Aðeins 2 mínútur með forystu

Þeir eru alveg stórmagnaðir Tyrkirnir. Ekki var þeim spáð góðu gengi á EM en þeir hafa sýnt gríðarlega baráttu og unnið Evrópubúa á sitt band.

Það er athyglisvert og hreint út sagt ótrúlegt að lið Tyrklands sé að spila í undanúrslitum á EM og aðeins búnir að hafa forystu í 2 mínútur í leikjunum fjórum. Aðeins tvær mínútur af 390 mínútum.

Fyrsti leikurinn við Portúgal tapaðist 0-2.

Annar leikurinn, var við Sviss og vannst 2-1  sigur en þá skoraði  Arda Turan mark í blálokin, eða á  90+2 mínútu.

Nihat Kahveci  sá svo um að slá Tékkana út með glæsimarki á 89. mínútu í 3-2 sigri.

Þriðja hetjan, Semih Serturk skoraði svo magnaðasta mark EM á 30+2 í viðbótartíma.

Sem sagt, uppsöfnuð forysta í tvær mínútur. Alveg magnað.

Hvernig fer svo laskað lið Tyrkjana út úr leiknum við Þjóðverja? Tja, ég er hræddur um að ævintýrið sé á enda runnið og öll kraftaverkin búin eða hvað?  Hefur Tyrkneska þjóðin taugar í fleiri leiki?


mbl.is Tyrkir með þrettán útispilara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Takk fyrir upplýsingarnar Júlíus! 

Heyrði tölfræðina með 2 mínútur frá Steve Wilson, álitsgjafa hjá BBC. Er BBC ekki eins og Mogginn. Þau ljúga ekki. 

Ég man eftir vináttulandsleik Íslands og Tyrklands á Laugardalsvelli árið 1991. þá voru Tyrkir fallbyssufóður fyrir Íslendinga.  Ísland vann leikinn 5-1 og skoraði Arnór Guðjohnsen fjögur mörk.  Nú er öldin önnur, við orðin fallbyssufóður. Hvað breyttist?

Sigurpáll Ingibergsson, 25.6.2008 kl. 14:06

2 Smámynd: Björn Kr. Bragason

Árið 1991 var Enginn í markinu hjá Tyrkjunum og því lítið mál fyrir íslensku meðaljónana að setj'ann 5 sinnum

Björn Kr. Bragason, 29.6.2008 kl. 02:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 116
  • Frá upphafi: 226453

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 104
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband