Esjan (780 m) #14 ferð

Esjan í #14 árið í röð. Eitt af markmiðum mínum er að ganga amk einu sinni á ári á Esjuna.


Loks kom sólardagur í sumarfríinu og tilvalið að fylla Esjukvótann.
Róleg umferð rúmlega tíu en umferð gangandi jókst um hádegið og mikið var af útlendingum. Það heyrðist sænska, finnska, spænska og enska hljóma í fjallakyrrðinni.

Engin gestabók var við Stein en þangað stefndu flestir.


Síðan var lagt á topp Þverfellshorns. Klettaborg 90 metrar birtist úr þokunni. Þeir voru ekki lengur klettar. Þeir voru risavaxið listasafn.  Keðjur voru göngumönnum til aðstoðar.


Ekki sást í toppinn en veðurspáin lofaði sól og þegar við kjöguðum að vörðunni opnaðist þokuhaftið. Það náðust nokkrar myndir, selfie og allur facebook pakkinn. Síðan lagðist þoka yfir, þá var kvittað fyrir afrekinu í nýlega gestabók sem geymd er í kassa við hringsjánna. Nokkrum sekúndum síðar fór þokan. Vindurinn blés henni í burtu. Maður þurfti ekki að bíða lengi eftir nýju veðri.

14.200 skref, 11.8  km og 950 kkal brenndar.


En er bæjarfjallið Esjan tignarlegt fjall?  
Meistari Þórbergur Þórðarson hefur ákveðnar skoðanir á fjallinu:  
"Esjan hefur aldrei haft sérlega góð áhrif á mig. Hún hefur aldrei verkað lyftandi á mig. Hún hefur verkað svipað á mig og heljarmikill hesthúshaugur sem er farinn að verða uppgróinn að neðan. Hún er alltof ruglingslega samin fyrir minn stílsmekk. Mér brá þegar ég kom fyrst til Reykjavíkur að sjá hvað fjöllin hérna voru lágkúruleg í samanburði við fjöllin í Suðursveit. Þau höfðu tinda sem bentu til himins." (Kompaníið bls. 127)

Þverfellshorn  Hringsjá

Hringsjá FÍ á Þverfellshorni og varða. Kollafjörður og Geldinganes sjást vel og höfuðborgin hulin þoku að hluta.

Dagsetning: 22. júlí 2014
Hæð Þverfellshorns: 780 m
Erfiðleikastig: 1 skór að Steini,  3 skór eftir Stein
Veður kl. 12 Reykjavík: Skýjað, SSA 3 m/s, 15,4 °C. Raki 73%. Skyggni 40 km. Gambur.

Gönguleiðalýsing: Vinsæl gönguleið, ágætlega uppbyggð með upplýsingum á íslensku. Hlíðin er aflíðandi neðst en með hömrum efst.

Heimildir
Bæjarfjallið Esja
Hvað vildi Þórbergur - Guðmundur Andri Thorsson

Sitthvað um Esjuna - Emil Hannes Valgeirsson

Gengið á Esjuna - Kjartan Pétur Sigurðsson

Tengd Esjublogg
Esjan á páskadag
Kerhólakambur (851 m)

Esjuganga

Esja


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 5
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 226015

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband