Færsluflokkur: Enski boltinn
27.9.2008 | 01:32
Hull City
Það er rúm öld síðan Arsenal og Hull City áttust við í fyrsta skipti. Síðan hafa fáir leikir verið á milli liðanna, eða ellefu alls. Enginn af þeim hefur verið í efstu deild.
Ég hef góðar taugar til Hull. Orsakir þess má rekja til fyrstu og einu siglingar minnar en siglingar voru hápunktur sjómennskunnar og til hafsjór af siglingasögum hjá hetjum hafsins. Ég var togarasjómaður á Þórhalli Daníelssyni, SF-71 og seldum við í Hull í nóvember 1985 eftir að hafa farið í gegnum hinn fræga Pentil. En þar eru sjómenn busaðir.
Við gerðum ágæta sölu, þó Moggin segi annað og vorum með fullfermi. Eftirminnilegt var að sigla inn Humber ánna og þræða dokkirnar. Eftirstöðvar þorskastríðsins voru öllum ljósar, stórir togarar lágu bundnir við bryggju og lifðu á fornri frægð. Mér fannst borgin ekki spennandi en um 250 þúsund manns bjuggu þar. Skammt suður af Hull er Grimsby en þessir staðir voru mikið í sjávarfréttum. Næturlífið var hins vegar mjög eftirminnilegt og til ógrynni af sögum og ljóðum úr ferðinni. Einn staður Camio, pöbb var þungamiðja sögusviðsins.
Eftir nokkra daga í Hull var haldið yfir Norðursjó og yfir til Þýskalands en þar fór skipið í slipp í Busum. Þar hélt ævintýrið áfram. Ég fylgdist vel með enska boltanum á þeim árum. Ég man að Everton var bezta liðið. Arsenal átti útileik við Everton og ég keypti dagblaðið Der Spiegel til að fræðast um úrslit og þjálfa slaka þýskukunnáttu. Þar var greint frá úrslitum og þar stóð, Everton - Arsenal 6-1. Ég trúði þessum úrslitum ekki, og taldi að prentvillupúkinn væri á ferð. Ég ákvað því að kaup hið virta Die Welt. Mér til mikillar vonbrigða stóðu sömu úrslit.
Eftir heimsókn okkar Hornfirðinga til Hull hefur borgin reist úr kútnum og orðin kraftmikil borg. Ávöxtur af uppsveiflunni endurspeglast í árangri knattspyrnuliðsins Hull City. Nýliðinum hefur gengið vel í Úrvalsdeildinni, þvert ofan á allar spár. Hins vegar verður róðurinn erfiður gegn ungliðum Arsenal.
Ég spái góðum sigri Arsenal og ætla að horfa á leikinn og rifja upp frábæra tíma á Ölver á morgun.
23.8.2008 | 15:56
Craven Cottage
Leikmenn Fulham 2004/05 frá: Kanada, Kamerún, Hollandi, USA, Skotlandi, Englandi, Wales, Frakklandi, Þýskalandi, Danmörku og Portúgal.
Það er skemmtileg útfærsla á uppruna liðsmanna á Craven Cottage, heimavelli Fulham. Þeir hengja þjóðfána hvers leikmanns upp í rjáfri á Hammersmith End stúkunni. Ég heimsótti leikvöllinn árið 2005 en þá var Heiðar Helguson ekki gengin í raðir Fulham. Þá hefði íslenski fáninn verið uppi í rjáfri.
Ellefu fánar voru á vormánuðum 2005 og endurspeglar það hversu alþjóðlegur enski boltinn er orðinn en flóran er fjölbreyttari hjá öðrum liðum, t.d. Arsenal. Erlendum áhorfendum hefur einnig fjölgað. En ekki í sama hlutfalli og leikmenn.
Það var gaman að heimsækja Craven Cottage. Fulham spilaði ekki á leikvellinum tímabilið 2003/2004 en þá var verið að endurbyggja endastúkurnar sem kenndar eru við hverfin tvö, Hammersmith End og Putney End. Völlurinn var byggður árið 1896 og 26.000 áhorfendur og var auðvelt að fá miða. Aðkoman að leikvellinum með jarðlest er frá Putney Bridge og er nokkuð löng og bugðótt ganga eftir gróðursælum stígum meðfram Thames ánni. Það er skemmtileg ganga í góðu veðri. Þegar maður nálgast völlinn, þá heyrist söngur stuðningsmanna og gengur maður einfaldlega á hljóðið og fylgir fólkinu sem er í liðsbúningum. Glæsileg hús eru í Fulham hverfinu sem ber vott um að þar býr efnað fólk.
Fulham gegn Arsenal
Fulham 0-3 Arsenal 19-01-2008
Fulham 2-1 Arsenal 29-11-2006
Fulham 0-4 Arsenal 04-03-2006
Fulham 0-3 Arsenal 11-09-2004
Fulham 0-1 Arsenal 09-05-2004
Fulham 0-1 Arsenal 03-11-2002
Fulham 1-3 Arsenal 15-09-2001
Fulham komst upp í Úrvalsdeildina árið 2001 og hefur verið þar síðan. Arsenal hefur spilað 7 leiki við Fulham og unnið 6. Því er þessi aldni litli völlur hagstæður Arsenal. Líkleg úrslit eru 0-2.
Adebayor gæti komið við sögu en hann hefur kunnað vel við sig á vellinum.
Erlendum áhorfendum hefur einnig fjölgað. Björn Guðbjörnsson og undirritaður fyrir utan Putney Stand í byrjun apríl 2005.
Fulham - Portsmouth 3-1, 3. apríl 2005. Lualua kom Portsmouth yfir en í seinni hálfleik skoruðu Cole, McBride og Boa Morte. Áhorfendur 20.502.
![]() |
Erlendir fjölmennastir í Englandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.8.2008 | 13:19
Enn einn Arsenalmaðurinn hjá Pompey
Portsmouth er orðið samansafn af fyrrum leikmönnum Arsenal.
Nú er Jerome Thomas (2001-04) kominn til liðs við bikarmeistara Portsmouth. Fyrir voru Lauren (2000-07), Sol Campbell (2001-06), Kanu (1999-04) , Lassana Diarra (2007-08) og Richard Hughes (1997-98).
Jerome Thomas var á mála hjá Arsenal frá 2001 til 2004 og tók þátt í þrem Carling leikjum. Hann er fjölhæfur vængmaður, getur verið á báðum köntum. Skátar Arsenal leita að ungum leikmönnum með þá hæfileika. Því miður komst Thomas ekki áfram í samkeppni við Pennant, Pires, Edu, Reyes, Ljungberg og fleiri.
Tony Adams er svo aðstoðarþjálfari.
![]() |
Thomas til Portsmouth |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 16:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.8.2008 | 20:43
Framtíðin er rauð og hvít
Það kemur unglingur í unglings stað hjá Arsenal. Hver snillingurinn birtist á fætur öðrum. Enginn er ómissandi. Ekki einu sinni Evrópumeistarinn Cecs Fabregas. Stefnan er á hreinu. "Við kaupum ekki stjörnur, við búum þær til!"
Íþróttafréttamenn höfðu áhyggjur af liði Arsenal fyrir leikinn við FC Twente - Krísa hjá Arsenal, voru fyrirsagnir í morgun. Fabregas og Toure úr leik. Í staðinn fyrir Toure kom Svisslendingurinn Jóhann Djourou. Fyrir Cecs kom svo Veilsverjinn, Aaron Ramsey. Arsene Wenger mælti:
"Ég fer ekki á taugum, vegna þess að við höfum unnið hörðum höndum með ungviðið til að byggja þá upp. Til dæmis mun Djorou spila. Ef hann getur ekki spilað í mikilvægum leikjum eins og þessum, þá erum við að eyða tíma okkar í vitleysu."
Byrjunarliðið: Almunia (31), Sagna (25), Clichy (23), Djourou (21), Gallas (31), Eboue (25), Denilson (20), Ramsey (17), Walcott (19), Adebayor (24), Van Persie (28).
Verðmætur sigur í Enschede og enginn slasaðist. Jafnteflin gætu orðið nokkur í vetur, ég hef áhyggjur af því. Ég verð að segja það.
![]() |
Arsenal stendur vel að vígi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.7.2008 | 23:09
50 stórbrotnustu leikmenn Arsenal
Í sparkfríinu í sumar hefur verið birtur listi yfir 50 stórbrotnustu leikmenn sem spilað hafa fyrir Arsenal á vefnum arsenal.com. Niðurstöður eru byggðar á kosningu sem framkvæmd var í vor. Síðan voru kvaddir til sparkspekingar sem túlkuðu niðurstöður. Hægt hefur verð að sjá hvernig röðin hefur undið upp á sig í sumar. Í næstu viku verða fimm síðustu kempurnar kynntar til sögunnar. Ég hef trú á röðin verði svohljóðandi:
1. Thierry Henry
2. Dennis Bergkamp
3. Tony Adams
4. Patric Vieira
5. Ian Wright
Það er spurning um hvort Herra Arsenal, Tony Adams skipti á sæti við Hollendingin fljúgandi en þjóðernið vegur þungt og Adams var með eindæmum vinsæll á Highbury.
Síðustu menn inni voru: 6. Robert Pires; 7. David Seaman; 8. Liam Brady; 9. Charlie George; 10. Pat Jennings; 11. Freddie Ljungberg; 12. Marc Overmars; 13. Kanu; 14. David O'Leary; 15. Sol Campbell; 16. David Rocastle; 17. Pat Rice; 18. Cliff Bastin; 19. Ray Parlour; 20. Martin Keown.
Það kemur ekki á óvart að leikmenn sem eru nær okkur í tíma skuli vera meira áberandi en inn á milli eru nokkrar kempur frá gullaldartímabilinu 1931-1939.
Ég gerði eitt sinn lista yfir Arsenal XI og rifja hann hér upp. Ég hef skipt honum upp í tvö tímabil, Arsenal XI á 20. öld og Arsenal XI á 21. öld. Leikkerfið er 4-4-2.
Bob Wilson (1963-73)
Lee Dixon (1988-2002) Tony Adams (1984-2002) Franc McLintock (1964-73) Kenny Sansom (1980-1988)
Alex James (1929-37) Liam Brady (1973-1980) David Rocastle (1985-92) Marc Overmars (1997-00)
Ian Wright (1991-98) Dennis Bergkamp (1995-2006)
Varamenn: Pat Jennings, Charlie George, David O'Leary, Cliff Bastin, Pat Rice.
Stjóri: Herbert Chapman (1925-34)
----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Arsenal XI á 21. öld
David Seaman (1990-2003)
Bacary Sagna (2007-) Kolo Toure (2002-) Sol Campbell (2001-2006), Gael Clichy (2003-)
Freddie Ljungberg (1998-2007) Cesc Fabregas (2003-) Patric Vieira (1996-2005) Robert Pires (2000-2006)
Thierry Henry (1999-2007) Kanu (1999-2004)
Varamenn: Jens Lehmann, Lauren, Robert van Persie, William Gallas, Sylvian Wiltord.
Stjóri: Arsene Wenger (1996-)
13.6.2008 | 23:33
Nýtt Arsenal-lúkk
Á meðan margir leikmenn Arsenal eru að spila fyrir þjóð sína á velheppnuðu Evrópumóti, þá mallar markaðsdeildin hjá Arsenal.
Sá í dag nýja Arsenal-búninginn. Er ekki alveg nógur sáttur við nýja útlitið. Hvítu ermarnar horfnar og strik komið í staðin.
Búningahönnuðir hafa legið lengi yfir verkefninu. Hann er hannaður með V-hálsmáli en þarna undir er mestur hitinn í líkamanum og því getur hann leitað fljótt út.
Einnig á búningurinn að endurspegla gildi liðsins. Victoria Concordia Crescit, eru einkunnarorð Arsenal á latínu. Til sigurs með samstillingu eða Victory through Harmony.
Ég er samt ekki alveg að kaupa búninginn.
Cesc, Emmanuel og Theo í nýja gallanum.
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2008 | 12:34
Góða ferð Flamini
Hún er orðin langdregin og leiðinleg sápusagan af Flamini og nýja samningnum. Fyrst kom kvittur á kreik í mars um að kappinn myndi yfirgefa Vopnabúrið, síðan hefur málið dregist og nú í dag er lokadagur.
Flamini kom til Arsenal frá Marseille 23. júlí 2004 og fyrsti leikur hans var innáskipting fyrir Gilberto Silva í leik gegn Everton í 4-1 sigri á Goodison Park.
Hann notaði sömu aðferð er hann kom til Arsenal og hann notar núna. Lét samninginn renna út og hélt spilum sínum þétt að sér. Eflaust góður pókerspilari með mikið sjálfstraust.
Hann gekk ekki beint inn í ósnertanlegt lið Arsenal. Hann þurfti að sanna sig. Fyrsta tímabilið hóf hann þó leik níu sinnum og kom inná í tólf leikjum.
Leikmaður númer 16, Flamini var kynntur til sögunnar á sama tíma og Cesc Fabregas. Ég man eftir því að hafa lent í viðtali árið 2005 á Skjá Sport í þættinum Liðið mitt er Böðvar Bergsson stjórnaði
Þar var ég beðin um að leggja mat á nýju leikmennina tvo sem voru að brjóta sér leið inn í Arsenal-liðið. Ég spáði Fabregas miklum frama og að hann ætti eftir að verða stórstjarna. En Flamini væri svona Grimandi týpa.
Þannig mátum við Flamini í lok árs 2005. Grimandi týpa er leikmaður sem hægt er að nota víða á velli og er ekki stórstjarna. Lætur verkin tala og vinnur verkin hægt og hljótt. "Unsung hero", kallar Tjallin þessa leikmenn, nauðsynlegir í öllum liðum.
Þessi orð voru höfð eftir Wenger fyrir rúmum mánuði.
Samvinna þeirra Fabregas og Flamini er sú besta sem ég hef kynnst hjá Arsenal. Þeir hafa báðir afburða tækni og eru hreyfanlegir. Kannski má segja að þeir séu ekki jafn líkamlega sterkir og Vieira og Flamini en skilningur þeirra á leiknum er til fyrirmyndar og þeir bakka hvorn annan upp einstaklega vel.
Flamini stóð vaktina frábærlega í vinstri bakverði og hjálpaði Arsenal alla leið i úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Flamini kom inná fyrir Fabregas í úrslitaleiknum geng Barcelona. Ekki ætla ég að kenna skiptingunni um tapið en tvö mörk komu í ljós hjá Barcelona skömmu eftir skiptin. En franska stoltið sagði svo til sín. Hann neitaði að spila vinstra meginn í vörninni.
Í byrjun síðasta keppnistímabils leit út fyrir að Flamini færi frá Arsenal og myndi kaupa upp samninginn. Eftir góðan fund ákvað hann að verða um kyrrt og bíta á jaxlinn. Hann kom fílefldur inn í þetta keppnistímabil og var stálið á miðjunni með Fabregas. Fyrirliði Brasilíumanna, Gilberto Silva hafði fyrir vikið sætaskipti við hann á varamannabekknum.
Flamini kom mikið við sögu í fyrsta leiknum sem ég sá á Emirates við Wigan í febrúar 2007. Leikmaðurinn þindarlausi kom inná um miðjan seinni hálfleik, á 67. mínútu en Wigan leiddi leikinn og það stefndi í fyrsta tapið á Emirates.
Skyndilega kom stungusending inn fyrir vörn Arsenal og hinn tröllvaxni Heskey fékk boltann. Flamini veitti honum eftirför og slengdi hönd í öxl sóknarmannsins þegar þeir voru komnir inn í vítateig. Heskey féll við, eins og hann hefði verið skotinn.
Dómarinn lét leikinn fljóta áfram. Boltinn barst til markvarðarins, Lehmann's sem skipti um kant með því að henda knettinum til hægri. Sending kom áfram og hver haldið þið að sé mættur hægra meginn á miðjuna. Jú, leikmaður númer 16, Flamini.
Hann er örlítið fyrir innan vörn Wigan sem hafði varist vel er hann fékk boltann og sending fyrir markið frá honum orsakaði sjálfsmark hjá Hall á 81. mínútu. Fyrsta tapinu á Emirates var afstýrt. Þökk sé Flamini. Nokkru síðar skoraði Rosicky sitt fyrsta deildarmark og tryggði stigin þrjú.
En það kemur maður í manns stað. Líklega fer Gilberto í sumar. Denilson og Song eru kandídatar en etv. verður kíkt á markaðinn og verslað eitthvað meira en efnilegt efni.
Góða ferð Flamini og gangi þér vel á varnarsinnaðri Ítalíu. Hafðu þökk fyrir 153 leiki og átta mörk.
Í dag er leikur Arsenal og Everton, skyldi síðasti heimaleikur Flamini hjá Arsenal enda 4-1?
![]() |
Flamini sagður vera búinn að semja við AC Milan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.4.2008 | 16:44
Derbyleikur
Í kvöld er leikur Derby County og Arsenal. Derby er lélegasta lið sem spilað hefur í ensku Úrvalsdeildinni og hefur aðeins unnið einn leik í 35 tilraunum. Því ætti leikurinn í kvöld að vera formsatriði.
En það borgar sig ekki að vanmeta andstæðinginn. Ég man alltaf eftir leik Stoke City og Arsenal í lok mars 1985. Þá var Stoke lang lélegasta lið deildarinnar. Fékk aðeins 17 stig í 42 leikjum og mínir menn í heimsókn. Næsta lið var Sunderland með 40 stig. Ég var með flott kerfi í getraunum og tryggði leik Stoke City og Arsenal. Tveir var merkið. Ég var í Menntaskólanum að Laugarvatni og tölti upp í sjónvarpsherbergi á skólavistinni um miðjan laugardag til að sjá flottar tölur. Bjarni Fel hóf að þylja úrslitin og þegar komið er að leik Stoke City og Arsenal fraus ég.
Stoke hafði unnið mjög óvæntan sigur, 2-0. Ótrúleg úrslit, getraunakerfið gaf ekki krónu. Lið Arsenal var skipað:
John Lukic; Viv Anderson, Kenny Samson, David O'Leary, Tommy Caton; Stevie Williams, Brian Talbot, Graham Rix; Paul Mariner, Tony Woodcock og Raphael Meade. Mig langaði að senda þeim reikninginn fyrir getraunakerfinu. Everton var yfirburðaliðá þessum árum.
Ég á ekki von á svo óvæntum úrslitum í kvöld, stöðugleikinn er meiri og munurinn meiri á liðunum. Fabregas verður vonandi í stuði eftir útnefninguna á efnilegasta leikmanninum í gærkvöld.
![]() |
Arsenal á enn möguleika á titlinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.4.2008 | 14:00
Fyrsta vítið
Það er athyglisvert að þetta er fyrsta vítið sem Manchester fær dæmt á sig á keppnistímabilinu. Það eru ekk nein smá forréttindi og forgjöf sem þetta ágæta lið hefur. Oft hefur mátt dæma víti í teig United í vetur en alltaf hafa þeir sloppið. Dómarar hræddir við Ferguson.
Svo kunna þeir enn atriðið þegar taka á vítið þó sjalda komi upp. Manchester menn tuða og tuða og gera allt til að trufla einbeitningu vítaskyttunnar. Ballack var vandanum vaxinn og stóðst pressuna. Þýska stálið bránaði ekki.
![]() |
Chelsea sigraði Man Utd, 2:1, og liðin jöfn að stigum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.3.2008 | 12:34
Páskaslemma
Ég man eftir leiknum við Chelsea á Brúnni fyrir rúmum fjórum árum. Þetta var tímabilið þegar lið Arsenal fór ósigrað í gegnum úrvalsdeildina. Það var þétt setinn salurinn á Players þegar Eiður Smári skoraði eftir 35 sekúndur. Skelfileg byrjun í reykmettuðum salnum. Kapteinn Veira tók þá til sinna ráða og jafnaði leika áður en stundarfjórðungur var liðinn og skömmu síðar kom sigurmarkið frá Edu sem var að leika sína bestu sparktíð. Víkingurinn Eiður Smári fauk svo af leikvelli í síðari hálfleik og eftir það áttu Chel$ky ekki möguleika.
Eftir þetta tap á Brúnni hefur lið Chelsea ekki tapað heimaleik. Sjötíu og sjö leikir - 77 deildarleikir í röð. Er ekki kominn tími á að stoppa ósigurgönguna! Í dag, Páskadag glíma risarnir fjórir innbyrðis. Fyrst er leikur Manchester United og Liverpool. Á eftir honum kemur leikur Chelsea og Arsenal. Það er einnig eitt kjörtímabil síðan Liverpool vann Manchester á Old Trafford.
Ég man vel eftir fyrri leik liðanna um miðjan desember. Það var stórskemmtilegur slemmuleikur og stemmingin á Emirates frábær. Ég man að leikhlé var að koma og áhorfendur í Club level sætum streymdu inn á barinn í frían bjórinn. Það var lítið að gerast í leiknum. Leikmenn virtust hafa samið vopnahlé. Ég ákvað að doka við, láta bjórinn bíða eftir mér. Tékkinn Rosicky tók þá á rás, rauf vopnahléið. Hann skaut að marki en uppskar horn. Kapteinn Gallas laumaði sér í sóknina og eftir sjaldgæf mistök Tékkans, Petr Cech, í marki Chelsea stangaði Gallas knöttinn í markið og mark, beint fyrir framan nefið á okkur. Bjórinn bragðaðist vel í leikhléinu. Mikið gekk á í síðari hálfleik en sterkar varnir héldu.
Gallas fagnað af 60,139 áhorfendum. Hersingin á leið framhjá Wenger. Emirates Stadium er stórmagnað mannvirki með fjórar glæsilegar stúkur.
Nú dugar ekkert annað en sigur í leiknum í dag. Ég ætla að endurtaka leikinn. Ég ætla að mæta á reyklausan Players á Páskadag og halda upp á afmælið mitt. Bezta afmælisgjöfin er sigur á Chelsea. Gjöf frá Adebayor væri vel þegin.
Hér er svo 30 sekúndna myndband sem sýnir stemminguna í byrjun leiks.
![]() |
Stóru liðin fjögur mætast í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 12:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.4.): 9
- Sl. sólarhring: 99
- Sl. viku: 251
- Frá upphafi: 234812
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 216
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar