Færsluflokkur: Íþróttir
12.9.2009 | 19:01
Breiðablik massar yngri flokkana
Þegar úngur ég var, fyrir 30 árum var UBK með bestu yngri drengjaflokkana á landinu. Nú, þrem áratugum síðar er sama staða uppi en ekki hefur meistaraflokkur unnið alvöru titil á þessu langa tímabili. Ávallt verið efnilegir. Kannski verður upphafið að umbreytingunni á morgun, ef liðið kemst í úrslit bikarsins. Þeir eiga amk góðar fyrirmyndir í 4. og 5. flokk.
Í dag horfði ég á úrslitaleik 4. flokks á Kópavogsvelli. Breiðablik og KA kepptu lokaleikinn og höfðu Blikar öruggan sigur 3-0. Spilið hjá Blikum var mjög gott og vörnin traust. Umgjörðin um leikinn var mjög góð.
Fyrsta mark Blika var mjög gott, enda búa sóknarmenn liðsins yfir mikilli knatttækni. En næstu tvö mörk voru af ódýrara taginu. Hafði blautur völlurinn eflaust áhrif á varnarvinnuna.
Hvor hálfleikur er í 35 mínútur og ellefu leikmenn inná en skipta má öllum leikmönnum inná eins oft og hentar.
Um síðustu helgi horfði ég á úrslitaleik 5. flokks á Hlíðarenda. Sömu lið glímdu og fóru leikar 4-0 fyrir þeim grænu. Hvor hálfleikur stendur yfir í 20 mínútur með sjö leikmönnum og má skipta eins og í handboltaleik. Umgjörðin var flott, topp dómari, Kristinn Jakobsson.
Annars var dagurinn ekki góður úrslitalega séð fyrir mig. Almunia tapaði fyrir Givens og Adebayor, 2-4 í ensku Úrvalsdeildinni og HK missti af úrvalsdeildarsæti.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2009 | 12:13
Norðmenn geta komist á HM
Eru hinir miklu íþróttablaðamenn Morgunblaðsins að klikka?
Í fréttinni stendur: "Norðmenn eru með 7 stig og ljóst að þeir fara ekki í umspil fyrir HM, enda eiga þeir ekki meira erindi þangað en lið Íslands miðað við leik liðanna í kvöld."
Mér sýnist Norðmenn eiga möguleika á að komast í umspil. Ef þeir vinna Makedóníu og Hollendingar halda sigurgöngu sinni áfram, þá verða Skotland og Noregur jöfn að stigum. Bæði verða með 10 stig. Norðmenn hafa þá bæði betri markatölu og einnig koma þeir betur úr innbyrðis viðureignum.
Hins vegar er það rétt hjá hinum miklu blaðamönnum Moggans. Norðmenn eiga ekkert erindi á HM.
Staðan fyrir síðustu umferð:
Leikir á miðvikudaginn, 9. september:
Skotland - Holland
Noregur - Makedónía
Skemmtileg staða getur einnig komið upp, vinni Makedónía Noreg og Hollendingar standa sína pligt. Þá verða Makedónía og Skotland með 10 stig.
Norðmenn sluppu fyrir horn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.6.2009 | 23:01
Ósigur í Laugardalnum
Það var fallegt veðrið á fullskipuðum Laugardalsvelli í kvöld er landsleikur Íslands og Hollands fór fram. Holland yfirspilaði okkur í fyrri hálfleik og var aðeins tveim mörkum yfir í hálfleik. Gaman að sjá hvað boltinn gekk vel á milli leikmanna hollenska liðsins. Ávallt laus maður til að senda á og síðan komu leiftursnöggar stungur inn fyrir sofandi íslensku vörnina.
HK-ingurinn, Gunnleifur Gunnleifsson var maður leiksins, varði þrisvar vel frá Arjen Robben, en hann gat lítið gert við mörkum tveim sem komu frá miðjumönnunum, Nigel De Jong og Mark Van Bommel. Hermann Hreiðarsson lét stjörnur Hollendinga finna vel fyrir sér en leikmenn Íslands hefðu átt að vera grimmari frá fyrstu mínútu. Eiður Smári hóf leik í framlínunni og náðist ekki samband við hann en þegar hann var færður aftur, þá kom meira spil í leik liðsins.
Okkar maður, Robin Van Persie átti fína spretti en féll oft er hann nálgaðist vítateiginn.
Leikmenn Sindra, Magnús Pálsson, Hermann Þór Erlingsson og Elvar Örn Unnsteinsson í hollenska búningnum á malarvellinum á Egilsstöðum í 5. flokki. Líklega árið 1977.
Robin Van Persie var lengi á hægri kanti í fyrri hálfleik en færði sig svo innar á miðjuna. Þá komu tvö góð færi sem nýttust eigi.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.6.2009 | 15:46
Holland á Laugardalsvelli
Hollendingar hafa alltaf spilað skemmtilega knattspyrnu. Við Sindramenn frá Hornafirði höfum alltaf haldið upp á Hollendinga og þegar við hófum ferilinn í kartöflugarðinum á Hornafirði við Mjólkurstöðina. Þá völdum við að leika í appelsínugulum treyjum að hætti Hollendinga. Það var fyrsti búningur yngri flokka Sindra. Við vorum sigursælir í hollenska búningnum. Þá var Johan Cruyff aðal stjarnan. Nú er það Robin van Persie.
Við Ari erum fyrir nokkru búnir að verzla miða á leikinn á besta stað. Ari er mikill aðdáandi Persie og valdi stæði sem næst vellinum. Við feðgar erum í annarri röð. Holland spilar enn "Total football" og leikkerfi Ajax, 4-3-3. Fyrir ári spiluðu Hollendingar glimrandi fótbolta í Evrópukeppninni en féllu óvænt út fyrir Arshavin og félögum frá Rússlandi. Það verður gaman á Laugardalsvelli eftir þrjá tíma.
Spáin:
Ari: Ísland - Holland 1 : 1
Palli: Ísland - Holland 0 : 3
Ari er ósáttur við spá mína, Gunnleifur er í marki.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2009 | 21:34
Plan B
Ég gerði áætlun um stuðning við lið í Meistaradeildinni. En þær eiga það til að breytast.
Upphaflega áætlunin, A, var að styðja Arsenal til sigurs í keppninni. Það gekk ekki eftir. Þá var gripið til áætlunar B, að styðja Barcelona og vona að liðið færi alla leið. Það leit hins vegar lengi út fyrir að þriðja áætlun, C, að Chelsea færi í úrslitaleikinn gengi eftir. En það breyttist á 93. mínútu. Áætlun M er nefnilega ekki inni í myndinni!
Iniesta skaut Barcelona í úrslitaleikinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
2.5.2009 | 20:18
El Clássico
El Clássico var klassa leikur. Barcelona sundurspilaði hið sterka lið Real Madrid. Það hlýtur að hafa farið um stuðningsmenn Chelsea þegar þeir horfðu á leikinn. En það sýnir líka hversu mikið afrek Chelsea vann með því að halda hreinu í síðustu viku á Nou Camp í Barcelona.
Ég hef trú á því að Barcelona skori mark eða mörk á Brúnni á miðvikudaginn og fari í úrslitaleikinn i Meistaradeildinni. Spænski meistaratitillinn er komin í hús eftir þessi stórmögnuðu úrslit. Það vantaði bara innkomu Eiðs Smára í þennan leik.
Mynd tekin í október 2000 á El Clássico leik á Nou Camp af hermönnum Barcelona, en "Catalonia is a nation and FC Barcelona its army".
Barcelona gjörsigraði Real Madríd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 20:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.4.2009 | 22:32
HK sumardagurinn mikli
Hann byrjaði vel HK sumardagurinn mikli. Við Ari fórum í Kórinn um nónbil og fylgdumst með knattspyrnuleik HK og Stjörnunnar í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins. HK hóf leikinn af miklum krafti en þurfti aðstoð við fyrsta markið. Síðan kom gullfallegt HK-mark. Í síðari hálfleik var Stjörnuvörnin illa á verði og fær hún fáar stjörnur fyrir tilburði. Sóknarmenn HK léku hvað eftir annað í gegnum hana og endaði leikurinn 6-1. HK er því komið í undanúrslit í Lengjubikarnum og glímir við nágrannana í Breiðablik en þeir unnu Þrótt í framlengdum leik, 1-0. Fer leikurinn fram á mánudag.
Við fylltumst mikilli bjartsýni á leiðinni í Digranes en þar hélt HK sumarhátíð og síðan var stefnan sett í hópferð upp í Hlíðarenda. Fyrir dyrum stóð úrslitaleikur í handknattleik milli Vals og HK. Það var mikil stemming í höllinni hjá Val. Voru Binnamenn, hinir hörðu stuðningsmenn HK feikna öflugir og yfirgnæfðu Valsmenn. Minnti framkoma þeirra á enska stuðningsmenn. Valsmenn hófu leikinn af krafti. Voru harðir í vörn með Fúsa í broddi fylkingar. Þeir nýttu hraðaupphlaup vel og voru snöggir að taka miðju. En varnarmenn HK voru rétt mættir inná völlinn þegar stórsóknin hófst. HK náð því ekki að brúa bilið og datt úr leik. Valur fer í úrslitaleikinn á móti Haukum. Svona er lífið.
Við Ari sáum því 31 HK mark gegn 30 mörkum Vals og Stjörnunnar. Því kom dagurinn út í plús.
Hefði HK náð að komast áfram í handboltanum, þá hefði þetta verið fullkominn HK sumardagur.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.4.2009 | 18:36
Spilum 4-5-1 með Adebayor á toppnum
Þá verður spilað leikkerfið 4-5-1 með Adebayor einan á toppnum á Estadio El Madrígal, gegn leikmönnum Gula kafbátsins. Það verður gaman að sjá Robert Pires og kannski fær Pascal Cygan tækifæri.
Gott að það verða ekki fleiri landsleikjahelgar á næstunni, nóg langur er hnjasklistinn eftir þær.
Það stefnir því í 0-0 leik á morgun.
Van Persie ekki með Arsenal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2009 | 17:11
Aukaspyrna á hættulegum stað
Hann Ari litli vildi ólmur fara á landsleik Íslendinga og Færeyinga í Kórnum í dag. Kórinn er einmitt æfingahöll hans. Æfingar hjá 8. flokk HK eru á mánudögum frá kl. 17 til 18 í einu horni vallarins.
Við mættum aðeins of seint til leiks. Rétt eftir að við vorum búnir að finna laus sæti við íslenska markið fengu Færeyingar aukaspyrnu. "Aukaspyrna á hættulegum stað," mælti sá stutti. Átta sekúndum síðar var boltinn kominn inn í mark Íslands eftir mikil átök í teignum. Hann er glöggur sá stutti!
Að lokum höfðu Færeyingar sinn fyrsta sigur á Íslendingum, 1-2 og mega frændur vorir þakka markveði sínum, Gunnar Nielsen sigurinn. Hann varði vel hvað eftir annað og stjórnaði vörninni eins og góður herforingi. Gunnar þessi er nýlega búinn að komast á samning hjá milljarðafélagi Manchester City og verður fróðlegt að sjá hvort hann nái að komast í aðalliðið. Hann er mjög efnilegur. Á Boltavakt visir.is er sagt að Gunnar þessi sé hálfur Íslendingur, ættaður frá Siglufirði.
Skársti leikmaður Íslands að dómi okkar Ara var Jónas Guðni Sævarsson. Síðasti landsleikur sem ég sá á milli þjóðanna var árið 1997 og þá höfðum við nauman 1-0 sigur á Hornafirði en var leikurinn í tilefni af 100 ára afmæli bæjarins. Þá skoraði Eyjamaðurinn Tryggvi Guðmundsson markið. Þjálfari Færeyinga var hinn kunni Allan Simonsen.
Að lokum er gaman að lesa frétt á færeysku um sáttmála Gunnars og City.
Føroyski fótbóltsmálverjin, Gunnar Nielsen, hevur skrivað undir sáttmála við enska felagið, Manchester City. 22 ára gamli Gunnar Nielsen hevur áður verið knýttur at Blackburn Rovers, men nú hevur hann altso skrivað undir at leika fyri enska stórfelagið, Manchester City komandi hálvttriða árið.
http://vev.fo/20090225+gunnar+nielsen+sattmala+vid+manchester+city.html
Fyrsta tap Íslendinga gegn Færeyingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2009 | 22:37
Handknattleikur 8. flokkur
Í Mýrinni var haldið TM-mót í 8. flokki í handbolta. Mótið var skipulagt af Stjörnunni og tókst vel til. Það er mikill handboltaáhugi á landinu. Framtíðin er björt.
Reglur eru örlítið frábrugðnar hefðbundnum leik. Í hverju liði eru fjórir leikmenn. Þrír útileikmenn og einn í marki. Markvörður má þó spila í sókn. Ekki eru hraðaupphlaup, missi sóknarlið boltann, þá þurfa varnarmenn að snerta línuna hjá marki sínu áður en sókn hefst. Allir eru sigurvegarar og fá verðlaunapening. Mörk eru ekki talin.
Eitt af fjórum liðum HK sem að fara yfir leikkerfin.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 233597
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 50
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar