Færsluflokkur: Íþróttir

Video Lock Error

Þetta er nú ekki góð frammistaða hjá RÚV. Sífelldar truflanir sendingum frá gerfihnettinum. Villumeldingin "Video Lock Error" kom allt of oft.  Hvar eru varaleiðirnar?

Einnig má spyrja hví spekingarnir hafi ekki nettengingu. Það er hægt að uppfræða menn um stöðuna, t.d. með því að skoða mbl.is

En Þjóðverjar seigir. Innbyrða sigur án þess að spila með glans og felldu baráttuglaða Tyrki á eigin bragði, með marki í blálokin.


mbl.is Þjóðverjar unnu Tyrki 3:2 og leika til úrslita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðeins 2 mínútur með forystu

Þeir eru alveg stórmagnaðir Tyrkirnir. Ekki var þeim spáð góðu gengi á EM en þeir hafa sýnt gríðarlega baráttu og unnið Evrópubúa á sitt band.

Það er athyglisvert og hreint út sagt ótrúlegt að lið Tyrklands sé að spila í undanúrslitum á EM og aðeins búnir að hafa forystu í 2 mínútur í leikjunum fjórum. Aðeins tvær mínútur af 390 mínútum.

Fyrsti leikurinn við Portúgal tapaðist 0-2.

Annar leikurinn, var við Sviss og vannst 2-1  sigur en þá skoraði  Arda Turan mark í blálokin, eða á  90+2 mínútu.

Nihat Kahveci  sá svo um að slá Tékkana út með glæsimarki á 89. mínútu í 3-2 sigri.

Þriðja hetjan, Semih Serturk skoraði svo magnaðasta mark EM á 30+2 í viðbótartíma.

Sem sagt, uppsöfnuð forysta í tvær mínútur. Alveg magnað.

Hvernig fer svo laskað lið Tyrkjana út úr leiknum við Þjóðverja? Tja, ég er hræddur um að ævintýrið sé á enda runnið og öll kraftaverkin búin eða hvað?  Hefur Tyrkneska þjóðin taugar í fleiri leiki?


mbl.is Tyrkir með þrettán útispilara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigra Spánverjar loks á stórmóti?

Á morgun hefst knattspyrnuhátíðin. EM 2008 er 22 daga veisla sem hefst í Sviss en endar í Vín.

Þegar EM í knattspyrnu er annars vegar er þetta ekki bara íþróttaviðburður heldur evrópskur menningarviðburður. Fótbolti er hluti af menningu flestra Evrópuþjóða, EM er einn alstærsti viðburðurinn (ásamt ÓL og HM) þar sem ólíkar þjóðir úr allri Evrópu koma saman í friði og reyna með sér í heilbrigðum leik.

Trúarbrögð, hörundslitur, menning og efnahagur skipta ekki máli. Þetta er eitt af því góða sem samfélag þjóðanna hefur alið af sér. Þetta er keppni sem nær til allra - líka þeirra ríku og fátæku.  

Það er mikill áhugi fyrir Evrópumótinu og góð stemming þótt við Íslendingar séum ekki með. Í dag hefur verið mikið spáð í úrslitin og sitt sýnist hverjum. Mér finnst stórveldin Þýskaland og Frakkland fá bestu útkomuna. Ég hef trú á því að Spánverjar með Fabregas í broddi fylkingar fari loks að standa undir væntingum og vinni í ár. Það eru 44 ár síðan þeir lyftu meistarabikarnum síðast.

Flestra augu beinast að Dauðariðlinum en þar bítast fjögur firnasterk lið um tvö sæti. Þau eru heimsmeistarar Ítalíu, sterkir Frakkar, appelsínugulir  Hollendingar og gulir Rúmenar. Það verður gaman að fylgjast með þessum riðli. Rúmenar fá erfiða andstæðinga og róðurinn verður erfiður fyrir þá. Þeir gætu orðið neðstir.

Ég sá grein um hættulegustu vefsíður heims fyrir stuttu. Þar eru vefsíður sem enda á .ro, frá Rúmeníu á toppnum í Evrópu. Þeir hafa verið að sækja í sig veðrið Rúmenar, en óprúttnir aðilar hafa verið að kaupa rúmensk lén grimmt undanfarið. Lagaumhverfið er spillikóðum hagstætt. Kannski verða Rúmenar á toppnum í Dauðariðlinum!

 


Zenit, Portsmouth, Chelsea - blá lína í ár?

Maí er mánuður bikaruppgjöranna. Fyrst var það uppgjörið í UEFA-bikarnum, síðan FA-bikarinn og nú er það CL-bikarinn.

Verður línan í ár blá? Fyrst til að vinna stóran bikar var Zenit frá St. Pétursborg en þeir eru klæddir bláu frá toppi til táar, rétt eins og Chelsea. Leikmenn Portsmouth með Hermann Hreiðarsson í broddi fylkingar klæðast blárri treygju.

Ég reikna með 1-0 sigri Chelsea og það yrði frábært að sjá umdeilt skallamark frá Sheva á 75. mínútu. En Úkraínumaðurinn hefur átt erfitt uppdráttar í Lundúnaliðinu.

Skilst að leikurinn sé sýndur óruglaður á Sýn, gjóa augunum þangað.


mbl.is Man. Utd Evrópumeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Moskva

NouCamp

"Ég hefði sparkað boltanum í burtu", sagði Ari litli sem nýlega var kominn af æfingu hjá 8. flokk Breiðabliks, er hann sá jöfnunarmak Chelsea á móti Liverpool í gærkveldi. Ef Riise hefði hugsað eins og Ari litli, þá hefði Liverpool verið næstum komið með annan fótinn í úrslitaleikinn í Moskvu.

Ég fór til Barcelona aldamótaárið og hreift mjög af borginni og liðinu sem kennt er við borgina. Þegar heim var komið frétti ég af stuðningsmannaklúbbi hjá Barcelona hér á landi. Ég skráði mig í hann en það hefur farið lítið fyrir honum og ekki hafa peningaútgjöld verið mikil.

Það verður gaman að sjá leik Barcelona og Manchester United á Nou Camp. Barcelona er mikið sóknarlið og vörnin ekki nógu traust. Ég óttast ég að þeir fái á sig mark á heimavelli en það er slæmt í útsláttarkeppni.  Katalóninn og fyriliðinn Poyul er í leikbanni hjá Barca og í hjarta Manchester vantar hinn öfluga Vidic. Það er því skarð fyrir skildi í báðum vörnum.

Barcelona spilar 4-3-3 og er framlínan mögnuð. Messi, Eto'o og Deco. Var að vona að Henry myndi hefja leik en Deco kemur í staðinn.   Ég sá leik í febrúar á Nývangi. Barcelona lagði Levante 5 -1 og skoraði Eto'o þrennu. Þar  var Xavi gríðarlega skapandi á miðjunni og þegar á leikinn leið tók Toure öll völd á miðvellinum. Það verður gaman að fylgjast með þeim gegn Ronaldo og Scholes.

Spáin er 3-1 sigur hjá Barcelona.   Vonandi dugar þessi úrslit til að komast til Moskvu í maí.

Vefur Barcelona á Íslandi


mbl.is Eiður á bekknum - Vidic ekki með Man Utd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af skíðum

Veturinn hefur verið stórviðrasamur. Skíðamenn hafa þó náð að fagna. Særún dóttir mín fór í fyrsta skipti í skíðaferð með bekknum sínum í Bláfjöll en ljósin þar eru tilkomumikil á kvöldin séð úr Álfaheiði.

Særúnu fannst rosalega gaman og langar að fara aftur. Hún hefur mikið talað um skíðaferðina með Hjallaskóla.

Í íþróttaþætti um daginn kom innslag úr heimsbikarmótinu í bruni, þó ekki þegar Austurríkismaðurinn Matthias Lanzinger féll og missti vinstri fótinn.

Ari litli spurði systur sína þegar hann sá kappana koma niður á fleygiferð.  "Særún, ert þú svona góð á skíðum?"

Hann hefur tröllatrú á systur sinni!

En gott framtak hjá skólum að senda krakka á skíði. Einnig eiga skólar að taka Smáraskóla til fyrirmyndar og senda nemendur á fjöll.


Ljósmyndarinn Eto'o

Sóknarmaðurinn knái Samuel Eto hefur ekki náð að skora í kvöld og fagna að hætti hússins.

Þegar Eto'o hafði skorað þriðja markið í 5-1 sigri á Levante á Nou Camp um síðustu helgi, þá kom óvenjulegt fagn frá Afríkumanninum.  Barcelona menn söfnuðust ávallt í sama horninu og skyndilega vatt Eto'o sér að ljósmyndara og fékk myndavélina lánaða og smellti mynd af samherjum sínum, enda miklu betur staðsettur.  Vakti fagnið mikla lukku áhorfenda en dómarinn aðvaraði ljósmyndarann nýja. Ekkert má nú orðið í boltanum!

Eto'o er nú betri knattspyrnumaður heldur en ljósmyndari.

EtooMynd

Myndin er skönnuð úr spænska blaðinu La Vanguardia 

IMG_7878

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er mynd sem ég tók er Eto'o fær myndavélina lánaða.

 


mbl.is Xavi bjargaði Barcelona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Egypsku faraóarnir lögðu ljónin ósigrandi

FaraoEgypsku faraóarnir (The Pharaohs) lögðu ljónin ósigrandi (Lions Indomptables) frá Kamerún í úrslitaleik Afríkukeppninnar fyrr í dag og vörðu titilinn. Þeir unnu verðskuldaðan 1-0 sigur með mkari Mohamed Aboutrika á Stade Omnisport að viðstödum 35.500 áhorfendum og unnu keppnina í sjötta skipti, oftast afrískra liða.

Egyptarnir tveir sem horfðu á leikinn með mér á Ölver fögnuðu látlaust en fyrr um daginn hafði staðurinn verið smekkfullur, leikur liðanna númer þrjú og sex í ensku úrvalsdeildinni  trekkti að.

Ég ætlaði að fylgjast vel með hinum hárprúða Alexandre Song, leikmanni Arsenal, í hjarta varnar Kamerún en Song söng sinn síðasta söng er stundarfjórðungur var liðinn leiks.  Hnéð hafði laskast en hárgreiðsla hans laskaðist ekki. Hann var eiginlega eins og egypskur faraói.  Frændi hans reynsluboltinn, Rigoberto  Song  fór í vörnina en þetta var sjöunda Afríkukeppni hans. Hann og Gunnar Ingi eiga það sameiginlegt að geta spila endalaust knattspyrnu.  Þrátt fyrir alla reynsluna hjá Song lenti hann í vandræðum á 76. mínútu og kostuðu þau sigurmark Faraóanna.

Leikmenn Kamerún eru þekktari knattspyrnumenn og leika margir með stórliðum í Evrópu en Egyptar hafa ekki komist eins langt en liðsheildin er góð hjá þeim.  Það er mikill mannauður í Afríku og ef álfan hefði betri stjórnmálamenn, fleiri Mandela, þá væri lífið þar auðveldara.

Gestgjafarnir, svörtu stjörnurnar frá Ghana lögðu fílana 4-2 í leik um bronsverðlaunin. 


KB-banki og katarski boltinn

Heyrði í viðskiptafréttum í dag að katarskir fjárfestar hefðu hug á að kaup hlut í KB-banka. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður hefur verið í viðræðum við fjárfesta í ríkjum við Persaflóa. En þeir Kaupþingsbankamenn ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Því uppspretta auðs er um þessar stundir í Miðausturlöndum og í Kína.

Það er sagt að leiðin að hjarta mannsins liggi gegnum magann? Má þá ekki segja að leiðin að auði Katar liggi í gegnum fótboltann?

Þetta leiðir hugann að stöðunni í katarska fótboltanum en ég stefni að því að verða einn fróðasti Íslendingur í þeim fræðum hér á landi.

Fyrir stuttu lauk annarri lotu í Q-deildinni í Katar en alls eru spilaðir 27 leikir. Mótinu líku í apríl. Al-Gharrafa er með yfirburða forystu í deildinni og því er formsatriði að klára mótið. Aðeins eitt lið fellur og er baráttan á milli Al-Shamal og Al-Kohr.

1. Al-Gharrafa     18  51:19   49    
2. Al-Sadd           18  38:26   35    
3. Umm salal       18  25:25   26    
4. Al-Arabi           18  22:19   25    
5. Al-Rayyan       18  21:28   24    
6. Qatar SC        18  35:33    22    
7. Al Siliyya         18  26:32    22    
8. Al-Wakra        18  30:43    20    
9. Al-Shamal       18  18:27   15    
10.Al-Khor          18  19:33    13 

Mitt lið, Al Siliyya stóð sig bærilega. Efir sigur í fyrsta leik komu hræðilega úrslit en þegar OMX fór að lækka hér á landi, fór Al Siliyya að rétta úr kútnum.  Nú er bara spurningin hvenær við sjáum auglýsingu frá KB-banka framan á búningi Al-Siliyya eða einhverju öðru katörsku liði á næsta keppnistímabili!

Nú er katarska landsliðið að undirbúa sig fyrir undankeppni  HM-2010 en fyrsti leikur þeirra verður við Ástrali og er það erfið byrjun. Fyrir skömmu spiluðu Danir við Katar og lutu heimamenn í Doha í gras 0-1. Það eru góð lið í kringum Katar á heimslista FIFA, kíkjum á hann:

FIFA08


Háfjallaveiki

Mikið var ég glaður er ég las grein í Mogganum í vikunni um háfjallaveiki sem er eitt óþægilegasta ástand sem hægt er að hugsa sér.

Fjallamennirnir og læknarnir Michael Grocott og Oswald Oelz  héldu erindi á ráðstefnu  Læknafélags Íslands. Þeir sögðu þar að ekkert bendi til þess að úrvals íþróttamenn þoli þunnt fjallaloft betur en annað  fólk sem er í sæmilegu formi.

Þetta eru stórgóðar fréttir fyrir mig, manninn í sæmilega forminu. Ég á því enn möguleika á að klífa hæstu tinda veraldar. Til þess að finna út hvort ég hafi líkamsburði í Everest þá þarf ég að prófa mig áfram, fara á sífellt hærri fjöll. Gott að hefja rannsóknir á ferð í Alpana. Sleppi ég vel frá þeim, þá stefnir maður á næsta þrep!

Grocott útskýrir þessi fræði þannig: 

"Miklir íþróttamenn hafa líkama sem getur afkastað mjög mikilli vinnu, t.d. hlaupið hratt í langan tíma, þegar hann fær nóg af súrefni. En önnur lögmál eiga við í þunnu loftslagi, þar sem súrefni er af skornum skammti. Þar þarf líkaminn að geta skilað tiltekinni vinnu á því takmarkaða magni súrefnis sem er í boði."

Lausnin gæti verið að finna í frumustiginu, eða jafnvel í mismunandi hvatberum.

Nú er lag að kanna hvatberana í skrokknum!

Hæðarmet mitt er 3.593 metra hæð  og fór vel um hvatberana á El Teide. Man að hjartað sló örara en á ströndinni.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband