11.7.2011 | 23:37
Samfelldur rekstur - BS 25999 staðallinn
Hún er vel menntuð þjóðin. Þegar hamfarir verða hér á landi, brú hverfur af hringveginum vegna hamfaraflóðs, þá koma fram 319.259 verkfræðingar. Allir með rétta lausn, að eigin mati.
Þegar áfall verður þá er gott að hafa áætlun. Til er alþjóðlegur staðall fyrir allar greinar atvinnulífsisn, BS 25999 Business Continuity Management sem þýtt hefur verið, Stjórnun á rekstrarsamfellu.
Mættu ferðaþjónustuaðilar, forystumenn í ferðaþjónustu og stjórnvöld skoða það alvarlega að útbúa áætlanir sem uppfylla kröfur staðalsins. Hættan vofir sífelt yfir. Hekla og Katla eiga eftir að taka til sinna ráða.
Eitt af lykilatriðum í áfallaferlinu er að hafa gott upplýsingastreymi. Tilnefna skal talsmann og hefur hann ákveðnum skyldum að gegna.
Lykilatriði sem hafa þarf í huga í samskiptum við fjölmiðla eru að:
Vera rólegur og yfirvegaður.
Vera heiðarlegur.
Halda sig við staðreyndir.
Forðast skal:
Að vera með getgátur vegna sjónarmiða sem tengjast áfallinu.
Að leyfa starfsfólki að ræða við fjölmiðla.
Vera með ásakanir eða benda á mistök
Talsmenn í ferðaþjónustu hafa þverbrotið síðustu þrjú boðorðin. Þeir hafa með ófaglegum talsmáta gert of mikið úr áfallinu og hámarkað skaðann. Trúlegt er að pólitík hafi tekið yfir fagmennskuna.
Fullyrðingar um að fjöldagjaldþrot og afbókanir eru órökstuddar getgetgátur og alvarlegt að talsamður SAF láti svona út úr sér. Ætti talsamaður SAF að taka sér nokkra ferðaþjónustuaðila til fyrirmyndar, sérstaklega þá hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum.
Árið 1932 fór Óskar Guðnason á milli Hornafjarðar og Reykjavíkur á Fordvörubíl eins og hálfs tonns. Var það fyrsta bílferðin milli staðanna og var farið suður yfir sanda og yfir óbrúaðar ár.
Í dag var fetað í bílför Óskars og farið yfir Múlakvísl á vaði. Það er til lausn á öllu.
Með því að hafa góðar áætlanir um samfelldan rekstur, þá þarf ekki 319.259 sjálfskipaða verkfræðinga.
![]() |
Neyðarástand í ferðaþjónustu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.7.2011 | 22:58
Brunnfell (517 m)
Vefurinn peakery.com segir Brunnfell í Bárðardal vera 464 metra hátt og 1.245 hæsta fjall landsins. Taka ber þessum tölum með miklum fyrirvara.
Á annan í Hvítasunnu var gengin átthagaferð frá Lundarbrekku og stefnan tekin á Brunnfell. Þaðan gengið vestan megin Brunnvatns til baka. Veður var frekar óhagstætt fyrir útsýnisgöngu, úrkoma og þoka enda versta vor síðan 1983 á norðausturlandi. Síðar átti eftir að koma í ljós að kaldasti júní síðan 1952 var upp runninn.
Bárðardalur er með lengstu byggðadölum landsins, 45 km. Fremur þröngur en grunnur. Vesturfjöllin blágrýtisfjöll hæst 750 m, en austan ávöl heiði, Fljótsheiði, hæst 528 m.
Eftir dalbotninum hefur runnið hraun, kvísl úr Ódáðahrauni og fellur Skjálfandafljót í því. Bárðardalur hefur orðið til við sig, þegar blágrýtishella landsins brast. Tveir glæsilegir fossar eru í dalnum, Aldeyjarfoss er efst en Goðafoss neðst.
Annað fell, Kálfborgarárfell (528 m) hæsti punktur Fljótsheiðar, er austan við Brunnfell og handan þess er Kálfborgarárvatn. Nafnið er komið
Dagsetning: 13. júní 2011
Hæð: Brunnfell, 517 metrar
Hæð í göngubyrjun: Lundarbrekka, 241 m. (N: 65.27.494 - W: 17.23.630)
Hækkun: 276 metrar
Heildargöngutími: 120 mínútur (9:00 - 11:00)
Erfiðleikastig: 1 skór
Þátttakendur: Skál(m), norðurlandsdeild, 5 þátttakendur
GSM samband: Já
Gönguleiðalýsing: Brunnfellið er hrjóstrugt og stamt undir fót.
Facebook staða:
frábær ganga upp frá Lundarbrekku, Vallmór, Dalirnir, Gildrumelur, Urðarfótur, Klappadalir og Klappadalaklauf, Brunnfell, Fagrahlíð og Fögruhlíðabörð, Brunnvatn, Klofvarða o. fl. rifjað upp á góðri en votri göngu í morgun, takk fyrir skemmtilega göngu ferðafélagar!
Við skafl á Brunnfelli, 13. júní. Skaflinn er skreyttur ösku úr Grímsvatnagosi sem hófst 21. maí.
Heimildir:
Landið þitt Ísland, Örn og Örlygur1980-1984
Vegahandbókin, Örn og Örlygur 1996
http://www.vatnajokull.com/Drangajokull/Sumar2002.htm
Ferðalög | Breytt 5.7.2011 kl. 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2011 | 14:00
Hattur (320 m) og Hetta (400 m)
Jafnrétti í hnotskurn, Hetta hærri en Hattur, ættu jafnréttissinnar að gleðjast yfir því.
Það leynir á sér hverasvæðið við Seltún í Krýsuvík. Frá veginum sést hverasvæði en þegar gegnið er um svæðið eru margir fallegir hverir í dölum á Sveifluhálsinum.
Ein gönguleið, hringleið er að fara svokallaðan Ketilstíg, framhjá Arnarvatni og upp Hettu. Þaðan halda til austurs, heimsækja hverasvæðið Baðstofu stutt frá bænum Krýsuvík.
Við fórum ekki þennan hring, heldur beint upp frá hverasvæðinu upp á Hverafjall og þaðan heimsóttum Hatt. Síðan var haldið á Hettu, upp skarðið Sveiflu. Sunnan Hettu má sjá Hettuveg, gamla þjóðleið milli Krýsuvíkur og Vigdísarvalla.
Annar stór hópur frá Reykjanesbæ var á sama róli og við og sáum við glæsilegan hópinn á Hettu. Var gaman að þeim félagsskap.
Ágætasta útsýni er yfir undirlendið. Arnarfell og Bæjarfell fylgdust með okkur í suðri. í Austri voru Bláfjöll áberandi og Reykjanesfjöll með Keili í norðvestur. Eldey sást einmanna úti í hafi.
Best að enda þetta á vísunni góðu: "Í Krýsuvík er Hetta, Hnakkur og Hattur. Kært er mér þetta, kem þangað aftur og aftur..."
Dagsetning: 29. júní 2011
Hæð Hatts: 331 metrar
Hæð Hettu: 392 metrar
Hæð í göngubyrjun: 172 metrar, hverir við Seltún, (N:63.53.746 - W:22.03.176)
Hækkun: Um 300 metrar alls
Uppgöngutími Hattur: 48 mín (19:15 - 20:03)
Uppgöngutími Hetta: 87 mín (19:15 - 20:42)
Heildargöngutími: 160 mínútur (19:15 - 21:55), 4,78 km
Erfiðleikastig: 2 skór
GPS-hnit Hattur: N:63.53.582 - W:22.04.027
GPS-hnit Hetta: N:63.53.549 - W:22.04.930
Vegalengd: 4,78 km (hringleið)
Veður kl. 20 Bláfjöll: Heiðskýrt, NV 7 m/s, 7,5 gráður. Raki 74%
Veður kl. 20 Reykjavík: Heiðskýrt, N 5 m/s, 10,3 gráður. Raki 66%, skyggni >70 km
Þátttakendur: Útivistarræktin, um 70 þátttakendur
GSM samband: Já
Gönguleiðalýsing: Falleg byrjun við hverasvæðið í Seltúni við Krýsuvík. Gengið upp gróna hlíð, þar er mikið af tindum á gömlum eldhrygg. Hattur lætur lítið yfir sér og fara þarf niður dal til að ná Hettu. Síðan er hægt að fara hringleið og taka stefnu á byggingar kenndar við Krýsuvík.
Ekið eftir Reykjanesbraut í gegnum Hafnarfjörð. Stuttu áður en komið er að álverinu er beygt til vinstri við skilti sem vísar á Krýsuvík. Haldið í átt að hverasvæðinu í Seltúni í Krýsuvík. Vegalengd 4 km. Hækkun 300 m.
Facebook stöður:
Útivistarræktin fyrir framan Hettu, um 400 m hár hryggur í Sveifluhálsi.
Heimildir:
Toppatrítl - Hetta og Hattur
FERLIR - Hetta-Baðstofa-Hattur-Hnakkur-Seltúnssel
FERLIR - Hettuvegur - leiðin týnda
Gönguhópur á niðurleið frá Hatti. Krýsuvík og Krýsuvíkurskóli, Arnarfell (198 m) og Bæjarfell (218 m) fylgjast með og Geststaðavatn.
Ferðalög | Breytt 4.7.2011 kl. 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.6.2011 | 00:36
Ný gönguleið á Fimmvörðuhálsi
Í magnaðri Jónsmessuferð á Fimmvörðuháls yfir nótt með Útivist var farin ný gönguleið sem stikuð var fyrir rúmri viku. Duglegir og framtakssamir farastjórar Útivistar sáu um verkið.
Þegar komið er yfir göngubrúnna yfir Skógá þá eru nú þrír möguleikar á að ná norður á hálsinn. Hin hefðbundna gönguleið er að fylgja stikaðri leið norður á Fimmvörðuháls. Önnur er að fylgja vegaslóða að Baldvinsskála en hún er lengri en léttari.
Nýja leiðin, Þriðja leiðin liggur í vestur, að vestari hvísl Skógár. Þaðan er Kolbeinsskarði fylgt og þegar komið er á Kolbeinshaus þá er göngumaðurinn kominn að skála Útivistar, Fimmvörðuskála á Fimmvörðuhálsi.
Sterklegur vegvísir er á vestri bakkanum og blasir við þegar komið er yfir brúnna og vísar veginn á Fimmvörðuskála, Bása og Þórsmörk.
Það sem þessi nýja leið hefur uppá að bjóða eru fleiri fossar. Á tveim stöðum sáum við fossa sem virtust koma út úr berginu og minntu á Hraunfossa í Hvíta en þeir voru ekki eins vatnsmiklir. Einnig finnur maður meira fyrir nálæg hins þekkta Eyjafjallajökuls.
Einn nafnlaus en stórglæsilegur slæðufoss er í fossaröðinni sem fylgir nýju leiðinni og minnir hann mjög á Dynjanda eða Fjallfoss í Arnarfirði. Þetta er glæsilegur foss sem allt of fáir göngumenn hafa séð.
Þessi glæsilegi slæðufoss er í Skóga en upptök árinnar eru við Fimmvörðháls og koma fleiri hvíslar í hana á leiðinni niður Skógaheiði.
Myndin var tekin um eitt eftir miðnætti á Canon EOS 500D. Myndavélin var stillt á ISO 3200, 1/40 f3,5 og P(rogram).
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2011 | 00:14
Hátindur í Grafningi (425 m)
Hátindur Dyrafjöllum er einnig notað til að bera kennsl á en þeir eru nokkrir á landinu, m.a. á Esjunni.
Hátindur og Jórutindur standa hlið við hlið við suðvestanvert Þingvallavatn. Þeir eru oft nefndir í sömu andránni. Gengið var upp á hrygginn sem gengur suður frá fjallinu en það er nokkuð þægileg leið. Af toppnum er gott útsýni yfir vatnið og fjallahringinn. Gríðarlega fallegt útsýni er yfir Hestvík og hæðótt landslagið í kringum hana. Ekki var gengin sama leið til baka, heldur skotist niður í dalinn milli Hátinds og Jórutinds. Telja sumir að svona geti landslagið í Gjálp verið eftir hundrað þúsund ár.
Ekki urðum við vör við Jóru tröllkonu en þegar keyrt var heim, mátti sjá tröllsandlit í fjallinu. Hræ af tveim dauðum kindum lá undir Jórutindi og spurning um hvernig dauða þeirra bar að garði.
Dagsetning: 21. júní 2011
Hæð: 425 metrar
Hæð í göngubyrjun: 192 metrar, Grafningsvegur 360, (N:64.08.899 - W:21.15.541)
Hækkun: Um 233 metrar
Uppgöngutími: 60 mín (19:00 - 20:00) 1,7 km
Heildargöngutími: 105 mínútur (19:00 - 20:45), 3,4 km
Erfiðleikastig: 2 skór
GPS-hnit vörður: N:64.08.604 - W:21.16.428
Vegalengd: 3,4 km
Veður kl. 21 Þingvellir: Bjart, S 1 m/s, 10,6 gráður. Raki 74% - regnbogi
Þátttakendur: GJÖRFÍ, 18 þátttakendur
GSM samband: Já .
Gönguleiðalýsing: Ekki erfið ganga, fyrst er gengið eftir grýttum vegaslóða að rótum Hátinds en síðan um 100 metra hækkun yfir umhverfið upp á topp. Smá klöngur og fláar á leiðinni. Hægt að fara hringleið.
Hátindur, móbergshryggur sem rís eins og nafnið gefur til kynna til himins.
Jórutindur er eins og skörðótt egg séð frá austri en lítur sakleysislega út frá Hátindi. Tindurinn er nánast allur úr veðursorfnum móbergsklettum.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar eldgosið í Grímsvötnum hófst þann 21. maí var eldstöðin lítt þekkt á jarðkúlinni og Google. Gosið var kröftugt í byrjun og þegar flugferðum var aflýst tók heimspressan við og Grímsvötn ruku upp í vinsældum. Einnig tók Eyjafjallajökull við sér en vefmiðlar tóku að rifja upp samgöngur á síðasta ári.
Hér er línurit sem sýnir leitarniðurstöður á Google fyrir Grímsvotn, Eyjafjallajökul og hið alræmda IceSave mál.
Eyjafjallajökull birti tæplega 500 þúsund leitarniðurstöður þegar Grímsvatnagosið hófst en Grímsvotn 137 þúsund. Síðan tekur hinn heimsfrægi Eyjafjallajökull við þegar fréttir berast af gosinu en þegar öskuský dreifir sér yfir Evrópu, þá tekur Grímsvatnagosið við sér. Þegar krafturinn hverfur úr því, þá dettur það niður en Eyjafjallajökull heldur sínu striki.
Hæsti fjöldi Eyjafjallajökuls mældist rúm 21 milljón í lok júní 2010.
Það sem veldur niðursveiflu leitarniðurstaðna á Google er að færslur hverfa af forsíðu fréttamiðla eða samfélagsmiðla og eru geymdar djúpt í gagnagrunnum.
Manngerðu hamfarirnar, IceSave, halda sínu striki lúra í 6 milljónum leitarniðurstaðna og Eyjafjallajökull hefur ekkert í þann bankareikning að gera.
Til samanburðar þá er Ísland með 45 milljónir, Iceland með 274 milljónir og japanska kjarnorkuverið Fukushima með 77,5 milljónir leitarniðurstaðna.
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2011 | 17:30
Skálafell við Mosfellsheiði (774 m)
Skálafell við Mosfellsheiði er einkum þekkt fyrir tvennt, endurvarpsmöstur og skíðasvæði. Verkefni dagsins var að kanna þessi mannvirki.
Leiðalýsing:
Ekið eftir Vesturlandsvegi, beygt upp í Mosfellsdal og síðan í átt að skíðasvæðinu. Vegalengd 3 km. Hækkun 400 m.
Facebook færsla:
Fín ganga á Skálafell (790 m) ásamt 40 öðrum göngugörpum, dásamlegt veður en smá þokubólstrar skyggðu á útsýnið en rættist nú ótrúlega úr því samt...
Skálafellið var feimið og huldi sig þegar okkur bar að garði. Þegar niður var komið tók deildarmyrkvi á sólu á móti okkur. Gott GSM-samband á toppnum.
Gengið var frá skíðaskála, hægra megin við gil nokkurt og síðan stefna tekin á efstu lyftuna en KR á hana. Þegar þangað var komið sást í snjó í 670 metra hæð og náði hann að mannvirkjum á toppnum. Skálafellið gerðist feimið er okkur bar að garði og gengum við í þokuna þar sem við mættum snjónum. Á uppleiðinni voru helstu kennileiti í suðri, Hengillinn, Búrfell í Grímsnesi, Leirvogsvatn og Þingvallavatn.
Þegar upp var komið tók á móti okkur veðurbarið hús en vindasamt er þarn. Veðurstöð er í byggingunni en hún bilaði fyrr um daginn.
Nafnið, Skálafell er pælingarinnar virði. Ein kenning er að skáli hafi verið við fjallið við landnám en útsýni frá því yfir helstu þjóðleiðir gott. Amk. 6 Skálafell og ein Skálafellshnúta eru til á landinu og ef fólki vantar gönguþema, þá má safna Skálafellum.
Dagsetning: 1. júní 2011
Hæð: 774 metrar
Hæð í göngubyrjun: 379 metrar, Skíðasvæði í Skálafelli, (N:64.13.929 - W:21.25.922)
Hækkun: Um 400 metrar
Uppgöngutími: 70 mín (19:05 - 20:15) 2,05 km
Heildargöngutími: 115 mínútur (19:08 - 21:00), 4,1 km
Erfiðleikastig: 2 skór
GPS-hnit möstur: N:64.14.442 - W:21.27.782
Vegalengd: 4,1 km
Veður kl. 20 Þingvellir: Bjart, NV 7 m/s, 9,8 gráður. Raki 65% (minni vindur á felli)
Þátttakendur: Útivistarræktin, 41 þátttakandi af ýmsum þjóðernum, 12 bílar
GSM samband: Já - Dúndurgott, sérstaklega undir farsímamöstrum.
Gönguleiðalýsing: Lagt af stað frá fyrsta bílastæði við skíðalyftur og gengið hægra (austan) megin við gilið. Síðan fylgt hæstu lyftu í 670 m hæð. Þá tók snjór og þoka við. Þaðan er stuttur spölur að fjarskiptamöstrum. Gengin sama leið til baka en hægt að halda í vestur, ganga út á nef fellsins, líta til Móskarðshnúka og halda til baka. Góð gönguleið hjá ónotuðu skíðasvæði. Skál fyrir góðri ferð!
Stundum eru mannvirki á fjöllum listræn að sjá.
Með hækkandi hita á jörðinni hefur notkun skíðamannvirkja í Skálafelli lagst af. Stólarnir hanga og bíða örlaga sinna.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 18:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.5.2011 | 21:21
Sköflungur (427 m)
Sköflungur er vestasti hryggurinn í fjallaklasanum austan Mosfellsheiðar. Hann er á Hengilssvæðinu.
Leiðalýsing:
Ekið eftir Suðurlandsvegi inn á Nesjavallaveg og lagt af stað í gönguna stuttu eftir að komið er upp fyrstu brekkuna á veginum. Sköflungur er vestasti hryggurinn í fjallaklasanum austan Mosfellsheiðar. Gengið norður hrygginn á móts við Jórutind og um Folaldadali til baka. Vegalengd 7 km.
Facebook lýsing:
Sköflungur er skemmtilegur hryggur sem minnti mig á Kattarhryggi á köflum bara ekki eins hátt og bratt niður. Við gengum hrygginn og svo niður í Folaldadal og gengum hann til baka
Klettaborgin á enda Sköflungs minnti mig á Kofra, glæsilegt bæjarfjall sem trónir yfir Súðavík.
Hryggurinn lætur ekki mikið yfir sér og fellur vel inn í umhverfið. Vörðu- Skeggi tekur alla athygli ferðamanna en hann er í 3,8 kílómetra fjarlægð í suður frá göngustað.
Búrfellslína liggur yfir Sköflung og tvö reisuleg möstur eru á hryggnum og ganga menn í gegnum þau. Þessi kafli vekur umræðu um sjónmegnum og fegurðarmat. Sköflungur er ekki skilgreindur sem náttúruvætti og því hefur þessi leið verið valin fyrir rafmagnið en nú er krafan um að allar raflínur fari í jörð. Á móti kemur að nálægðin við tignarlega risana er ákveðin upplifun sem er góð í hófi.
Eftir að hafa gengið á Sköflung kom mér í hug hversu mörg örnefni tengjast mannslíkamanum. Hryggur, enni, kjálki (Vestfjarðakjálki), bak, síða, barmur, bringa / bringur, geirvörtur, leggjabrjótur, haus, háls, höfuð, hné, hvirfill, hæll, kinn, nef, rif, tá, tunga, vangi, þumall og öxl.
Einnig bæjarnöfn; Kollseyra, Tannstaðir, Skeggöxl, Augastaðir, Kriki, Kálfatindar, Skarð, Kroppur og Brúnir.
Dagsetning: 25. maí 2011
Hæð: 373 metrar (nestisstopp) en einn hæsti punktur á hryggnum 427m
Hæð í göngubyrjun: 372 metrar, Nesjavallavegur, (N:64.07.420 - W:21.18.770)
Hækkun: 1 meter
Uppgöngutími: 75 mín (19:05 - 20:20) 3,0 km
Heildargöngutími: 132 mínútur (19:08 - 21:20), 8,61 km
Erfiðleikastig: 2 skór
GPS-hnit undir klettaborg: N:64.08.979 - W:21.18.382 (3 km ganga)
Vegalengd: 6,31 km
Veður kl. 20 Þingvellir: Bjart í vestri, S 3 m/s, 8,4 gráður. Raki 45%
Þátttakendur: Útivistarræktin, um 44 göngumenn, 14 bílar
GSM samband: Já
Gönguleiðalýsing: Lagt af stað frá fyrsta bílastæði við Nesjavallaveg og móbergshryggur Sköflungs þræddur eins langt og menn treysta sér. Síðan er hægt að taka misstóran hring til baka. Við fórum eftir Folaldadal. Stærri hringurinn er með stefnu á Jórutind og Hátind.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.5.2011 | 23:33
Stórhöfði (121 m)
Leiðalýsing:
Ekið til Hafnarfjarðar og í átt að Kaldárseli. Stefnt að Kýrskarði og áfram að Stórhöfða. Þaðan haldið að Selhöfða þar sem er gott útsýni yfir Hvaleyrarvatn. Síðan verða höfðarnir þræddir, Miðhöfði og Fremstihöfði á leið til baka. Vegalengd 9 km.
Facebook lýsing:
Var í góðri kvöldgöngu í góða veðrinu. Við gengum á Stórhöfða, Selhöfða, Miðhöfða, Fremstahöfða og einn ónafngreindan, þetta voru tæpir 9 km. í hrauni, grjóti, mosa og visnaðri Lúpínu sem er ekki skemmtileg yfirferðar. Þetta var samt frábær ganga og ég er alveg endurnærð eftir kvöldið :)
Já, það má taka undir lýsinguna hér að ofan, það er erfitt að ganga í afgöngum af lúpínunni en síðustu höfðarnir voru umluktir henni og plantan ekki komin í skrúða. Þessi planta er landnemi á órgónum svæðum.
Ímynd mín af höfðum féll ekki alveg að nafngiftinni, ég vil hafa þá mun tignarlegri en þessa hóla en í heimildum er minnst á Húshöfða og gæti hann verið ónafngreindi höfðinn sem við gengum á, milli Selhöfða og Miðhöfða. Ofan af Selhöfða sást betur yfir Hvaleyrarvatn og vestan vatnsins sér yfir skógræktarsvæði Hákonar Bjarnasonar skógræktarstjóra ríkisins sem átti þar sumarhús.
Dagsetning: 18. maí 2011
Hæð: 121 metrar
Hæð í göngubyrjun: 91 metrar, Kaldársel, (N:64.01.375 - W:21.52.130)
Hækkun: 44 metrar
Uppgöngutími: 45 mín (19:05 - 19:50) 3,01 km
Heildargöngutími: 170 mínútur (19:05 - 21:55), 8,61 km
Erfiðleikastig: 2 skór
GPS-hnit Stórhöfði: N:64.01.210 - W:21 .45.241 (135 m)
GPS-hnit Selhöfði: N:64.01.99 W:21.55.700 (98 m)
GPS-hnit Fremstiöfði: N:64.01.596 W:21.53.741 (110 m)
Vegalengd: 8,61 km
Veður kl. 20 Reykjavík: Bjart, NA 4 m/s, 8,8 gráður. Raki 52%, skyggni >70 km.
Þátttakendur: Útivistarræktin, 44 göngumenn
GSM samband: Já
Gönguleiðalýsing: Lagt af stað frá Kaldárseli en hægt að hefja göngu á Stórhöfða nær honum. Þaðan eftir Stórhöfðahrauni að Stórhöfða. Þá sjást hinir höfðarnir, Selhöfði, Miðhöfði og Fremstihöfði. Skemmtileg hringleið.
Stoppað á nafnlaustum höfða. Lúpínustönglar umluktu gönguleið. Til hægri sér í Selhöfða.
Heimildir:
Toppatrítl, Stórhöfði
Ferlir, Hvaleyrarvatn - Kaldársel - Kershellir
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2011 | 21:57
Grímsvatnagosið 1996
Það var eftirminnilegt Grímsvatnagosið 1996. Það kom mönnum ekki í opna skjöldu. Ég fylgdist náið með því og við héldum við á Eldsmiðnum út vefsíðu um gosið. Þá voru ekki til miðlar eins og mbl.is og visir.is. Þetta var ævintýralegur, krefjandi en skemmtilegur tími. Aðsókn var góð á eldhorn.is og flestar fyrirspurnir komu erlendis frá.
Í annál um eldgosið segir á mbl.is: "[A]ð morgni 29. september 1996 hófst óvenjuleg jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Jarðskjálftafræðingar stigu þá fram og spáðu því að gos gæti verið í aðsigi. Stóð hrinan fram á kvöld hinn 30. september en þá dró skyndilega úr skjálftum en stöðugur órói hófst. Markaði óróinn upphaf eldgoss og í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins 30. september var gefin út viðvörun um að eldgos væri yfirvofandi í sprungu undir jöklinum milli Bárðarbungu og Grímsvatna. Hinn 2. október hófst svo öskugos þegar gosið náði upp í gegnum jökulhelluna."
Þessi mynd er tekin að morgni 2. október 1996 af Silfurbrautinni á Hornafirði, þegar eldgosið náði að bræða sig í gengum jökulhettuna og til varð Gjálp. Fyrstu fjóra dagana var kraftur eldgossins mestur.
Talið er að eldgosinu í Gjálp hafi lokið að kvöldi til hinn 13. október 1996 en tveimur dögum áður var farið að draga úr kraftinum. Hlaup kom svo úr Grímsvötnum nokkrum vikum síðar.
Frétt á eldhorn.is frá 1. og 2. október hljóði svona:
2. október - miðvikudagur
Eldgos sást í nótt kl. 4.47 og komu þá hvítir bólstrar upp úr íshellunni.Vitni voru að þessum atburði. Bjarni S. Bjarnason eigandi Jöklajeppa og jöklamaður.
Nú er aska farin að falla niður á Norðurlandi og bændur í Bárðardal hafa fengið fyrstu öskuna. Þar sem vart verður ösku eru bændur beðnir að taka sláturfé á hús.
Vegagerðin er að undirbúa aðgerðir á Skeiðarársandi og líklegt er talið að taka verði veginn í sundur til að brýrnar standist hlaup sem óttast er að koma muni úr Grímsvötnum í nótt eða á morgun.
Gosmökkurinn er nú kominn í 15.000 feta hæð.
Talið er að gossprungan sé orðin 10 km löng. Hún hefur lengst til norðurs og því er talið að vatn kunni að streyma í Jöklsá á Fjöllum.
Kl.17.00
Nýr ketill hefur myndast norðan við hina tvo og sprungan lengst um 2 km. en gosið er á einum stað.
Loka á umferð um Skeiðarársand kl. 23.00 í kvöld. Búið að gera ráðstafanir til að rjúfa veginn til að bjarga brúnni en 1.500.000 milljónir eru í húfi.
Rennsli í Grímsvötn er 5.000 m3 á sekúndu eða sem samsvarar 10 sinnum rennsli Þjórsár.
1. október - þriðjudagur
Tveir katlar sáust á þriðjudag og fóru þeir sífellt stækkandi. Þeir eru á eldgosasvæði sem er kallað Loki.
Heimildir
mbl.is og eldhorn.is
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.7.): 0
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 243
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 204
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar