Leggjabrjótur

Hvað er þjóðlegra en að ganga frá Þingvöllum yfir Leggjabrjót í Botnsdal í Hvalfirði.  Ég ákvað að halda upp á Þjóðhátíð á með því að fara þessa leið.

Lagt var af stað frá Þingvöllum kl. 19. í gærkveldi í austan strekkingi. Við vorum því á lensi. Í ferðinni voru 23 garpar, flestir starfsmenn Brimborgar. Auðvitað ferðuðumst við með Brimborgarbílum á Þingvöll.  Gengið var eftir vel varðari leið, 16 km í Stórabotn. Farið var inn Öxarárdal, yfir Leggjabrjót, framhjá Sandvatni og nokkrum Biskupsörnefnum. Komið var niður í fallega Botnsdal og á áfangastað kl. 23.  Vindurinn hélt okkur vel við efnið í kraftgöngunni. Á leiðinni hlupu fjórir hraustir Boot Camp kappar. Það var gaman að fylgja þeim. Þegar í Botn var komið, sáum við að fjölgað hafði í hópum. Kom í ljós að 50 önnur ofurmenni höfðu lagt í sömu för.   Útvistarfólk fór einnig sína árlegu leið en hófu göngu klukkutíma síðar.

Meðalhraði okkar var 4.4 km/klst. Við vorum á hreyfingu í 3 tíma og 35 mínútur. Stopp í 25 mínútur. Mesti hraði sem ég náði var 11,5 km en þá fauk Arsenalhúfa mín af kollinum en ég náði henni að lokum.  Skemmtileg ferð með góðu fólki á þjóðlegum tíma.

Leggjabrjotur

Ari litli er þjóðlegur. Við vorum að horfa á Hátíðarhöldin frá Austurvelli í Sjónvarpinu í morgun. Þegar karlakórinn Fóstbræður hóf að syngja þjóðsönginn og hann komst að því hvaða söngur þetta var þá mælti sá stutti íþróttaálfur er hann sá Ólaf Ragnar og Geir H. Haarde.  "Þetta er ekki handboltamenn eða fótboltamenn!".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Hæ! Ég fór öfuga leið - frá Botni á Þingvöll. Fyrir þremur árum eða svo og það var engin tímataka. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 17.6.2008 kl. 22:22

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Hæ. Það er annar leggjabrjótur til.  Það er að staðsetja höfuðstöðvar Vatnajökulsþjóðgarðs í miðborg Reykjavíkur. 

Hvar situr þjóðgarðsvörður Þingvalla? Á Ólafsfirði? Nei, ekki held ég það. 

Jón Halldór Guðmundsson, 24.6.2008 kl. 16:20

3 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Helga - Gaman að heyra að þú hefur farið þessa þjóðleið. Þú hefur eflaust verið ánægð með gróskuna í Botnsdal.  Ef vindurinn hefði ekki verið svo mikill, þá hefðum við verið mun lengur.

Jón - Já, þetta er hneyksli að hafa höfuðstöðvar Vatnajökulsþjóðgarðs í miðborg Reykjavíkur. Hornfirðingar eru að mótmæla. Það er gott mál. Kanski maður rölti niður í bæ með mótmælaspjald!

Sigurpáll Ingibergsson, 24.6.2008 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 21
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 115
  • Frá upphafi: 226498

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 96
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband