Samfelldur rekstur - BS 25999 staðallinn

Hún er vel menntuð þjóðin. Þegar hamfarir verða hér á landi, brú hverfur af hringveginum vegna hamfaraflóðs, þá koma fram 319.259 verkfræðingar. Allir með rétta lausn, að eigin mati.

Þegar áfall verður þá er gott að hafa áætlun. Til er alþjóðlegur staðall fyrir allar greinar atvinnulífsisn, BS 25999 Business Continuity Management sem þýtt hefur verið, Stjórnun á rekstrarsamfellu. 

Mættu ferðaþjónustuaðilar, forystumenn í ferðaþjónustu og stjórnvöld skoða það alvarlega að útbúa áætlanir sem uppfylla kröfur staðalsins. Hættan vofir sífelt yfir.  Hekla og Katla eiga eftir að taka til sinna ráða. 

Eitt af lykilatriðum í áfallaferlinu er að hafa gott upplýsingastreymi. Tilnefna skal talsmann og hefur hann ákveðnum skyldum að gegna.

Lykilatriði sem hafa þarf í huga í samskiptum við fjölmiðla eru að:

• Vera rólegur og yfirvegaður.
• Vera heiðarlegur.
• Halda sig við staðreyndir.


Forðast skal:

• Að vera með getgátur vegna sjónarmiða sem tengjast áfallinu.
• Að leyfa starfsfólki að ræða við fjölmiðla.
• Vera með ásakanir eða benda á mistök

 

Talsmenn í ferðaþjónustu hafa þverbrotið síðustu þrjú boðorðin. Þeir hafa með ófaglegum talsmáta gert of mikið úr áfallinu og hámarkað skaðann. Trúlegt er að pólitík hafi tekið yfir fagmennskuna. 

Fullyrðingar um að fjöldagjaldþrot og afbókanir eru órökstuddar getgetgátur og alvarlegt að talsamður SAF láti svona út úr sér.  Ætti talsamaður SAF að taka sér nokkra ferðaþjónustuaðila til fyrirmyndar, sérstaklega þá hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum.

Árið 1932 fór Óskar Guðnason á milli Hornafjarðar og Reykjavíkur á Fordvörubíl eins og hálfs tonns. Var það fyrsta bílferðin milli staðanna og var farið suður yfir sanda og yfir óbrúaðar ár.  

Í dag var fetað í bílför Óskars og farið yfir Múlakvísl á vaði. Það er til lausn á öllu.

Með því að hafa góðar áætlanir um samfelldan rekstur, þá þarf ekki 319.259 sjálfskipaða verkfræðinga.


mbl.is Neyðarástand í ferðaþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 10
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 226008

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband