Ósanngjarnt fiskveiðistjórnunarkerfi

Í Silfri Egils fyrr í dag var mjög athyglisvert viðtal við Magnús Thoroddsen hæstaréttarlögmann um dóm Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um íslenzka fiskveiðistjórnunarkerfið.

Mikið er ég sammála  því sem Magnús mælti í Silfrinu en boðskapur hans var að breyta þurfi kerfinu. Meirihluti mannréttindanefndarinnar ályktaði, að brotið væri gegn jafnréttisákvæði 26. gr. Alþjóðasamningsins um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi.

Í grein sem Magnús skrifaði og birtist í Morgunblaðinu 30. janúar síðastliðinn kemur hann með eftirfarnandi tillögu.

Í fyrsta lagi þarf að fella niður gjafakvótann þannig að allir Íslendingar sitji við sama borð. Þetta þyrfti að gera með hæfilegum umþóttunartíma gagnvart núverandi handhöfum aflaheimilda. Fara mætti svokallaða fyrningarleið á 10-15 árum.

Þær veiðiheimildir sem þannig losnuðu úr læðingi ætti að bjóða upp til hæfilega langs tíma, t.d. til 10-12 ára, á markaðsforsendum, því að þegar verið er að úthluta takmörkuðum gæðum fyrirfinnst aðeins einn réttlátur skömmtunarstjóri og það er buddan.

Þegar hið nýja fiskveiðistjórnunarkerfi er komið á sé ég fyrir mér að skipta mætti framboðnum aflaheimildum í fjóra hluta, togaraútgerðir mættu bjóða í 25% aflaheimildanna, smábátaútgerðir í 25% og útgerðir báta af stærðum þar á milli í önnur 25%. Þau 25% sem þá væru eftir yrðu boðin upp sem byggðakvóti til þess að „tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu“, svo sem mælt er fyrir um í 1. gr. laganna um stjórn fiskveiða en hefir því miður brugðizt hrapallega svo sem alþjóð veit.

Ég vil taka það skýrt fram að þessar prósentutölur eru engar heilagar kýr af minni hálfu. Þessar tölur eru eingöngu settar fram til umþenkingar. Það kann vel að vera að önnur hlutfallaskipting væri heppilegri og réttari.

Eftir að hið nýja uppboðskerfi á aflaheimildum er komið á tel ég rétt að banna sölu aflaheimilda á milli útgerðarflokka, heldur aðeins innan hvers flokks. Byggðakvótann mætti og selja en aldrei út fyrir viðkomandi byggð.

Í Silfri Egils minntist hann á aðra leið, gefa allt frjálst eins og ástandið var árið 1983 en það er rétt hjá Magnúsi, það er ómöguleg leið.

Ein leið í viðbót er til sem ræða þarf er að breyta um stýrikerfi. Fara úr aflamarki í sóknarmark. Þá fengi hver bátur ákveðna veiðidaga, svipað og Færeyingar hafa farið. Þá minnkar brottkastið.

Vonandi losnum við Íslendingar brátt við núverandi kvótakerfi og fáum betra og sanngjarnara, þá fær LÍÚ minni völd og byggðunum á Íslandi hættir að blæða út og þorskstofninn fær að vaxa. 

En að breyta ófreskjunni er mikill sigur fyrir fólk með heilbrigða skynsemi en 80% þjóðarinnar hafa haft þá skoðun og þurfti ekki Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna til þess að álykta um það. 

Auk þess legg ég til að kvótakerfið verði lagt í eyði. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Ég er sammála því að gjafakvótinn er meingallað fyrirbæri og særir réttlætiskennd fólks.  Ég er hins vegar ekki sannfærður um að leið Magnúsar sé sanngjörn heldur.  Það bitnar örugglega á einhverjum með ósanngjörnum hætti ef það á að skipta gæðunum svona hlutfallslega eftir byggðarlögum eða tegundum skipa.  Ef menn vilja bakka út úr þessu held ég að það sé réttlátast að bjóða bara allan kvóta upp í pörtum í ákveðinn árafjölda eins og Magnús nefnir en alveg án annara takmarkana. 

Hverning á t.d. að úthluta byggðakvóta?  Til allra þorpa þar sem er höfn?  Hlutfallslega eftir fólksfjölda í byggðinni? Hver á að ráðstafa kvótanum innan byggðarinnar, og hvernig á að tryggja að þar verði ekki spilling? Hvernig á að tryggja að byggðin njóti afrakstursins af byggðakvótanum? Eiga byggðir á sama atvinnusvæði og Reykjavík að fá sama byggðakvóta og aðrir? Eiga byggðir sem hafa álver eða aðra atvinnustarfsemi að fá sama kvóta og aðrir? o.s.frv..

Þorsteinn Sverrisson, 3.2.2008 kl. 14:39

2 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Sæll Þorsteinn!

Góðar byggðakóvtapælingar hjá þér. 

Ég hef aldrei fílað þennan byggðakvóta. Hann var fundinn upp til að stjórnmálamenn gætu úthlutað eftir geðþótta.  En pælingin hjá Magnúsi er að nota hann sem jöfnunartæki.  Eitt sem ég hef áhyggjur af er að brottkast mun ekki minnka með þessu kerfi, þó sanngjarnt sé.

Einnig þarf að efla rannsóknir í hafinu samhliða breytingum á kerfinu og veiðafærastýra sókninni. 

En að öðru, mikið var Óli Grund góður í ÚtSvari á föstudaginn.

Sigurpáll Ingibergsson, 3.2.2008 kl. 17:39

3 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Já Óli er skemmtikraftur af Guðs náð. Verst að þau skyldu detta úr keppni.
Hann er líka eindreginn kvótakerfisandstæðingur

Þorsteinn Sverrisson, 3.2.2008 kl. 19:52

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sælir Laugvetningar. Þetta er flottur pistill hjá þér Palli. Mbk.

Gunnlaugur B Ólafsson, 4.2.2008 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 14
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 116
  • Frá upphafi: 226512

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 94
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband