Kláfar á Íslandi

Allir íslensku kláfarnir sem til eru, eru yfir fljót. Engir eru til að ferja ferðamenn upp á fjöll. Íslendingar hafa meira talað um að byggja kláfa heldur en að framkvæma. En áhugaverðar hugmyndir eru á prjónum.
 
Þegar ég heimsótti Dólómíta og Gardavatn í júlí mánuði þá upplifði ég þróað samgöngukerfi með kláfum og voru þeir vel nýttir til að koma ferðamönnum á "erfiða" staði og þroskuð skálamenning tók við. Allt mjög snyrtilegt og mikil fagmennska.
Ég ferðaðist með kláfum til: Mt. Baldo við Gardavatn, hækkun: einn Eyjafjallajökull. Efra Breiðholt Bolzano, hluti af Borgarlínu bæjarins. Seizer Alm hásléttan og um Rósagarðinn í Dólómítunum. Sjá myndir á þræðinum Brýr og kláfar á Íslandi og víðar.
 
Skoðaði þróun á Íslandi. Í fjölmiðlum er fyrst minnst á kláf 1874 yfir vestari Jökulsá í Skagafirði. Næst er hugmynd um kláf á Skálafellsjökli 1990. Síðan upp í Klif í Vestmannaeyjum 1996. Kláfur í Hlíðarfjall 1998 og kláfur upp í Bolafjalli 2006.
Fjórar hugmyndir sem unnið hefur verið með hafa birst sótt um byggingarleyfi. En svo kom heimsfaraldur og allt stopp eða hvað?
2022 - Esjuferja - Hugmyndir lagaðar fram á ný
2021 - Eyrarfjall á Ísafirði - 45 manns í kláf
2017 - Kláfur á topp Hlíðarfjalls - Hlíðarhryggur ehf.
2015 - Esjuferja ehf sótti um að setja upp kláf á Esjuna, tekur 80 manns í ferð. Kostnaður 3 milljarðar þá. Hafnað af Hverfisráði Kjalarness
2014 - Rannsóknir - Vindmælir á Esju 
2012 - Kláfur á Kistufell 2012, draumur
 
Persónulega tel ég að kláfur og fjallahótel á Skálafelli og Hlíðarfjalli gæti gengið því hægt að nýta allt árið. Ísafjörður og Esjan eru erfiðari nema rekstraraðilar eigi ás í erminni. 
 
Fjallaskáli eða fjallahótel þarf að vera á endastöðinni og þá geta ferðamenn notið útsýnis, farið í gönguferðir, gengið, hlaupið, hjólað eða skíðað niður fjallið. Einnig getur áhugafólk um hverskonar svifflug nýtt kláfferjuna. Norðurljósa- og stjörnuskoðun er möguleg og í góðum veitingasal er hægt að halda allskonar veislur á stórbrotnum stað. Hér er komin stórgóð viðbót við ferðaþjónustu.
 
Ég hvet til umræðu um byggingu kláfferja upp á fjöll. Þær hafa umtalsverð umhverfisáhrif og starfsemin sem upp sprettur í kringum samgöngubótina þarf að vera sjálfbær. Virðist vera fyrirstaða hjá yfirvöldum en raflínur eru ofanjarðar og skapa mikla sjónmengun. Kláfferjur eru afturkræfar framkvæmdir. 
Björgunarþyrla þarf að æfa björgun úr kláf því kláfferja getur bilað eða stoppað. Íslenskt stormveður lokar fyrir samgöngur og þoka getur dregið úr ferðaáhuga. Því þarf að gera áætlanir með þetta í huga.
 
Suður-Týrol var eitt fátækasta ríki Evrópu fyrir stríð, svipað og Ísland. Eftir stríð þá breyttist allt. Kláfar voru notaðar þegar verja þurfti fjallaskörð og þegar stríðinu lauk, þá var hægt að nýta þá til að ferja ferðamenn upp á hæstu sléttur og tinda til að skíða eða njóta fegurðarinnar.
Við eigum að geta lært helling af Týról- og Alpabúum.
 
Samgöngukerfi
 
Mynd af samgöngum og gönguleiðum í Rósagarðinum sem er á Heimsminjaskrá UNESCO. Samanstendur af kláfferjum og skíðalyftum.

mbl.is Hugmyndir um ferju á Esjuna lagðar fram á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

.Á 19. öld og lengur voru Fljótsdælir í fararbroddi í félagslífi og framkvæmdum, settu m.a. upp strengi til að flytja hey af fjöllum niður brattar hlíðar Fljótsdals., 

Má ekki telja þetta vera kláf

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 3.12.2022 kl. 18:45

2 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Sæll Hallgrímur Hrafn Gíslason.  Jú, rétt. Í hinu ágæta tímariti Glettingi er saga kláfa á Jökuldal gerð góð skil. Í 1. tbl. Glettings 2002 er grein - Kláfar á Jökulsá á Dal, eftir Stefán Aðalsteinsson. En Jökuldælingar eru hetjur kláfanna á Íslandi.

Sigurpáll Ingibergsson, 4.12.2022 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 226014

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband