Esjuganga

Fór í Esjugöngu með félaga Sigurði Baldurssyni í fallega veðrinu í gær. Ég á það takmark að fara að minnsta kosti einu sinni ári á Esjuna. Náði því snemma á þessu ári. Einnig var ég að safna mínútum í Lífshlaupið.

Það var mikill fjöldi fólks á Esjunni og heilsaðist fólk ávallt með orðunum, "Góðann daginn". Færið var þungt undir fót í snjónum. Eftir einn fótboltaleik vorum við komnir upp að Steini. Þar hittum við fjóra hressa Litháa. Þeir stungu í stúf við Íslendingana sem flestir voru með göngustafi og bakpoka. Þeir reyktu mikið, voru klæddir í íþróttaskó og spiluðu hátt baltneskt rokk. En það er óþarfi að fjárfesta í dýrum búnaði fyrir eina fjallgöngu. Við vorum samferða þeim upp á Þverfellshorn og þræddum gömul fótspor upp klettana. Á leiðinni heyrðum við ráðleggingar á erlendu tungumáli til fólks á niðurleið í klettunum. Það var fjölþjóðlegt lið þarna í 700 metra hæð. Mér leið eins og ég væri að klífa Everest.  Etv. þverskurður af Nýja Íslandi.

Á Horninu voru tvær Evrópskar skvísur sem báðu mig um að mynda sig á Canon Ixus vélina þeirra. Það er mjög algengt að lenda ljósmyndaverkefnum þarna. Litháarnir kvikmynduðu mikið. Gaman að nýju Íslendingarnir hafi áhuga á náttúrunni í kringum sig. Þeir kvörtuðu undan lágvöxnum fjöllum í Litháen. Hæsta fjall landsins er Juozapines Kalnas, 293.6 m.  Þrátt fyrir litla háfjallareynslu, þá voru Litháarnir snöggir niður og hurfu fljótt sjónum okkar í snævi þökktum klettunum. Enda mun yngri.

Ég bauð Ara litla sem verður fimm ára í dag með í ferð á toppinn. Hann var harðákveðinn í byrjun en svo rifjaðist upp fyrir honum að Grýla og Leppalúði búa efst í Esjunni og því afpantaði hann gönguferð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skúli Freyr Br.

Litháarnir ná þó allavega að toppa Danina. Annars lágu Danir illa í því í fyrra þegar þeir föttuðu að hæsti hóllinn þeirra (sem bóndanum, eiganda landsins, var bannað að byggja fjárhúsið sitt á) var alls ekki hæsti hóllinn. Næsti hóll við hliðina var nokkrum sentímetrum hærri. Það pínlega var að þar fékk bóndinn á sínum tíma leyfi til að reisa híbýli fyrir rollurnar sínar!

Skúli Freyr Br., 17.3.2008 kl. 19:03

2 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Skemmtilegar þessar sögur af dönskum mælingum. 

Heyrði nýlega frétt um bílskúr sem var nokkrum sentímetrum hærri en leyfi gerðu ráð fyrir. Minnir að þeir hafi verið þrír. Eigandinn þurfti að lækka bílskúrinn. Þetta er víst frægasti bílskúr í Danaveldi. Kannast þú við hann?

Sigurpáll Ingibergsson, 18.3.2008 kl. 15:52

3 Smámynd: Skúli Freyr Br.

Ég kannast ekki við bílskúrinn, en upplifði það hinsvegar þegar byggð var nýtískuleg verslunarmiðstöð aftan við gömlu og virðulegu brautarstöðina hér í Århus. Á teikningunum var hún falin á bakvið brautarstöðina, en þegar hún var reist var hún 10 metrum hærri en leyfi gerðu ráð fyrir og eyðilagði þannig ásjónu brautarstöðvarinnar. Líklega hefur eigandi hennar átt örlítið fleiri hauka í horni en eigandi bílskúrsins, því þar hefur ekki verið fjarlægður einn einasti nagli.

Skúli Freyr Br., 18.3.2008 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 17
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 104
  • Frá upphafi: 226662

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 96
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband