Færsluflokkur: Íþróttir
7.7.2010 | 10:42
Silfur til Hollendinga?
Ef marka má söguna, þá er skrifað í skýin að silfrið á HM 2010 falli Hollandi í skaut. Þegar HM keppnin var haldin 1974 og 1978 þá var haldin undankeppni og voru Íslendingar með Hollandi í undanriðli. Hollandi vann undankeppnina og fór alla leið í úrslit en tapaði. Er það bæði gæfa og ógæfa Hollendinga að spila við Ísland.
Í undankeppni í ár voru Hollendingar svo heppnir að lenda með Íslandi í riðli og unni þeir hann með fáheyrðum yfirburðum. Nú eru þeir komnir í úrslit og gangi knattspyrnusagan eftir, þá verður silfrið hlutskipti þeirra.
Ísland hefur tvisvar áður lent með Hollandi í undankeppni EM, það var fyrir keppnirnar 1980 og 1984 og var það Hollendingum ekki til gæfu.
Ég var svo heppinn að fara á leik Íslands og Hollands þann 6. júní í fyrra og sjá verðandi silfurdrengi. Voru yfirburðir Hollendinga svo miklir á vellinum að maður féll í stafi yfir tækni og nákvæmum sendingum þeirra. Ávallt var til staðar maður til að koma boltanum á. Ísland tapaði leiknum ekki nema 1-2 og var það kraftaverk miðað við hvernig leikurinn spilaðist. Fyrri hálfleikur var líklega það besta sem sést hefur hér á landi. Byrjunarlið Hollands í leiknum var mjög líkt því og líklegt byrjunarlið á sunnudaginn nema hvað Wesley Sneijder kemur inn í það:
Maaarten Stekelenburg, John Heitinga, Andre Oojier, Jorin Mathijsen, Giovanni van Bronckhorst, Mark van Bommel, Nigel de Jong, Robin van Persie, Dirk Kuyt, Rafael van der Vaart, Arjen Robben.
Leikir Íslands og Hollands í HM:
22.08.73 Ísland - Holland 0-5
29.08.73 Holland - Ísland 8-1
08.09.76 Ísland Holland 0-1
31.08.77 Holland Ísland 4-1
11.10.08 Holland - Ísland 2-0 (1-0)
06.06.09 Ísland - Holland 1-2 (0-2)
Ísland er að nálgast Hollendinga! - Munurinn að minnka.
Í dag er leikur Þjóðverja og Spánverja og fyrir mót var ég búinn að spá Spánverjum sigri, ég held mig við það en Þjóðverjar hafa verið lið keppninnar hingað til. Bronsið verður þá þeirra.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2010 | 08:57
Fjórðungsúrslit á HM
Það er góður knattspyrnudagur í dag. Átta landslið eru eftir í Heimsmeistarakeppninni í Suður Afríku og seinnipartinn á morgun verða þau aðeins fjögur eftir.
Holland - Brasilía
Evrópa gegn S-Ameríku en liðum frá S-Ameríku hefur gengið mjög vel í Afríku. Ég var búinn að spá Spánn - Holland í úrslit, þannig að Holland verður að vinna þennan taktíska leik. Það verða ekki mörg mörk skoruð en í síðustu 23 leikjum Dunga með Brasilíu hefur liðið haldið hreinu. Það verður erfitt verk fyrir Robin van Persie að finna glufu á öflugri vörn Brassa en ef það tekst ekki í venjulegum leiktíma, þá tekst það í vítaspyrnukeppni.
Uruguay - Gana
Sögulegur leikur fyrir Afríku. Vinni Gana, þá er það í fyrsta skipti sem lið frá álfunni kemst í undanúrslit. Það er því stórt skref fyrir unga leikmenn Gana að stíga. Spurning um hvort gulrótin sé of stór fyrir þá. Ég held að þeir eflist og geti unnið þennan leik. Þeir munu stoppa Forlan og Suarez.
Argentína - Þýskaland
Hér eigast við tvö af skemmtilegustu liðum keppninnar. Þýskt skipulag gegn sjóðheitum tilfinningum. Ég hef trú á að Þýskaland hafi færri veikleika en Argentína og fari því áfram.
Spánn - Paragvæ
Fjórða S-Ameríkuliðið og ég búinn að setja öll út í kuldann. Nú er komið að Paragvæ en þeir munu eflaust spila upp á 0-0 jafntefli og stóla á góðar vítaskyttur. Spánn sem tapaði fyrsta leik óvænt, leik sem þeir máttu tapa ná að lauma inn einu marki og tryggja sig áfram. Hef trú á því að Fabregas fái stórt hlutverki í þessum leik á miðjunni.
Gangi þessi spá eftir, þá verða Gana og Holland á þriðjudag og Spánn gegn Þýskalandi á miðvikudag. Fari spáin út um þúfur, þá gætu öll liðin í undanúrslitum komið frá S-Ameríku, Brasilía gegn Uruguay og Argentína gegn Paragvæ. Það væri flott staða.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2010 | 17:50
Paragvæ hóf vítaspyrnukeppnina
Einnig áttu þeir það meira skilið m.v. hvernig leikurinn spilaðist.
Mér finnst það lið sem hefur vítaspyrnukeppni vinna oftar, það væri gaman að fá spekinga til að fara í gegnum tölfræðina.
Af hverju, ein skýring er sú að þegar mark kemur úr fyrstu vítaspyrnu þá er meiri pressa á næsta leikmanni.
Spánn fær ekki erfiðan leik í fjórðungsúrslitum spái ég.
Paragvæar lögðu Japani í vítaspyrnukeppni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2010 | 11:06
Spánn vinnur HM2010
Nú er veizlan að hefjast. Klukkan tvö hefst Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu. 32 landslið hefja þátttöku og eitt mun standa uppi sem sigurvegari eftir mánuð. Nokkur lið eru líklegri en önnur en ég reikna með að úrslitaleikurinn verði á milli Spánverja og Hollendinga. Munu þeir spænsku standa uppi sem sigurvegarar. En það verða svakalegir stórleikir í 8-liða úrslitum og undanúrslitum.
Það eru til nokkrar þumalputtareglur um sigurvegara. Ein er sú að Evrópuþjóð vinnur ekki HM utan Evrópu. Nú er spurningin um hvað gerist í Afríku? Verður Afríkuþjóð kannski heimsmeistari? Ég hallast að Evrópuliðum.
En þetta er góður dagur, sólríkur föstudagur, HM2010 að hefjast í S-Afríku og vatnalög hrunflokkana numin úr gildi. VIÐ eigum vatnið, hreint loft og fagra íþrótt.
Flautað til leiks klukkan 14 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2010 | 18:38
Mosöld 2010 - Öldungamót í blaki
Þau eru glæsileg öldungamótin í blaki og stækka með hverju árinu. Ég tók þátt í 35. mótinu, Mosöld 2010, sem haldið var í Mosfellsbæ 13.-15. maí. Sindri mætti með fjögur lið, tvö karlalið og tvö kvennalið. Keppt er í 6 deilum í karlaflokki og 10 deildum í kvennaflokki. Sjö lið eru í hverri deild. Einnig er öðlingadeild fyrir 50 ára og eldri. Alls voru 125 lið með um þúsund keppendum. Markmiðið var að skemmta sér.
Árangurinn var mjög góður hjá blakmönnum Sindra. Karlalið Sindra sigraði í 5. deild og færðist upp í þá fjórðu. Sindri B stóð sig vel í 6. deild en náði ekki að vinna sig upp.
Stúlkurnar héldu sæti sínu í 4. deild en vantaði herslumuninn í nokkrum hrinum, töpuðu þrem hrinum með einu stigi en vörðu sæti sitt með góðum sigri í síðasta leik.
B-lið Sindra var nálægt því að hækka um deild og komast í þá áttundu.
Síðasta öldungamót sem ég keppti í var fyrir fimmtán árum á Akureyri. Það var mjög skemmtilegt og eftirminnilegt mót. Þó má greina nokkurn mun. Þá voru færri lið og við náðum bronsverðlaunum, líklegast í neðstu deild, þeirri þriðju. Það eru miklar framfarir hjá blakmönnum. Mér kom á óvart hversu öflug fyrsta deildin er orðin. Skipulag í Mosfellsbæ var til mikillar fyrirmyndar. Keppt á níu völlum og upplýsingaflæði mjög gott. Frábær andi og mikil gleði. Dómarar voru góðir en blaklandslið Íslands tók verkefnið að sér.
Svo var árangurinn góður, þannig að lífið gerist ekki betra. Ég var sjöundi maður í liði Sindra og líkaði lífið vel á varamannabekknum. Það var gaman að sjá félagana spila og leikgleðin var mikil enda var hverju stigi vel fagnað.
Fjórir fyrstu leikirnir unnust en Laugdælir voru erfiðir og náðu að sigra okkur í oddahrinu. En sem betur fer fyrir okkur Sindramenn var þetta var leikurinn sem mátti tapast.
Fremstur Sindramanna var þjálfarinn, Páll Róbert Matthíasson og var gaman að sjá hann smassa hvern boltann frá uppspilaranum brögðótta, Sævari Þór Gylfasyni í gólfið. Hávörnin var öflug og tók Tóti Bigga margar blokkir og smurði í gólfið. Binni var duglegur að lauma boltunum á veika staði og Valgeir náði sniðugum stigum. Pólverjinn Grzegorz Domasiewicz var á miðjunni og átti fína leiki. Eftirminnilegasta atvikið var þegar hann þaut upp í loftið rétt eins og Gunnar á Hlíðarenda og myndaði smassbyssuna ógurlegu gegn öflugri hávörn en skyndilega skipti hann um skoðun og laumaði boltanum snyrtilega á bakvið hávörnina.
Sindri | 1 | 6 | 11 | 11-2 | 305:220 | 5.50:1.39 |
Rimar Á | 2 | 6 | 10 | 10-3 | 303:232 | 3.33:1.31 |
Laugdælir | 3 | 6 | 9 | 9-5 | 295:276 | 1.80:1.07 |
Skautar-Óðinn | 4 | 6 | 7 | 7-7 | 297:279 | 1.00:1.06 |
Broskarlar II | 5 | 6 | 6 | 6-7 | 248:273 | 0.86:0.91 |
Huginn | 6 | 6 | 3 | 3-10 | 248:286 | 0.30:0.87 |
Leiknir Fásk | 7 | 6 | 0 | 0-12 | 170:300 | 0.00:0.57 |
Brynjúlfur Brynjólfsson, Páll Róbert Matthíasson, Valgeir Steinarsson, Grzegorz Domasiewicz og Þórarinn Birgirsson að fara yfir málin í leikhléi. Sævar Þór Gylfason var að undirbúa eitraðar uppgjafir og ég var upptekin við myndsmíði.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 19:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2010 | 10:30
Brons framundan
Ég hef trú á að þessi fallegi dagur gefi okkur Íslendingum brons.
Lykilin að bronsinu er að Ísland geti haldið stórskyttum Pólverja niðri. Þeir gátu það á Olympíuleikunm í Peking. Þeir eiga að geta það í dag. Svo þarf Bjöggi aðeins að verja einu skoti meira en Slawomír Szmal. Það er lykilinn að bronsinu.
Frakkar eru sterkari en Króatar. Fleiri stórleikir eru í dag fyrir utan EM.
Arsenal og Manchester United glíma á Emirates kl. 16. Hef trú á sigri hjá Campbell og ungu Skyttunum.
Á sama tíma leika Ghana og Egyptaland til úrslita í Afríkukeppninni. Hef trú á sigri hjá afrísku Brasilíumönnunum á Faróunum. En Faróarnir hafa sterka liðsheild.
Vinní Ísland og Arsenal sína leiki í dag, þá verður það fullkominn endir á leiðinlegasta mánuði ársins.
Aron: Stór munur á þriðja og fjórða sæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2009 | 18:58
Menn gegn strákum
Strákarnir sigruðu.
Fyrri hálfleikur var eign Liverpool, síðari eign Arsenal, einn besti hálfleikur Arsenal á tímabilinu.
Hvernig stóð á umbreytingunni?
Arsene Wenger hélt góða ræðu í hálfleik og var mjög reiður og sár með frammistöðuna. Hann sagði að liðið sem spilað hefði í fyrri hálfleik, ætti ekki skilið að spila í þessum búningum. Svo sagði fyrirliðinn Fabregas í viðtali við Sky Sports. Því breyttu menn um hugafar en Wenger heldur sjaldan slíkar ræður. Í bókinni Save Hands, ævisaga markvarðarins David Seaman, frá árinu 2000 segir:
"I have heard Sir Alex does not throw as many tea-cups arond at half-time. He has mellowed with age and success, they say, but I would not mind betting that, winning or losing, he still makes a lot more noise in the break than Arséne who has a real thing about noise at this point - he hates it. In fact, he does not allow anything to be said at half-time util just before we are going back out for the second half. When we come in, he checks for any injuries and then just sites quietly in the corner. We are expected to do the same. If anyone speaks up about something that has happened in the first half, he tells them to be quiet. This even applies to Pat Rice, who is usually dying to have a go about something. If Pat starts shouting, Arséne stops him dead and asks for calm. He will wait until 12 out of the 15 minutes have passed and only then will he say one or two things about the second half.
At full-time, he will say "well done" if we have won ore played well and nothing at all if we have had a bad game. He waits until the next training session to sort our any problems that we have had in the game. He rarely swears and, when he does, it always sounds odd with French accent. He can look a bit dour but he is actually quite humorous in dry sort of way and likes to crack a few jokes on the quiet. We have a few laughts as his exprense, too, and call him Clouseau because he is always knocking things over."
Athyglisverð taktík hjá Wenger en hann lærði þessa aðferð, bera virðingu fyrir einstaklingum er hann þjálfaði í Japan, en þar býr kurteisasta fólk veraldar. Ferguson er þekktur fyrir hárþurrkuaðferð sína, Wenger hefur notað afbrigði af henni í hálfleik.
Það var gaman að fylgjst með leiknum á heimavelli Liverpool-klúbbsins, á Players og tilkomumikið að heyra lagið baráttulagið "You never walk alone", rétt fyrir leik.
Maður leiksins var Belginn Vermaelen, varnarmaður Arsenal. Það stoppuðu margar sóknir Púlara á honum. Almunia átti að gera betur þegar mark Liverpool kom. Hann átti að kíla hann út af hættusvæðinu. Ógnvaldurinn Arshavin fékk eitt tækifæri og nýtti það. Rithöfundurinn Walcott átti hljóðan leik og fór útaf á 70. mínútu en þá var sett meira stál á miðjuna, Diaby leysti hann frá skyldustörfum. Torres er ekki komin í form og Gerrand sem átti tímamótaleik var pirraður, þó átti hann að fá víti snemma leiks.
En vandræði Liverpool halda áfram, Meistaradeild Evrópu fjarlægist og krísuástand er á Anfield.
Arsenal snéri taflinu við á Anfield | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 19:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.11.2009 | 11:12
Fótboltamyndir Match Attax Extra
Match Attax Extra fótboltapakkar með myndum af leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni voru gríðarlega vinsælar á síðasta ári. Í hverjum pakka eru 6 liðsmenn og þeim gefin einkun eftir hæfileikum og stöu á velli.
Markaðsmennirnir hafa nú fundið leið til að hagnast. Þeir hafa breytt lit á spjöldunum og sett inn stjóra liðanna. Ari minn er kominn með nokkuð þykkan myndabunka og duglegur að bítta. Hins vegar finnst mér hann frekar linur í samningum.
Í síðustu viku gerði hann þó feikna góð kaup. Einn félagi hans átti mynd af Arsene Wenger upp á fimm stjörnur. Hann skipti á honum og Paul Hart, stjóra Portsmouth. Nokkrum dögum síðar var hann rekinn. Það fannst mér snilldar kaup.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2009 | 17:21
Ný leikur á Wembley
Hann er heiðarlegur hann Henry að viðurkenna handlagni sína. Frakkinn snjalli fylgir gildum Þjófundarins.
En það væri falleg af Frökkum að bjóða Írum upp á annan leik, rétt eins og Arsene Wenger og David Dein gerðu er Arsenal glímdi við Sheffield United í FA-bikarnum árið 1999, fyrir rúmlega áratug. En þá misskildi Nígeríumaðurinn Kanu óskráða hefð knattspyrnumanna um að gefa boltann til andstæðings eftir að bolta er komið úr leik vegna meiðsla leikmanns.
Heppilegur og hlutlaus völlur gæti verið Wembley.
Henry: Ég notaði höndina viljandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.11.2009 | 22:03
Nettómót í 7. flokk
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 233595
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar