Klakkur (413 m.) í Færeyjum

Þeir eru amk. fimm Klakkarnir á Íslandi. Árið 2012 gekk ég á Klakk í Langjökli (999 m). Nú var kominn tími á að bæta við Klakkasafnið og varð Klakkur á Borðey í Færeyjum næstur.
Klakkur (413 m) á Borðey er tilkomumikið fjall norðan við Klakksvík og skýlir fyrir norðanáttinni. Fjöllin í kring eru mjög vestfirsk og eitt fjall minnir sérstaklega á Þorfinn sem Flateyringar baða augum daglega.
 
Hefðbundin ganga hefst við Christianskirkju, sem er byggð árið 1963 og er þekkt fyrir sérstaka byggingarlist, og gengin er Ástarbrautin sem minnir á Siglufjörð og Hvanneyrarskál. Við í Villiöndunum tókum styttri leiðina, slepptum rómantíkinni og keyrðum aðeins upp í fjallið og gengum þaðan á topp Klakks.
 
Kólgubakkar voru yfir Klakki en þegar við nálguðumst þá rofaði til. Margir áttu sama erindi og við á Klakk. Einn göngumaður lýsti toppagöngunni með einu orði: „Windy,“ en ég hef lenti í meiri vind á íslenskum fjöllum. En þokan ferðaðist hratt.
 
Þegar komið var í skarðið blasti Leirvík við en við höfðum keyrt í gegnum bæinn rétt áður og farið i gegnum enn ein jarðgöngin. Síðan sást móta fyrir hinni frægu Kalsoy en þar er einstök náttúra og margar kvikmyndir og ljósmyndir verið teknar undanfarið. Kalsoy er eins og snákur í laginu en við sáum rétt móta fyrir hausnum.
 
Eftir 2,5 km göngu og 43 mínútur á hreyfingu var komið á toppinn en því miður var þoka yfir svæðinu en þarna opnast stórfenglegt útsýni yfir Norðureyjar, fjöll og firði. Mjög vinsælt svæði fyrir landslagsljósmyndara.
 
Klakki voru færðar fórnir að hætti sherpans Tenzing Norgay, brjóstsykur.
Á heimleiðinni var horft yfir bæinn Klaksvík sem er umlukinn fjöllum og hefur fallegar víkur, sem bjóða upp á ótrúlega náttúruupplifun.
 
Víkin í miðju bæjarins, Klakksvík, gefur bænum nafn sitt.
Klakksvík er annað stærsta bæjarfélag Færeyja með 4.700 íbúa. Mikil fiskvinnsla er í bænum.
Klakksvík hefur langa sögu sem miðstöð sjávarútvegs og sjósóknar og sést vel að íbúar eru vel stæðir og arðurinn af sjávarútvegsauðlindinni skiptist jafnar á milli fólks heldur en hér á landi.
 
Í Færeyjum er fiskveiðistjórnkerfið aðallega byggt á svokölluðu "dagakerfi", þar sem bátar fá úthlutaðan fjölda daga sem þeir mega stunda veiðar. Þetta kerfi gerir útgerðarmönnum kleift að ákveða hvenær þeir nýta veiðidagana sína, sem getur aukið sveigjanleika í veiðunum.
 
Keyrt var framhjá höfuðstöðvum Föroya Bjórs og að lokum var sundlaug heimamanna heimsótt og þokunni skolað af sér.
 

Dagsetning: 4. ágúst 2024
Klakkur: 413 m 
Göngubyrjun: Við bílastæði á Ástarbrautinni
Erfiðleikastig: 2 skór
Veður: Skýjað og úrkoma í grennd, 12 stiga hiti og 8 m/s vindur frá vestri. Raki 95%.
GSM samband: Já

Gönguleiðalýsing: Létt og þægileg ganga á stórbrotið útsýnisfjall en þoka byrgði sýn. Fyrst gengið eftir vegarslóða og síðan gróið land, fyrst með stíg en siðan slóð að toppi.

 
KlakkurKlakkur séður af Hálsinum þegar þokunni létti um stund.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 120
  • Sl. sólarhring: 257
  • Sl. viku: 371
  • Frá upphafi: 232717

Annað

  • Innlit í dag: 107
  • Innlit sl. viku: 331
  • Gestir í dag: 107
  • IP-tölur í dag: 104

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband