Sagan af dollurunum

Ég átti nokkra bandaríska dollara. Hafði átt um nokkurt skeið og geymt undir koddanum mínum og sofið vært á þeim.  Ég ákvað á miðvikudaginn síðasta að selja  þá. Markmiðið var að lækka örlítið yfirdráttinn á tékkareikningnum enda borgum við Íslendingar eina hæstu vexti í heimi. Einnig var markmiðið að minnka áhættu á því að dollararnir dýrmætu týndust ekki eða yrði stolið.

Ég fylgdist lítið með fréttum þennan umrædda dag. Ég tölti upp í banka og seldi. Gerði ágæta sölu. Þegar ég hlustaði á fjármálafréttir síðar um daginn var aðalfréttin um fall krónunnar. Þrjúkommaátta prósent. Hún hefði ekki verið veikari í átta ár.  Ég velt því fyrir mér hvort ég hefði gert stór mistök. Hefði ég átt að bíða lengur?

Ég ákvað að pirra mig ekki á þessu flökti krónunnar.

Daginn eftir, í gær kl. 11.00, heyrði ég í fréttum er ég keyrði eftir Bústaðaveginum að krónan hefði fallið um 3.5% við opnun markaða um morguninn. Ég varð frekar pirraður en ók yfirvegað áfram.  Þegar í vinnuna var komið greindi ég nokkrum samstarfsmönnum frá þessum meintu mistökum mínum. Þau hughreystu mig og sögðu að ég ætti að gleðjast yfir góðri sölu á dollurunum.  Síðan leið dagurinn. Ríkisstjórnin fór að sýna að hún væri með lífsmarki og ákvað að hleypa lífi í íbúðamarkaðinn með  því að nota digra sjóði Íbúðalánasjóðs.  Í lok dags hafði dæmið snúist við hjá krónunni okkar. Hún hafði styrkst um 1.5%.

Salan hjá mér var sú besta í átta ár! - Vantar góðu fjármálafyrirtæki góðan sölumann?

Gengi

Hér er kort yfir gengi íslensku krónunnar gagnvart bandarískum dal síðasta ár. Þar sem toppurinn er hæstur, það er dagurinn sem ég seldi dollarana mína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er rétt hjá þér Páll.  Smæla framan í heiminn.

http://www.youtube.com/watch?v=uQg-guxtYaY

Krónan er samt ekkert hætt að falla.

Einar Örn (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 22:06

2 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Rétt félagi Einar!

Krónan féll í dag og nýtt met. Það sýnir bara hversu erfitt þetta fjármálalíf er. Eins gott að maður er ekki í þeim geira.

Nú smælar maður framan í heiminn, á Toyota eins og Megas!

Sigurpáll Ingibergsson, 23.6.2008 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 104
  • Frá upphafi: 226500

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 85
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband