Færsluflokkur: Enski boltinn
16.2.2009 | 20:57
Góður og slæmur dagur
Frábær stund fyrir Eduardo. Eftir að vera frá keppni í 51 viku, þá þurfti kappinn ekki nema 20 mínútur til að skora fyrsta mark bikarleiksins á móti Cardiff. Tvö óvenjuleg mörk, skallamörk, hjá Arsenal. Trúi því að tvö mörk komi í síðari hálfleik og miði í 16 liða úrslit á móti Burnley.
Slæmu fréttirnar eru að Rússinn Alisher Usmanov sem á fjárfestingafélagið Red & White Holdings Limited á nú 15.555 af 62.219 hlutum í Arsenal Holding plc eða slétt 25%. Vafasamur viðskiptajöfur með blóðuga fortíð að verja hlut sinn í valdabaráttu um félagið. Skyldi þetta fjárfestingafélag vera skráð á eyjunni Tortola?
![]() |
Eduardo með tvö í 4:0 sigri Arsenal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2009 | 12:06
Keane vs. Adebayor
Það verður stríð í köldum Norðurhluta Lundúna í dag á White Hart Lane. Leikurinn á líklega eftir að snúast um nýja liðsmann Spurs, Robbie Keane og manninn sem elskar að skora gegn Spurs, Emmanuel Adebayor. En hann hefur skorað átta mörk í sjö nágrannaleikjum.
Í nýjustu Heimsmetabók Guinnes kemur Nicklas Bentner við sögu. Þar er stór mynd af kappanum, þó ekki í þrívídd. Hann setti ekki beinlínis heimsmet en hann á metið í Ensku úrvalsdeildinni með því að vera fljótastur að skora mark eftir að hafa komið inná á móti Tottenham um jólin 2007. Dananum sterka var skipt inná á 74. mínútu er Arsenal átti horn. Boltinn stefndi beint á koll Bentner og stangaði hann boltann af miklum krafti í markið. Met. Reyndist það sigurmarkið í 2-1 leik.
Leikurinn í dag getur orðið sögulegur fyrir Arsenal. Endi leikurinn með sigri eða jafntefli verður það 19. leikurinn í röð án taps gegn erkifendunum í Úrvalsdeildinni. Svo getur annað annað sögulegt atvik gerst. Uppáhaldsleikmaður Pútin, forseta Rússlands, Andrei Arshavin gæti leikið sínar fyrstu mínútur fyrir Arsenal.
Eftir að hafa rifjað þetta allt upp, þá hallast ég að 2-1 sigri Arsenal, Keane, Adebayor og Bentner með mörkin. Klúður eins og í síðasta leik, 4-4 verður ekki leyft á Lane.
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2009 | 22:07
Skytturnar lögðu Græna herinn
Hann varðist vel Græni herinn á iðjagrænum Emirates gegn Skyttunum. Fyrstu orrusturnar gengu ágætlega hjá þeim grænu en stríðið tapaðist, 3-1. Þeir grænklæddu, eða stuðningsmenn þeirra, bera nafnið The Green Army. Er sá litur góður í baráttu fyrir grænum gildum, en ekki er hann góður fyrir knattspyrnulið. Einungis tvö lið á Englandi eiga græna búninga. Breiðablik hefur þó fylgt í spor þeirra en aldrei náð að verða annað en efnilegir, þó með nokkrum undantekningum í kvennaknattspyrnunni. Ég sá á síðasta ári leik Barcelona og Levante. Þeir síðarnefndu voru í algrænum búningum og gekk mér illa að sjá leikmenn á vellinum. Mér er minnisstætt eitt sinn er löng sending kom út á vænginn. Hræðileg sending hugaði ég. Skyndilega fór boltinn að ferðast hornrétt á fyrri stefnu og ég ekki búinn að drekka neinn bjór. Var þar vængmaður Levante að geystast upp kantinn! Leikkerfi sem minnti á skæruhernað.
Það er gaman að upplifa söguna í gegnum ensku knattspyrnuna. Í merki Arsenal er fallbyssa sem hefur tengingu í Búastríðin í S-Afríku. Í merki Plymouth Argyle er þrímastra seglskip, Mayflower en það flutti 102 púrítana, pílagrímsfeðurna, frá Plymouth á suðvesturströnd Englands til Massachusetts í N-Ameríku 1620. Þeir stofnuðu fyrstu eiginlegu nýlenduna í Nýja-Englandi. Því hefur Plymouth annað gælunafn, The Pilgrims.
Sagan tengist íslenskum íþróttaliðum, þó ekki eins og hjá Bretum. Helst fornsögur. Á Hofsósi er Vesturfarasetur og Ungmennafélagið Neisti. Væru enskar hefðir viðhafðar, þá gætu stuðnigsmenn Neista, kennt sig við Vesturfarana. Hvernig væri það?
En við Arsenal fögnum því að vera komnir í 32 liða úrslit í Ensku bikarkeppninni, frægustu, elstu og virtustu keppni heims. Milljónalið Manchester City og stuðningsmenn þess geta ekki fagnað því í kvöld.
![]() |
Nottingham Forest skellti City - Southend náði jöfnu gegn Chelsea |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 22:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.12.2008 | 16:10
Erfið fæðing hjá Arsenal
Þetta er erfið fæðing hjá Arsenal gegn Tony Adams og félögum. David James hefur gert mikið til að auðvelda fæðinguna á þrem stigum með tveim mistökum en færin hafa ekki verið nýtt. Loks kom að því, vígamaðurinn Gallas skellti sér í sóknina og mark. Fyrir akkúrat þrem árum spiluðu þessi sömu lið og hafði Arsenal 4-0 sigur. Létt fæðing.
Meðan leikurinn rúllaði í gegn, þá dundaði ég mér við að athuga hvort stigin á fyrri hluta keppnistímabils væru þau fæstu síðan Wenger tók við. Hér eru niðurstöðurnar eftir 19. leiki.
Stig
2008/09 32
2007/08 43
2006/07 33
2005/06 33
2004/05 41
2003/04 45 meistarar
2002/03 39
2001/02 36 meistarar
2000/01 35
1999/00 42
1998/99 32
1997/98 34 meistarar
1996/97 36
Eins og sést, þá er stigafjöldinn í ár með því minnsta, þó ekki afburðalélegur árgangur. Liðið hefur oft átt slæman nóvember en hrokkið í gang með hækkandi sól. Því er ekki öll nótt úti en með að tímabilið endi með stæl, þó fæðingarnar séu erfiðari.
![]() |
Chelsea missti dýrmæt stig gegn Fulham |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.12.2008 | 18:59
Súkkulaðifóturinn öflugur hjá Van Persie
Maður verður að vera sáttur við niðurstöðu leiksins fyrst hann þróaðist svona. Dómarinn Howard Webb með misræmi í dómum og merkilegt að hann skuli vera talinn besti dómari Englendinga. Dómaraklassinn ekki hár í því landi.
Hollendingurinn Robin Van Persie skoraði glæsilegt mark með súkkulaðifæti sínum. Efir góðan snúning og undirbúning frá Nasri.
Á visir.is fyrr í mánuðinum mátti lesa þessa frétt um Persie og skúkkulaðifótinn.
"Jákvæð hugsun er lykillinn fyrir mig. Ég veit að ég get skotið með hægri. Auðvitað er sá vinstri betri, en þetta snýst allt um trú manns á lakari fætinum. Í Hollandi köllum við hann súkkulaðifótinn," sagði Van Persie í samtali við Daily Telegraph.
Markið sem Liverpool skoraði kom eftir einbeitningarleysi. Stór hluti af liði Arsenal hafði dregið sig fram á völlinn vegna reikistefnu um tilurð innkastsins. Ein löng sending og mark.
Brottrekstur Adebayor var harður dómur en hann kveikti baráttuanda í mönnum. Arsenal gengur oft vel, manni færri.
Verstu fréttir leiksins voru meiðsl fyrirliðans Fabregas eftir tæklingu við Alonso. Þulir á Sky höfðu eftir læknum að viðgerð á fæti Spánverjans tæki 6 til 8 vikur. Spánverjar eru Spánverjum verstir.
![]() |
Arsenal og Liverpool skildu jöfn, 1:1 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.12.2008 | 10:48
Hammers House of Horrors
Það er laugardagur í dag og enski boltinn rúllar áfram í dag. Hið sögufræga lið Hamranna á leik við Aston Villa. Framtíð liðsins er ekki björt en það hefur á síðustu árum lent í klónum á skelfilegum viðskiptajöfrum. Þei eru: The Ice Men, Eggy og Gudy.
Í grein í götublaðinu The Sun, en þar er nú ekki skafið af hlutunum, er grein, Hammers House of Horrors. Þar er greint frá viðskiptum hjá félaginu eftir að Tjallinn Terry Brown seldi félagið.
Fyrir sléttu ári, fórum við bloggvinirnir, Jóhannes Einarsson frá Goðahóli, en þá höf'um við efni á knattferð til Heimsborgarinnar, London. ICESAVE framtíð okkar ekki komin í ljós. Við urðum okkur um miða á leik West Ham og Everton. Einn tilgangur ferðarinnar á leikinn var að upplifa íslenska efnahagsundrið. Það var merkileg tilfinning að vera fyrir utan leikvöllinn fyrir framan Dr Martens Stand. Það var eins og að vera á Laugarveginum, ég hiti svo margir Íslendingar þarna sem ég þekkti. Ég man að nokkrir Íslendingar höfðu fengið miða í heiðursstúkunni. Þeir sátu stutt frá Bjögga. Þeir voru í hefðbundnum klæðnaði er þeir komu á völlinn. Þegar miðaverðir sáu klæðnaðinn var þeim ekki hleypt inn. Þeir fóru því beint í næstu herrafataverslun og keyptu nýjan klæðnað fyrir 80 pund til að heiðra viðskiptajöfrana. Leikurinn fór 0 - 2 fyrir Everton. Horror úrslit fyrir Hamrana.
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 11:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2008 | 22:32
Emmanuel Eboue
Hinn 25 ára Fílabeinsstrendingur, Emmanuel Ebue kom til Arsenal frá belgíska félaginu Beveren í janúarglugganum í janúar 2005. Hann fór strax í byrjunarliðið í bikarleik gegn Stoke City. Þar var hann í hægri bakvarðarstöðu og stóð sig vel. Kamerúninn Lauren hafði varið hægri vænginn en var farinn að lýjast og leysti Eboue varnarhlutverkið vel. Þegar hinn öflugi Bacary Sagna kom til Arsenal á síðasta tímabili var Eboue, leikmaðurinn sem ber númerið 27 á keppnistreyjunni, færður fram á völlinn. Hann átti að fylla skarð Freddie Ljungberg.
Ekki eru allir sáttir við Fílabeinstrendinginn um þessar mundir. Sumum finnst hann of slakur leikmaður til að spila í Arsenalbúningi. Þegar hann er á miðjunni skilar hann góðri varnarvinnu og á oft góða spretti. Það sem hins vegar skilur hann frá Ljugberg er að ógnunin er engin í markaskorun. Í 122 leikjum hafa aðeins þrjú mörk litið dagsins ljós. Einnig hefur Manu verið harðlega gagnrýndur fyrir að detta fyrir litlar sakir.
Manu spilaði úrslitaleik Meistardeildarinnar á móti Barcelona í maí 2006 og einnig sýndi hann það hversu mikið í hann er spunnið í heimaleik á móti þáverandi Evrópumeisturum AC Milan í byrjun árs. Manu var úti um allt á hægri kantinum, bæði í sókn og vörn. Ítalarnir féllu.
Í síðasta leik á móti Wigan á Emirates kom Eboue inn á eftir hálftíma leik og var settur út á vinstri kant. Þar fann hann fann sig ekki vel og var skipt útaf er fjórar mínútur lifðu leiks. Þá baulaði Emirates. Það var ódrengilegt. Þetta hefði ekki gerst á Highbury segja harðir Arsenalmenn. Þar voru 38.000 gallharðir stuðningsmenn sem stóðu með sínum mönnum í gegnum súrt og sætt. Nú eru 20.000 nýir óþroskaðir stuðningsmenn, aldir upp við verðbréfabrask og þekkja ekki gömlu góðu gildin.
Besta ráðið er að láta Eboue hefja mikilvægan Evrópuleik á móti Porto og hefja þar með endurfæðingu hans í hið unga lið Arsenal.
![]() |
Wenger treystir á Eboue gegn Porto |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.11.2008 | 18:39
Chelsea bitlaust án Drogba
Hið dýra lið Chelsea var bitlaust í leiknum við Arsenal og saknaði kraftmikla leikmannsins frá Fílabeinsströndinni, Didier Drogba. Hann hefur verið Arsenal erfiður ljár í þúfu í gegnum tíðna. Ég var bjartsýnn á góð úrslit er ég fregnaði að Drogba væri í leikbanni vegna kveikjarakasts.
Bakverðir Arsenal, Bacary Sagna og Gael Clichy voru frábærir og átu Salomon Kalou. Clichy var einnig frábærlega sókndjarfur. Robin van Persie endaði sem maður leiksins og átti það vel skilið fyrir tvö frábær mörk. Góð endurkoma.
Verðskuldaður sigur á Brúnni og verst að nýlega var búið að stöðva taplaust met liðsins á vellinum.
Arsenal er aðeins á eftir stigaáætlun í deildinni. Á sama tíma í fyrra var liðið á toppnum, var með 36 stig úr 14 leikjum. Nú eru stigin 26 eftir 15 leiki.
![]() |
Arsenal sigraði á Stamford Bridge |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 19:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2008 | 22:46
Lýðræði hjá Arsenal
Geir hinn atgeirslausi ætti að taka sér Arséne Wenger til fyrirmyndar. Bardagamaðurinn William Gallas brást trausti liðsins og var settur af fyrirliðaskrá og tekinn út úr hópnum. Þetta er stærri ákvörðun en að reka seðlabankastjóra. Það að vera fyrirliði í ensku liði er sérstök virðingarstaða enda Englendingar aldir upp við mikinn heraga.
Í dag kusu leikmenn Arsenal fyrirliða. Úrslit í kjörinu verða ljós fyrir leikinn á móti Manchester City á morgun. Ekki kæmi mér á óvart að Fabregas fái flest atkvæði úr prófkjörinu.
Þessi breyting þjappar liðinu saman og ég er bjartsýnn á góð úrslit við stóra liðið í Manchester.
![]() |
Gallas sviptur fyrirliðastöðunni og verður ekki í hópnum á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.10.2008 | 22:56
4:4
"A night to remember", söguð þulirnir á Sky. Ekki eru þetta góðar minningar. Tveggja marka forysta Arsenal hrundi eins og íslenska bankakerfið á síðustu mínútunum. Að tapa tveim stigum á heimavelli og nokkrar sekúndur til leiksloka gegn neðsta liði deildarinnar, Tottenham er klúður. Með svona spilamennsku verður Arsenal aldrei enskur meistari. Kannski Evrópumeistari.
Þeir hafa oft verið magnaðir nágrannaslagirnir í norður Lundúnum. Skemmst er að minnast 5:4 leiksins fyrir fjórum árum er mörkin níu skiptust niður á jafnmarga leikmenn.
Þessi leikur minnti mig hins vegar á leik fyrir sjö árum á Lane. Pires hafði komið Arsenal yfir eftir áttatíu mínútna barning. Það var komið fram yfir níutíu mínútur. Arsenal-menn reyndu að bæta við öðru markinu. Pires og Kanu gerður heiðarlega tilraun. Sullivan varði, sparkaði langt fram og skyndilega berst boltinn til Poyet. Hann á laust skot að marki sem efnið Richard Wright, átti að verja auðveldlega en inn fór boltinn. Pirrandi jafntefli var niðurstaðan. Eftir þetta fóru Arsenal-menn að leika út að hornfána til að tefja leikinn og geta varist. Þetta bragð gleymdist í kvöld.
![]() |
Liverpool áfram á toppnum í Englandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 4
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 234559
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar