Mosöld 2010 - Öldungamót í blaki

Þau eru glæsileg öldungamótin í blaki og stækka með hverju árinu. Ég tók þátt í 35. mótinu, Mosöld 2010, sem haldið var í Mosfellsbæ 13.-15. maí. Sindri mætti með fjögur lið, tvö karlalið og tvö kvennalið. Keppt er í 6 deilum í karlaflokki og 10 deildum í kvennaflokki. Sjö lið eru í hverri deild. Einnig er öðlingadeild fyrir 50 ára og eldri. Alls voru 125 lið með um þúsund keppendum. Markmiðið var að skemmta sér.

Árangurinn var mjög góður hjá blakmönnum Sindra. Karlalið Sindra sigraði í 5. deild og færðist upp í þá fjórðu. Sindri B stóð sig vel í 6. deild en náði ekki að vinna sig upp.

Stúlkurnar héldu sæti sínu í 4. deild en vantaði herslumuninn í nokkrum hrinum, töpuðu þrem hrinum með einu stigi en vörðu sæti sitt með góðum sigri í síðasta leik.

B-lið Sindra var nálægt því að hækka um deild og komast í þá áttundu.

Síðasta öldungamót sem ég keppti í var fyrir fimmtán árum á Akureyri. Það var mjög skemmtilegt og eftirminnilegt mót. Þó má greina nokkurn mun. Þá voru færri lið og við náðum bronsverðlaunum, líklegast í neðstu deild, þeirri þriðju.  Það eru miklar framfarir hjá blakmönnum. Mér kom á óvart hversu öflug fyrsta deildin er orðin.  Skipulag í Mosfellsbæ var til mikillar fyrirmyndar. Keppt á níu völlum og upplýsingaflæði mjög gott. Frábær andi og mikil gleði. Dómarar voru góðir en blaklandslið Íslands tók verkefnið að sér.

Svo var árangurinn góður, þannig að lífið gerist ekki betra. Ég var sjöundi maður í liði Sindra og líkaði lífið vel á varamannabekknum. Það var gaman að sjá félagana spila og leikgleðin var mikil enda var hverju stigi vel fagnað. 

Fjórir fyrstu leikirnir unnust en Laugdælir voru erfiðir og náðu að sigra okkur í oddahrinu. En sem betur fer fyrir okkur Sindramenn var þetta var leikurinn sem  mátti tapast.

Fremstur Sindramanna var þjálfarinn, Páll Róbert Matthíasson og var gaman að sjá hann smassa hvern boltann frá uppspilaranum brögðótta, Sævari Þór Gylfasyni í gólfið. Hávörnin var öflug og tók Tóti Bigga  margar blokkir og smurði í gólfið. Binni var duglegur að lauma boltunum á veika staði og Valgeir náði sniðugum stigum. Pólverjinn Grzegorz Domasiewicz var á miðjunni og átti fína leiki. Eftirminnilegasta atvikið var þegar hann þaut upp í loftið rétt eins og Gunnar á Hlíðarenda og myndaði smassbyssuna ógurlegu gegn öflugri hávörn en skyndilega skipti hann um skoðun og laumaði boltanum snyrtilega á bakvið hávörnina. 

5. Deild, Öldungar karla
SætiLeikirStigHrinurStigaskorHlutfall
Sindri161111-2305:2205.50:1.39
Rimar Á261010-3303:2323.33:1.31
Laugdælir3699-5295:2761.80:1.07
Skautar-Óðinn4677-7297:2791.00:1.06
Broskarlar II5666-7248:2730.86:0.91
Huginn6633-10248:2860.30:0.87
Leiknir Fásk7600-12170:3000.00:0.57

IMG_0975

Brynjúlfur Brynjólfsson, Páll Róbert Matthíasson, Valgeir Steinarsson, Grzegorz Domasiewicz og Þórarinn Birgirsson að fara yfir málin í leikhléi. Sævar Þór Gylfason var að undirbúa eitraðar uppgjafir og ég var upptekin við myndsmíði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 91
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 81
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband