6.4.2016 | 16:02
Einbreiðar brýr í Ríki Vatnajökuls - Áhættustjórnun
Ég geri mér grein fyrir að einbreiðu brýrnar 21, verða ekki allar teknar úr umferð strax með því að breikka þær eða byggja nýja en það má efla forvarnir stórlega. Markmiðið hjá okkur öllum hlýtur að vera að enginn slasist eða láti lífið. Takist það þá er það mikið afrek.
Erlendum ferðamönnum hefur fjölgað gífurlega og ferðast flestir í leigubifreiðum. Slys á ferðamönnum hefur tvöfaldast frá árinu 2008.
Á Páskadag voru um 2.500 bifreiðar við Seljalandsfoss, um 1.000 í Ríki Vatnajökuls og 250 fyrir austan Höfn. - vegagerdin.is
Í samgönguáætlun 2011 segir: Útrýma einbreiðum brúm á vegum með yfir 200 bíla á sólarhring.
En markmið áhættustjórnunar er að ákvarða nauðsynlegar aðgerðir til að fjarlægja, minnka eða stjórna áhættu.
Ógnir
Náttúrulegar
- Ægifegurð í Ríki vatnajökuls - erlendir ferðamenn horfa á landslag og missa einbeitningu
- Niðurbrot byggingarefnis. Meðalaldur einbreiðra brúa í Ríki Vatnajökuls er tæp 50 ár.
- Hálka
- Viðvörunarskylti sjást stundum ekki vegna snjólaga um vetur
- Sól lágt á lofti
- Lélegt skyggni, þoka eða skafrenningur, skyndilega birtist hætta og ekkert svigrúm
- Jarðskjálftar, hitabreytingar, jökulhlaup eða flóð geta skapað hættu
Manngerðar ógnir
- Óreyndir ökumenn, sérstaklega frá Asíu
- Krappar beygjur að brúm
- Umferðarmerkið Einbreið brú - aðeins á íslensku
- Umferðarmerki við einbreiðar brýr séríslensk, aðrar merkingar erlendis
- Brýr stundum á hæsta punkti, ekki sér yfir, blindhæð
- Einbreiðar brýr, svartblettir í umferðinni
- Lélegt viðhald á brúm. Ryðgaðar og sjúskuð vegrið. Ósléttar.
- Hált brúargólf
- Beinir vegakaflar, býður upp á hraðakstur
- Flestir ferðamenn koma akandi frá höfuðborginni og byrja á tvíbreiðum brúm (68 alls) en svo koma slysagildrur, jafnvel dauðagildrur
- Hringvegurinn lokast um langan tíma verði óhapp á brú.
- Litlu eða stuttu brýrnar eru hættulegri en lengri, þær sjást verr, lengri brýrnar gefa meira svigrúm og ökuhraði hefur minnkað
- Lítill áhugi Alþingismanna og ráðherra á öryggismálum á innviðum landsins
Úrbætur
- Draga úr ökuhraða þegar einbreið brú er framundan í tíma
- Hraðamyndavélar.
- Blikkljós á allar brýr, aðeins við fjórar brýr og blikkljós verða að virka allt árið.
- Útbúa umferðarmerki á ensku
- Fjölga umferðamerkum, kröpp vinsri- og hægri beygja, vegur mjókkar.
- Skoða útfærslu á vegriðum
- Fræðsla fyrir erlenda ferðamenn
- Virkja markaðsfólk í ferðaþjónustu, fá það til að ná athygli erlendu ferðamannana á hættunni án þess að hræða það
- Nýta SMS smáskilaboð eða samfélagsmiðla
- Betra viðhald
- Bæta göngubrú norðanmeginn við Jökulsárlón á Breiðarmerkursandi
- Styrkja þarf brýr, sú veikasta, Steinavötn tekur aðeins 20 tonn
Þegar erlend áhættumöt eru lesin, þá hafa brúarsmiðir mestar áhyggjur af hryðjuverkum á brúm en við Íslendingar höfum mestar áhyggjur af erlendum ferðamönnum á einbreiðum brúm. Jarðskjálftar og flóð eru náttúrlegir áhættuþættir en hryðjuverk og erlendir ferðamenn ekki.
Þingmenn í Suðurlandskjördæmi og stjórnarþingmenn verða að taka fljótt á málunum. Einhverjir hafa þó sent fyrirspurnir á Alþingi og ber að þakka það. Auka þarf fjármagn í forvarnir og öryggismál. Arðsemi fjárfestingarinnar (ROI) er mikið.
Útbúin hefur verið síða á facebook með myndum og umsög um allar einbreiðu brýrnar, 21 alls í Ríki Vatnajökuls.
https://www.facebook.com/EinbreidarBryr/
Í haust verður gerð samskonar úttekt áhugamanns um aukið umferðaröryggi. Vonast undirritaður til að jákvæðar breytingar verði í vor og sumar og ekkert slys verði í kjördæminu og landinu öllu. Það er til núllslysamarkmið.
En hafið í huga fræga setningu úr myndinni Schindlers List meðan manngerða Tortóla fárviðrið gengur yfir: "Hver sem bjargar mannslífi bjargar mannkyninu"
Brúin yfir Jökulsárlón á Breiðamerkusandi, hengibrú byggð 1967, 108 m löng, 4,2 m breið og 34 tonna vagnþungi. Mjög mikil áhætta.
Ferðalög | Breytt 22.7.2016 kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.4.2016 | 16:05
Einbreiðar brýr í Ríki Vatnajökuls - áhættumat
Ég átti leið um Suðurland um Páskana, ferðaðist í bíl á milli Hornafjarðar og Reykjavíkur og það var geysileg umferð erlendra ferðamanna. Vandræði að fá bílastæði á vinsælum ferðamannastöðum. Enda ferðaþjónustan orðin stærsta atvinnugrein á Íslandi og ferðamenn eiga góða þjónustu og tryggt öryggi skilið. En mest af þessu ágætu ferðamönnum hefur litla ökureynslu. Sumir hverjir eru nýbúnir að fá bílpróf fyrir Íslandsferð.
Vegagerðin mældi 83% aukningu á bílaumferð um Mýrdalssand milli marsmánaða. Er hræddur um að það fjármagn sem áætlað er í merkingar á einbreiðum brúm sé allt of naumt skammtað. Það þarf að gera þetta vel meðan brýrnar, svartblettir í umferðinni eru á Hringveginum.
Í Ríki Vatnajökuls er hættuástand vegna 21 einbreiðra brúa. Einbreiðar brýr voru ódýrari í byggingu, það er ástæðan fyrir tilveru þeirra. Nú er öldin önnur. Ég tók mynd af öllum einbreiðu brúnum og framkvæmdi áhættumat og læt það fylgja með, ókeypis. Það er mín samfélagsleg ábyrgð.
Allar einbreiðu brýrnar lenda í hættuflokknum og 7 brýr eða þriðjungur lendir í flokknum dauðagildra.
Áhættumat sem sýnir einbreiðar brýr í Ríki Vatnajökuls, 21 alls.
26.2.2016 | 23:15
Af stöðumælum í náttúrunni
Hann Halldór, teiknari Fréttablaðsins kann að setja fréttir í sérstakt samhengi. Góður teiknari og húmoristi. Hér er mynd sem birtist 24. febrúar um æðið í ferðaþjónustunni.
En hér er mynd sem ég tók á Hlöðufelli og sýnir gjörning sem tók á móti okkur þreyttum göngumönnum er toppnum var náð.
Stöðumælir í 1.186 m hæð í víðerninu og ægifegurð. Kálfatindur og Högnhöfði á bakvið.
Sami húmor!
20.2.2016 | 17:47
#Ófærð
Á sunnudagskvöld verður uppgjörið í #Ófærð. Tveir síðustu þættirnir sýndir í beit. Þetta verður gott sjónvarpskvöld.
Ég er með kenningu um skúrkinn. Læt hana flakka svona rétt fyrir opnun. Einnig mögulegar fléttur.
Geirmundur er ekki dauður. Hann er skúrkurinn, hann kveikti elda. Líkið er af óheppnum Litháa. Niðurstöður DNA eiga eftir að leiða það í ljós. Einnig að blóðið á vélsöginni sé af hreindýri ekki líkinu sem Siggi hurðaskellir flutti á haf út.
Eiríkur sem Þorsteinn Gunnarsson leikur er arkitektinn á bakvið brunann í frystihúsinu, hann og Geirmundur tendruðu elda til að svíkja út tryggingabætur. Dóttir Eiríks var óvænt inni.
Hótelstjórinn, Guðni hefur tekjur af mannsali rétt eins og fatasaumarinn í Vík. Frystihúsastjórinn Leifur er óheppin að tengjast því sem og Dvalinn, sá færeyski sem er ekki góður pappír.
Kolbrún kona Hrafns er arkitektinn á bakvið nýhafnarspillinguna ásamt fermingarsystkinum.
Trausti SAS-rannsóknarlögreglumaður á þátt í hvarfi Önnu í málinu sem Andri átti að hafa klúðrað.
Bárður hasshaus á eftir að áreita eldri stúlkuna.
Sigvaldi nýi kærastinn og Ásgeir lögga hafa of mikla fjarvistarsönnun að mínu mati. Ásgeir á eitt lekamál á samviskunni en þarf ekki að segja af sér.
Friðrik alþingismaður, leikinn af Magga glæp, er bara spilltur alþingismaður.
Maggi litli gæti verið Hrafnsson.
Ég trúi engu vondu upp á Steinunni Ólínu (Aldís) þó hún hafi haldið aðeins tekið hliðarspor með Hjálmari og hinn meinlausa Rögnvald sjóræningja.
Gaman að erlendar stöðvar taka spennuþáttaröðinni vel. Íslenskur vetur er alveg ný upplifun fyrir þá. Merkilegt að útlendingar skuli geta munað nöfnin, ég er enn að læra nöfn sögupersóna. Kuldinn selur. Snjallt hjá Baltasar og Sigurjóni Kjartanssyni og félögum að nota íslenskan vetur í krimma í anda Agötu Christie.
Það eru svo margir boltar á lofti. En í könnun á ruv.is eru 3% með Geirmund grunaðann.
Sé þetta allt kolvitlaust, þá er hér kominn hugmynd að fléttu í næstu þáttaröð af #Ófærð II
Guð blessi Ófærð.
11.2.2016 | 14:37
Að deyja úr frjálshyggju
Þær safnast undirskriftirnar hjá endurreisn.is. Það styttist í 70 þúsund manna múrinn verði rofinn.
Ég lenti í lífsreynslu í sumar og þurfti að leita á náðir heilbirgðiskerfisins og eru það ný lífsreynsla fyrir mér en hef náð áratug án þess að þurfa að leita læknis.
Skrifaði grein á visir.is: Frá Kverkfjöllum til Tambocor, þriggja mánaða krefjandi ferðalag.
Að leggja fjármagn í heilbirgðiskerfið er fjárfesting en ekki útgjöld. Hvert mannslíf er verðmætt. Um hálfur milljarður!
Hér á landi vantar lækna. Það vantar hjúkrunarfólk. Það vantar fjármagn, kærleik og skilvirkt heilbrigðiskerfi. Það vantar góða stjórnmálamenn. Það vantar rétta forgangsröðun. Það er vísvitandi verið að brjóta heilbrigðiskerfið niður innanfrá. Það er verið að undirbúa innrás frjálshyggjunnar.
Heilbrigðiskerfið á Íslandi er eflaust á heimsmælikvarða fyrir heilbrigt fólk, en þegar reynir á kerfið eru biðlistarnir langir. Þeir eru í boði stjórnvalda. Þau bera ábyrgð á stöðunni. Fagfólkið á spítalanum gerir sitt bezta.
Við skulum von að okkur Íslendingum takist að endurreisa heilbrigðiskerfið og hafa sambærilegt heilbrigðiskerfi og hin Norðurlöndin búa við til að vernda okkar mikilvægust eign, heilsuna.
Vonandi deyr enginn úr frjálshyggju.
30.12.2015 | 11:28
Sýndarveruleiki
Nokkrir spá því að næsta ár, 2016, verði ár sýndarveruleikans, (virtual reality - VR). Hér er mynd af fólki með sýndarveruleikagleraugu að skoða lausn við loftslagsbreytingum með því að bjóða fólki að útiloka raunveruleikann. Sýndarveruleiki gefur notandanum þá hugmynd að hann sé staddur í allt öðrum heimi en hann er í raun staddur í.
Til eru sýndarveruleikagleraugu sem passa fyrir alla smartsíma og breyta símanum í t.d. 3D bíóhús eða þrívíða leikjahöll.
Það er næsta víst að sýndarveruleiki mun skipa stóran sess í afþreygingariðnaði framtíðarinnar.
Verður 2016 svona? Venjulegur maður sker sig úr?
23.12.2015 | 09:31
Tækifærin liggja í loftinu
Það var gleðileg frétt á visir.is í morgun um ákvörðun Bæjarráðs Hornafjarðar: "Yfirlýsing um loftslag".
Með yfirlýsingunni ábyrgist sveitarfélagið að vinna ötullega að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í starfsemi sinni og hvetja jafnframt íbúa og fyrirtæki til þátttöku, bókaði bæjarráðið og fól bæjarstjóranum að ganga frá samningnum við Landvernd.
Þetta er mjög gott grænt skref enda eru jöklarnir að hverfa fyrir framan nefið á Hornfirðingum og landið að lyftast um 10 mm á ári. Stóru skipin gætu lent í vandamálum í innsiglingunni innan fárra áratuga.
Með þessu verðar skaftfellsk fyrirtæki umhverfisvænni, þau munu innleiða umhverfisstefnu og huga að sjálfbærum rekstri. En eins og staðan er í dag þá sést umhverfisstefna hjá mjög fáum ferðaþjónustufyrirtækjum á Hornafirði.
Ef þú ætlar að breyta heiminum verður þú að byrja á því að breyta sjálfum þér.
Á loftslagssýningu COP21 í Frakklandi var snjóbíll sem notaður var á Suðurskautslandinu en hann var rafknúinn. Veit ekki hvort hann henti fyrir ævintýraferðir á Vatnajökli en ég hugsaði heim er ég sá hann. Sótspor á jöklinum myndi minnka mjög mikið með sjálfbærri tækni. Rafmagn frá Smyrlu rétt fyrir neðan Jöklasel.
Snjóbíll á 8 hjólum eða beltum sem notaður var á Suðurskautslandinu. Í eigu Venturi. Drægni 40 km og hámarkshraði 25 km/klst.
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 09:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2015 | 20:45
Rafbílavæðing Íslands
Eftir góða niðurstöðu á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP21) þá er tími jarðefnaeldsneytis og kola liðinn.
Nú er stórt tækifæri fyrir nýsköpun í samgöngum. Á SolutionsCOP21 sýningunni í Grande Palace glerhöllinni voru margar lausnir í boði. Rafmagn, vetni, metan og lífrænt gas.
Maður gekk út bjartsýnni á framtíðina eftir að hafa hitt fólkið sem var fullt af eldmóð að kynna frantíðarlausnir. Vonandi upphaf að nýrri franskri byltingu.
Einfaldast er að innleiða rafmagn hér á landi og hlutfallseg sala rafbíla næst mest í heiminum. Uppbygging hraðhleðslustöðva er þegar hafin hjá ON. Innan skamms verða 13 hleðslustöðvar tilbúnar. Því miður hefur bílaframleiðendum ekki tekist að hafa sömu hraðhleðslutengi á bílum sínum. Japanir nota svokallaðan CHAdeMO-staðal á meðan flestir evrópsku bílaframleiðendurnir nota Combo. Enn eitt tengið er svo AC43 sem Renault Zoe notar og Tesla sem var mjög vinsælt á sýningunni er með enn aðra gerð tengja. ON var með Chademo-staðalinn en verið að útvíkka fyrir önnur tengi.
Þetta er því mikil kjarabót fyrir fjölskyldur. Meðan dagurinn af jarðefnaeldsneyti er á þúsund krónur, þá er dagurinn með raforku á hundrað kall. Stórkostleg kjarabót og sparar gjaldeyri og minnkar útblástur.
Hér eru hleðslulausnir hjá Renault Zoe, AC43. Þrjár mismunandi hleðslueiningar og hægt að sjá hleðslutíma á myndinni.
Annars var hönnun á rafbílum mjög listræn.
Toyota með frúar eða herrabíl á þrem hjólum
Rafskutla notuð í Strasbourg
Heimild:
700 rafbílar á Íslandi, eftir Jón Björn Skúlason og Sigurð Inga Friðleifsson. Morgunblaðið, desember 2015.
12.12.2015 | 11:41
Dómsdagsklukkan
Í dag ber að fagna. Nýr loftslagssamningur verður undirritaður í París sem byggir á trausti.
Ólafur Elíasson og grænlenski jarðfræðingurinn Minik Rosing settu upp listaverkið Ice Watch á Place du Panthéon. 12 grænlenskum ísjökum var komið fyrir á á Place du Panthéon og mynda vísa á Dómsdagsklukku.
Það var áhrifaríkt að sjá ísklukkuna. Þarna var fólk af öllum aldri og öllum kynþáttum alls staðar úr heiminum. Margir hverjir að sjá ísjaka í fyrsta skipti og gaman að upplifa viðbrögð þeirra, ungra sem aldna. Þarna fræðir listin fólk á áþreifanlegan hátt og kemur vonandi hreyfingu á hlutina. En Hólárjökull og Dómsdagsklukkan eiga margt sameiginlegt, bæði að hverfa inn í tómið.
Ólafur Elíasson vonast til að listaverkið nái að brúa bilið milli gagna, vísindamanna, stjórnmálamana og þjóðhöfðingja og venjulegs fólks.
Við skulum grípa þetta einstaka tækifærir, við heimurinn- getum og verðum að grípa til aðgerða nú. Við verðum að umbreyta þekkingu á loftslaginu í aðgerðir í þágu loftslagsins, segir Ólafur Elíasson. Listin getur breytt skynjun okkar og heildarsýn á heiminum og Ice Watch er ætlað að gera loftslagsbreytingar áþreifanlegar. Ég vona að verkið geti orðið mönnum innblástur til að takast á hendur sameiginlegar skuldbindingar og grípa til loftslagsaðgerða.
80 tonnum af ísjökum frá Grænlandi og mynda þeir vísana á klukku
11.11.2015 | 11:43
Chauvet hellarnir á Íslandi
Sá mjög áhugaverða heimildarmynd um Chauvet hellana í Suður-Frakklandi. Myndin var gerð af Werner Herzog árði 2010. Hellirinn fannst árið 1994 af Jean-Marie Chauvet og tveim félögum og geymir ómetanlegar dýramyndir sem gerðar voru fyrir 32.000 árum.
Það sem mér fannst áhugavert var að sjá hversu föstum tökum frönsk stjórnvöld hafa tekið á aðgengi að kalkhellinum. En hellarnir eru lokaðir allri umferð í verndunarskyni. Rammgerð hurð er fyrir hellisopinu og mjög strangar reglur um takmarkaða umgengni vísindamanna og tímalengd og tíðni heimsókna. Skófatnaður er sótthreinsaður og búið að gera palla á viðkvæmum stöðum.
Ég fór því að velta því fyrir mér hvernig íslensk stjórnvöld myndu taka á málum ef ég fyndi sambærilegan helli.
Það fyrsta sem núverandi stjórnvöld myndu gera er að stofna nefnd og væntanlega yrði Eyþór Arnalds fengin til að skálda hana. KOM myndi sjá um almannatengsl. Á meðan nefndin væri að störfum myndi vera athugða hvort Engeyingar gætu eignast hellinn eða landið sem hann væri í. Væntanlega myndi menntamálaráðherra fá verkefnið í sínar hendur og hann myndi strax athuga hvort Orka Energy myndi hafa hag af hellinum.
Ragnheiður Elín atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra myndi fá aðgengismál og þá yrði pælt í náttúrupassa, hvort það myndi virka eða ekki. Á meðan gætu ferða menn gengið um hann að vild. Notað hellinn sem salerni og gert þarfir sínar þar. Ekki væri splæst í kamar fyrir utan.
Andri Snær og Björk væru fyrir utan með vikulega blaðamannafundi og segðu þjóðinni og heiminum hversu merkilegt þetta væri og takmarka þyrfti aðgengi. Gætum hellana fyrir komandi kynslóðir.
Loksins þegar Engeyingar væru búnir að eignast hellinn og náttúrupassi kominn, þá myndi koma í ljós að mygla frá andadrætti manna hefði fært ómetanleg listaverk forfeðra okkar í kaf. Svona erum við langt á eftir. Ósjálfbær stjórnsýsla og spillt. 32 þúsund ára saga hyrfi á altari frjálshyggjunar.
Það var heppilegt að hellarnir fundust á Frakklandi en ekki Íslandi.
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.4.): 12
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 83
- Frá upphafi: 234886
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 71
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar