Samba 2009

Brasilíumenn eru þekktir fyrir samba dans enda er þeim takturinn og dansinn í blóð borinn. Þeir eru einnig þekktir fyrir að spila boltanum vel milli manna og búa yfir mikilli knatttækni.  Uppskar knattspyrna þeirra viðurnefið samba knattspyrna.

Í leiknum Arsenal - Blackburn þá sáust ekta samba taktar, Samba 2009 hjá frískum leikmönnum Arsenal.  Ótrúlegar sendingar og mikill leikskilningur með og án bolta sem gáfu marga möguleika á fallegum sóknum.

Mér var hugsað til markvarðar Blackburn, Paul Robinson meðan samba knattspyrnan var í fullum gangi. Rifjaðist upp fyrir mér að hann hefur spilað með þrem liðum, Leeds, Tottenham og Blackburn  og hefur hann verið fremur ófarsæll með úrslit gegn Arsenal eftir ágætis byrjun.

26-11-2000 Úrvalsdeildin Leeds 1-0 Arsenal    
28-09-2002 Úrvalsdeildin Leeds 1-4 Arsenal
04-05-2003 Úrvalsdeildin Arsenal 2-3 Leeds
01-11-2003 Úrvalsdeildin Leeds 1-4 Arsenal
04-01-2004 FA-Bikarinn  Leeds 1-4 Arsenal
16-04-2004 Úrvalsdeildin Arsenal 5-0 Leeds

13-11-2004 Úrvalsdeildin Tottenham 4-5 Arsenal
25-04-2005 Úrvalsdeildin Arsenal 1-0 Tottenham
29-10-2005 Úrvalsdeildin Tottenham 1-1 Arsenal
22-04-2006 Úrvalsdeildin Arsenal 1-1 Tottenham
02-12-2006 Úrvalsdeildin Arsenal 3-0 Tottenham
24-01-2007 Deildarbikarinn Tottenham 2-2 Arsenal  
31-01-2007 Deildarbikarinn  Arsenal 3-1 Tottenham
21-04-2007 Úrvalsdeildin Tottenham 2-2 Arsenal
15-09-2007 Úrvalsdeildin Tottenham 1-3 Arsenal
22-12-2007 Úrvalsdeildin Arsenal 2-1 Tottenham

13-09-2008 Úrvalsdeildin Blackburn 0-4 Arsenal
14-03-2009 Úrvalsdeildin Arsenal 4-0 Blackburn
04-10-2009 Úrvalsdeildin Arsenal 6-2 Blackburn

19 leikir hjá Paul Robinson á öldinni. Uppskeran: 2 sigrar, 4 jafnefli og 13 ósigrar.
Markatalan er: 54 mörk gegn 22 en hann getur lítið bætt það upp í markinu. Hann hefur aðeins einu sinni náð að halda hreinu, í fyrsta leik.

Meðaltal,  2.8 mörk að meðaltali í leik sem hann hefur fengið á sig. Það er skelfilegt markahlutfall fyrir markvörð.

Dettur mér í hug slagarinn sem oft er sunginn af stuðningsmönnum liða er vel gengur, "Can We Play You Every Week?".

Heimild:
Soccerbase.com


mbl.is Arsenal í 4. sætið með stórsigri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 97
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 83
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband