Fagradalsfjall (391 m)

Fagradalsfjall (391 m), vestasta fjallið í Reykjanesfjallgarðinum var heimsótt á baráttudegi verkalýðsins. Í fjallinu eru þrjú flugvélaflök frá seinni heimsstyrjöld. Markmiðið var að finna þau og minnast þess hversu vitlaus stríð eru.

Fagradalsfjall er fyrir norðaustan Grindavík. Það er fjalllendi með mörgum fjöllum af öllum stærðum og gerðum. Á kortum er það merkt mjög greinilega sem Fagradalsfjall en það fjall má telja sem kjarnann í þessu fjalllendi. Þau fjöll sem ganga út úr því bera einnig sín eigin nöfn.

Fagradalsfjall er myndað við gos undir jökli og flokkast undir s.k. stapa því gosið hefur á endanum náð upp úr íshellunni og náð að mynda hraun. Megingígurinn er nyrst á fjallinu þar sem það rís hæst. Þaðan hefur svo hraunið runnið til suðurs og er fjallið um 100 metrum lægra þar. Hæsti hlutinn heitir Langhóll og gægist 40 metra yfir hásléttuna.

Á föstudaginn, 3. maí kl. 16.20 verða 70 ár síðan B24D sprengiflugvél fórst í fjallinu. Í henni var æðsti yfirmaður herafla Bandríkjanna í Evrópu, hershöfðinginn Frank M. Andrews. Hann fórst þarna ásamt ásamt þrettán öðrum félögum sínum. Einn komst af.

Kastið í FagradalsfjalliKastið vestan við Fagradalsfjall. Þar hafnaði B-24D "Hot Stuff" sprengiflugvélin. Sandhóll lúrir á bakvið.


Því leikur Fagradalsfjall, þó lágreist sé, nokkra sögu í heimssögunni. Síðar tók Dwight D. Eisenhower við yfirmannsstöðunni. Stjórnaði aðgerðum í Normandy og varð í kjölfarið 34. forseti Bandaríkjanna.

Menn hafa velt því fyrir sér hvernig Kalda stríðið hefði litið út ef Andrews hefði lifað af heimsóknina til Íslands og Fagradalsfjall verið aðeins lægra. Hann var miklu mildari maður, ekki eins kaldur og Ike.

Því er viðeigandi að ganga á Fagradalsfjall á köldum baráttudeginum, fyrsta maí, og minnast í kuldanum hermanna 28 sem létust þar í hildarleiknum.

Ekki gekk okkur vel að finna flugvélaflökin þrjú.  En það mætti klárlega gera upplýsingaskilti á Suðurstrandarvegi fyrir framan fjallið sem segir þessa merkilegu sögu. Einnig gefa upp staðsetningarpunkta svo göngufólk geti fundið það sem eftir er af flökunum og rifjað upp atburði þessa og tilgangsleysi stríða.

Göngufólk getur fylgst með krafti náttúrunnar. Orðið vitni að því hvernig hún brytjar flökin niður í tímans tönn.

Útsýni yfir Reykjanesskagann er mjög gott af toppi Fagradalsfjalls, ofan af Langhól. Körfuboltabæirnir, Grindavík og Keflavík sjást vel ásamt minni þorpum.  Einnig sér til höfuðborgarinnar og austur til Eyjafjallajökuls.  Fjallaröðin, Keilir, Litlihrútur, Kistufell og Stórihrútur er glæsileg í návígi.

Dagsetning: 1. maí 2013
Hæð Fagradalsfjalls: 391 m
GPS hnit á Landmælingastöpli á toppi Fagradalsfjalls: (N:63.54.280 - W:22.16.379)
Hæð í göngubyrjun:  86 metrar (N:63.51.985 - W:22.19.162) við Suðurstrandarveg
Hækkun: 305 metrar         
Uppgöngutími: 154 mín (11:58 - 14:32) – 6 km loftlína, með leit að braki
Heildargöngutími: 320 mínútur (11:58 - 17:18)
Erfiðleikastig: 1 skór
Vegalengd:  14 km
Veður kl. 15 Grindavík: NNA 7 m/s, 1,2 °C. Raki 44%
Veður kl. 12 Grindavík: NNA 8 m/s, 0,5 °C. Raki 47%
Þátttakendur: Rannsóknar- og friðarferð, 4 alls í föruneyti
GSM samband:  Já, en óstöðugt í dölum


Gönguleiðalýsing
: Lagt frá Suðurstrandarvegi með stefnu á Kastið (2,2 km). Leitað að flugvélarflaki B-24. Síðan haldið upp á hásléttuna með stefnu á toppinn um mosavaxið móberg. Þaðan haldið niður í Drykkjarsteinsdal með stefnu á Stórahrút. Mikill uppblástur.

Heimildir:
Illugi Jökulsson: http://www.pressan.is/Frettir/Lesa_Illuga_utlondum/breytti-fagradalsfjall-ekki-bara--gangi-seinni-heimsstyrjaldar-heldur-lika-kalda-stridsins
Ferlir: http://www.ferlir.is/?id=6506
Ferlir: http://www.ferlir.is/?id=4185
Grétar William: http://gretarwilliam.wordpress.com/2007/10/24/fagradalsfjall-21-oktober-fundum-tvo-flugvelaflok-af-thremur/
Keilir: http://www.keilir.net/is/keilir/frettir/minningarathofn-um-andrews-hershofdingja
Heimildarmynd um B-24 Liberator, Andrews og flugslysið á Fagradalsfjalli [YouTube]
Toppatrítl: http://www.toppatritl.org/ganga20020501.htm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 226313

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband