Ásfjall (127 m) í Hafnarfirđi

Sumir kalla Ásfjall lćgsta fjall landsins en útsýniđ leynir á sér. Ásfjall fyrir ofan Hafnarfjörđ og er í raun vel gróin grágrýtishćđ. Ástjörn er fyrir neđan og kemur nafniđ af bćnum Ási sem stóđ undir fjallinu. Efst á fjallinu er vel hlađin varđa, Dagmálavarđan og var leiđarmerki á fiskimiđ. Útsýnisskífa er stutt frá vörđunni. Menjar eftir hersetu eru einnig á fjallinu.

Gangan hófst hjá Íţróttamiđstöđ Hauka eftir göngustíg í kringum Ástjörn. Gengiđ var í norđur. Síđan var stefnan tekin á mitt fjalliđ, varđan og hringsjáin heimsótt og stefnt  suđur Ásfjallsöxlina í Hádegisskarđ og niđur ađ Ástjörn. Léttari ganga er ađ stefna á norđuröxlina og ganga yfir fjalliđ lágvaxna. Nýtt hverfi er ađ rísa sunnan viđ fjalliđ og eina sem vantar er trjágróđur.

Útsýni er gott yfir höfuđborgarsvćđiđ og ný hverfi sem eru ađ byggjast upp viđ fjallsrćturnar, Skarđshlíđ kallast ţađ og dregur eflaust nafn af Hádegisskađi.  Helgafell er áberandi í suđri sem og Húsfell. Einnig Bláfjöll. Fjöllin á Reykjanesi sjást og Keilir tignarlegur. Akrafjall og Esjan í norđri.   Á góđum degi sést Snćfellsjökull.

Einföld og góđ ganga sem býđur upp á skemmtileg sjónarhorn yfir höfuđborgina.

Ásfjall

Grágrýtishćđin Ásfjall í Hafnarfirđi og ósar Ástjarnar viđ Íţróttamiđstöđvar Hauka.

Dagsetning: 28. nóvember 2020
Göngubyrjun: Íţróttamiđstöđ Hauka
Ásfjall – Hringskífa: 127 metrar (N: 64.03,1 – V: 21.56,5)
Hćkkun göngumanns: 120 metrar
Heildargöngutími: 60 mínútur (13:40 – 14:40)
Erfiđleikastig: 1 skór
Vegalengd: 3,8 km
Ţátttakendur: Undirritađur
GSM samband: Já, 4G
Gestabók: Nei
Gönguleiđalýsing: Gengiđ eftir malbikuđum göngustíg kringum Ástjörn og fariđ af honum og stefnt á mitt fjalliđ og gengi í lyngi og  mosa. Komiđ niđur á göngustíginn á bakaleiđ.

 

Gönguslóđin

Gönguslóđ

Gönguslóđin á Ásfjall. Dagmálavarađan til norđurs og hverfiđ Skarđshlíđ neđst á myndinni.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Feb. 2023
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

 • IMG 4410
 • IMG 4385
 • IMG 4421
 • Á afskekktum stað
 • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (2.2.): 0
 • Sl. sólarhring: 11
 • Sl. viku: 68
 • Frá upphafi: 0

Annađ

 • Innlit í dag: 0
 • Innlit sl. viku: 54
 • Gestir í dag: 0
 • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband