Keane vs. Adebayor

Það verður stríð í köldum Norðurhluta Lundúna í dag á White Hart Lane.  Leikurinn á líklega eftir að snúast um nýja liðsmann Spurs,  Robbie Keane og manninn sem elskar að skora gegn Spurs, Emmanuel Adebayor. En hann hefur skorað átta mörk í sjö nágrannaleikjum.

Í nýjustu Heimsmetabók Guinnes kemur Nicklas Bentner við sögu. Þar er stór mynd af kappanum, þó ekki í þrívídd. Hann setti ekki beinlínis heimsmet en hann á metið í Ensku úrvalsdeildinni með því að vera fljótastur að skora mark eftir að hafa komið inná á móti Tottenham um jólin 2007. Dananum sterka var skipt inná á 74. mínútu er Arsenal átti horn. Boltinn stefndi beint á koll Bentner og stangaði hann boltann af miklum krafti í markið. Met.  Reyndist  það sigurmarkið í 2-1 leik.

Leikurinn í dag getur orðið sögulegur fyrir Arsenal. Endi leikurinn með sigri eða jafntefli verður það 19. leikurinn í röð án taps gegn erkifendunum í Úrvalsdeildinni.   Svo getur annað annað sögulegt atvik gerst. Uppáhaldsleikmaður Pútin, forseta Rússlands, Andrei Arshavin gæti leikið sínar fyrstu mínútur fyrir Arsenal.

Eftir að hafa rifjað þetta allt upp, þá hallast ég að 2-1 sigri Arsenal, Keane, Adebayor og Bentner með mörkin. Klúður eins og í síðasta leik, 4-4 verður ekki leyft á Lane.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 101
  • Frá upphafi: 226637

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 93
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband