Egypsku faraóarnir lögðu ljónin ósigrandi

FaraoEgypsku faraóarnir (The Pharaohs) lögðu ljónin ósigrandi (Lions Indomptables) frá Kamerún í úrslitaleik Afríkukeppninnar fyrr í dag og vörðu titilinn. Þeir unnu verðskuldaðan 1-0 sigur með mkari Mohamed Aboutrika á Stade Omnisport að viðstödum 35.500 áhorfendum og unnu keppnina í sjötta skipti, oftast afrískra liða.

Egyptarnir tveir sem horfðu á leikinn með mér á Ölver fögnuðu látlaust en fyrr um daginn hafði staðurinn verið smekkfullur, leikur liðanna númer þrjú og sex í ensku úrvalsdeildinni  trekkti að.

Ég ætlaði að fylgjast vel með hinum hárprúða Alexandre Song, leikmanni Arsenal, í hjarta varnar Kamerún en Song söng sinn síðasta söng er stundarfjórðungur var liðinn leiks.  Hnéð hafði laskast en hárgreiðsla hans laskaðist ekki. Hann var eiginlega eins og egypskur faraói.  Frændi hans reynsluboltinn, Rigoberto  Song  fór í vörnina en þetta var sjöunda Afríkukeppni hans. Hann og Gunnar Ingi eiga það sameiginlegt að geta spila endalaust knattspyrnu.  Þrátt fyrir alla reynsluna hjá Song lenti hann í vandræðum á 76. mínútu og kostuðu þau sigurmark Faraóanna.

Leikmenn Kamerún eru þekktari knattspyrnumenn og leika margir með stórliðum í Evrópu en Egyptar hafa ekki komist eins langt en liðsheildin er góð hjá þeim.  Það er mikill mannauður í Afríku og ef álfan hefði betri stjórnmálamenn, fleiri Mandela, þá væri lífið þar auðveldara.

Gestgjafarnir, svörtu stjörnurnar frá Ghana lögðu fílana 4-2 í leik um bronsverðlaunin. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Kæri Palli, á maður áð fara að þekkja allt um boltamá í Afríku? ! En ... fyrir sparkspekinga virðist hér góður pistill.

Gunnlaugur B Ólafsson, 10.2.2008 kl. 23:32

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Maður ætti eiginlega að pæla meira í Afríska boltanum en öðrum bolta. Þetta er besti boltinn í dag.

Jón Halldór Guðmundsson, 11.2.2008 kl. 10:26

3 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Það er rétt,  úrslitaleikurinn var mjög góður. Hraður og mörg færi.  Liðin eru ekki alveg eins skipulögð og þau evrópsku og því meiri áhætta tekin.  Leikmenn lögðu mikið á sig og voru örþreyttir í leikslok.

Þetta var mun betri og skemmtilegri bolti en í leik Chelsea - Liverpool sem var á sama tíma.

Sigurpáll Ingibergsson, 11.2.2008 kl. 13:20

4 Smámynd: Jóhannes Einarsson

Þú stendur þig vel á Afrikuvaktinni og skyggnist um eftir okkar mönnum. Synd og skömm að nefnan sú,:  íþróttarásin Sýn hafi  ekki sent út einn einasta leik frá þessari keppni. Það er kominn tími til að endurskoða áskriftina sína að sýninni sem gumar af ótal hliðarrásum sem senda út kyrrmyndir með Bylgju síbylju 98% vikunnar.

Jóhannes Einarsson, 12.2.2008 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 15
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 123
  • Frá upphafi: 226450

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 111
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband