Færsluflokkur: Enski boltinn

Stók er ekki djók

Þessi leikur gegn Stoke á eftir verður að vinnast hjá Arsenal. Úrslitin í dag eru liðinu hagstæð. Chelsea tapaði. En Stoke er ekki neitt djók. Taplausir á árinu. Kraftur gegn tækni. Vonandi verður búið að finna lausn á innköstum Delap. En bikarnum var fórnað hjá fyrrum Íslendingalaliði á Britannia Stadium.

Gallas, Arshavin og Diaby verða fjarri góðu gamni en Sol, Ramsey og Eduardo koma í þeirra stað.

Chel$ea liðið er að brotna innanfrá. Það verður að nýta stórt tap þeirra gegn City. Bridge sigraði Terry.

Úrvalsdeildin er spennandi í ár, þrjú lið að berjast á toppnum. Fjögur lið um fjórða sætið mikilvæga. Svo er þéttur pakki í fallbaráttunni.

Vinni Arsenal leikinn ekki þá geta þeir gleymt öllu titlatali.   Spáin, erfiður 0-1 útivallarsigur.


Pylsutíð

"If you eat caviar every day it is difficult to come back to sausages."

Já, það er erfitt að kyngja þessu tapi í bikarnum. Dularfull uppstilling, gamlir kappar og ungir drengir. Mikið ójafnvægi í liðinu sem kostaði lélegan leik og tap.  Enginn enskur bikar verður í herbúðum Arsenal þetta tímabil.

Nú er krafan að vinna Aston Villa á miðvikudaginn og rauð djöflana í kjölfarið. Annars er þessi bikarfórn einskírs virði.


mbl.is Stoke sló Arsenal út úr bikarnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ade vel klæddur

Eða hvað?

Myndband sem er á Youtube.com sýnir viðtal við Adebayor eftir skotárásina. Hinn sorgmæddi Adebayor er í hvítum polo bol með merki Arsenal en hann þiggur himinhá laun frá Manchester City. Hefur þetta farið illa í stuðningsmenn City. En hann var einnig duglegur að koma sér upp á kant við stuðningsmenn Arsenal. 

Eflaust er skýring á þessum flotta en óheppilega klæðnaði Adebayor en hann á eftir að segja söguna á bakvið það.


mbl.is Adebayor í ótímabundnu leyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arsenal sigraði óveðrið en gerði jafntefli við Everton

Þær voru erfiðar aðstæður til að spila knattspyrnu í Lundúnum í dag. Frost og snjókoma. Kunnuglegar aðstæður hér á landi.

Vallarstarfsmenn hófu vinnu klukkan 5 í morgun og náðu að hreinsa allan snjó á vellinum og af 60.500 sætum. 

Leikmenn Arsenal voru hins vegar frosnir og lengi í gang. Everton komst verðskuldað yfir en Brasilíumaðurinn Denilson jafnaði með Lampard marki. 

Í síðari hálfleik var mikil pressa á mark Everton, það átti að sækja öll stigin sem í boði voru. Skyndilega var Suður-Afríkumaðurinn, Pienaar á auðum sjó og kom Everton snyrtilega yfir á 80. mínútu.

Tékkinn reyndi og yfirvegaði, Rosicky náði að jafna í uppbótartíma, með öðru Lampard marki.

Þetta var tilþrifalítill leikur og kuldinn tók sinn toll. Síðustu mínúturnar voru spennandi. Tvö stig töpuð gegn Everton sem hefur gefið mörg stig í Úrvalsdeildinni.


mbl.is Everton sótti stig til Lundúna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

He comes from Senegal

Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn. Þessi söngur var oft sunginn á Highbury.

He comes from Senegal
He plays for Arsenal
Vieira, o o o o oh Vieira (etc.)

Ég hlakka til að sjá Paddy spila á Emirates í apríl komandi. Vieira var uppáhaldsleikmaður minn og margra annarra Arsenal-manna.

Mér er alltaf minnisstæður fyrsti leikurinn sem hann spilað fyrir Arsenal. Man meira að segja hvar ég horfði á leikinn. Við í Skæ-klúbbnum höfðum aðstöðu í Golfskálanum á Hornafirði og sáum leiki í gegnum kapalinn. Einhver Wenger hafði verið ráðinn stjóri og með honum fylgdu tveir leikmenn, Garde og Vieira. Hvað var að gerast hjá mínum mönnum?

Leikið var heima við Sheffield Wednesday á köldu miðvikudagskvöldi  um miðjan september 1996. Vindurinn gnauaði um skálann.  Félagi Einar Jóhannes og Stebbi kokkur voru mættir. Einhverjir fleiri fylgdust með. Arsenal átti í vök að verjast í upphafi leiks. Miðvikudagsmennirnir komust verðskuldað yfir með marki frá Booth. Eitthvað varð að gera. Parlour var tekinn útaf og inná kom einhver Patrick Vieira. Þá höfðu 28 mínútur liðið af leiknum.

Eftir þessa skiptingu snerist leikurinn við. Öryggi færðist yfir leik Skyttnanna og allt stoppaði á Vieira. Allar sóknir hófust hjá Vieira. Í síðari hálfleik komu fjögur mörk og gerði Wright þrjú, Plattarinn potaði einu. Nýtt tímabil var hafið hjá Arsenal.


mbl.is Vieira: Við getum unnið deildina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menn gegn strákum

Strákarnir sigruðu.

Fyrri hálfleikur var eign Liverpool, síðari eign Arsenal, einn besti hálfleikur Arsenal á tímabilinu.

Hvernig stóð á umbreytingunni?

Arsene Wenger hélt góða ræðu í hálfleik og var mjög reiður og sár með frammistöðuna. Hann sagði að liðið sem spilað hefði í fyrri hálfleik, ætti ekki skilið að spila í þessum búningum. Svo sagði fyrirliðinn Fabregas í viðtali við Sky Sports.  Því breyttu menn um hugafar en Wenger heldur sjaldan slíkar ræður.   Í bókinni Save Hands, ævisaga markvarðarins David Seaman, frá árinu 2000 segir:

"I have heard Sir Alex does not throw as many tea-cups arond at half-time. He has mellowed with age and success, they say, but I would not mind betting that, winning or losing, he still makes a lot more noise in the break than Arséne who has a real thing about noise at this point - he hates it. In fact, he does not allow anything to be said at half-time  util just before we are going back out for the second half. When we come in, he checks for any injuries and then just sites quietly in the corner. We are expected to do the same. If anyone speaks up about something that has happened in the first half, he tells them to be quiet. This even applies to Pat Rice, who is usually dying to have a go about something. If Pat starts shouting, Arséne stops him dead and asks for calm. He will wait until 12 out of the 15 minutes  have passed  and only then will he say one or two things about the second half.

At full-time, he will say "well done" if we have won ore played well and nothing at all if we have had a bad game. He waits until the next training  session to sort our any problems that we have had in the game. He rarely swears and, when he does, it always sounds odd with French accent. He can look a bit dour but he is actually quite humorous in dry sort of way and likes to crack a few jokes on the quiet. We have a few laughts as his exprense, too, and call him Clouseau because he is always knocking things over."

Athyglisverð taktík hjá Wenger en hann lærði þessa aðferð, bera virðingu fyrir einstaklingum er hann þjálfaði í Japan, en þar býr kurteisasta fólk veraldar.  Ferguson er þekktur fyrir hárþurrkuaðferð sína, Wenger hefur notað afbrigði af henni í hálfleik.

Vermaelen

Það var gaman að fylgjst með leiknum á heimavelli Liverpool-klúbbsins, á Players og tilkomumikið að heyra lagið baráttulagið "You never walk alone", rétt fyrir leik.

Maður leiksins var Belginn Vermaelen, varnarmaður Arsenal. Það stoppuðu margar sóknir Púlara á honum. Almunia átti að gera betur þegar mark Liverpool kom. Hann átti að kíla hann út af hættusvæðinu.  Ógnvaldurinn Arshavin fékk eitt tækifæri og nýtti það. Rithöfundurinn Walcott átti hljóðan leik og fór útaf á 70. mínútu en þá var sett meira stál á miðjuna, Diaby leysti hann frá skyldustörfum. Torres er ekki komin í form og Gerrand sem átti tímamótaleik var pirraður, þó átti hann að fá víti snemma leiks.

En vandræði Liverpool halda áfram, Meistaradeild Evrópu fjarlægist og krísuástand er á Anfield.

 


mbl.is Arsenal snéri taflinu við á Anfield
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullkomin helgi - tveir stórleikir

Þær gerast varla stærri fótboltahelgarnar. Tveir stórleikir í röð.  Kl. 16.00 í dag verður blásið til leiks í norður Lundúnum á Emirates Stadium. Arsenal ög topplið Chelsea takast á.  Þegar þeim stórleik lýkur verður sjónum beint til Katalóníu og þar glíma toppliðin tvö, Barcelona og Real Madrid.

Þetta verður erfiður leikur fyrir Arsenal gegn öflugu liði Chelsea. Mikil óvissa er með hvernig vörnin verður uppstillt. Vil frekar hafa Traore vinstra meginn frekar en Silvestre þó hann sé reyndari. En miðjan verður því að vera öflug í dag til að létta álaginu. Chelsea liggur aftarlega og beitir snörpum sóknum. 

Ég sagði við bláan vinnufélaga minn um  fyrir tíu dögum síðan að ég hefði meiri áhyggjur af leik Sunderland og Arsenal, heldur en Arsenal Chelsea. Arsenal gengur oft illa eftir landsleikjahlé. Ég hef ekkert breytt skoðun minni. Ég er bjartsýnn á góð úrslit, spái 2-1 sigri.  Ósigur hjá Arsenal hefur skelfilegar fyrir baráttuna um meistaratitilinn. Þá verða 11 stig á milli liðanna.

Í desember á góðærisárinu 2007 fór ég til London með Einari Jóhannes Einarssyni, miklum Arsenal-manni og sáum við leik sömu liða. Arsenal vann góðan sigur, 1-0 og skoraði Gallas sigurmarkið með skalla eftir hornspyrnu a 45. mínútu. Við sátum í góðum sætum í "Club Level" stúkunni á annarri hæð. Þeir eru dýrir miðarnir, kostuðu 90 pund en innifalinn var ótakmarkaður bjór í leikhléi. Einnig var hægt að borða góðan mat eftir leik. Stemmingin á leiknum var mjög góð.

Þegar markamínútan  var að renna upp streymdi fólk sem var í stúkunni í bjórinn. Ég ákvað að horfa á allan leikinn. Ég var hingað kominn til að horfa á knattspyrnuleik, ekki þamba bjór.  Í sama mund og ég tók ákvörðunina var Rosicky með boltann á vinstri kanti, hann ætlaði að senda fyrir markið. Blár varnarmaður komst fyrir sendinguna og boltinn fór út fyrir endamörk. Hornspyrna var dæmd og hinn trausti markvörður Chelsea með höfuðuhlífina, Petr Cech misreiknaði fyrirgjöfina sem endaði á kolli Galls og í marki Chelsea. Ég var ánægður með ákvörðun mína sem sýnir hversu agaður maður er. Það hefði verið skelfilegt að vera í bjórnum og missa af þessu augnabliki!

ArsChe 

    Marki baráttumannsins Galls fagnað, vonandi verður hann heill og með í leiknum í dag.

Síðari leikurinn í dag er El Clássico leikurinn. Leikir Barcelona og Real Madrid er miklu meira en fótboltaleikur. Hann er spurning um þjóðernishyggju, sjálfstæðisbaráttu, völd og frelsi. Menningarmunur á milli Katalóníu og Kastilía. (Castile). Ég var svo lánsamur að komast á leik milli liðanna 21. október árið 2000 en þess leiks verður ávallt minnst sem leiksins þegar Luis Figo fór yfir til Madrídar. Það voru landráð.  Sá leikur fór 2-0 fyrir Barca og urðu því engin ólæti í kjölfarið.

Stemmingin á Nou Camp kristallast í þessari setningu: "Catalonia is a nation and FC Barcelona its army".  - Spái ég einnig 2-1 sigri fyrir Barca-herinn í þessum stórleik.

Vonandi standa stórleikirnir undir nafni en þeir hafa yfirleitt gert að í gengum tíðina. En reynslan af stórleikjum allmennt er vonbrigði.

Nú er spurningin hvort þetta verður fullkomin helgi, tveir sigrar í stórleikjunum. Ófullkomin verður hún vonandi ekki.


Athyglisverð skipting hjá Arsenal

Það eru ýmsar leiðir til að fylgjast með boltanum á Netinu.  Stundum er hægt að finna strauma með mjög góðum myndgæðum. Veetle og TVU eru mjög traustir aðilar, þeir hafa reynst mér betur en SopCast. Á vefsetrinu myp2p.eu er gott yfirlit yfir íþróttakeppnir. Vefsetrið atdhe.net er einnig þess virði að skoða

Það gekk ekki vel að finna heppilegan straum fyrir leik Arsenal og Standard Liege í Meistaradeildinni í kvöld. Því var horft með öðru auganu á soccernet.com. Þeir eru ekki óskeikulir og hér er mjög athyglisverð skipting í leiknum. Þá kom allt í einu markvörður inn fyrir sóknarmann!

 VitoNasri

 En Englendingurnn halti, Theo Walcott com inná í stað Nasri.

En sanngjarn 2-0 sigur og toppsætið gulltryggt í H-riðli. Það verður því hægt að senda Carling Cup liðið til Grikklands.


Sofandi Spurs

Þeir vörðust ágætlega hinir sterklegu leikmenn Spurs. Eltu leikmenn Arsenal út um allan völl og gáfu ekki nein tækifæri á að byggja upp gott spil.

Á 43. mínútu, markamínútunni, sofnuðu þeir hins vegar á verðinum. Eflaust orðnir þreyttir á sífelldum hlaupum. Innkast, fyrirgjöf frá Sagna og maður leiksins, Robin van Persie með númerið 11, á réttum stað og fór illa með Kónginn í vörn Spurs.   Eitt núll, ísinn brotinn.

Markamínútan er aðeins 60 sekúndur, rétt eins og aðrar mínútur en Fabregas náði eflaust að setja met. Sofandi leikmenn Spurs gáfu eftir boltann og frábært einstaklingsframtak fyrirliðans kom Arsenal í 2-0. Ellefu sekúndur á milli marka!

Þriðja markið var einnig merkilegt. Það er ekki oft sem menn sjá bakvörð stoppa í sókninni en Sagna hélt að leikurinn væri stopp eftir gróft leikbrot á Eduardo.  Þetta óvænta stopp svæfði varnarmenn Spurs í þriðja skipti í leiknum.

Fyrir leikinn voru leikmenn Spurs með miklar yfirlýsingar, þeir eru eflaust sterkir leikmenn en liðsheildin er ekki í sama klassa og hjá nágrönnunum í Arsenal. Þeir eiga margt ólært  í enska boltanum.


mbl.is Arsenal vann öruggan sigur á Tottenham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samba 2009

Brasilíumenn eru þekktir fyrir samba dans enda er þeim takturinn og dansinn í blóð borinn. Þeir eru einnig þekktir fyrir að spila boltanum vel milli manna og búa yfir mikilli knatttækni.  Uppskar knattspyrna þeirra viðurnefið samba knattspyrna.

Í leiknum Arsenal - Blackburn þá sáust ekta samba taktar, Samba 2009 hjá frískum leikmönnum Arsenal.  Ótrúlegar sendingar og mikill leikskilningur með og án bolta sem gáfu marga möguleika á fallegum sóknum.

Mér var hugsað til markvarðar Blackburn, Paul Robinson meðan samba knattspyrnan var í fullum gangi. Rifjaðist upp fyrir mér að hann hefur spilað með þrem liðum, Leeds, Tottenham og Blackburn  og hefur hann verið fremur ófarsæll með úrslit gegn Arsenal eftir ágætis byrjun.

26-11-2000 Úrvalsdeildin Leeds 1-0 Arsenal    
28-09-2002 Úrvalsdeildin Leeds 1-4 Arsenal
04-05-2003 Úrvalsdeildin Arsenal 2-3 Leeds
01-11-2003 Úrvalsdeildin Leeds 1-4 Arsenal
04-01-2004 FA-Bikarinn  Leeds 1-4 Arsenal
16-04-2004 Úrvalsdeildin Arsenal 5-0 Leeds

13-11-2004 Úrvalsdeildin Tottenham 4-5 Arsenal
25-04-2005 Úrvalsdeildin Arsenal 1-0 Tottenham
29-10-2005 Úrvalsdeildin Tottenham 1-1 Arsenal
22-04-2006 Úrvalsdeildin Arsenal 1-1 Tottenham
02-12-2006 Úrvalsdeildin Arsenal 3-0 Tottenham
24-01-2007 Deildarbikarinn Tottenham 2-2 Arsenal  
31-01-2007 Deildarbikarinn  Arsenal 3-1 Tottenham
21-04-2007 Úrvalsdeildin Tottenham 2-2 Arsenal
15-09-2007 Úrvalsdeildin Tottenham 1-3 Arsenal
22-12-2007 Úrvalsdeildin Arsenal 2-1 Tottenham

13-09-2008 Úrvalsdeildin Blackburn 0-4 Arsenal
14-03-2009 Úrvalsdeildin Arsenal 4-0 Blackburn
04-10-2009 Úrvalsdeildin Arsenal 6-2 Blackburn

19 leikir hjá Paul Robinson á öldinni. Uppskeran: 2 sigrar, 4 jafnefli og 13 ósigrar.
Markatalan er: 54 mörk gegn 22 en hann getur lítið bætt það upp í markinu. Hann hefur aðeins einu sinni náð að halda hreinu, í fyrsta leik.

Meðaltal,  2.8 mörk að meðaltali í leik sem hann hefur fengið á sig. Það er skelfilegt markahlutfall fyrir markvörð.

Dettur mér í hug slagarinn sem oft er sunginn af stuðningsmönnum liða er vel gengur, "Can We Play You Every Week?".

Heimild:
Soccerbase.com


mbl.is Arsenal í 4. sætið með stórsigri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 14
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 116
  • Frá upphafi: 226512

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 94
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband