Sveinstindur (1.090 m)

Það var ljúft að anda að sér tæru fjallaloftinu þegar maður steig út úr tjaldinu hjá veiðihúsinu við Langasjó. Umhverfi sem þetta á engan sinn líka, upphafið, eyðilegt og hljótt. Framundan var spennandi ganga á Sveinstind í Fögrufjöllum.

Ég hafði reynt göngu á Sveinstind fyrir fjórum árum í ferð með Augnablik en þá var mikil þoka á tindinum.

Langisjór var einn best varðveitti leyndardómur við jaðar Vatnajökuls. Það var fyrst árið 1878 að skaftfellskir leitarmenn fengu veður  af stöðuvatni handan fjalla sem þeir gáfu nafnið Skaftárvatn og fjallgarðinum Skaftárfjallgarður, síðar kallað Fögrufjöll.  Hæsta tindi í fjallgarðinum gáfu þeir nafnið Bjarnatindur eftir Bjarna [Bjarnasyni] í Hörgsdal á Síðu.  

Þegar Þorvaldur Thoroddsen landkönnuður kom að Langasjó á árunum 1889 og 1893 skapaði hann örnefnin Sveinstind og Langasjó.  Hvarf þá nafnið Bjarnatindur en lægri tindur í fjallinu ber nafn Bjarna.

Sveinstindur nefndur eftir Sveini Pálssyni (1762-1840) lækni og náttúrufræðingi. Hann er eitt flottasta útsýnisfjall landsins ef skyggni er gott.

Gangan er nokkuð auðveld þó að bratt sé og greinilegur slóði alla leið. Á tveim stöðum hafa verið settar stálplötur í gönguleiðina til að koma í veg fyrir smáskriður.

Útsýni af toppi Sveinstind er víðsýnt og stórbrotið.  Langisjór blátær ber af með sína fallegu liti. Einstök Fögrufjöll eru tvöfaldur, örmjór fjallgarður, alsettur hnjúkum. Milli þeirra hafa lón víða orðið innlyksa. Þau eru hulin grænum mosa og háplöntum á stangli. Norðan við Langasjó eru gróðurlaus Tungnaárfjöll. Skaftá breiðir úr sér sunnan Fögrufjalla og ber mest á Stakafelli. Risinn Vatnajökull sýndi hvítar breiðurnar með Kerlingar og svart Pálsfjall og snævi þakin Þórðarhyrna ber af í austri. Landmannaafréttur, Veiðivötn og Kerlingarfjöll eru í norðri og Hekla áberandi í vestur.  

Lakagígaröðin í suðri er stórfengleg og með Þjórsárhraun getur orðið glæsilegur Eldfjallagarður. Grænifjallgarður glæsilegur í auðninni. 

Fyrir neðan tindinn í rúmlega þúsund metra hæð eru vegamót en hægt er að ganga niður í skála Útivistar og halda þaðan í Skælinga. Stutt þar frá er steinhleðsla. Talið er að Þorvaldur Thoroddsen hafi hlaðið hana til varnar tjaldi sínu.

Sveinstindur í vesturenda Fögrufjalla. Næst hæsti tindurinn heitir Fagra (923 m) og er í austurenda fjallgarðsins. Fögruvellir, Fagralón og Fagrifjörður með eyjunni Ást eru fögur örnefni þarna.

Gönguleið á Sveinstind

Gönguleið á Sveinstind. Fylgt er hryggnum til vinsti, alla leið á topp.  Hækkun 413 metrar.

Ægifegurð 

Á toppi Sveinstinds í 1.090 metra hæð.  Göngufólk umkringt ægifegurð. 

Dagsetning: 27. júlí 2013 
Hæð Sveinstinds: 1.090 m 

GPS hnit varða á toppi Sveinstinds: (N:64.06.346 - W:18.25.088)
Hæð í göngubyrjun:  677 metrar (N:64.06.163- W:18.26.672) við bílaplan.
Hækkun: 413 metrar           
Uppgöngutími: 81 mín (09:36 – 10:57)
Heildargöngutími: 180 mínútur (09:36 - 12:30)  Gott stopp á Sveinstindi

Erfiðleikastig: 2 skór
Vegalengd:  5 km 
Veður kl. 12 Vatnsfell: Heiðskýrt, SV 4 m/s,  16,3 °C. Raki 54%
Þátttakendur: Skál(m), 7 manns.
GSM samband:  Já, á köflum.

Sveinstindar:  (2) Sveinstindur í Öræfajökli (2.044 m)


Gönguleiðalýsing: Lagt frá bílastæði undir Sveinstind. Gengið eftir stikaðri leið yfir gróðurlítið svæði en  klædd mosa og háplöntum á stangli.  Traust undirlag eftir hálsum og hryggjum að vörðu á toppi og við blasir ægifegurð.

Heimildir

Leyndardómur Vatnajökuls, Hjörleifur Guttormsson og Oddur Sigurðsson, 1997.

Ísafold,  1878  bls. 69 - http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=273166&pageId=3939780&lang=is&q=Vatnaj%F6kli

Náttúrufræðingurinn, 1958.  http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4269151&issId=291007&lang=da 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Myndir á facebook

https://www.facebook.com/sigurpall.ingibergsson/media_set?set=a.10201117364249298.1073741827.1624936523&type=3

Sigurpáll Ingibergsson, 14.8.2013 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 8
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 226006

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband