Þórsgata í Þórsmörk

Þórsgata er ný falleg gönguleið í kringum Þórsmörk.  Í gönguleiðarlýsingu er hún sögð 22 km en gönguhópurinn taldi sig hafa farið eftir öllum slóðum og fékk rúma 18 km á mæla  sína.

Leiðin liggur upp frá Húsadal, í gegnum Hamraskóg að Slyppugilshrygg og þaðan framhjá glæsilegri Tröllakirkju upp á Tindfjallasléttu, niður Stangarháls og meðfram Krossá að Langadal, upp á Valahnúk, niður eftir endilöngum Merkurrana, út á Markafljótsaura og enda aftur í Húsadal.

Hægt er að búta leiðina niður í smærri áfanga eða lengja. En nokkrar gönguslóðir eru á svæðinu og tengir Þórsgata þær saman.

Lagt var í ferðina frá Húsadal og keyptum við þjónustu hjá Volcano Huts yfir Krossá en hún er oft mikill farartálmi á leiðinni inn í Þórsmörk.

Leiðin er mjög falleg, stórbrotin fjallasýn með jöklum fylgir manni  alla leið. Einn skemmtilegasti hluti leiðarinnar er leiðin framhjá Tröllakirkju en þá er gengið eftir stíg í vel gróinni brattri hlíð. Rjúpnafell (814 m) er glæsilegt úti á sléttunni og fangar augað. Síðan kemur Tindfjallaslétta og haldið var á útsýnisstað en þar er útsýnið  ægifagurt. Maður komst í snertingu við eitthvað stórt og æðra manni sjálfum og sýnin hafði umbreytandi áhrif.

Í fjöllin sækjum við áskoranir jafnt sem innblástur. Við útsýnisskífu á Tindfjallasléttu gagntekur þessi tilfinning mann þegar Eyjafjallajökull og Mýrdalsjökull blasa við með skriðjöklana skríðandi niður á láglendið.

Þegar við voru búin að upplifa hrikafegurðina sáum við hlaupara sem tóku þátt í Þórsgata Volcano Trail Run, 12 km fjallahlaup með um 200 hlaupurum. Það var einstök upplifun að hitta fjallahlauparana og hvetja þá áfram í þessu stórbrotna landslagi á Tindfjallasléttu og niður Stangarháls.

Ein áskorun var eftir þegar Langadal var komið en það er Valahnúkur (454 m) og hugsaði maður til fjallahlauparanna. Það var fallegt að sjá yfir Krossá og Goðaland þegar upp var komið.

Það voru hamingjusamir göngumenn sem komu í Húsadal síðdegis og mælum við með þessari nýju gönguleið um Þórsgötu til að fá að upplifa einstaka náttúru Þórsmerkur.

 

Þórsgata

Göngumenn staddir í Hamraskógi með Eyjafjallajökul í baksýn

Dagsetning: 12. september 2020
Göngubyrjun: Húsadalur, 208 m (N: 63.41.463 – W:12.32.443)
Hækkun göngufólks: 812 metrar
Heildargöngutími: 480 mínútur (09:40 – 17:40)
Erfiðleikastig: 2 skór
Vegalengd: 18 km
Þátttakendur: Villiendur. 10 göngumenn.
GSM samband: Já, 4G
Gestabók: Nei
Gönguleiðalýsing: Ný fjölbreytt gönguleið sem tengir saman fimm gönguleiðir í Þórsmörk. Getur tekið á fyrir lofthrædda á köflum.

Facebook-status: Þið sem ekki komust með í dag í Þórsmörk, komið með næst! Ólýsanlegur dagur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 77
  • Frá upphafi: 226263

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 69
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband