Færsluflokkur: Enski boltinn

Nei, ég hef klúðrað svona

"Nei, ég hef klúðrað svona"

Svo svaraði Ari litli er ég spurði hann hvort hann hefði skorað töframark eins og Arshavin gerði á móti Olympiakos í kvöld.  Þetta undirstrikar einfaldlega snilld Rússans knáa sem nýtir afríska takta.


mbl.is Liverpool tapaði í Flórens
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttlátir UEFA-menn

Þeir kunna að taka rökum UEFA-menn.  Ég sá glöggt snertingu markvarðar og sóknarmanns í endursýningu þegar sjónarhornið er eftir vellinum.  Snertingin er ekki eins sjáanleg þegar sjónarhornið er við endamörk.

Vonandi hætta nornaveiðarnar eftir þessa niðurstöðu.

Þetta atvik minnir mig á umdeild atvik sem átti sér stað 24. mars 1997 en þá glímdu Arsenal og Liverpool á Highbury. Fowler fékk stungusendingu, Seaman var til varnar og koma á móti. Hann náði að reka hönd í boltann. Fowler hoppaði yfir hann en féll í lendingunni. Dómarinn  benti á vítapunktinn. Fowler reis upp og benti honum á að ekki hefði verið um víti að ræða. Fowler tók svo vítið. Seaman gerði sér lítið fyrir og varði en boltinn hrökk út í teig þar sem Jason McAteer var staddur og þrumaði í netið.  Fowler hlaut mikið hrós fyrir. Mættu margir taka hann sér til fyrirmyndar.

Nokkur umræða var á eftir um atvik þetta og héldu margir fram að þó að markvörður snerti ekki sóknarmann, þá myndi hann trufla jafnvægisskyn sóknarmannsins með því að leggjast fyrir hann.


mbl.is Bann Eduardos fellt niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldrei víti á OT

Það er alltaf gamla góða sagan, þau eru sjaldséð víti gestanna á Old Trafford.

Arshavin svarað vel fyrir sig, 24 sekúndum eftir samsærið skoraði hann gott mark!  Svona gera ekkert annað en alvöru menn.

Tölfræðin er skemmtileg. Í síðustu 68 leikjum í Úrvalsdeildinni sem Arsenal hefur leitt í hálfleik  hefur leikur ekki tapast. Vonandi fer teljarinn í 69 eftir leikinn í dag.

Gallas er út um allt. Mikið hefur Vermaelen haft góð áhrif á bardagmanninn.


mbl.is Manchester United lagði Arsenal, 2:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barnet - Arsenal 2 : 2

Æfingatímabilið hjá Arsenal hófst í dag á Underhill leikvanginum á hefðbundnum opnunarleik við Barnet. Dökkbláu varabúningarnir voru notaðir í fyrsta sinn og boða ekki mikla heppni. Það var vorbragur á leik liðanna og lítil harka.   Hjá Arsenal hófu heimsþekktir leikmenn leikinn en í síðari hálfleik tóku minna þekktir við.

VermaelenGleðilegustu tíðindin voru að sjá Tékkann  Tomas Rosicky í liðinu eftir endurhæfingu í eitt og hálft keppnistímabil Hann var gerður að fyrirliða í tilefni dagsins.  Nýjasti leikmaður liðsins, Belginn, Thomas Vermaelen var einnig kynntur til sögunnar og var eini maðurinn sem spilaði allan leikinn.

Rússinn knái Andrei Arshavin kom Arsenal í forystu á markamínútunni en Yakubu jafnaði fyrir Barnet eftir fast leikatriði. Það þarf að fara vel yfir þau í Austurríki.

Í síðari hálfleik kom nýtt lið inná, 10 skiptingar og var Nacer Barazite fljótur að stimpla sig inn, skoraði gott mark. Barnet gafst ekki upp og á 83. mínútu jöfnuðu þeir eftir mikinn darraðardans í teignum. 

Það var létt yfir mönnum, þrátt fyrir jafnteflið. Spennandi tímar í hönd.

Byrjungarlið Arsenal: Manuel Almunia, Johan Djourou, William Gallas, Thomas Vermaelen, Mikael Silvestre, Jack Wilshere, Mark Randall, Emmanuel Frimpong, Tomas Rosicky, Andrey Arshavin, Sanchez Watt

Seinna lið Arsenal: Vito Mannone, Thomas Vermaelen, Craig Eastmond, Luke Ayling, Jay Simpson, Nacer Barazite, Thomas Cruise, Gilles Sunu, Francis Coquelin, Conor Henderson, Jay Emmanuel-Thomas


Adebayor ekki sá vinsælasti á Emirates

Stuðningsmenn Arsenal hafa gert síðasta keppnistímabil upp og kusu þeir Robin van Persie leikmann tímabilsins. Hafði hann nokkra yfirburði í kosningunni og þakkaði fyrir sig með því að skrifa undir samning til langs tíma.

Fjórir efstu í kjörinu ár arsenal.com urðu:

Robin van Persie 35.3%
Andrey Arshavin  19.4%
Manuel Almunia   10.4%
Samir Nasri           8.1%

Athygli vekur að  hinn dýri Tógómaður, Emmanuel Adebayorsem er full oft rangstæður og snillingurinn Cesc Fabregas komust ekki á listann. Mikið hefur verið rætt um sölu á Adebayor til Manchester City. Síðustu sölutölur eru nokkuð háar. Vonandi  fer Adebayor, leikmaður ársins í Afríku fyrir metfé á samdráttartímum. Það kemur maður í manns stað en ég á eftir að sakna afrísku töfranna. Eitt besta mark sem maður hefur séð kom frá Ade á móti Villareal (1-1) í Meistaradeildinni i vor. Hjólhestaspyrna neðst í markhornið.


mbl.is Manchester City á eftir Adebayor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmtilega erfið byrjun @Arsenal

Hann verður erfiður og skemmtilegur ágústmánuður hjá Arsenal.  Nú á þjóðhátíðardaginn var leikjaniðurröðunin kynnt í Úrvalsdeildinni.  Svona lítur alvaran í ágúst út @Arsenal:

 15       Everton Ú
 18/19  UEFA Champions League 
 22       Portsmouth H
 25/26  UEFA Champions League 
 29       Manchester United Ú

Það verður að taka Úrvalsdeildina með trukki og því má ekki tapa nema tveim stigum  af fyrstu níu. Þarna eru tvö öflug lið á útivelli sem mikil samkeppni verður við í vetur. Síðan verður Arsenal að komst í gegnum forkeppni meistaradeildarinnar. Annars ......

Undirbúningur Wengers fyrir átökin er hefðbundinn. Upphafsleikurinn verður við Barnet á Underhill leikvanginum en varaliðið leikur þar. Síðan verður Lincoln City heimsótt. Í Emirates Cup verður glímt við Atletico Madrid og Rangers um verslunarmannahelgina.

Enginn leikur er góðgerðaskildinum en í þá gömlu góðu daga í byrjun aldar vorum við ávallt að hefja tímabilið á þeim sögulega leik. Vonandi fer sá tími að koma aftur.


mbl.is Man. Utd byrjar gegn Birmingham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

33% líkur á úrslitaleik hjá Arsenal

Lið sem vinnur 1-0 á heimavelli í Meistaradeildinni er með um 70% möguleika farseðli í næstu umferð. Því er staða United mun betri en Arsenal á að komast í úrslitaleikinn. Markvarsla Almunia jók líkurnar mikið. En það eru þrjár kúlur af tíu í pokanum og alltaf möguleiki á að Arsenal-kúla verði dregin.

Komi United kúla úr pokanum, þá verður Arsenal með númerið hans Fabregas enn einni keppninni.  Fjórða sætið í deild, bikar og Meistaradeild Evrópu er ekki nógu metnaðarfullt.

Því þarf að brjótast áfram. Lykill að því er að fá Robin van Persie í gang fyrir leikinn á þriðjudag en hann getur gert óvænta hluti. Einnig þarf að ná Silvestre úr vörninni.


mbl.is Sanngjarn sigur Evrópumeistaranna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Liverpool 4 Arshavin 4

Svona eiga knattspyrnuleikir að vera.  Mörk og spenna.   Merkilega við þessi úrslit er að pressan verður minni á Manchester United í Úrvalsdeildinni, og því geta þeir einbeitt sér betur að Meistaradeildinni.  En Arsenal á tvo leiki framundan við þá á næstu tveim vikum.  En menn eiga alltaf að gera sitt besta, annað er svindl.

Nú er að bæta vörnina hjá Arsenal, líst ekki vel á að hafa Manchester-jálkin hann Silvestreí hjarta varnarinnar á móti  United.

Fjögur mörk Arsenal-leikmanns eru ekki orðin óalgeng á Anfield. Man vel eftir fernu Julio Baptistaí byrjun janúar 2007 í Carling Cup. Leikar fóru 3-6 fyrir Arsenal.


mbl.is Benítez: United með undirtökin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eboue leysti Sagna af, ekki Gibbs

Emmanuel Eboue leysti Bacary Sagna af í hægri bakverðinum með sóma á móti Villarreal í vikunni. Þarna er staðreyndarvilla hjá íþróttafréttaritara mbl.is.  Kieran Gibbs kom í stað Gael Clichy í vinstri bakvarðarstöðuna. Þessi óreynda vörn hélt hreinu á móti spænsku snillingunum.

Vörnin var svona í leiknum við Villarreal og verður líklega áfram á móti Chelsea.

Eboue - Toure - Silvestre - Gibbs

Nú er trikkið að skora einu marki meira á móti Chel$ky á laugardaginn á Wembley og fara í úrslitaleikinn á sama stað.


mbl.is Sagna ekki með Arsenal á Wembley
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stoke City bjargaði deginum!


Stoke City stóð sig vel í dag þrátt fyrir að vera án innkastarans ógurlega, Rory Delap.  Lið Potters var komið í vonlausa stöðu, 2-0 undir en náðu að jafna og taka tvö stig af Aston Villa.  Arsenal þarf að spýta í lófana og ná þessu fjórða sæti og þurfa ekki að treysta á önnur lið.

Í pottinum eru  33 stig og þegar Fabregas, Walcott, Eduardo, Rosicky, Diaby og Adebayor mæta frískir til leiks, þá fara mörkin og stigin að koma.

4. Aston Villa     27    15   7  5    42:27  52
5. Arsenal          27    12 10  5    38:25  46

Næsti leikur Arsenal er í Birmingham við WBA á þriðjudaginn og Aston Villa á erfiðan útileik við Manchester City kvöldið eftir.
Þá gæti munurinn verið kominn niður í þrjú stig ef allt gengur upp. Séð frá sjónarhóli Arsenal manna.

Takist þetta ekki. Þá er til Krýsuvíkurleið. Hún er að vinna Meistaradeildina og taka Liverpool til fyrirmyndar. Komist Arsenal ekki í meistaradeildina eftir þessari þröngu leið, þá tapast  tekjur upp á 40 milljónir punda.

Takist það heldur ekki, þá er bara að fara alla leið í UEFA keppninni á næsta ári og gera betur en á móti Galatasaray aldamótaárið 2000.
mbl.is Stoke náði jöfnu á Villa Park
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 20
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 112
  • Frá upphafi: 226714

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 99
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband