins fáa mánuði á ári. Óhöpp eða slys á hinum nýja vegi eru ekki í frásögur færandi. Strákagöng voru opnuð 1967 og þá fór sjarminn af Siglufjarðarskarði.

Hlaupið í Skarðið er en þá hefst það á sama stað og við hófum okkar göngu en einnig er haldin skíðaganga sem hefst á sama stað.

Skarðið

Göngukona í Siglufjarðarskarði. Ófært fyrir jeppa en torfæruhjól fara þarna léttilega í gegn.

Dagsetning: 28. júlí 2019
Hæð í göngubyrjun: 81 metrar Heljartröð í Fljótum (N: 66.05.879 – W:19.04.001)
Siglufjarðarskarð: 631 m (N: 66.00.381– W: 18.10.842)

Skógrækt Siglfirðinga:  71 m (N: 66.07.717 – W:18.56.542)
Hækkun göngufólks: 550 metrar
Uppgöngutími: 160 mínútur (11:00 – 13:40)
Heildargöngutími: 240 mínútur (11:00 – 15:00)
Erfiðleikastig: 2 skór
Vegalengd: 11 km
Veður Siglufjörður kl. 12.00: Léttskýjað, NA 3 m/s, 10,6 °C, raki 89%
Þátttakendur: Villiendurnar, 11 göngumenn.
GSM samband: Já
Gestabók: Já
Gönguleiðalýsing: Auðrötuð leið eftir þéttri tröð. Komið inn á fjallveg í efri hæðum.

Facebook-status: Enn einn dásamlegur dagur ðŸ˜

Heimildir:
Fjallabyggð.is - Siglufjarðarskarð
Jónas Kristjánsson - Siglufjarðarskarð
Siglufjarðarskarð - Jónas Kristjánsson 
Stefán Gíslason - Fjallvegahlaup
Wikipedia - Siglufjarðarskarð

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég myndi segja að göng frá Ketilási yfir í Hólsdal væri vænni kostur. Það yrði dýrt að gera spottann frá Ketilási að Heljartröð góðann í samræmi við göngin auak þess sem snjóþyngsli og vegsig þar er ekki lítið vandamál. Það væri hyggilegt að sleppa að öllu um almenninga og Sauðanes. Þ.e. Allar brattar hlíðar með vegi og snjóþyngsl. Ktilásgöng yrðu bein og breið leið og líklega sú stysta.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.9.2019 kl. 20:50

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þess má geta líka að þarna útaf er eitt skæðasta jarðskjálftasvæði á landinu þar sem snöggir og stórir skjálftar eru tíðir.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.9.2019 kl. 20:54

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef þú skoðar þetta á Google earth, þá sérðu hvað ég meina. Þessi göng yrðu svipað löng og göngin úr Héðinsfirði í Ólafsfjörð.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.9.2019 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 79
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband