Súkkulaðifóturinn öflugur hjá Van Persie

Maður verður að vera sáttur við niðurstöðu leiksins fyrst hann þróaðist svona. Dómarinn Howard Webb með misræmi í dómum og merkilegt að hann skuli vera talinn besti dómari Englendinga. Dómaraklassinn ekki hár í því landi.

Hollendingurinn Robin Van Persie skoraði glæsilegt mark með súkkulaðifæti sínum. Efir góðan snúning og undirbúning frá Nasri.

 Á visir.is fyrr í mánuðinum mátti lesa þessa frétt um Persie og skúkkulaðifótinn.

"Jákvæð hugsun er lykillinn fyrir mig. Ég veit að ég get skotið með hægri. Auðvitað er sá vinstri betri, en þetta snýst allt um trú manns á lakari fætinum. Í Hollandi köllum við hann súkkulaðifótinn," sagði Van Persie í samtali við Daily Telegraph.

Markið sem Liverpool skoraði kom eftir einbeitningarleysi. Stór hluti af liði Arsenal hafði dregið sig fram á völlinn vegna reikistefnu um tilurð innkastsins. Ein löng sending og mark. 

Brottrekstur Adebayor var harður dómur en hann kveikti baráttuanda í mönnum. Arsenal gengur oft vel, manni færri.

Verstu fréttir leiksins voru meiðsl fyrirliðans Fabregas eftir tæklingu við Alonso. Þulir á Sky höfðu eftir læknum að viðgerð á fæti Spánverjans tæki 6 til 8 vikur.  Spánverjar eru Spánverjum verstir.


mbl.is Arsenal og Liverpool skildu jöfn, 1:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 100
  • Frá upphafi: 226385

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 90
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband