Ný gönguleið á Fimmvörðuhálsi

Í magnaðri Jónsmessuferð á Fimmvörðuháls yfir nótt með Útivist var farin ný gönguleið sem stikuð var fyrir rúmri viku. Duglegir og framtakssamir farastjórar Útivistar sáu um verkið.

Þegar komið er yfir göngubrúnna yfir Skógá  þá eru nú þrír möguleikar á að ná norður á hálsinn. Hin hefðbundna gönguleið er að fylgja stikaðri leið norður á Fimmvörðuháls. Önnur er að fylgja vegaslóða að Baldvinsskála en hún er lengri en léttari.

Nýja leiðin, Þriðja leiðin liggur í vestur, að vestari hvísl Skógár. Þaðan er Kolbeinsskarði fylgt og þegar komið er á Kolbeinshaus þá er göngumaðurinn kominn að skála Útivistar, Fimmvörðuskála á Fimmvörðuhálsi.

Sterklegur vegvísir er á vestri bakkanum og blasir við þegar komið er yfir brúnna og vísar veginn á Fimmvörðuskála, Bása og Þórsmörk.

Það sem þessi nýja leið hefur uppá að bjóða eru fleiri fossar. Á tveim stöðum sáum við fossa sem virtust koma út úr berginu og minntu á Hraunfossa í Hvíta en þeir voru ekki eins vatnsmiklir. Einnig finnur maður meira fyrir nálæg hins þekkta Eyjafjallajökuls.

Einn nafnlaus en stórglæsilegur slæðufoss er í fossaröðinni sem fylgir nýju leiðinni og  minnir hann mjög á Dynjanda eða Fjallfoss í Arnarfirði. Þetta er glæsilegur foss sem allt of fáir göngumenn hafa séð.

SlaedufossSkogaV2

Þessi glæsilegi slæðufoss er í Skóga en upptök árinnar eru við Fimmvörðháls og koma fleiri hvíslar í hana á leiðinni niður Skógaheiði. 

Myndin var tekin um eitt eftir miðnætti á Canon EOS 500D. Myndavélin var stillt á ISO 3200, 1/40 f3,5 og P(rogram).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 92
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 80
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband