Brúarsmíði yfir Sultartungnaá

Þeir eru öflugir verkfræðingar Vegagerðarinnar. Þeir gerðu sér lítið fyrir og hlutu alþjóðlega viðurkenningu norræan vegasambandsins fyrir Þjórsárbrúnna og voru hlutskarpari en sjálf Eyrarsundsbrúin.

Ég átti leið upp í Jöklasel í vikunni og sá til brúarsmiða við smíði brúar yfir Sultartungnaá á veginum upp að Jöklaseli við Skálafellsjökul, einn skriðjökla Vatnajökuls. Gamla brúin skemmdist mikið í miklum vatnavöxtum sl. haust. Áætlað er að brúarsmíðinni ljúki í enda mánaðar eða byrjun júlí. Nýja brún verður um 23 metra löng, einbreið og með timburgólfi. Að hluta er hún smíðuð úr brúnni yfir Sæluhúsavötn á Skeiðarársandi en hún var tekin af á síðasta ári.

Nú er stóra spurningin hvort nýja brúin, hönnuð af verðlaunuðum brúarverkfræðingum, standist áhlaup Sultartungnajökuls í framtíðinni en brúarsmiðir eru öfundsverðir af hrjóstrugu og hrikalegu landslaginu.

Vinna við brúarstöpla í fullum gangi. Þeir eru 5-7 metra háir. Hörfandi jökulsporður Sultartungnajökuls gnæfir fyrir ofan en jökullinn teygði sig um aldarmótin 1900 og fram eftir 20. öld niður í Staðardal og hefur skilið eftir sig gróðurlítið far og jökulurðir. Sultartungnaá fossar nú niður um mikið gljúfur, Sultartungnagil, sem áður var jökli hulið, og gefur hún Staðará vott af jökullit.

Vegagerd 

Vegagerðarmenn voru einnig önnum kafnir við að laga fjallveginn, F985,  upp í Jöklasel og fer hann batnandi með hverju árinu en þetta er einn tilkomumesti fjallvegur landsins. Vegalengdin frá vegamótum og upp í skála er 16 km og tekur um hálftíma að þræða hann.   

Heimild:

Árbók Ferðafélags Íslands 1993. Við rætur Vatnajökuls e. Hjörleif Guttormsson. 


mbl.is Þjórsárbrúin verðlaunuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 77
  • Frá upphafi: 226330

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 64
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband